Morgunblaðið - 28.10.1990, Side 4

Morgunblaðið - 28.10.1990, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÖBER 1990 4 C Fjórburamir tveggja ára Elín er alvörugefin og stekkur varla bros.'Hér hefur hún náð sér í kinnalit, en með henni á myndinni er systirin Diljá. vera mjög spennandi. Sér í lagi er hún veik fyrir Baby Book, sem er hluti af Mother Care-pöntunarlist- anum. Þær Brynhildur og Diljá eiða tímunum saman í dúkkuleik og - Alexandra þykir ná góðum árangri við að lita og krassa. Á tveimur bílum Eins og gengur fór fjölskyldan úr bænum á góðviðrishelgum í sum- ar og ekki dugði minna en tveir bflar í hvert ferðalag. Foreldrarnir óku hvort sínum bílnum og skiptu liði því- ekki komast nema tveir barnabílstólar fyrir í aftursæti hvers bfls. „Það kemur örugglega að því að við verðum að fá okkur stærri bíl sem við komumst öll fyr- ir í, en að svo stöddu eru slík kaup ekki tímabær. Við stækkuðum við okkur húsnæði fyrir rúmu ári og það er nægur biti til að byija með,“ sagði Guðjón. Leiðin lá tvisv- ar norður í Skagafjörð þaðan sem Guðjón er ættaður. Einnig tók fjöl- skyldan þátt í afmælishátíð Hólma- víkur í sumar, en Margrét á ættir að rekja þangað og einu sinni var ferðinni heitið í Þjórsárdalinn. „Það var hin sæmilegasta búslóð sem fylgdi manni í hvert skipti, tveir bflar og kerra sneisafull af dóti aftan í. Jafnframt þurftum við á tveimur bamapíum að halda til að sinna stelpunum í bflunum á meðan við sáum um aksturinn,“ sagði Guðjón. A, B, C og D í fyrstu vora fjórburarnir merkt- ir A, B, C og D eftir fæðingarröð. A fæddist fyrst en D síðust. A hlaut nafnið Alexandra. Hún er elst og var jafnframt sú hárprúðasta og er enn. Næst elst er Brynhildur sem í fyrstu var skírð B. Sú þriðja, C, var skírð Elín og var hún þyngst systranna við fæðingu og að lokum kom Diljá, en hún var léttust við fæðingu. Fjórburafæð- ingar era ekki algengar á íslandi enda era líkurnar á þeim við eðlileg- ar aðstæður einungis 1 á móti hálfri milljón og hafa þær aðeins verið tvær áður svo vitað sé, sú fyrri árið 1880 og sú síðari árið 1957 en þá lifðu þijú barnanna eftir fæðingu. Að sögn foreldranna er Elín, sú sem var skírð C og var þyngst við fæðingu, fyrst að öllu. Hún hafi farið að ganga tíu mánaða, fyrst að taka tennur, fyrst að byija að tala og fyrst að segja til þegar að koppnum kom svo dæmi séu tekin. Postulínsmálning og söngæfingar Óneitanlega hefur verið lítið um frístundir foreldranna frá því að stúlkurnar fæddust. Margrét gefur sér þó tíma til að fara út á laugar- dagsmorgnum til að mála á postul- ín o g Guðjón syngur með karlakórn- um Stefni í Mosfellsbæ tvisvar í viku. Og saman eiga þau sinn frí- tíma á kvöidin því föst regla er á stúlkunum hvað háttatíma varðar. Eftir matmálstíma, eru þær baðað- HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.