Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 24

Morgunblaðið - 28.10.1990, Page 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1990 LESTRARÁTAK HUGÍEIÐINGAR STEFÁNS ÞÓRARINSSONAR AMTMANNS eftir Pál Lúóvík Einarsson „Tækju menn með gleði í móti einnri ávísun Utn þau viss- ustu hjálparmeðöl tilað útbreiða lesilystina á íslandi.“ Nú um stundir hafa góðir menn þungar áhyggjur af ólæsi og takmörkuðum bóklestri íslendinga; menningarfrömuðir, leiðararhöfundar dagblaða, kennarar og uppeldisfrömuðir, svo fáeinir séu nefndir, brýna landsmenn til bóklesturs. Takmörkuð „lesilyst" landsmanna er ekki nýtt vandamál; árið 1790 Þótti Hinu konunglega lærdómslistafélagi þörf á lestrarátaki. að var amtmaðurinn fyrir norðan og austan Stefán Þórarinsson (1754-1823) sem svaraði þessari herhvöt Lærdómslistafélagsins. Árið 1794 var prentað þrettánda bindi af ritum þess fyrir árið 1792 (Gömlu félagsritunum), þar birtust Hugleiðingar um hjálparmeðöl til að útbreiða bóklestrarlyst á ís- landi. Stefán Þórarinsson amtmaður var systursonur Ólafs Stefánsson- ar síðar stiftamtmanns. Hann hlaut hina bestu menntun sem völ var á og skjótan embættisframa. Jón Sigurðsson forseti sagði um Stefán:„Var einn hinn duglegasti og framkvæmdasamasti embætt- ismaður, sem verið hefir á íslandi á seinni tímum; myndi hann hafa komið miklu til leiðar, ef rentu- kammerið hefði viðjað fylgja betur ráðum hans.“ Það er því ekki ólík- legt að ýmsir telji nytsamlegt og upplýsandi nú á öld upplýsinga- flæðis að athuga skoðanir og úr- ræði þessa góðkunna upplýsinga- frömuðar. ■ PRESTAR TIL LESTRARÁTAKA ■ EFLING BÓKASAFNA ■ FORNAR SÖGUR OG RÍM- UR TIL LÍTILLAR UPPLÝSINGAR ■ AUKIN FRÆÐSLUSTARF- SEMI ■ RÍKISSJÓÐUR BORGAR %AF BÓKAKAUPUM BÓKANEFNDA PRESTAKALLA Einhæft lestrarefni Stefán amtmaður taldi lestrar- ástand þjóðarinnar ekki gott. „Eru það hörmuleg sannindi að þar fínnst engin almennileg lyst til nytsamlegs bókalesturs." Greina- höfundur benti á að: „Lyst útkref- ur þekkingu á þeim hlut, sem mann girnir eða hann fær lyst til ... Eins er því eftir náttúrlegum hætti varið um lyst til bóka- lestrar að hún getur eigi heldur verið á Islandi án þekkingar á bókum.“ — er athygli vert að fýrir hartnær 200 árum, ekki síður en í dag var það ekki einungis hreint ólæsi heldur einnig torlæsi, lestregða og takmarkað lesefni sem olli áhyggj- um: Jafnvel prestamir sem helst var von til að hefðu skilning á gildi bókarinnar:„Þeir lesa þó sjaldan aðrar bækur en forn guð- fræðirit og postillur ... Lítum nú eftir bændastéttinni. Hvað er það sem þeir lesa helst? Nema venju- legar húslestrarbækur? Það emb- ættisskylda prestanna, eftir hús- vitjunarfororðningunni frá 27. maí 1746, að reka eftir lestri þessara bóka.“ Það hefur löngum verið mönnum áhyggjuefni að það sem almenningur lesi teljist ekki ávallt til bestu bókmennta. Stefán amt- maður hafði áhyggjur á þessum upplýsingatímum: „Þaraðauki lesa bændur nokkrar fomsögur og æfíntýri, og loksins bæði seint og snemma rímurnar, sem eru til lí- tillar upplýsingar. Og hví lesa þeir slíkt? Af því þeir hafa fengið nokk- urskonar smekk og þekking á þessháttar hlutum og eru orðn- ir því kunnugir í uppfóstrinu, helst á æskuárunum." Þegar vandamálið er svo rótgróið og um- fangsmikið verður tæpast litið framhjá því að: „Hið viss- asta, öflugasta, og aleinasta höfuð- hjálparmeðal til þess að út- breiða bók- lestrarlyst á íslandi, mundi verða, að auka og efla þekk- ing og skynbragð þjóð- arinnar á lærdómsmenntunum." Stefán vildi stórefla mennta- kerfíð, fyrst og fremst latínuskól- ana; þaðan myndu svo koma nem- endur með „smekk og þekkingu ... í sína' mikilvægu þjónustu í landsbúinu, sem prestar og próf- astar til þess að kenna almúgan- um.“ Bókasöfn var enn- fremur - á bragðið einnig að útvega staðgóða fæðu til að fullnægja menningarhungri og upplýsinga- þörf og vildi: „Uppörfa sérlega menn til þess að gjöra smábóksöfn í hverri sýslu, og ljá þaðan bækur út, til leigulausrar brúkunar.“ — Þessi orð má taka til marks um að sú mikla og almenna ræktunarsemi sem Islendingar sýna bókasöfnum sínum, — í ræðu og riti og á hátíðarstundum — stendur á gömlum merg og á sér fomar og djúpar rætur. Stefán vildi einnig efla gerð alþýðlegs fræðsluefnis: „Gefa á prent eina bók, er kallaðist Almúg- ans fræðari eða Fræðisafnari fyrir almúgann." — Þess má geta að nú mun vera í undirbúningi útgáfa á alhliða upplýsingabók eða al- fræðirit á íslensku. Stefán sjálfur lét sér ekki nægja að gera tillögur um úrbæt- ur. Hann lét verkin tala. Á emb- ættissvæði sínu norðanlands hafði hann haft forgöngu um stofnun Lestrarfélags Norður- lands. Félagið kom þó ekki upp bókasafni; bækumar skyldu: „Við opinbert uppboð seljast þeim er mest býður fyrir.“ Það var ekki fullkom- lega útgjaldalaust að vera meðlimur í téðu félagi; inn- göngugjald var 2 ríkisdalir og árs- gjald þar eftir 1 rd. (Til saman- burðar má þess geta, að ekki var óalgengt að danskar bækur kostuðu á þessum tíma um 1 '/2 til 2 rd. Innsk. blm.) En amtmaðurinn þó á að: einn sér að kostnaðurinn eða útlátin við svo sköp- uð bóklestrafélög era teljandi, og að vissu alls engin þareð limimir mun átt við félaga eða með- limi. Orðskýring, blm.) öðlast full- gildi tillagsauranna annað tveggja í bókum eða peningum.“ Stefán Þórarinsson taldi ekki vera grundvöll fyrir að taka gjald eða leigu fýrir bókaútlán: „Held ég ekki mjög til þess ætlanda, allra síst strax í fyrstunni á meðan lyst- in til bókalestra er eigi orðin al- mennari.“ Það er íhugunarefni að bókverð- ir á íslenskum bókasöfnum era enn þann dag í dag mjög andsnúnir gjaldtöku fyrir útlán. Er gjarnan vitnað til þess að slík gjaldtaka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.