Morgunblaðið - 28.10.1990, Side 22

Morgunblaðið - 28.10.1990, Side 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 háskólanum lokad leikarinn Dennis Irwin. Þeir félagar trylltu allt í Austur- bæjarbíói þar sem þeir léku í dökk- bláum smekkbuxum. Blakey var far- inn að heyra illa og tók heyrnartæk- in úr sambandi þegar tónleikar hóf- ust. Ekki gekk andskotalaust að koma hljómsveitinni gegnum vega- bréfaskoðun því Valeríj var með flóttamannapassa og vildu embættis- menn ekki taka hann gildan. Úr rættist þó er Magnús Torfi, sem var blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, gekk til liðs við Jazzvakningu og keikur blés Pómoréff í Austurbæjarbíói. Art Blakey var giftur japanskri konu og heillaðist af íslandi, fannst eldfjöllin minna sig á Japan, og ólíkt mörgum öðrum fannst honum Reykjanes- skaginn fagur og Svartsengisgufan tignaríeg. Því miður urðu þeir félag- ar að halda til Evrópu snemma næsta morgun og fékk Blakey því ekki að upplifa annað af undrum íslands en heita lækinn í Öskjuhlíð. Enn sögufrægari var koma Art Blakeys 1982. Þá stóð yfir Lista- hátíð og var það ætlun forráðamanna að fá Gerrv Mullierán til landsins en eitthvað fór úrskeiðis svo Mulligan hætti við að koma. Við Jazzvakning- armenn fréttum af því og höfðum samband við forráðamenn Listahá- tíðar og kváðust þeir þá hættir við allan djass á þessari hátíð — um slíkt væri of seint að hugsa. Ekki líkaði okkur það og hringdum í hol- lenska umboðsmanninn Vim Wigt. Vim sagði að Art Blakey væri á leið yfír hafið þennan dag, hefði að vísu verið á löngum og ströngum Evróp- utúr, en væri örugglega til í að spila ef vel væri farið að honum. Svo var gengið frá samningum en daginn sem Art átti að koma hringdi Vim og sagði að hljómsveitin væri út- keyrð og fúl og yrðum við að taka á móti þeim með pomp og pragt annars væri eins til í því að þeir héldu áfram yfir hafið. Nú voru góð ráð dýr. Ég vissi að Art var mikill barnakall og tók því fjögurra ára son minn með út á völl og Jazzvakningarmóttökunefndin blómvendi. Við fengum að fara að landgangi og brosti Art blítt er hann fékk blómin og bamið en Sendiboð- unum stökk ekki bros. Þann hóp eftir Vernharð Linnet ÞAÐ HEFUR ekki farið framhjá djassunnandanum að heitasta og harðasta djasshjarta veraldar er hætt að slá. Art Blakey er látinn sjötíu og eins árs gamall. Tvisvar heimsótti hann ís- land og lék í Austurbæjar- bíói 1979 og í Háskólabíói 1982. Art fæddist í Pitts- burgh og var sjálf- lærður hljóðfæra leikari. Fjórtán ára 4.10 er. Fljótlega hætti Art í stáliðjuverinu og hann var einn af ungu drengjun- um í fyrstu stórsveit bíboppsins sem Billy Eckstine stjómaði. 1954 stofnuðu Art Blakey og pía- nistin Horace Siiver kvartett sem fékk nafnið The Jazz Messengers og er Horace hætti hélt Blakey nafninu og hefur sveitin verið það gróðurhús sem ræktað hefur flesta djasssnillinga nútímans. Meðal þeirra sem Blakey fóstraði má nefna Freddie Hubbard, Wynton Mars- halis, Wayne Shorter, Chick Corea og Keith Jar- rett að ógleymdum eldri meisturum á borð við Don- ald Byrd, Kenny Dorham, Jackie McLean og Johnny Griffin. Sendiboðaútgáfurnar eru margar en kærust er mér sveitin frá því laust fyrir sextíu er hljóðritaði skífur á borð við Moanin (Blue Note) og Olympia Concert (Mercury). Þar blés Lee Morgan í tromp- etinn, Benny Golson í te- nórinn, Bobby Timmons hamraði píanóið, Jimmy Merritt bassann og Art að sjálfsögðu trommurnar. Á efnisskránni vom jafnan nýsamin verk eins og Mo- anin eftir Bobby Timmons og Blues March, I Remem- ber Clifford og Whisper Not eftir Benny Golson. Þegar Jazzvakning hóf að skipuleggja heimsóknir erlendra djassmanna til íslands þótti að sjálfsögðu við hæfi að fá Djasssendi- boða Art Blakeys eins fljótt og auðið væri. Hing- að komu þeir 1979 og með Art í för voru sovéski trompetleikarinn Valeríj Pómoréff, tenóristinn David Sehnitter, altistinn Bobby Watson, píanistinn James Williams og bassa- Art Blakey — Eitt heitasta og harðasta djasshjarta veraldar hætt að slá. skipuðu Terence Blanchard trompet- leikari, Donald Harrison altisti, Billy Price tenóristi, John O’NeiI píanisti og Charles Farmborough bassisti. Meðan beðið var eftir farangrinum sagði Art mér að það hefði tekið langan tíma að fá drengina til að bæta þessum tónleikum við, þeir hefðu verið í fimm vikur á Evrópu- ferðalagi og greyin væru nú bara óhörðnuð ungmenni. Tímamunurinn og ferðalögin þreyttu þá óstjórnlega. Verst var þó að píanistinn, John O’Neil, ætti miða á heimsmeistara- keppni í boxi þetta kvöld — vonandi væri hægt að bjarga beinni útsend- ingu fráy leiknum. Þetta var fyrir daga gervisjónvarpshnattaskerma á íslandi svo því varð að svara neit- andi og tók John því með karl- mennsku, muldraði aðeins: Svona er lífið. Á leiðinni til Reykjavíkur sat Bla- key með afastrákinn sinn og blómin og lék við hvem sinn fingur og Sendi- boðarnir hresstust óðfluga og þegar þeir stóðu á sviðinu í troðfullu Há- skólabíói var sveiftan heit og sterk, en áður en aukalagið var leikið minnti Blakey áheyrendur á að hljómsveitin hefði verið lengi á ferð og drengimir þráðu hvíld. Menn yfír- gáfu Háskólabíó í sjöunda himni með Moanin syngjandi í eyrunum. Daginn eftir gátu félagarnir sofíð út því þeir vom á heimleið og Amer- íkuflugið síðdegis. Við buðum Art að borða með nokkrum Jazzvakning- arfélögum á Grillinu og ætlaði ég einnig að bjóða trompetstjörnunni ungu, Terence Blanchard. Ekki sam- rýmdist það skólareglunum í Djass- skóla alheimsins. „The boys must leam it the hard way,“ sagði maður- inn og þar við sat. Piltarnir borðuðu á teríunni á Hótel Loftleiðum. Ég hitti Art Blakey síðasta sumar á Norðursjávardjasshátíðinni. Hann hafði horast og heyrði enn verr en áður. Samt var minnið óbrigðult og hann bað mig fyrir kveðju til afa- stráksins síns á íslandi. Trommuleik- arinn var líka samur við sig. Hann keyrði ungmennin áfram og þarna var nýjasti dúxinn í háskólanum: Frank Lacy básúnuleikari. Sá á nú eftir að láta að sér kveða. Eitt síðasta verk Art Blakeys í þessu lífi var að hljóðrita Blues Triangle (Windham Hill), ásamt David New- man og Dr. John. Þar bregður gamli maðurinn fyrir sig píanóleik og söng. Allur ágóði af skíf- unni rennur til heimilis- lausra í Bandaríkjunum: „Við erum ríkasta þjóð í heimi en samt er hér allt morandi í heimilisleys- ingjum og sveltandi börn- um. Það er ekki eðlilegt," segir Art. Art Blakey kemur ekki aftur til íslands en samt munu góðir trommarar halda áfram að sækja okkur heim og á miðviku- daginn kemur lemur Pét- ur Östlund húðir sínar á nýja tónlistarpöbbnum, Púlsinum við Vitastíg. Þar verða með honum Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson og Tómas R. Einarsson svo og á fimmtudagskvöldið — á föstudagskvöldið bætast ýmsir aðrir í hópinn. • Pétur hefur búið í Stokkhólmi um árabil, en sem betur fer hefur hann leikið hér nokkuð reglu- lega síðustu fimm árin. Fáir hafa sannað betur en Art Blakey hversu miklu hiutverki góður trommari hefur að gegna í djassi og það eru ekki margir trommarar á Norðurlöndum sem standast Pétri snúning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.