Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 31
MOHGL’NBUDID , SAMSAFMWIiaPtgflíÍMfiWftgS, QKTÓBER 1990
c &1
Börnin hafa löngum
fagnað snjókomunni
og hér standa tvær
stúlkur á Tjarnar-
bakkanum, en þær
eru nú liklega komnar
yfir þrítugt.
Isinn teygði sig nokk-
uð út í Skerjafjörðinn
og var mannheldur
eins og sjá má.
SÍMTALIÐ...
ER VIÐ HALLDÓR HREINSSON í HJÁLPARSVEIT SKÁTA
Rjúpnaskyttur eru
betur útbúnar en úður
25022
„Hjálparsveit skáta.“
— Góðan daginn, ég heiti
Brynja Tomer og er btaðamaður
á Morgunblaðinu. Nú er ijúpna-
veiðitíminn hafinn og mig langaði
að forvitnast um það hvernig
menn eiga að útbúa sig áður en
þeir fara á skytterí.
„Það er grundvallaratriði að
fólk kunni á áttavita og landa-
kort, svo það geti komist sjálf-
bjarga til byggða ef það lendir í
þoku eða slæmu veðri. Svo þurfa
menn náttúrulega að vera vel
klæddir. Hvað varðar mat, er gott
að hafa meðferðis í bakpokanum
hitabrúsa með heitum drykk, sam-
lokur, súkkulaði, rúsínur og þess
háttar.
Er fólk yfirleitt vel útbúið í
slíkar ferðir?
„Slíkt hefur batnað mjög mikið
á síðustu árum og 10 útköll hjá
hjálparsveitunum á einu veiði-
tímabili tilheyra nú sögunni. Bæði
ijúpnaskyttur og aðrir ferðamenn
eru upp til hópa betur útbúnir en
áður og það hefur orðið mikil
vakning hjá útivistarfólki á
síðustu árum. Hjálparsveit skáta
í Reykjavík
hefur haldið
námskeið á
haustin, þar
sem kennd er
meðferð á
áttavitum og
notkun á
landabréfum,
auk þess sem
leiðbeint er um
útbúnað og
fleira sem
tengist ferða-
lögum. Þá höf-
um við einnig
verið með
verklega þjálf-
un á þessum
námskeiðum og
ég veit að skot-
veiðifélögin hafa haldið námskeið
í meðferð skotvopna.“
— Ferð þú sjálfur á skytterí?
„Ég hef aldrei skotið fugl, enda
hef ég ekki byssuleyfi. Hins vegar
hef ég farið í veiðiferðir með
íjúpnaskyttum. Við gerum þetta
gjarnan, félagarnir í hjálparsveit-
inni; förum í ferðir með því fólki
sem vjð þjónum til að kynnast
betur sportinu sem það stundar.
Þannig teljum við að við getum
mætt óskum þessa fólks betur.“
— Koma margir á námskeiðin
hjá ykkur?
„Já, svona á milli 80 og 100
manns, bæði konur og karlmenn,
þó þeir síðarnefndu séu fjölmenn-
ari. Námskeiðið kostar ekki nema
2.000 kall og þá eru innifalin
námsgögn og verkleg kennsla.
Menn verða þó að koma með eig-
in áttavita. Þessi námskeið eru
það forvarnarstarf sem við sjáum
bestan árangur af. Þegar fólk
getur bjargað sér sjálft í óbyggð-
um sparar það bæði samfélaginu
og hjálparsveitunum tíma, pen-
inga og áhyggjur."
— Eru einhver veiðisvæði sem
þið varið óvanar skyttur við?
„Nei, en við
leggjum
áherslu á að
óvanir menn
leiti upplýsinga
hjá sér reynd-
ari mönnum og
fari jafnvel
með þeim í
fyrstu ferðirn-
ar.“
— Þá þakka
ég þér bara
fyrir spjallið og
upplýsingarn-
ar. Blessaður.
„Það var
ekkert. Bless-
uð.“
Halldór Hreinsson
Morgunblaðið/RAX
Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Gljáans hf. við einn af
bílunum sem nýlega gengust undir bryngljáameðferðina.
„Er bílabónið úr sögunni?“ spyr Ingvi Hrafn Jónsson, þáverandi
blaðamaður Morgunblaðsins, í grein í blaðinu hinn 18. apríl 1975,
en Ingvi Hrafn hélt þá úti föstum þáttum í blaðinu, sem báru
heitð „Úr hringiðu atvinnulífsins". í þessum þætti fjallar haim
um nýstárlega efnameðferð í viðhaldi bifreiða, „bryngljáameð-.
ferðina" svonefndu og varpar fram þeirri spurningu hvort hún
muni leysa bílabónið af hólmi.
Igreininni kemur fram að fyrir
tækið Gljáinn hf. í Ármúla
hafði umboð fyrir þessari tækn-
inýjung og í samtali við þáverandi
framkvæmdastjóra, Pálma Jóns-
son, segir meðal annars að þessi
nýja japanska aðferð hafði vakið
mikla athygli í bílaheiminum.
„Það er rétt að taka það fram
strax, að bryngljáameðferðin á
ekkert skylt við bón. Eins og nafn-
ið ber með sér er hér um að ræða
sérstaka efna- og hitameðferð,
sem þjónar þeim tilgangi að varna
tæringu bifreiðalakks og jafn-
framt gefa bifreiðinni langvarandi
sígljáa þannig að hún er um ára-
bil sem ný í útliti,“ segir Pálmi.
- Þið segið um árabil, spyr þá
blaðamaður Mbl. Þýðir það að
menn þurfi ekki framar að standa
í því að bóna bíla sína?
„Framleiðandinn í Japan og
einkaumboðsaðilinn í Bretlandi,
hið kunna íyðvarnarfyrirtæki
Endrust, fullyrðir að bifreið, sem
fengið hefur bryngljáameðferð-
FRÉTTALfÓS
ÚR
FORTÍÐ
Bryngljáinn
enní
fullu gildi
Hefur þó ekki
leyst bílabónið
af hólmi
ina, þurfi ekki að bóna í þijú ár.
Miðað við íslenskar aðstæður þor-
um við hreint ekki að taka svo
stórt jipp í okkur, en teljum að
tryggt megi teljast að hún dugi i
lágmark 18 til 26 mánuði, en telj-
um ástæðu til bjartsýni, að hún
geti enst í 3 ár því erlendir sér-
fræðingar segja okkur, að á landi
eins og íslandi, sem ekki á við
loftmengunarvandamál að stríða,
kunni hún að endast jafnvel leng-
ur.“
Síðar í greininni spyr blaða-
Úrklippa úr Morgunblaðinu frá
18. apríl 1975.
maðurinn framkvæmdastjórann
hvernig íslenska nafnið á aðferð-
inni sé tilkomið:
„Einn af aðstandendum fyrir-
tækisins fékk hugmyndina að
nafngiftinni við lestur Heims-
kringlu, er hann var að lesa um
ferðir Erlings skakka til Dan-
merkur, er hann og 11 af mönnum
hans gengu brynjaðir á fund
Valdimars konungs í Randarósi
með höttu yfir hjálmum, en sverð
undir möttlum. Bryngljái þýðir að
bifreiðin sé búin gljáabrynvörn."
Verðlækkun og uppsveifla
En lítum á stöðuna í dag. Menn
standa enn í því að bóna bílana
sína þannig að bryngljáameðferð-
in hefur ekki rutt bóninu alfarið
úr vegi. Og hver er staða bryngljá-
ans á markaðinum í dag? Því svar-
ar Gunnlaugur Jónsson, núver-
andi framkvæmdastjóri Gljáans
hf., og bróðir Pálma þess, sem
áður var vitnað í:
„Þessi aðferð náði ágætri fót-
festu í byijun, en datt síðan nið-
ur, kannski fyrst og fremst vegna
þess að þetta þótti dýrt. Nú erum
við hins vegar að ná okkur aftur
á strik enda hefur verðið lækkað
mikið og þetta kostar ekki nema
um sjö til átta þúsund á bílinn.
Ég mæli hiklaust með þessu því
það þarf ekki að bóna bílinn nema
tvisvar til þrisvar á ári til að halda
gljáanum auk þess sem þetta ver
lakkið. Efnið gengur inn í lakkið
þannig að menn geta olíuþvegið
bílana og hvað sem er,“ sagði
Gunnlaugur.
Aðspurður um hvort hægt sé
að beita bryngljáaðferðinni á
gamla bíla sagði Gunnlaugur að
svo væri. „Það þarf að vísu að
massaslípa þá fyrst en það kostar
ekki nema eitt til tvö þúsund krón-
ur í viðbót. Að mínum dómi marg-
borgar þetta sig því það kemur
miklu síður gat á lakkið, eftir til
dæmis fína steina. Auk þess er
mun léttara að þrífa bílana og
léttara að bóna þá líka. Og það
er að aukast aftur að fólk láti
gera þetta eftir að verðið varð
viðráðanlegt,“ sagði Gunnlaugur.