Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 11
C 11 er Robert Mappelthorpe nú for- dæmdur og ljósmyndir hans dregnar fyrir dómstóla í Bandaríkjunum vegna viðhorfa í siðferðismálum en ekki vegna listrænna eiginleika. Hér á íslandi hafa listamenn verið útskú- faðir hjá vissum þjóðfélagshópum vegna stjórnmálaskoðana, og hjá öðrum vegna listrænna nýjunga, sem ekki féllu að fyrri skilgreiningum í þeim efnum. En um leið og slík for- dæming nær fram að ganga, verður þjóðfélagið fátækara, og tjáningar- frelsi er heft, því það er lítill tilgang- ur í að lofa frelsi til athafna í orði, ef það nær ekki til þeirra sem vilja nýta sér það í verki. Að mislíka við myndlist. Þegar fólk stendur frammi fyrir lista- verkum, samþykkir það ekki í blindni um leið að því líki vel við allt sem fyrir augu ber. Sú myndlist sem fólki mislíkar er ekki endilega léleg, ósiðleg eða tormelt; myndlist snertir fleiri svið en smekkur hvers einstaklings nær til. Hver og einn getur verið lítið fyrir ákveðna flokka myndlistar, hvort sem er afstraktlist, andlitsmyndir eða landslag; mönnum geta einnig mislíkað ákveðin verk. List er list hvort sem fólki líkar við hana eða ekki, og sá sem gerir eng- an greinarmun á listaverkum er slak- ur listskoðandi. Það er því mikilvæg- ur hluti af listskoðun að mislíka við myndlist, og má ekki rugla saman við að sinnuleysi, höfnun eða for- dæmingu. Myndlist þarf ekki að vera vin- sæl, falleg eða óumdeild til að vera list. Hún verður hins vegar að hreyfa við fólki og snerta sálu þess eða hugsun. Sú myndlist sem mönn- um mislíkar getur verið alveg jafn kraftmikil og sú sem líkar betur, stundum kraftmeiri. Hvort tveggja á skilið fulla athygli og virðingu þjóðfé- lagsins. um. Á þessum tíma átti allt að vera svo eðlilegt, enginn farði var notað- ur, allir höfðu jafna hæfileika og gátu orðið leikarar, ef þeir bara vildu. Enginn mátti skara framúr. Þetta var sósíalisminn í leikhúsinu, það átti að vera pólitískt og hafa boðskap. Skemmtigildinu og gleð- inni var kastað fyrir róða, hópvinnu- starfið var aðalatriðið, en sjálfur leikurinn aukaatriði. í kjölfarið fylgdi andbylgja gegn gervum, ein- faldlega vegna þess að þau höfðu verið léleg, hér heima voru þau ein- hvers konar leifar af dönskum „amatörisma", sem hafði tröllriðið íslensku leikhúsi. Við lítum hins veg- ar svo á, að það takmarki frelsi leik- arans, ef hann má aðeins skapa inn- anfrá. Það er í raun alveg sama á hvorum endanum leikarinn byijar, utan frá og inn, eða innan frá og út, bara ef hann nær tiltekinni pers- ónu. Einn besti skapgerðarleikari á þessari öld, Lawrence Olivier, byggði ævinlega allar sínar persónur utan frá. Við höfum gengið mjög langt í að innleiða gervi og hjálpartæki í íslensku leikhúsi og höfum líka mátt kenna á því. „Æ, koma þau einu sinni enn með öfuga hárkollu, góm og gervitennur að leika fullar pers- ónur með útlenskan hreim,“ segir leikhúsfólk með hámenningarsvip og hlær hæðnislega. Sumum finnst jafnvel okkar starf ekki flokkast undir leiklist. Þetta viðhorf lýsir ein- göngu fáfræði og snobbi. Allir þeir sem fást við og ijalla um leikhús í alvöru og fást við leiklist af áhuga og þekkingu viðurkenna þessar vinnuaðferðir okkar og annarra sem vinna á sömu nótum.“ MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 Dead Slacks Þýskur rokk/soul/blús. Tregasveitin Ein fjögurra íslenskra blússveita. Danskur blús Peter Kværling og félagar. BLÚS/Hverjir eru tveir vinirf BlúshátíÖ BLÚSVAKNINGIN í Reykjavík heldur áfram að vinda upp á sig og í vikulokin verður haldin al- þjóðleg blúshátíð í veitingastaðn- um Tveir vinir. Þar munu koma fram fjórar íslenskar blússveitir og tvær erlendar. ánsson með Þorleifi Guðjónssyni, en Kristján hefur spilað blús í Sví- þjóð undanfarin ár með sveit sinni The Grinders við góðan orðstír. Hann hefur verið hér á landi síð- ustu vikur iðinn við að troða upp. Aðrir á svið verða Vinir Dóra með Þorstein Magnússon gítarleikara sem sérstakan gest. Þvínæst kemur fram þýska sveitin Dead Slacks og þá Peter Kværling og félagar. Laugardaginn hefja Blúsmenn Andreu leikinn, þá kemur Trega- sveitin og síðan þeir þýsku og dönsku. Öll kvöld hefst tónleikahald kl. 22. og stendur til 23.30 á fimmtudag, en til 1 eftir miðnætti hin kvöldin. Fleira blúsblendið verður á boð- stólum í nóvember á Tveimur vin- um, því væntanlegt er til landsins finnska blúsrokktríóið Honey B. and the T-Bones, sem þegar hefur komið hingað tvívegis. Því til við- bótar verða svo blústónleikar ís- lenskra blúsmanna og -sveita eins og jafnan og má þar nefna t.a.m. Blúskompaníið sem mun leika 8. nóvember nk. Veitingastaðurinn Tveir vinir er helsta athvarf lifandi tónlistar í Reykjavík um þessar mundir, þó nýopnaður Púls eigi líklega eftir að keppa eitthvað um þann titil, en á Tveimur vinum er lifandi tónlist öll kvöld. Blús er þar fyrirferðarmikill og hefur notið vin- sælda. Ræður það vitanlega mestu pftir Ámn um a^ haldin er Matthíasson Þar blúshátíð. Blushatiðin stendur í þijá daga og hefst nk. fimmtudag. Þá leikur þýska rokk/ soul/blússveitin Dead Slacks. Síðan koma fram vinir Dóra og þá danski blúsarinn Peter Kværling með sveit sinni Blues Connection. Föstudags- kvöld leikur fyrstur Kristján Kristj- ir Hlíf Sigurjónsdóttir og David Tutt leika verk fyrir fiðlu og píanó eftir Claude Debussy, Jón Nordal, Jónas Tómasson og César Franck í safninu á Laugarnesi sunnudaginn 28. og þriðjudaginn 30. okt. kl. 20.30. HLJÖMSVEIT KONUNGLEGA BRESKA LAHDGÖNGULIDSINS THE BAND OF HM ROYAL MARINES Tónleikar í íslensku óperunni, Reykjavík, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20.00. Miðasala í Óperunni fró 25. október. Miðaverð 600,- (400,- fyrir börn, ellilífeyrisþega og hópa). Breska sendiróóió - Hekla hf. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Bronco IIXLT 4x4, árgerð ’88 (ekinn 17 þús. mílur), Cherokee Pioneer Laredo 4x4, tjónabifreið, árgerð ’84, MMC L-300 Mini Bus 4 W/D, árgerð ’87, og aðrar bifreið- ar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðju- daginn 30. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna Jarðýta og valtari Tilboð óskast í Caterpillar jarðýtu (D7-G m/Ripper) árgerð '81. Ennfremur óskast tilboð í valtara (Vibrating „Alexander 130“) árgerð ’84. Tækin verða sýnd á Grensásvegi 9 þriðjudag- inn 30. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna Árshátíðir eru okkarfag Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,- armn Dansleikur að hætti Operukjallarans fyrir smærri fyrirtæki og hópa. Öðruvísi staður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.