Morgunblaðið - 28.10.1990, Side 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28!
OKTÓBER 1990
Af mæliskveðja
LISTIH MLÍTt
Kglli
Bjarna
fertugur
Allt er fertug-
um fært. Kalli
Bjarna skoðar
sjálfan sig í
speglinum á
þessum merku
timamótum og
sjálfur gefur
hann þessa lýs-
ingu: „Hvorki
mjög myndar-
legur né
greindur
FERLI Á MORGUNBLADINU
Brown er fertugxir um þess-
ar mundir. Charlie, eða
Kalli Bjarna, eins og við
kunningjar hans hér á Morg-
unblaðinu köllum hann, er
einn þeirra manna sem
hvarvetna koma sér vel enda
hefur hann frá fyrstu tíð
verið hvers manns hugljúfi,
þrátt yfir seinheppnina í
flestu því sem hann tekur
sér fjrir hendur. En kannski
er það einmitt þess vegna
sem okkur þykir svo vænt
um hann og víst er að Kalli
nýtur velvildar og jafnvel
virðingar víða um heim sem
sést best á þeim sóma sem
honum hefur verið sýndur í
virtum blöðum og tímaritum
vegna þessara merku tíma-
móta í lífi hans. Má í því
sambandi nefna að Observer
birti af þessu tilefni „prófíl“
af Kalla, en í þann dálk kom-
ast aðeins helstu mikilmenni
heimsins. Okkur félögum
hans hér á Morgunblaðinu
er því bæði ijúft og skylt að
heiðra hann á fertugsafmæl-
inu, enda á hann það fylli-
lega inni hjá okkur, eftir
langa og dyggaþjónustu í
þágu blaðsins.
30. júlí 1980
Tímanna tákn.
Nýleg bókarkápa
þarsemsegir:
„Snoopy í aðal-
hlutverki sem
besti vinur
mannsins."
Frá því Kalli Bjama kom
fyrst fram á sjónarsviðið,
2. október 1950, hafa
verið áhöld um hversu
gamall hann er í raun.
Hann virtist þá vera um
það bil tíu ára gamall og
hvað útlitið snertir hefur
hann lítið þroskast með
árunum. Samkvæmt þessu ætti
hann að vera að halda upp á fimm-
tugsafmælið nú, en svo einfalt er
málið ekki. Hinn 3. apríl 1971 var
því opinberlega lýst yfír að hann
væri átta ára, því þann dag lét
hann svo ummælt, í föstum þætti
sínum í einu útbreiddasta dagblaði
Bandaríkjanna, að hann myndi
verða 21 árs 1983. Ef það stenst
er hann 28 ára nú, jafnvel þótt
hann hafi virst tíu ára fyrir fjöru-
tíu árum. Þetta er náttúrulega
tómt rugl eða eins og Kalli sjálfur
myndi orða það með einu af eftir-
lætis orðtökunum sínum: — „Bla,
bla ...“
Hróður Kalla og vinsældir hafa
hafa farið langt fram úr þeim
vonum sem höfundur hans,
teiknarinn Charles M. Schulz,
gerði sér þegar hann teiknaði
fyrstu skissumar: Tvö börn sitja
á gangstéttarbrún og horfa á
kringluleitan drengstaula ganga
hjá. „Þama kemur Kalli karlinn,“
segir annað þeirra. „Já, gamli
góði Kalli Bjarna ...“ Og svo, þeg-
ar ólundarlegur drengurinn er
horfinn úr augsýn: „Oj, ég þoli
hann ekki ..." — Þannig voru
fyrstu kynni okkar af Kalla ekki
beint upplífgandi, en það átti
vissulega eftir að breytast.
í fyrstu birtust teikningar af
þessu sérkennilega „smáfólki"
aðeins í sjö dagblöðum, enginn var
í „Charlie Brown-bolum“, drakk
morgunkaffið úr „Snoopy-könn-
um“ eða svaf milli „Peanuts-
rekkjuvoða". En eitthvað í fari
þessa skondna og skrítna strákp-
jakks, léttgeggjaða hundsins hans
Snoopy, vinkonunnar Lucy, sem
allt þykist vita mest og best, að
ógleymdum píanósnillingnum Sc-
hroeder og hinum blautgeðja Lin-
usi með teppið, hefur gert þetta
smáfólk að alþýðuhetjum í Banda-
ríkjunum og reyndar víðar, þótt
vinsældir þeirra standi hvergi jafn
traustum fótum sem í heimal-
andinu. Nú, fjörutíu árum síðar,