Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 C 13 eru fastir þættir um„Smáfólkið“ birtir í 2.300 dagblöðum víða um heim og ná þeir til um 200 millj- óna lesenda í 68 löndum. Og þótt vinkonan Lucy hafi einhveiju sinni lýst Kalla sem „feilskoti í lífs- hlaupinu" (líking úr hornabolta), hefur faðir hans Schulz nú um 60 milljónir dala í árslaun fyrir teikn- ingamar í dagblöðum, ýmsa muni sem tengjast nafni Kalla, sjón- varpsþætti, bækur og kvikmyndir sem gerðar hafa verið um daglegt líf stnáfólksins. í tímans rás hafa lærðar grein- ar verið skrifaðar um Kalla Bjama og félaga, sálfræðilegar og félags- legar vangaveltur um orð þeirra og tiltektir og hinar ólíklegustu skýringar á vinsældum þeirra. Einhver spekingurinn hélt því til dæmis fram að smá- fólkið höfðaði svo sterkt til okkar sem raun ber vitni vegna þess að í samskipt- um þeirra endurspeglast viss skepnuskapur, sem býr í okkur öllum. Hversu oft höfum við ekki staðið í þessum neyðarlegu spomm Kalla, að hafa vaipað fram einhveijum fullyrðingum, sem við teljum ákaflega gáfulegar, en fá ekkert nema tóma útúrsnúninga á móti. Og hversu margir hafa ekki ekki upplifað þá niðurlæginu að fá ekkert nema skæting frá þeim sem eiga að teljast bestu vinjr manns? Sumir halda því fram að Kalli sé hinn dæmigerði maður, sem alltaf þarf að íáta í minni pokann og lúffa í öllum málum og þess vegna þyki okkur vænt um hann, — af eins konar vorkunnsemi. Hann er einn af þessum drengj- um sem aldrei koma flug- drekunum sínum á loft og tapa alltaf í fótbolta. En þannig hefur það ekki allt- af verið. í upphafi var Feðgarnir Charlie Brown og Charles M. Schulz um einatt. Til dæmis þegar hann biður afsökunar á því að koma of seint í partý og er sagt að honum hafí alls ekki verið boðið. Mönnum ber ekki saman um hvenær þau kaflaskipti urðu í lífí Kalla að hann varð „lúserinn“ í hópnum. Sérfróðir menn hafa þó bent á að það hafí líklega byijað á því örlagaþrungna augnabliki, fyrir mörgum árum, þegar Shermy segir við Patty: „Það er einhver að banka.“ — „Nú, ert það bara þú Kalli Bjarna,“ segir Patty þegar hún opnar fyrir hinum kringluleita nágranna sínum. „Ég hélt það væri einhver sem skiptir máli ..." Ef ég þekki Kalla rétt hefur hann eflaust gaman af þeim heim- spekilegu vangaveltum sem um hann hafa spunn- ist. Sjónarmið hans sjálfs eru þó mun einfaldari því þótt Kalli sé vissulega heimspekingur að eðlis- fari er hann lítið fyrir að flækja hlutina. í einum magnaðasta þætti mynd- asögunnar vorú þeir fé- lagarnir spurðir hvaða myndir þeir sæju í skýj- unum. „Landakort af breska Honduras í Karíbahafi“ og„Páll postuli" voru svör félag- anna, en þegar Kalli var spurður svaraði hann: „Ja, ég ætlaði nú bara að segja önd og hestur, en ég hef skipt um skoð- un ..." En Kalla er ekki alls vamað. Mikil hátíðahöld era fyrirhuguð í Banda- ríkjunum í tilefni fer- tugsafmælisins. Má þar meðal annars riefna djasstónleika í Carnegie, Hall í New York, sérstaka sýningu í Smithsonian- safninu í Washington, undir nafninu, „Þetta er þín æska, Charlie Brown“, sérstök sýning I U)A5N T SUR£ I HEARP A D0U6HNUT CALLIN6 ME... PIANDTS 5HESAID5H6 U5EDTD60T0 5CH00L UIITH CHUCK..ARE WU 60IN6 T0 TALK10 HER? AR6 W 60IN610HITHERJUHAT AR6 WO 601N6TODOÍ 6IR3SIR? ■TAREHW1TUERE5EEM5 CIN6AT jjOBESOMe 1 p^7l;\sTHE aRCS'QWR 14. júlí 1972 Kalli Bjarna foringinn sem leiddi hópinn, oft seinheppinn að vísu, en engu að síður sá sem oftast hafði frumkvæðið. Með árunum hefur hann hins vegar linast og félagar hans hafa gengið á lagið og notfært sér veikleikana. Og meira að segja hundurinn hans Snoopy hefur gengið á lagið og rutt Kalla úr aðalhlutverkinu nú á seinni árum. En þessir stjörnu- komplexar í Snoopy eru kánnski tímabundnir, því eins og Kalli sjálfur veit manna best verða „hin- ir fyrstu síðastir og hinir síðustu i 1"» fyrstir", eins og einhvers staðar stendur skrifað. Hvað sem því líð- ur einkennist líf Kalla nú af von- brigðum. Hann er hið dæmigerða fórnarlamb sem aldrei nær ástum þeirrar sem hann elskar og er svo feiminn að hann hefur sig ekki einu sinn í að tala við hana. Það eina sem hann getur er að tala um hana, enda hefur þessi rauð- hærða stúlka aldrei birst í mynd. Kannski er hún líka bara til í hug- arheimi Kalla. Svo ekki sé talað um alla illkvittnina sem krakka- ormarnir, félagar hans, sýna hon- til heiðurs Snoopy í „The Dog Museum“ í St. Louis og úttekt á listrænni framsetningu „Peanuts- teikninganna“ í Teiknilistasafninu í San Francisco, svo nokkuð sé nefnt. Sjálfur listamaðurinn, Charles M. Schulz, hefur í tilefni afmælisins lýst því yfir að Kalli Bjarna muni ekki láta deigan síga þótt hann sé nú kominn á miðjan aldur. „Hann verður áfram fórnar- lamb eigin veikleika“. — Og Lucy? — „Hún mun áfram vaða í þeirri villu að telja sig klárari en hún er ...“ VÉLSKÓLI ISLANDS Vélstjóramenntun á íslaidi 1915-1990 Höfundur Franz Gíslason Bokin er komin út í tileíni af 75 ára afmæli Velskola fslands Búkin er til sölu í Vélskúla fslands on á skrifstofu Vélstiúrafélags fslands, Borgartúni 18 Glæsilegar býskar ullarkápur Irá ] HMC H U C K E M0DE C0UECTI0N INTERNATIONAL Gv v/Laugalæk, sími 33755 atí', Metsölublad á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.