Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 2

Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER 1990 Frá kirkjuþingi. Þingið hófst með guðsþjónustu í Bústaðakirkju, þar sem m.a. fór fram altaris- ganga. Kirkjuþing: Sættum okkur ekki við að vera aftur hneppt í það sem gerir allt ómögulegt - segir Ólafur Skúlason biskup um áform um áframhaldandi skerðingu á tekjum kirkjunnar „VIÐ sættum okkur ekki við að vera hneppt aftur í það, sem gerði allt ómögulegt og því hikum við ekki við að taka hispurs- laust til orða,“ sagði Ólafur Skúlason, biskup, í samtali við Morgun- blaðið í gær, en í ræðu við setningu kirkjuþings í gærmorgun fór biskup m.a. hörðum orðum um þá ætlan ríkisvaldsins að skerða áfram tekjustofna kirkjunnar. Biskup sagðist hafa orðið mjög að fólk fylgdist með þessu máli getum við ekki lengur orða bund- var við það á ferðum sínum að undanfömu, að fólk vildi ekki sætta sig við þetta og mjög marg- ir hefðu nefnt þann möguleika að hafa samband við þingmenn sína vegna þessa máls. og spyija þá hreint út, hvort þeir hefðu gleymt kirkjum sínum og kirkjugörðum. Einnig hefðu menn sagt, að þegar til framboðsfunda kæmi, þá ýrðu frambjóðendur látnir vita af því og sætti sig ekki við frekari skerð- ingu á tekjum kirkjunnar. Ólafur Skúlason sagði, að tekjuskerðingin á þessu ári næmi 7,5%, sem jafngiltu 86 milljónum króna. „Við mótmæltum í fyrra eins ákveðið og við gátum, en beygðum okkur fyrir því, að.þetta væri nókkuð sem allir tækju á sig. En þegar þetta kemur nú aftur í tillögum til fjáraukalaga, þá Biskup sagði þetta fé skiptast á milli hátt í 300 safnaða og enn fleiri kirkjugarða. Síðustu 3 til 4 árin hefði rofað nokkuð til og mætti sjá þess víða stað í endur- bótum á kirkjum og kirkjugörð- um. Hefðu menn og haft margt fleira á pijónunum í þeim efnum, en tekjuskerðing ríkisins hneppti allt í fjötra á ný. „Okkur fer eins og fólkinu í austantjaldsríkjunum. Þegar við höfum séð til frelsis, þá viljum við vegginn alveg í burtu,“ sagði biskup. •, • ! Að lokirini messu í Bústaða- kirkju flutti herra Ólafur Skúlason biskup þingsetningarræðu sína. Kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guð- bjartsson, ávarpaði þingið. Sr. Þorbjöm Hlynur Ámason biskupsritari sagði í samtali við Morgunblaðið, að af öðrum mál- um sem koma til umræðu á þing- inu, mætti nefna álitsgjörð frá Rannsóknarstofnun í siðfræði um skilgreiningu dauða og ígræðslu líffæra. Lögð yrði fram álitsgerð um stöðu djákna í íslensku þjóð- kirkjunni og álitsgerð um réttar- stöðu fólks í vígðri sambúð. Verð- ur þar fjallað um efnahagslega umgjörð hjónabandsins, skatta- mál, húsnæðismál, námslán og dagvistir barna. Á dagskrá Kirkjuþings í dag er skýrsla biskups og kirkjuráðs og skýrsla um Skálholt. Borgarráð: Kópavogsbrú: Mótmæla vinnubrögðum heilbrigðisráðherra og aðstoðarmanns hans Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem mótmælt er vinnubrögðum heilbrigðisráð- herra og aðstoðarmanns hans við skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um samstarf sjúkrahúsanna í Reykjavík. í bókun borgarstjóra kemur fram að ákvörðun um lokun deilda og heimsendingu sjúklinga hafi verið teknar gegn vilja sjúkarhúsanna en samkvæmt beinUm fyrirmæl- um heilbrigðisráðherra. í bókun borgarráðs segir: „Ljóst er, að á sama tíma og formaður nefndarinnar, aðstoðarmaður ráð- herra, undirritaði tillögur nefndar- innar um samstarfið hafði hann þeg- ar lagt til við ráðherra að hlutverki samstarfsráðs, skv. tillögu nefndar- innar, yrði gjörbreytt í yfírstjóm sjúkrahúsanna, það stjórnaði fjár- veitingu til þeirra og gerði hlutverk réttkjörinna stjóma veigalítið. Þá er Ijóst, áð skv. fjárlagafrumvarpi hefur fjárveiting til sjúkrahúsa í Reykjavík þegar verið skert. Borgarráð mótmælir því, að niður- stöður nefndarinnar áéu nýttar sem tylliástæða fyrir væntanlegu frum- varpi heilbrigðisráðherra, en tillögur ráðherra ganga þvert gegn tillögu nefndarinnar." Þá segir að ráðið telji að mikilvægt skref hafi verið stigið með nefndarálitinu til aukins sam- starfs og hagræðingar innan sjúkra- húsa T Reykjávík. „Framferði heíl- brigðisráðherra og aðstoðarmanns hans stefnir þessu samstarfi í hættu." Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfull- trúi Nýs vettvangs, Iagði fram bók- un, þar sem fram kemur m.a. að til- laga sjálfstæðismanna byggist. á fölskum grunni og virðist sett ftam í þeim tilgangi að búa til pólitískt fjaðrafok. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram bókun, þar sem segir m.a. að með stofnun samstarfsráðs sé stigið mikilvægt skref til aukins samstarfs. Sagðist Sigrún telja, að ef rétt væri á haldið og samstarfsráð fengi frið til að sinna sínu mikilvæga hlutverki myndu m.a. biðlistar eftir aðgerðurh í einstökum sérfræðigrein- Framboðs- auglýsing fjarlægð Lögreglan í Kópavogi fór fram á það í gær að auglýsing frá stuðningsmönnum frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi yrði fjarlægð af Kópavogsbrú. Iþróttafélagið Breiðablik hefur leyfi frá lögregluyfirvöldum til að ráðstafa auglýsingum á fjórum stöðum á Kópavogsbrú. Því fylgja ýmis skilyrði, m.a. að auglýsingarn- ar séu ekki áberandi og eigi helst að tengjast umferðaröryggismál- um. í gær var sett upp auglýsing á Kópavogsbrú þar sem hvatt var til að kjósa ákveðinn frambjóðanda í prófkjöri. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi þótti þessi auglýsing bijóta í bága við settar reglur og því var farið fram á það við for- svarsmenn Breiðabliks að auglýs- ingin yrði tekin n'iður. Heilbrigðisráðherra ákveður lok- un deilda og heimsendingu sjúkra um styttast og hvérfa og komið yrði í veg fyrir lokanir stofnana, þannig að þær hætta að senda gamla fólkíð heim. Spurði Sigrún, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn ætlaði að standa gegn slíku með því að standa vörð um staðnað og óhagkvæmt spítala- kerfí í Reykjpvík og standa þannig gegn framförum?" í bókun Davíðs Oddssonar borgar- stjóra segir m.a., að málflutningur eins og Sigrúnar sé einkar lágkúru- legur svo ekki sé dýpra í árinni tek- ið. Ákvarðanir um lokanir deilda og heimsendingar sjúklinga hafi verið teknar gegn vilja sjúkrahúsanna, samkvæmt beinum fyrirmælum heil- brigðisráðherra. Tilkynnt um tvö innbrot TVÖ innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reylqavík í gærmorgun. Brotist hafði verið inn í fyr- irtækið Hár og förðun við Faxafen og þaðan stolið skiptimynt. Þá var farið inn í Garðshom við Suðurhlíð. Engu var stolið þar, en gluggi skemmdur. Stöð 2 og Bylgjan: Aætlaður hagnaður 22 milljónir ÁÆTLAÐ er að 22 milljóna króna hagnaður verði af rekstri Stöðvar 2 og Bylgjunnar á þessu ári. Þá er gert ráð fyrir að árið 1991 verði 114 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækis- ins, 162 milljóna króna hagnaður árið 1992 og 218 milljóna króna hagnaður árið 1993. Þetta kom fram á á aðalfundi íslenska sjónvarpsfélagsins og ís- lénska útvarpsfélagsins sem hald- inn var í gær. Jóhann J. Ólafssson ' stjórnarformaður sagði við Morgun- bjaðið, að nú væru að koma fram merki þeirrar hagræðingar sem orð- ið hefði í rekstri Stöðvar 2 á þessu ári eftir að nýtt hlutafé kom inn. Á fundinum var einnig tilkynnt að gerðir hefðu verið starfsloka- samningar við stofnendur Stöðvar 2, þá Jón Óttar Ragnarsson og Ólaf H. Jónsson, og samningar væru á lokastigi við Hans Kristján Áma- son. Láta þeir allir af störfum hjá Stöð 2. í stjórn íslenska útvarpsfélagsins voru kjömir Jóhann J. Ólafsson, sem er formaður, Jón Ólafsson sem er varaformaður, Orri Vigfússon, Haraldur Haraldsson, Hreinn Lofts- son, Stefán Gunnarsson og Jóhann Óli Guðmundsson. Úr stjórninni fór Ólafur H. Jónsson. INNLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.