Morgunblaðið - 28.10.1990, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990
UMHVERFISMiÁL/Er menningararf okkar víbar aó finna
en á bókmenntasvibinu?
MÓTUN UMHVERFIS OG
MINJAR ÍLANDSLA GINU
FRÁ BLAUTU barnsbeini er íslendingum kennt að meta gildi varð-
veislu — varðveislu bókmenntaarfsins — varðveislu íslenskrar tungu —
og ekki að ófyrirsynju. En hugmyndum okkar um varðveislu í víðara
skilningi hefur oft verið áfátt og á það ekki síst við um menningarverð-
mæti sem yngri eru. Þó skýtur ræktarsemin stundum upp kollinum
en þá oftast á þröngu, afmörkuðu sviði og þá er farið geyst, stór orð
notuð og menn skipa sér jafnvel í flokka með eða á móti. Allt er
þetta ómarkvisst og óskilgreint. Heildstæðar hugmyndir, kennsluefni
um þessi mál í skólum og almenn fræðsla er ekki til nema að mjög
takmörkuðu leyti. Má það reyndar undarlegt teljast vegna þess að hér
er ódrepandi áhugi á sögunni eins og hún kemur fyrir í bókum.
Fámenn þjóð eins og við verður líka að hafa sig alla við til að
viðhalda sjálfsmynd sinni og rígheldur í söguna.
En hvað kemur þetta raus um-
hverfismálum við? Kveikjan að því
er fyrirlestur sem danskur minjaráð-
gjafi, Erland Porsmose, hélt nýlega
í Norræna húsinu um vemdun menn-
ingarsögulegra minja, sem fólgnar
eru í landinu (þ.e. umhverfinu, lands-
laginu, ofan jarðar eða neðan) og
taka ber tillit til við skipulag og
meiriháttar mannvirkjagerð.
Hann kynnti um leið félagasamtök
sem ijalla sérstaklega um „menning-
arsöguleg gildi fólgin í landinu" á
Norðurlöndum og eiga öll Nprðurl-
öndin aðild að þeim nema ísland.
Við eigum ekki einu sinni frambæri-
legt nafn á hugtakið og segir það
sína sögu.
Tíðarandinn á hér líka hlut að
máli. Ekki er ýkjalangt síðan
tíðarandinn bauð að fólk færi að
taka til varðveislu verkfæri og tól
sem tilheyrðu bændamenningu fyrri
tíma á Islandi.
Menn hættu líka
að fleygja altaris-
töflum og helgi-
gripum þegar verið
var að rífa gamlar
kirkjur og byggja
nýjar úr stein-
steypu af því að
einhver' hafði kom-
ið því inn í hausinn
á okkur að þær þyrftu sko ekkert
viðhald!
eftir Huldu
Vollýsdóttur
Fólk veit þó auðvitað vel hvað átt
er við þegar taiað er um menningar-
sögulega staði sem frægir eru af
söguritum. Ekki þarf annað en nefna
Þingvöll og Skálholt því til staðfest-
ingar. Reyndar hafa þegar farið fram
frumúttektir á báðum þessum helstu
sögustöðum okkar þótt með mismun-
andi formerkjum hafi verið.
Á íslandi eru sögulegar minjar frá
fyrri öldum ekki fólgnár í stórbrotn-
um mannvirkjum eins og víða í ná-
grannalöndum okkar. Hér voru held-
ur ekki neinar forsendur til að setja
varanleg spor í íandslag úti á víða-
vangi. Náttúra landsins og lífsskil-
yrðin sáu til þess. En menningarsög-
ulegar minjar er samt víða að finna
hér þótt ekki liggi þær í augum uppi
og margar eru verðmætar í sögusjóð-
inn þótt ekki séu þær frá söguöld.
Erland Porsmose benti á að saga
þjóðar væri ekki bara sú sem væri
skráð í skjöl og bækur. Hún væri
ekki síður skráð úti um sveitir lands-
ins. Hann sýndi með myndum hvern-
ig hægt væri að lesa þróunarsögu
danskrar sveitamenningar með því
að kynna sér hvaða minjar sitja eftir
í landinu.
Við slíka úttekt sagði hann marg-
ar spumingar vakna, s.s.: Hvað á
að varðveita og hvers vegna? Hvem-
ig á sú varðveisla að vera? (Engum
dettur í hug að varðveita eigi allar
minjar!) Hvernig á að koma varð-
veislunni til skila? Hvað kostar hún?
Allt þetta þarf að meta.
Þjóð sem byggir tilvem sína á
varðveislu menningararfs eins og við
hlýtur að sinna þessum þætti jafn-
hliða hinu ritaða orði.
Eins og áður sagði hefur verið
hafist handa um heildstæða úttekt á
sögulegum minjum í landsiagi (á
víðavangi) á tveim stöðum, nefnilega
á Þingvöllum og í Biskupstungum. Á
Þingvöllum hófst sú vinna á vegum
Þingvallanefndar árið 1986 og þá
var meginmarkmið fornleifarann-
sóknanna skilgreint. Þá varð mönn-
um strax ljóst hve gífurlega mikið
verkefni \var fyrir höndum og má
segja að það sé árangur út af fyrir
sig. Þingvellir hafa líka þá sérstöðu
að þar verður engu hróflað í landinu
vegna friðhelgi staðarins fyrr en
rannsóknum er lokið. Þar munu
menn framvegis eiga auðvelt með
að samsama sig sögunni eins og
hingað til
I Biskupstungum var unnið að
sérstakri úttekt á sögu og menning-
arverðmætum á vegum ráðherra-
nefndar Norðurlandaráðs á árunum
RAUTT EÐAL-GINSENG
RÉTTI
LEIKURINN
„Stórmót í skák eru mjög krefjandi.
Þess vegna nota ég Rautt eðal-ginseng.
Þannig kemst ég í
andlegt jafnvægi,
skerpi athyglina
og eyk úthaldið. “
RAUTT GINSENG
Skerpir athygli - eykur þol
L/EKNISFRÆÐI//hverju málefni bama?
SVÖRTSKÝRSLA
TVO SÍÐUSTU DAGA nýliðins
septembermánaðar komu liðlega
sjö tugir þjóðaleiðtoga til fundar
í heimkynnum Sameinuðu þjóð-
anna í New York.
Flestir voru þessir menn forsetar
ríkja eða forsætisráðherrar og
erindið var að ræða þann vanda sem
steðjar að yngstu aldursflokkum
mannkynsins. Samkundan hefur því
verið kölluð fundur
æðstu manna um
málefni barna. En
er þörf á að ræða
þau sérstaklega?
Og hvað kemur til
að þeir sem ráða
mestu í heiminum
ijúka allt í einu upp
til handa og fóta
og fara að tala um vandamál þeirra
sem engu fá ráðið og allramest eru
komnir upp á náð og miskunn ann-
arra? Lítum á nokkrar tölur:
1. Ekki færri en 40 þúsund börn
undir fimm ára aldri deyja á
hveijum sólarhring úr sjúk-
dómum sem hægt væri að
koma í veg fyrir eða lækna.
2. Um það bil 150 milljón böm
yngri en fimm ára eru vannærð
og af þeim búa 23 milljónir við
lífshættulegan fæðuskort.
3. Meira en 100 milljónir bama á
skólaaldri stíga ekki fæti inn í
kennslustofu. í þeim skara eru
telpur í meirihluta, sex af
hveijum tíu.
4. Yfir 30 milljónir barna lifa og
hrærast á götunni, eiga hvergi
heimili.
5. Á að giska 7 milljónir bama
eru flóttamenn vegna ófriðar
eða hungursneyðar.
6. Því er spáð að um aldamót
hafi 10 milljón börn í Mið- og
Austur-Afríku misst annan eða
báða foreldra sína úr eyðni.
7. Á næsta áratug má gera ráð
fyrir að einn og hálfur milljarð-
ur bama fæðist, og að öllu
óbreyttu muni tala látinna und-
ir fimm ára aldri, sem hægt
hefði verið að bjarga, fara upp
í 44 þús. á dag eða 16
milljónir á ári.
Þessari dapurlegu upptalningu til
viðbótar má geta þess að frá því
1980 hafa þjóðartekjur á mann
minnkað í fjörutíu þriðjaheimslönd-
um og voru þó víst ekki beysnar
fyrir. Ríkisframlög til skólamála voru
víða skorin niður um fjórðung,
hundruðum heilbrigðisstofnana lok-
að og lyfjainnflutningur takmarkað-
ur. Bamahjálparsjóður Sameinuðu
þjóðanna er stofnun sem forðast að
bianda sér í deilur. En þegar rætt
er um vannærð börn í fátækum lönd-
um er hún ómyrk í máli og kennir
um skefjalausum fjáraustri til her-
mála og þungbærri greiðslubyrði
vegna skuldasöfnunar. Bamahjálpin
lét kanna þessi atriði fyrir þrem árum
og kom þá í ljós að mörg Afríkuríki
fleygðu meira en þriðjungi tekna
sinna í þessa tvöföldu hít og Tsjad
reyndist eiga metið sem var 79 pró-
sent. í nágrannaríkinu Nígeriu
gleyptu vopn og skuldir rúm 30 pró-
sent (þeir höfðu samt vit á að þijósk-
ast við að borga okkur skreiðina um
árið) en til skólamála varði stjómin
tæpum tveim og til heilbrigðisþjón-
ustu 1,4 af hundraði. Trúverðugar
tölur sýna að árið 1988 greiddu þró-
unarlöndin þrefalt hærri upphæð sem
vexti og afborganir af erlendum lán-
um en sú fjárhagsaðstoð nam sem
þeim féll í skaut af nægtaborði iðn-
ríkjanna. Bamahjálpin hefur látið í
ljós vonir um að framvegis beri fjár-
lög þessara ríkja „manneskjulegri
svip“ og á þá við að fæði og hús-
næði barna, ásamt launagreiðslum
til kennara og heilbrigðisstétta,- eigi
að sitja í fyrirrúmi og. afgreiðast
áður en hugað er að afborgunum
skulda og vafasömum herkostnaði.
Væntanlega verður innan tíðar
hægt að skýra frá umræðum á fund-
inum mikla, tillögum og fyrirætlun-
um, jafnvel heitstrengingum. Hver
veit? Sameinuðu þjóðirnar tóku vel á
móti gestunum og þeir fengu gott
að borða, vafalítið með gamla
íslenska spakmælið að leiðarljósi að
fullir kunni flest ráð. Kannski hefði
þó átt betur við og um leið verið
hressandi tilbreyting fyrir þá að
nærast eingöngu á vatni og brauði
þessa tvo daga.