Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 18
Ráða íslenskir Qölmiðlar
við kauphallarviðskiptí?
® Forsenda eðlilegra verðbréfaviðskipta er sjálfstæði
fjölmiðla gagnvart öllum fyrirtækjum, auglýsendum og öðrum
áhrifaöflum sem eiga hagsmuna að gæta
HLUTABREFAVIÐSKIPTI
aukast dag frá degi hér á
landi. Margt bendir til þess að
innan fárra ára gangi hlutabréf
í íslenskum fyrirtækjum jafn
greiðlega á milli kaupenda og
seljenda og víðast hvar í ná-
grannalöndunum. Ef þróunin
hér á landi verður álíka og ann-
ars staðar þá einskorðast þessi
viðskipti ekki einungis við fáa
öfluga kaupsýslumenn heldur
mun almenningur í talsverðum
mæli festa sparifé sitt í hluta-
bréfum. Til þess að þessi við-
skipti geti talist eðlileg þurfa
hluthafar, jafnt stórir sem smáir
að hafa skjótan og greiðan að-
gang að áreiðanlegum og
traustum upplýsingum. I Evr-
ópu og Norður-Ameríku eru það
hinir fijálsu fjölmiðlar sem
gegna þessu mikilvæga hlut-
verki. Spurning er hvort ís-
lenskir fjölmiðlar geti sinnt
þessu hlutverki. Einn marg-
reyndur fjölmiðlamaður var
ekki lengi að velta þessari
spurningu fyrir sér á dögunum
áður en hann svaraði ákveðið:
„Nei.“
Það er mikið í húfi. Áreiðanleg
umíjöllun fjölmiðla um við-
skipti og fyrirtæki er forsenda
þess að hlutabréfamarkaður þróist
eðlilega hér á landi. Fjölmiðlar
geta og hafa i raun mikið áhrif á
framboð og eftirspurn í markaðs-
samfélagi nútímans. Skiptir þar
ekki máli hvort um sé að ræða
einhveija vöru eða hlutabréf í
fyrirtæki. Sé allt með felldu hefur
framboð og eftirspum síðan áhrif
á verð.
ímyndum okkur að mikill og
langvarandi ágreiningur sé innan
stjórnar stórfyrirtækis um stefnu
í markaðsmálum. Deilumar tor-
velda markvissa starfsemi. Þær
setja þó ekki mark sitt á afkomu
fyrirtækisins í nútíð en skaða lík-
lega framtíð þess. Orðrómur þessa
efnis fer af stað og þeir sem
st.anda næst fyrirtækinu heyra
hann líklega fyrstir og geta gert
einhveijar ráðstafanir eigi þeir
hagsmuna að gæta. Fjöltniðlum
ber þá skylda til að upplýsa hinn
almenna hluthafa þar sem for-
senda þessara viðskipta er jafn
aðgangur að upplýsingum. Um-
íjöllun flölmiðla eykur framboð á
hlutábréfum sem dregur úr verði
þeirra og eykur þar með vanda
fyrirtækisins.
Þeir sem draga í efa getu ís-
lensku fjölmiðlanna óttast einkum
það að þeir muni hafa ekki nægjan-
legt sjálfstæði gagnvart öllum fyr-
irtækjum, auglýsendum eða öðmm
áhrifaöflum ______________•_________
sem eiga hags-
muna að gæta á
hlutabréfa-
markaði. ís-
lensku Ijölmiðl-
arnir munu að
sjálfsögðu ekki eiga í vandræðum
með að birta yfirlit og skýrslur og
gengisskráningar en hins vegar
þegar kemur að því að greina frá
orðrómi, sannri kjaftasögu sem
náttumlega fæst hvergi staðfest,
þá vandast málið. Kauphallarvið-
skipti byggja m.a. á sögusögnum
sem era taldar áreiðanlegar. Jafn-
miklu skiptir í því þeim efnum
hvort sögusögnin er birt eða ekki.
Öflugustu fjölmiðlarnir erlendis,
svo og kauphallirnar sjálfar, hafa
þróað leiðir til að sannreyna sögu-
sagnir og reynslan hefur kennt
mönnum að á þeim sé mark tak-
andi. Spumingin um hæfni ís-
lensku fjölmiðlanna til að takast á
við hlutabréfaviðskipti er því að
sumu leyti hvort allar sögusagnir
fá sömu meðferð hjá þeim.
Annað, sem skiptir miklu máli
þegar rætt er um möguleika ís-
lenskra fjölmiðla á að flalla af viti
um hlutabréfaviðskipti, er að þeir
hafi hæft fólk með sérþekkingu
og að því séu sköpuð skilyrði til
að nýta þekkingu sína og hæfi-
___;____________ leika. Við-
BAKSVID
eftir Ásgeir Fridgeirsson
skiptablað
Morgunblaðsins
ræður einungis
til sín viðskipta-
fræðinga og má
segja að það sé
vísbending um að blaðið ætli að
hasla sér völl á þessum vettvangi
og vilji verða tekið alvarlega. A
DV em menn með viðeigandi
menntun og líklegt er að það blað
hafi álíka metnað og Morgunblað-
ið.
Einkenni góðra fjölmiðla er að
þeir greina frá öllu sem skiptir
máli, þegar það skiptir máli á
óhlutdrægan og ábyrgan hátt.
Stundum hefur sumum íslenskum
fjölmiðlum tekist þetta en það er
sjaldan. Kauphallarviðskipti kalla
á góða og áreiðanlega fjölmiðla.
Milljónir í eigu almennings
verða í veði.
Umfjöll-
un blaða
gétur
ráðið
verði
hluta-
bréfa.
Munu ís-
lenskir
fjölmiðl-
ar standa
sigí
stykk- /
inu?
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR
SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990
Bandaríkin:
Minna horft á
sjónvarp en áður
Bandarískur almenningur eyðir að meðaltali fjórum klukkustundum
á dag fyrir framan sjónvarpið og kann vel að meta að geta fengið
fréttir hvaðanæva úr heiminum á skjótan og myndrænan hátt. Hins-
vegar hafa Bandaríkjamenn stöðugt meiri áhyggjur af þeim tíma
sem þeir eyða fyrir framan kassann og þeim fækkar sem segjast
aðallega eyða tómstundum sínum á þann hátt.
etta eru.niðurstöður könnunar
sem Gallup-stofnunin gerði í
ágúst síðastliðnum. Reyndar er
þetta í fyrsta sinn í þijátíu ár sem
niðurstöður leiða í ljós að minna er
horft á sjónvarp en áður.
Þrátt fyrir þessa útkomu skipar
sjónvarp samt stóran sess í lífi
meðaljónsins hérna og um 97%
Bandaríkjamanna horfa daglega á
kassann og algengast er að fólk
eigi 2 sjónvarpstæki. Flestar fjöl-
skyldur hafa sjónvarpið í svefnher-
berginu, færri í sjónvarpsherbergi
eða stofu, og fæstir í eldhúsinu.
Rúmlega 60% kaupa sér aðgang
að kapalkerfi.
Umrædd könnun leiddi einnig í
ljós að það sem almenningur kann
best að meta við sjónvarpið er að
FURÐUHEIMAR
FJÖLMIÐLANIMA
(Varnagladeild)
Allir sem DV ræddi við vom á því
að Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, væri ömggur
um fyrsta sæti. Ekki eru allir sam-
mála um hversu öruggur Þorsteinn
er.
— DV, prófskjörsfrétt.
það færir fréttir af atburðum á
skjótan og myndrænan hátt. Það
voru fáir sem settu skemmtun,
íþróttir eða annað afþreyingarefni
ofar á lista sem ástæðu fyrir því
að hafa sjónvarp.
Helsta umkvörtunarefnið hér
vestra var að ekki væri framleitt
nægilega mikið af fræðsluefni og
fréttatengdum þáttum. Þar á eftir
komu þættir eins og slangur, nei-
kvæð áhrif sjónvarpsins á börn og
of margar endursýningar.
Þetta stingur dálítið í stúf við
þá mynd sem margir íslendingar
hafa gert sér af sjónvarpssýki
Bandaríkjamanna. Það hefur loðað
við þá að þeir sitji fyrir framan
„imbanh“ öllum frístundum og
horfi á innihaldslausar sápur á borð
við Dallas og Dynasty.
Þegar spurt var hvernig tímanum
yrði varið ef ekkert sjónvarp væri,
sögðust flestir mundu lesa. Margir
sögðust vel geta hugsað sér að eiga
ekki kost á að horfa á sjónvarp,
voru farnir að staldra við og spyija
sig hvort ekki væri eitthvað nyt-
samlegra við tímann að gera, lesa,
heimsækja vini og kunningja og
spjalla við fjölskylduna. Þetta við-
horf var sérstaklega áberandi hjá
ungu fólki.
Það væri kannski ekki úr vegi
að gera svipaða könnun heima á
íslandi og athuga hvetjar niðurstöð-
urnar yrðu.
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir,
St. Paul, Minnesota.
þessu ári em liðin 60
ár frá því Ríkisút-
varpið hóf göngu
sína eftir að út-
varpsstöð í einkaeigu hafði
lagt upp laupana vegna
fjárskorts. Þessa ’er minnst
með margvíslegu móti og við
fáum að sjá og heyra margt
það sem vekur upp minning-
ar frá liðnum árum.
Þeim fækkar vitaskuld
ört, sem komnir voru til vits
og ára, þegar útvarp hóf
göngu sína hérlendis. Við
sem alist höfum upp við út-
varp sem sjálfsagðan hlut
eigum erfitt með að gera
okkur í hugarlund hve gífur-
leg breyting varð á þegar
það kom til skjalanna. Við
erum fleiri sem munum þeg-
ar sjónvarpið byijaði og hve
það gjörbreytti mörgu í þjóð-
félaginu, bæði til góðs og
ills. Viðbrigðin vom miklu
meiri þegar útvarpið byijaði,
það geta þeir staðfest sem
muna hvort tveggja.
Landamæralaus
fjölmiðill
Utvarp þekkir engin land-
amæri. Ef við eigum nógu
góð viðtæki, og loftnet sem
þeim hæfa, getúm við hlust-
að á útvarpssendingar frá
fjarlægum heimshlutum, og
svo hefur lengi verið. í fijáls-
um löndum hafa engar höml-
ur verið á hlustun á útvarp.
Einræðisríki hafa reynt að
trufla þær og eins ríki sem
hafa átt í ófriði, en nútíma-
tækni gerir slíkt atferli erfitt
ef ekki ómögulegt. Þess
vegna hefur útvarp haft
mikla sérstöðu meðal fjöl-
miðla. Það er hægt að banna
sendingar á prentuðu máli
milli landa, gera blöð og bibi-
íur upptæk á landamærum.
Það er hægt að banna hitt
og þetta í sjónvarpsstöðvum
í fórsjárríkjum og fylgjast
með að ekki sé komið upp
búnaði til þess að ná gervi-
hnattasendingum. En út-
varpið er erfitt að stöðva.
Sennilega væri kommún-
isminn ekki búinn að bíða
sitt mikla skipbrot ef ljósvak-
afjölmiðlanna hefði ekki no-
tið við. Að vísu er þetta ekki
alveg rétt orðað, því skipbrot
hefði hann beðið engu að
síður, þó ekki nema fyrir það
að hann gat aldrei gengið
upp, en ljósvakafjölmiðlarnir
rufu einangrun kommúnista-
ríkjanna, komu í veg fyrir
að unnt væri að halda þjóð-
unum í helgreipum fákunn-
áttu og segja þeim hvaða
lygi sem var um ástandið í
ríkjum hins vestræna heims.
Vitaskuld spilar fjölmargt
annað þarná inn í, ferðalög,
smyglað prentmál og fleira,
en ljósvakamiðlarnir hafa
séð til þess að harðneskja á
landamærum dugði stjórn-
endum kommúnistaríkjanna
ekki til. Og þó ég tali hér
um kommúnistaríki á þetta
auðvitað við um öll einræð-
isríki.
Vandmeðfarið vald
Þannig hafa ljósvakamiðl-
ar gífuriegt vald í heimi nú-
tímans. Og vald er vandmeð-
farið í þeirra höndum eins
og annarra. Við íslendingar
höfum verið ákaflega heppn-
ir með hvernig ljósvakamiðl-
ar hafa beitt valdi sínu, bæði
á meðan Ríkisútvarpið hafði
einokun á útsendingum, og
einnig eftir að hún var rofin
og fleiri hafa spreytt sig.
Slys hafa orðið á þeim ferli
og eiga eftir að verða, gegn
því verður aldrei spornað.
En í heild sinni hefur þessu
valdi verið vel beitt.
Til dæmis er óhætt að
fullyrða að fréttflutningur
ljósvakamiðla hérlendis sé
mjög vandaður. Vissulega
standa fréttastofur íslensku
ljósvakamiðlanna langt að
baki fréttastofum risa eins
og BBC hvað snertir mann-
afla og framleiðslugetu, en
hér eins og þar er reynt að
hafa það sem sannara reyn-
ist og láta annarieg sjónar-
mið víkja fyrir skyldum frétt-
amannanna við neytendur
sína.
Sjálfstæðisbarátta
framtíðarinnar
á ljósvakanum?
Nú er hart sótt að frelsi
og fullveldi smáþjóða. Öflug
bandalög teygja arma sína
vítt og breitt. Heiminum er
skipt upp í markaðssvæði í
anda markaðshyggjunnar,
og innan þeirra verður reynt
að afmá sem mest af sér-
kennum og sérstöðu, þótt
öðru sé haldið fram í skála-
ræðum.
Þróun í ljósvakamiðlun
hefur verið ör á síðustu
árum. Múrar einangrunar
hafa hrunið og í raun eru
þegar komnar alheimssjón-
varpsstöðvar, sem menn
geta horft á hvar sem er,
aðeins ef þeir fjárfesta í til-
tölulega ódýrum búnaði. Allt
á þetta eftir að vaxa og
dafna, og þeir sem hafa yfir
að ráða miklu fjármagni geta
komið skoðunum sínum og
lífsstíl á framfæri um víða
veröld.
Á fáa reynir þá meira en
' íslenska ljósvakafjölmiðla ef
við viljum halda okkar
þjóðareinkennum og menn-
ingu. Þeirra er að þræða hinn
gullna meðalveg, eyða þjóð-
rembu sem komið getur í veg
fyrir nauðsynleg samskipti
við aðrar þjóðir, en gæta
þess í leiðinni að arfi kyn-
slóðanna sé ekki sóað á svip-
stundu fyrir glys og tálsýnir.
Vera kann að sú sjálfstæðis-
barátta sem fyrir höndum
er verði ekki hvað síst háð í
þeim.
Það er því verðugt við-
fangsefni á 60 ára afmæli
Ríkisútvarpsins að marka
þjóðinni stefnu í þessum
málum. Ekki til að karpa um
hversu margar stöðvar eigi
að leyfa, ekki til að þrasa
um hvernig peningum verði
skipt milli þeirra, heldur
hvernig við getum tryggt að
þeir reynist hlutverki sínu
vaxnir í umróti komandi tíða.
Magnús
Bjarnfreðsson