Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 mmmn © 1990 Universal Press Syndkate „t=g gei ekki vent sanngjamari en fettOy l.?Mill)d*L níður l isookr-. Ast er... ... að hugsa um annað en sjálfan sig. TM R*g. U.S. Pat CXf,— »0 tiflhta rMrvod ® 1990 Los Angetoa Tattoa Syndkata Farangnrinn ykkar hefixr skilað sér en börnin ykkar eru á leiðinni til Búda- pest — Með morgimkaffrnu Auðvitað þykir mér vænt um þig þó mér þyki vænna um hundinn ... Á FÖRNUM VEGI Morgunblaðið/Charles Egill Hirt Ingibjörg Gréta Gísladóttir i hlutverki Marion. Morgunblaðið/Ólafur Haraldsson Gunnar Helgason og Þorsteinn Bachmann. Morgunblaðið/Charles Egill Hirt Hilde Helgason leiksfjóri: „Gef- andi að vinna með blandaðan hóp.“ Nemendaleikhúsið sýnir Dauða Dantons: Franska byltingin endurvakin í Lindarbæ Nemendaleikhúsið, sem rekið er af nemendum á síðasta ári Leiklistarskóla íslands, hefur nú sett upp fyrsta verk leikársins, leikrit Karls Georgs Buchners, „Dauða Dantons". Hilde Helgason leikstýrir og alls koma fram 17 leikarar í 50 hlutverkum. Leikarar eru ekki eingöngu lokaársnemar, eins og venja hefur verið, heldur er leikverkið einnig hluti af náms- efni annarsársnema, sem allir leika í uppfærslunni. „Dauði Dantons" gerist í París í frönsku byltingunni undir lok 18. aldar og greinir frá hugsjóna- mönnum byltingarinnar, valda- sveiflum og örvæntingu sem ríkti meðal fólks á þessum tíma. Leikri- tið er byggt á sögulegum stað- reyndum og er jafnvel vitnað orð- rétt í ræður frammámanna bylt- ingarinnar. „Við ákváðum í sam- ráði við leikstjórann okkar að setja þetta leikrit á svið,“ sagði Þórey Sigþórsdóttir, lokaársnemi sem leikur í sýningunni. „Þrátt fyrir að sögulegum staðreyndum sé fylgt í meginatriðum, tekur höfundur sér skáldaleyfi eftir þörf- um og lætur okkur eftir magn- þrungið verk, þar sem hlutirnir gerast hratt og dauðinn er alltaf nálægur. Okkur fannst, með tilliti til þess sem er að gerast í heimin- um um þessar mundir, að þetta verk ætti erindi til fólks núna.“ Krakkarnir í Nemendaleikhús- inu segjast ánægðir með samstarf tveggja bekkja, sem er nýjung í uppfærslum leikhússins. „Það er gott að fá að vinna með þeim sem hafa þegar verið þrjú ár í skólan- um, kynnast vinnubrögðunum og hvemig námið nýtist þeim í leik- hússtarfinu,“ segir Hróðmar Dofri Hermannsson sem er á 2. ári í Leiklistarskólanum. Leikhúsin þyrftu að sýna meiri kjark Hvað varðar leiklistarlíf á ís- landi segir Ingibjörg Gréta Gísla- dóttir, 4. árs nemi: „Á undanföm- um árum hefur maður séð upp- færslur, allt frá því að vera slæm- ar upp í það að vera mjög áhrifamiklar. Á sínum tíma vora litlu leikhóparnir mikil ögran við stofnanaleikhúsin, þar sem kjark- Víkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Robert G. Miller, aðstoðarfor- stjóri Alumax, bandaríska ál fyrirtækisins, sem hyggst byggja hér stórt álver ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum, hefur verið töluvert í fréttum hér undanfarna daga vegna ummæla, sem íslenzkir blaðamenn hafa haft eftir honum í kjölfar skip- unar nýrrar samninganefndar Landsvirkjunar. Af því tilefni hefur dr. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Lands- virkjunar, haft sérstaklega á orði, að Miller hafi ekki tekið þátt í samn- ingaviðræðum um orkuverð, Páll Pétursson, sem sæti á í hinni nýju samninganefnd hefur talað um hót- anir Millers og Birgir Isl. Gunnars- son, sem einnig á sæti í samninga- nefndinni hefur nefnt hótanir í þessu sambandi og undirstrikað, að Miller hefði með að gera almanna- tengsl fyrir Alumax. En hver er Robert G. Miller, sem hefur kallað fram þessi viðbrögð forsvarsmanna Landsvirkjunar, við- brögð, sem að mati Víkverja eru að vísu sterkari en athugasemdir Millers gáfu tilefni til. Robert G. Miller hefur starfað sl. 18 ár hjá Alumax. Hann er lögfræðingur að menntun og þegar hann var við lögfræðinám við Har- vardháskóla í Bandaríkjunum kynntist hann Geir Hallgrímssyni, sem þar var þá við framhaldsnám. Góð vinátta tókst á milli þeirra Geirs og eiginkvenna þeirra á þeim tíma og þeir héldu sambandi um árabil, þótt leiðir skildu. Þegar Miller varð ljóst fyrr á þessu ári, að leið hans mundi liggja til íslands hafði hann samband við sinn gamla skólabróður og þeir hugðu á endurfundi. En Miller var of seint á ferðinni til þess, að af þeim gæti orðið. Af samtölum við Miller og konu hans er ljóst, að þau hugsa*með mikilli hlýju til þeirra áhyggjulausu æskudaga, þegar þau kynntust Ernu og Geir. Robert G. Miller og samstarfs- menn hans hjá Alumax hafa aug- ljóslega hrifizt af Islandi og nátt- úrufegurð þess. Sumir þeirra hafa ferðast víða um landið. Samtöl Morgunblaðsmanna við Miller fyrir nokkru leiddu glögglega í ljós, að Alumaxmenn sjálfir geta ekki hugs- að sér að setja álver niður hvar sem er í þessu fallega landi. Þess m.á geta hér til fróðleiks, að einn sona Roberts G. Millers og konu hans er einn af ritstjórum National Geographic Magazine. xxx Ummæli forráðamanna Lands- virkjunar mætti skilja á þann veg, að Robert G. Miller gegni svip- uðu starfi hjá Alumax og blaðafull- trúar hjá fyrirtækjum hér. Þetta er grundvallarmisskilningur, eins og bezt kemur fram í því, að hann undirritaði áfangasamning um ál- ver fyrir hönd Alumax hér fyrir nokkru. Starfssvið hans er mun víð- tækara en gefið hefur verið í skyn í fyrrnefndum yfiriýsingum hér. Miller er einn af tólf æðstu mönnum fyrirtækisins og undir starfssvið hans heyrir auk almannatengsla samskipti við ríkisstjórnir. Það væra mistök hjá þeim ágætu mönnum, sem skipa samninganefnd Landsvirkjunar að taka upp sama umræðustíl við Miller og aðra forr- áðamenn Alumax og tíðkast í dæg- urpólitík hér heima fyrir. Augljós velvilji og jákvætt viðhorf til lands og þjóðar hjá þeim Alumaxmönnum kallar á annars konar viðbrögð héð- an en heyrzt hafa síðustu daga. xxx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.