Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 19

Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUÐAGUR 2S\ OKTÓBER 1990 C 19 JÓN H. EDWALD EIRIKUR BJÖRNSSON SIGUR- MK i Jjölmiðlum ■ JON HA UKUR Edwald, fram- leiðslustjóri fréttadeildar á Stöð 2, hefur sagt upp störfum frá og með 1. febrúar næstkomandi. Jón Hauk- ur hefur starfað hjá Stöð 2 frá upphafi og er reyndasti maður stövarinnar á sviði dagskrár- gerðar. Um ástæðuna fyrir uppsögninni kvaðst hann hafa viljað breyta til og skipta um' starfsvett- vang, en hann er jafnframt lærður ökukennari og mun hann snúa sér að ökukennslunni í auknum mæli, a.m.k. fyrst um sinn. Hann kvaðst þó hafa áhuga á að starfa áfram að dagskrárgerð í framtíðinni, en engar ákvarðanir hefðu þó verið teknar í þeim efnum enn sem kom- ið er. ■ EIRÍKUR Sigurbjörnsson, stofnandi og fyrrum útvarpsstjóri kristilegu útvarpsstöðvarinnar Alfa, hefur undanfar- in tvö ár undir- búið stofnun al- þjóðlegrar kristi- legrar útvarps- stöðvar, sem mun með út- sendingum frá íslandi ná um allan heim. Að sögn Eiríks verð- ur útvarpað á stuttbylgju með sama hætti og hjá útvarpsstöðvum á borð við Voice of America og BBC og er ætlunin að senda út á 17 mismunandi tung- umálum. Eiríkur sagði að hér væri um afar ijárfreka framkvæmd að ræða, en að baki stæðu kristileg samtök og einstaklingar víða um heim. Þess má geta að Eiríkur hlaut á sínum tíma alþjóðlega viður- kenningu frá NRB (National Religi- ous Broadcasting) í Bandaríkjunum fyrir brautryðjandastarf hér á landi í kristilegum útvarpsútsendingum. Trúarstyrkj- andí boðskap- ur símleiðis Þeim þætti fjölmiðlunar sem nýt- ir sér símann til að koma upplýs- ingum á framfæri hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum misserum. Nú hefur „Líflinan - Kristileg símaþjónusta" tekið í notkun nýtt og fullkomið sím- kerfi, sem miðlar trúarstyrkj- andi boðskap símleiðis um allt land. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu geta hringt í síma 91-676111 og valið úr nokkrum möguleikum og má þar meðal ann- ars nefna upplestur úr Guðs orði, fyrirbænir og annan trúarstyrkj- andi boðskap. Hið nýja símkerfi gefur möguleika á að allt að 16 manns geti hringt inn á sama tíma. Með tónvalssíma getur fólk sjálft valið milli þeirra möguleika sem Líflínan býður upp á. Þeir sem ekki eru með tónvalssíma fá á sjálfvirkan hátt að hlýða á trúarstyrkjandi boð- skap og geta einnig lagt inn ósk um fyrirbæn. Að sögn forsvarsmanna Líflín- unnar er fyrirhugað að auka enn við þjónustuna með tímanum. Þann- ig verður öllum sem þess óska sent fréttabréfið „Ljós í myrkri“ þeim að kostnaðarlausu. Ennfremur vilja þeir benda á, að Líflínan tekur ekk- ert gjald af þeim sem nýta sér þjón- ustu hennar. Líflínan er óháð kristi- leg starfsemi, sem fær stuðning frá fólki úr Þjóðkirkjunni sem og úr kristnum samfélögum um land allt. Nýtt greiðslufyrirkomulag Stöðvar 2: Þrenns konar greiðslu- máti á mismunandi verði Arsáskrift á 13% lægra verði Frá og með 1. nóvember nk. kemur til framkvæmda nýtt greiðslufyrirkomulag áskrifta að Stöð 2, sem meðal annars felur í sér að hægt verður að greiða áskrift með þrennu móti, á mismunandi verði eftir þeim greiðslumáta sem valinn er. Áð sögn Baldvins Jónssonar, framkvæmdasljóra á Stöð 2, mun hið nýja fyrirkomulag meðal annars fela í sér að hægt verður að greiða áskrift eitt ár í senn á ríflega 13% lægra verði en ef greitt er með gíró- seðlum. Baldvin sagði að hér væri verið að bæta þjónustu við áskrif endur Stöðvar 2 og gefa mönnum kost á að velja sér þann greiðslu- máta sem hentar hveijum og ein- um. Hvað ársáskriftina varðaði væri um augljósa hagræðingu að ræða fyrir alla aðila og þess vegna fengist slík áskrift á ríf- lega 13% lægra verði en hæsta áskrift, og gæti sá munur orðið meiri ef verð- hækkanir verða á tíma- bilinu. Vegna mikils inn- heimtukost naðar er áskrift með gíróseðlum á hæsta verði af þessum þremur greiðslumöguleikum, eða 2.290 krónur á mánuði. Askrift með greiðslukortum kostar 2.175 en ársáskriftin 1.990 krónur á mán- uði. Baldvin Jónsson Vandaður og glæsilegur fatnaður í Hagkaup Hagkaup í Kringlunni býður nú upp á tvö ný og vönduð þýsk vörumerki í íi} \f} fatnaði, Sixth Sense fyrir konur og Westbury fýrir karla. Bæði merkin eru stolt C&A- vöruhúsakeðj- unnar, sem þekkt er um gjörvalla Evrópu fyrir vandaða vöru á góðu verði. Sixth Sense framleiðir sígildar og vandaðar flíkur fyrir konur sem vilja vera vel klæddar án þess að kosta mjög miklu til. Fatnaðurinn er úr vönduðum efnum, hann er stílhreinn, glæsilegur og lykilorðið í hönnuninni er samræmi. Hið sama gildir um framleiðslu Westbury fatnaðarins. Sígilt og vandað útlit er haft í fyrirrúmi fyrir karlmenn sem vilja vera vel klæddir fyrir sann- gjarnt verð. Fötin eru úr vönd- uðum efnum sem krumpast lítið og hentaþví vel þeim, sem starfs síns vegna eru mikið á ferðinni. Vöruúrval er mikið og nýjar vörur reglulega á boðstólum. Einungis eru keyptar inn fáar flíkur hverrar tegundar, sem skapar hverjum , er klæðist * þeim ótvíræða sérstöðu. Sixth Sense og Westbury t í ~ ! • t •» íNéf G vörurnar fást eingöngu í Hagkaup í Kringlunni og þar er boðið upp á meira úrval af vönduðum fatnaði en í öðrum versl- unum Hagkaups. Verið velkomin í Kringluna, úrvalið og verðið mun ekki valda vonbrigðum. ff

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.