Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 ÆSKUMYNDIN... er afHrafnhildi Hagalín Guömundsdóttur leikritaskáldi Skemmtileg, feimin og sjálfgagnrynin „ÞÆR GÓÐU viðtökur, sem verkið fékk, komu mér svo sannalega ekki á óvart. Hrafnhildur var allt- af hripandi eitthvað niður í skóla og voru ritgerðirnar hennar iðu- lega lesnar upp af kennaranum því þær þóttu mjög skemmtilegar. Hún hefur alltaf verið hugmynd- arík og fljót að sjá spaugilegu hlið- arnar á tilverunni," segir Guð- brandur Isberg um æskuvinkonu sína og skólasystur Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur höfund leikritsins „Ég er meistarinn" sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir. Hrafnhildur er fædd í Reykjavík 30. mars árið 1965. Óhætt er að segja að hún sé af leikhúsfólki komin því foreldrarnir eru leikararnir Sigríður Hagalín og Guðmundur Pálsson sem nú er látinn. Hrafnhildur ólst upp í Vesturbænum og gekk í Melaskóla og síðan í Hagaskóla. Átta ára gömul hóf hún nám í Tónmennta- .,skóla Reykjavíkur og lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum á klassískan gítar ári eftir að hún út- skrifaðist sem stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík. I eitt ár var Hrafnhildur í gítarnámi hjá einka- kennara á Spáni. Sl. vetur var hún við frönskunám í París og hóf nám í leikhúsfræðum við Sorbonne nú í haust. Undanfarin þijú sumur hefur Hrafnhildur starfað við fararstjórn á Spáni, fyrst á vegum Útsýnar og síðan hjá Veröld. Sem krakki var hún mikið hjá ömmu sinni og afa vestur í Bolungarvík, starfaði þar í frysti- húsi í tvö sumur á unglingsárum og í önnur tvö sumur vann hún fyrir sér í Kerlingafjöllum. „Ég myndi segja að hún væri mjög sterkur persónuleiki. Hún er feimin og hlédræg, en allra manna skemmti- legust í hópi fjölskyldu og vina,“ seg- ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON KULDANEPJAN HRJÁIRHOLD Samkvæmt dagatalinu er vetur genginn í garð og af því tilefni völdum við vetrarmyndir úr mynda- safni Ólafs K. Magnús- sonar, en þær eiga það sameiginlegt að vera teknar fyrir réttum 20 árum. Þá var snjóþungt og frosthörkur nokkrar svo að ís myndaðist í fjöruborðinu í Skeija- fírðinum, eins og sjá má af einni myndinni. Vonandi fer Vetur konungur mildari höndum um okkur í vetur, en ef ekki þá er bara að taka því. Við erum svo sem ýmsu vön í þeim efnum. Og ef kuld- inn fer að kvelja okkur er ágætt ráð að leggjast bara í ljóðalestur og því til stuðnings birtum við hér „Haustvísu" eftir Káinn: Kuldanepjan hijáir hold, haust og vetur ofar mold; fjúka lauf um freðna grund, festir lífið vetrarblund. En þá er orðin þungbær raun, þegar sálin blæs í kaun. Og ekki er hún síðri „Vetrarkoma" Jóns Þorsteinssonar, bónda á Arnarvatni (d. 1948) en hún hljóðar svo: Flókar yfir fjöllum hanga, fela manni sðlarvanga. — Aumt er það, hve illa kembir æska vor í fötin sin. — Geturðu ekki greitt þá betur, góði, litli kaldi vetur? Svo hún verði væn og falleg, vornótt, unga konan þín. kjósmynd/Sigurþór Hallbjörnsson Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir á sínum yngri árum. „Hún var mjög sjálfgagn- rýnin og henni fannst aldrei neitt nógu gott sem hún gerði.“ ir móðir hennar Sigríður Hagalín. „Sem barn var hún ekki óþæg, en samt dálítið erfíð. Það sem mér fannst erfíðast í uppeldi hennar var það að hún virtist stöðugt vera ófullnægð og óánægð með sjálfa sig, sama hversu vel henni í rauninni gekk. Hún var mjög sjálfgagnrýnin og henni fannst aldrei neitt nógu gott sem hún gerði,“ segir Sigríður. „Hún er alls ekki framhleypin á neinn hátt og ef ekki hefði notið stuðnings fjölskyldu hennar, þó sér í lagi móður hennar, þá hefði þetta leikrit hennar líklega ekki komið fyr- ir almennings sjónir því Hrafnhildur hafði ekki mikla trú á þessum skrifum sínum sjálf. Hún stóð sig alltaf vel í skólanum og hafði mikinn sjálfsaga, en eins og títt er um fólk, sem er í tónlist, þarf að skipuleggja tímann vel,“ segir Guðbrandur. Um tíma var Hrafnhildur sýning- arstjóri hjá Leikfélaginu í Iðnó og var alla tíð mikil leikhúsrotta, að sögn Sigríðar. Henni fannst samt foreldr- arnir oft og tíðum full uppteknir af leikhúsinu. Ekki síst átti það við föð- ur hennar sem var framkvæmdastjóri byggingarnefndar Borgarleikhússins og því kallaði hún það yfírleitt alltaf bróður sinn, eins og nýja leikhúsið væri hluti af fjölskyldunni. Hrafnhildur á eina hálfsystur, sem er sextán árum eldri, Kristínu Olafs- dóttur. „Hún var og er mikill prakk- ari og eftirherma, getur látið mann veltast um af hlátri þegar hún er að herma eftir, helst í þröngum' hópi vina eða ættingja. Þess vegna er hún einatt kölluð Hrappur í þessum hópi. Og talandi um prakkarastrik man ég eftir því að hún varð einu sinni völd að allsheijar vatnsleysi á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði þar sem afi okkar bjó. Henni datt fhug að stífla þar vatnsbólið upp á heiði sem tókst víst ágætlega í fyrstu atrennu en við litla lukku afa Hagalíns og annarra íbúa,“ segir Kristín. Jóla- snjór á greni- tijám í grennd við Borg- arspít- alann. Sunnudagssportió— BÓKIN Á NÁTTBORÐINU PLATAN Á FÓNINUM TENNIS TENNIS er íþrótt sem ekki hefur átt miklum vinsældum að fagna hérlendis en það hefur breyst nokkuð á síðustu árum. Iþróttin var stunduð nokkuð fyrir stríð en lagðist síðan af þar til fyrir um ára- tug síðan. Og fyrir fjórum árum var Tennissamband Islands stofn- að. Ein þeirra sem stundar þessa íþrótt reglulega í dag er Guðrún Steindórsdóttir 19 ára Reykvíkingur. Guðrún segir að hún hafí lagt stund á tennis meir og minna undanfarin 7 ár. í dag æfír hún reglulega t.visar í viku og spilar einu sinni í viku. Aðstæður til iðkunar þessarar íþróttar eru að vísu ekki eins og best væri á kosið en tenni- siðkendur hafa fengið inni í húsi TBR og í nokkrum skólum höfuð- borgarinnar. „Ég kynntist þessari íþrótt 12 ára þegar fjölskylda mín bjó í Surrey á Englandi," segir Guðrún. „Þá var opnaður þar nýr tennisklúbbur og ég var með á fullu frá byijun. Þegar fjölskyldan flutti hingað heim fyrir þremur árum reyndi ég að halda áfram en aðstöðuleysið háði mér, og öðrum, mikið. Nú stendur það víst til bóta.“ gert til þessa og jafnvel að keppa í tennis þegar aðstæður til tenni- siðkunar batna hér á landi. Guðrún hefur keppt í þessari íþrótt hérlendis og varð hún hlut- skörpust í flokki 16 ára unglinga og yngri á móti hér fyrir þremur árum. Iþróttina segir hún skemmti- lega og ágætis líkamshreyfíngu. Guðrún segir að hún stefni að því að æfa áfram eins og hún hefur Sverrir Stormsker tónlistarmað- ur Eg er að lesa „Sögu tímans" eftir Steven Hawkin. Hún seg- ir frá því hvernig alheimurinn varð til, svartholið og allt það drasl. Við að lesá bókina sé ég að nútíma- heimspekingar eru agjörlega óþarf- ir, því þeir taka ekkert tillit til eðlis- fræðilegra rannsókna og framfara á því sviði. Þetta er merkilegasta bók sem hefur litið dagsins ljós og Tarzan-blöðin komast ekki í hálf- kvisti við hana. Platan mín, „Glens er ekkert grín“, er að koma út um þessar mundir. Sjón skáld og myndlistar- maður A Eg er hálfnaður með bók eftir enska unga konu, Janette Winterson. Bókin „The Passion" segir annars vegar frá frönskum dreng sem eldar kjúkling ofan í Napóleón og hins vegar frá stúlku í Feneyjum sem fæddist með sund- fít milli tánria. Þetta er dularfull og heillandi saga og ég á von á að sá franski og stúlkan í Feneyjum hittist í næsta kafla. Heiðar Jónsson snyrtir * Eg er með kassettu tæki í vinn- unni, þar sem ég hlusta nán- ast eingöngu á klassíska tónlist. Óperutónlist er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég hef líka gaman af Pres- Íey, en sækist þó ekkert sérstaklega eftir að hlusta á hann. Mér áskotn- uðust ekki alls fyrir löngu þijár kassettur með Mariu Callas, sem ég hlusta mikið á, á milli þess sem ég hlusta á „The Greatest Tenors of the World“ þar sem Carreras, Pavarotti, Domingo, Bergonzi, Ara- iza og fleiri góðir tenórar syngja. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðing- ur Eg er með „Kaya“- plötuna hans Bob Marley á fóninum. Hank Williams eldri, sem flytur svokallað country & westem, er í miklu uppá- haldi hjá mér, en Bob Marley er mitt átrúnaðargoð. Ég hlusta ekki mjög mikið á tónlist, en þegar ég geri það er það aðallega reggae- eða þjóðlagatónlist. MYNDIN ÍTÆKINU Örn Harð- arson kvik- myndatöku- maður Eg var að horfa á „Nafn rósar- innar“ í þriðja sinn. Ég var nefnilega að lesa nýjustu bókina hans Umbertos Eco, „Foucault’s Pendulum" og ákvað í kjölfarið að sjá Nafn rósarinnar aftur. Ég sá þessa mynd fyrst í bíó, svo á Stöð 2 og tók hana þá upp. Núna var ég að horfa á þá upptöku. Þetta er mynd sem verður klassísk með tímanum og það verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst með kvik- myndun á „Foucault’s Pendulum". Helga Bern- hard ballett- dansari * Eg hef verið að horfa á upptökur af æfíngum íslenska dans- flokksins fyrir sýninguna „Pétur og úlfurinn og fleiri dansar“. Þar áður horfði ég á uppfærslu hollensks dansflokks á dansi sem heitir „Fjar- lægðir“ og er meðal dansa í sýning- unni okkar. Ég vil helst ekki missa af íslenskum fræðslu- og menning- arþáttum í sjónvarpinu, ]æt ég oft taka þess háttar efni upp fyrir mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.