Morgunblaðið - 28.10.1990, Síða 5
C 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990
Fjölskyldan samankomin í leikherbergi þeirra systra.
Á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði í sumar.
ar, settar í náttföt og inn í rúm
klukkan nákvæmlega hálfníu á
kvöldin. „Þetta væri ekki hægt ef
ekki væri regla á hlutunum. Við
reynum að hafa dagana í eins föst-
um skorðum og við getum og höfum
haldið dagbók yfir þær frá fyrstu
tíð. Þar er allt skráð, hvenær þær
sofna og vakna, hvað þær borða,
hvenær þær pissa og kúka, hvenær
þær fengu tennur, hvenær þær fóru
að labba og svo framvegis," segir
Guðjón.
Frostpinnar og tyggjó
Lasleiki á stelpunum hefur ekki
verið meiri en gengur og gerist hjá
börnum og aldrei hefur þurft að
ganga með þær um gólf á næturn-
ar. Matvandar eru þær heldur
ekki. „Þær eru samt farnar að
mótmæla hafragrautnum á morgn-
ana, vilja heldur komflesk eða
cocoa puffs og eru sólgnar í ís,
frostpinna og tyggjó. Systurnar
deila tvær og tvær saman herbergj-
um. Þær eru að vakna ein af ann-
arri milli klukkan átta og hálfníu.
Áður en dagurinn hefst af alvöru
er þeim leyft að spjalla saman um
stund í rúmum sínum og því næst
eru þær látnar á koppinn, þeim
þvegið og gefinn morgunmaturinn.
Hugsuðum með varúð
„Við vissum tiltölulega snemma
að ég gekk með fjórbura. Mig
minnir að ég hafi verið gengin með
í níu vikur,“ sagði Margrét. „Samt
gerði maður sér enga grein fyrir
þessu enda sagði læknirinn minn
þá að þó þau væru fjögur nú, yrði
ég að gera mér grein fyrir því að
þau gætu týnt tölunni. Maður hugs-
aði óneitanlega með varúð. Ég var
því alltaf jafnspennt þegar ég fór
í „sónár“ til að fá að vita hvort þau
væru enn fjögur fyrir hendi,“ sagði
Margrét.
Glasafijóvgunin fór fram á Bourn
Hall-stofnuninni í Englandi þangað
sem flestir íslendingar í sömu er-
indagjörðum sækja. Guðjón og
Margrét höfðu þó einu sinni áður
farið út, í nóvember 1986, „en það
var eiginlega fyrirfram dauðadæmt
því við komum á vitlausum tíma,“
segir Margrét. „Meðferðin þarf að
byija á öðrum tíðadegi konunnar,
en við komum ekki út fyrr en á
fjórða degi. Við tókum samt „sjens-
inn“ - en án árangurs.“
Á leikskóla
Fyrstu mánuðina eftir að fjórbur-
arnir komu heim af spítalanum var
mikið um að smástelpurnar í hverf-
inu byðu sig fram sem barnapíur
og sóttust þær helst í að koma inn
fyrir til að kíkja á dótið. Ásókn í
pössun hefur hinsvegar dvínað upp
■ á síðkastið enda er mesti spenning-
urinn liðinn hjá og fjórburarnir
farnir að síga í. Margrét fær þó til
sín unglingsstúlku úr nágrenninu
til að leika við dæturnar seinnipart-
inn að afloknum skóladegi. Þá eru
þær mjög hændar að bróður sínum
Jóhannesi sem nú er á sautjánda
ári. Að sögn Margrétar er hann
sjaldnast heima enda kominn á
unglingaaldurinn. Það væri aftur á
móti ósanngjarnt að segja að hann
passaði ekki systur sínar þegar á
þyrfti að halda. Vonir standa nú til
að fjórburarnir fái inni á.leikskóla
hálfan daginn, en til að byija með
komast líklega ekki nema tvær
þeirra að í fyrstu.
■wrrn0í+~~
í apríl á f' ^ úl og tó Élandi.
,{atþegaflum NTSFLUG
pá mun nýú flugfó'a& ^ js\ands
M. hefja fluf2Uot6urfanda, Mið-E«opn
^Sandabmavegar.
—-íáWSs
er ístenskt ftugfétag-
rSFLU'J iu.er' {lraustum
pað var stofnað í ágf j {atþjó6fegum flug-
Sutn með WÖö «. beto
06 ferðamálum- A , ti\ almenns fetgu
HamborgogRevkjavík.
lantsflogW
Frelsið UgSur