Morgunblaðið - 31.10.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990
23
Kúbverski hagfræðingurinn Carlos Tablada Perez:
Umrótið í A-Evrópu hefur
engin áhrif á stefnu okkar
„UMBÓTASTEFNAN hefur nú ráðið ríkjum í fimm ár í Sovétríkj-
unum, hún átti að bæta efnahag'smálin en afleiðingin er að fram-
leiðslan hefur minnkað," segir Carlos Tablada Perez, sem er
kúbverskur hagfræðingur og félagsfræðingur er starfar að rit-
störfum og flutt hefur fyrirlestra víða um lönd. Tablada sagði í
samtali við Morgunblaðið að umbyltingin í A-Evrópuríkjunum
hefði engin áhrif á stefnu Kúbu, aðstæður væru þar gjörólíkar,
en efnahagsvandi Sovétmanna hefði valdið Kúbveijum verulegum
erfiðleikum. Meðal annars hefðu þeir fengið tveim milljónum
tonna minna af olíu á síðasta ári en árið áður. Kúbveijar hafa
hagnast á því að kaupa sovéska olíu undir heimsmarkaðsverði
og selja hana til útlanda. Tablada taldi Kúbveija ávallt hafa endur-
greitt alla efnahagsaðstoð frá Sovétmönnum frá því Fidel Kastró
tók völdin árið 1959 að því undanskildu að Sovétríkin hefðu látið
þeim vopn í hendur endurgjaldslaust.
Tablada var spurður hvort hann
gæti nefnt eitthvert atriði í fræð-
um Marx og Leníns sem honum
fyndist að hefði brugðist, einkum
þegar litið væri á atburði síðustu
ára í kommúnistaríkjunum. Hann
svaraði því til eð það væri ekki
til aðeins ein tegund marx-lenín-
isma, ekki einvörðungu ein fyrir;
mynd, módel, að sósíalisma. „í
A-Evrópu varð kreddufestan of
mikil, lika í menningarmálum.
Þeir vanræktu að leggja áherslu
á huglæga þáttinn, hið mannlega,
það tókst ekki að virkja fjöldann.
Sósíalisminn er ekki bara aukin
vöruframleiðsla heldur á hann áð
þróa samstöðuna og bijóta niður
eigingirnina. Ég er enginn dóm-
ari, enginn guð og get því ekki
dæmt um marx-lenínismann, get
aðeins bent á að til eru ólíkar leið-
ir. í Sovétríkjunum glötuðu menn
hæfileikanum til að gagnrýna,
þjóðfélagið staðnaði og nauðsyn-
leg endurnýjun varð ekki.“
Bandarískt arðrán
Carlos Tablada sagði Banda-
ríkjamenn hafa arðrænt lönd
Rómönsku Ameríku um langa
hríð og keyrt hefði um þverbak
síðasta áratuginn. Spurt var hvort
Kúbveijar stæðu ekki vel að vígi
þar sem þeir hefðu verið lausir
við arðrán undanfarna þijá ára-
tugi. „Kúba er þróunarland en svo
sannarlega stöndum við betur en
önnur ríki í álfunni. Þjóðarfram-
leiðsla okkar hefur aukist um
33,5% síðustu tíu árin en minnkað
um 8,3% að jafnaði í öðrum lönd-
um Rómönsku Ameríku, sam-
kvæmt tölum sem ég hef frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Skóla-
kerfi og heilsugæsla er hvort-
tveggja betra hjá okkur, sérhver
nemandi á Kúbu fær einn mjólk-
urlítra á dag. Þetta eru staðreynd-
ir sem Bandaríkjamenn viður-
kenna, ég hef heimsótt marga
háskóla þeirra." Tablada vildi ekki
gangast við því að hagtölur á
Kúbu væru falsaðar eins og
reyndin var í A-Evrópu meðan
kommúnistar voru þar við völd.
Hann staðhæfði að meira að segja
bandaríska leyniþjónustan, CIA,
tæki fullt mark á upplýsingum
Kúbveija um velferðina í landinu.
Tablada sagði að mannrétt-
indamál væru í betra horfi á Kúbu
en á Vesturlöndum, Kúbveijar
gætu kennt Vesturlandabúum
sitthvað varðandi lýðræðið. Fullt
tjáningarfrelsi ríkti og allir gætu
boðið sig fram til þings. Nýlega
Morgunblaðið/Júlíus
Carlos Tablada Perez, kúb-
verskur hagfræðidoktor og fé-
Iagsfræðingur, er ritað hefur
tvær bækur auk fjölda greina
um sósíalisma.
var skýrt frá því í Reulers-íréttum
að Fidel Kastró hefði lýst yfir því
í ræðu að jafnvel þótt honum yrði
tjáð að 98% Kúbveija tryðu ekki
lengur á byltinguna myndi hann
beijast fyrir henni áfram. Tablada
var spurður hvort ummæli af
þessu tagi bentu ekki til þess að
einhver bilbugur væri kominn á
leiðtogana. „Reuter kemur stund-
um með rangtúlkanir, ég hef sjálf-
ur orðið fyrir slíku af hálfu frétta-
manna þeirra. Undanfarna mán-
uði hefur stjórnin í Havanna gert
skoðanakannanir meðal fólksins.
Meira en 97% vilja sósíalisma og
styðja stjórn Fidels, hún er helst
gagnrýnd fyrir of lítinn sósíal-
isma. I fjölmennasta hóp stjórnar-
andstæðinga eru aðeins um 100
manns.“
■ KAÍRÓ - Yfirvöid í Egypta-
landi hafa afhjúpað leynileg samtök
öfgamanna úr röðum múslima, sem
grunuð eru um helstu hryðjuverk
sem framin hafa verið í landinu á
undanförnum árum. Innanríkisráð-
herra landsins, Abdel-Halim Mo-
ussa, skýrði þingnefnd frá þessu í
gær og sagði að samtökin væru
grunuð um að hafa myrt Rifaat
Mahgoub þingforseta 12. október,
gert sprengjuárás á rútu ísraelskra
ferðamanna í febrúar og reynt að
myrða fyrrum innanríkisráðherra
landsins, Zaki Badr, í desember í
fyrra. Nokkrir menn hafa verið
handteknir vegna málsins, auk þess
sem hundruð öfgamanna hafa verið
tekin til yfirheyrslu.
■ SEOUL - 40 forystumenn
leynilegrar hreyfingar sósíalista í
Suður-Kóreu voru handteknir í gær
og sakaðir um að hafa ráðgert að
steypa stjórn landsins. Öryggis-
málayfirvöld sögðu að 150 félaga
í hreyfingunni væri enn leitað. Þau
segja að hreyfíngin hafi verið stofn-
uð í fyrra og félagar hennar séu
um 1.600, einkum verkamenn,
námsmenn og bændur.
■ TÓKÍÓ - Nelson Mand-
ela, varaforseti Afríska þjóðarráðs-
ins, helstu samtaka blökkumanna í
Suður-Afríku, sagði í gær að Japan-
ir væru tregir til að beijast gegn
kynþáttamisrétti og leggja sitt af
mörkum til baráttunnar gegn að-
skilnaðarstefnu suður-afrískra
stjórnvalda. Mandela sagði að
Bandaríkjamenn hefðu varið 51
milljón dala, 2,9 milljörðum ÍSK,
Bretar 35 milljónum punda, 3,7
milljörðum ÍSK, til blökkumanna í
Suður-Afríku, en Japanir aðeins 1,8
milljón dala, 99 milljónum ÍSK. Sex
daga heimsókn Mandela til Japans
lýkur á föstudag.
■ MOSKVU - Sovétmenn
hafa miklar áhyggjur af framtíðinni
og leita í auknum mæli til kirkjunn-
ar. Tatjana Zaslavskaja, yfirmað-
ur sovéskrar stofnunar sem annast
skoðanakannanir, sagði í gær að
minna en tveir af hundraði Sovét-
manna væru bjartsýnir á framtíðina
miðað við 62% í fyrra. Nær 40%
Sovétmanna bæru fullt traust til
kirkjunnar, en mest væri traustið í
Rússlandi og Georgíu. I Moskvu og
Leníngrad er hlutfallið 52% og
eykst stöðugt, að sögn Zaslavskaja.
I
I
cf tilkynnt er um innlausn með 60 daga íyrirvara.
Kaupþing hefur enn á ný komið
til móts við sparifjáreigendur sem
velja örugga ávöxtun í Eininga-
bréfum 1, 2 og 3.
Innlausnargjald af Einingabréfum
1 og 3 lækkar niður í 1,8% og af
Einingabréfum 2 niður í 0,5% sé
tilkynnt um innlausn með engum
fyrirvara. Innlausnargjald af
Einingabréfum 1 og 3 lækkar niður
í 0,9% ef tilkynnt er um innlausn
með 30 daga fyrirvara.
Innlausnargjald af
Einingabréfum f, 2 og 3
er fcllt niður með öllu
ef tilkynnl er um innlausn
með 60 daga fyrirvara.
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, sími 91-689080
Kaupþing hf er í eigu Búnadarbankans, níu sparisjóda og Lánastofnunar sparisjóðanna hf .
KONÍAKSHRINGIR
Ijúfir til
hátíðabrigða
eða á rólegum
síðkvöldum.
G01T