Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.10.1990, Qupperneq 17
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 C 17 í gufumekki i hlíðum Brennisteinsöldu. Ófáir snjóskaflar voru lagðir að baki á hjólunum í þessari ferð. a fjallahjolim um ■Jaugangimr jallahjól er sú tegund reiðhjóla sem nýtur sívaxandi vinsældh um þessar mundir. Þessi hjól eru um margt nokkuð sérstök: Sterk- byggð grind, allt að 21 gír og sver, gróf- mynstruð dekk gera það mögulegt að ferð- ast um vegleysur og slóða sem hingað til hafa ekki verið færir nema fótgangandi fólki. Með tilkomu þess- ara hjóla opnast nýjar víddir fyrir ferðalanga og hafa ferðalög með þessum hætti þegar vakið áhuga margra erlendra ferðamanna þrátt fyrir að við íslendingar séum enn ekki búnir að tileinka okkur þennan ferða- máta að fullu. Dagana 16. til 19. ágúst sl. lögðu 7 skátar upp í ferð um óbyggðir landsins. Leiðin sem varð fyrir val- inu er fyrir löngu vel þekkt og vinsæl gönguleið, frá Landmannalaugum í Þórsmörk eða „Laugavegurinh" eins og þessi leið er stundum kölluð. Hópurinn lagði af stað úr höfuðborginni á fimmtudagskvöld sem leið lá í Landmannalaugar. Með aðstoð hjálparsveitar var mannskapurinn, hjólin og farangurinn flutt þessa leið, sem í sjálfu sér er öllu ákjósanlegri hjólreiðaleið held- ur en sú sem fyrirhugað var að fara. Við sólarupprás á föstudagsmorgun var lagt af stað frá Landmannalaug- um áleiðis að Hrafntinnuskeri en þar var áð um há- degisbilið. Að lok- inni hressingu var haldið áfram sem leið lá, yfir stokka og steina, snjó- breiður, sanda og úfið hraun. Um kvöldmatarleytið kom hópurinn að gangnamannakofa í Hvannagili þar sem gist var um nóttina. Rúmlega níu morguninn eftir var hópurinn svo Á lokaspelinum gafst gott iagður af stað a ny. tækifæri tii að njóta fegurð- Nu la leiðm um ar Eyjaljallajökuls sem hér maiarveg fyrst um £ gjJ ^ himins sinn og siðan toku 6 við lítt grónir sandar og auðnir. Um hádegisbilið var áð að Emstrum og að lokinni hvíld var lagt í lo- kakafla ferðarinnar, niður í Þórsmörk. Þar lauk svo ferðinni, laust eftir kaffileytið. Að morgni sunnudags var mannskapurinn svo vel á sig kominn að ákveðið var að halda áfram hjóla- mennskunni. Haldið var upp úr Húsadal, þar sem hópurinn hafði gist, og sem leið liggur inn í Langa- dal. Þar var farið yfír Krossá á göngubrú en síðan hjólað sem leið lá niður á þjóðveg. Á þeirri leið gilti hið fornkveðna: „Enginn er verri þótt hann vökni“ því næg voru vatnsföllin sem þurfti að fara yfir. Allt gekk þó eins og í sögu enda hópurinn orðinn ýmsu Víða var um brattar brekkur að fara og þurftu menn þá að taka á honum stóra sínum. I baksýn sjást Brennisteinsalda (t.v.) og Suðurnámur. Leiðangursmenn á ferð úr Hrafntinnuskeri, áleiðis að Álftavatni. Hér er hjólað yfir gömul snjólög sem þakin eru finum sandi. Mikilvægt er að nærast vel þegar færi gefst. Hér kýla Helgi og Guðmundur vömbina í gangnamannaskálanum í Hvanngili. Eins og gefur að skilja er mikið álag á hjólin í ferð sem þessari. Þó var það aðeins einu sinni sem þurfti að gera við sprungið dekk. Hér sést Haukur, viðgerðarmað- ur hópsins, lagfæra þetta eina dekk sem sprakk. „Lauga- vegurinn“ o Landmannalaugar a Hrafntinnusker Aiftavatn / Bmstruri' y Þórsmörk ^ jökull j ' V MMJKG Víða lá leiðin í gegnum jarðhitasvæði. Hér er eitt þeirra — við Hrafntinnusker. Víða voru ár á leiðinni sem margar voru djúpar og straumþungar. Léttir á brún i Þórsmörk enda komnir á áfangastað. Hér sést Kristinn fara yfir Þröngá með trukki og dýfu. Leiðin er fyrir löngu vel þekkt og vinsæl gönguleið, frá Landmannalaugum í Þórsmörk eða „Laugavegurinn"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.