Morgunblaðið - 31.10.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990
81
Baunaspírur
Baunaspírur eru spíraðar baunir, sem við spírun auka magn sitt verulega á kolvetnum,
proteini, A- og C-vítamíni auk fleiri efna. Ýmsar baunir er hægt að láta spíra, en þær ,
baunaspírur sem fást í verslunum eru spíraðar grænar mungbaunir. (Því miður er
ekki til íslenskt nafn yfir þær.) Ýmsar aðrar baunir er þó hægt að láta spíra, og er
auðvelt að gera það sjálfur. Við þurfum bara hreina krukku og grisju. Leggja þarf baunirnar
í bleyti í nokkra klukkutíma, binda grisju yfir og festa með teygju og geyma á dimmum stað
í nokkra daga. Hella þarf köldu vatni gegnum grisjuna tvisvar á dag og hella því aftur og
láta krukkuna hallast á hvolfi. En óneitanlega er þægilegt að kaupa baunaspírurnar tilbúnar,
a.m.k. þegar við gleymum að búa þær til sjálf.
Hér hafa baunaspírur fengist í
verslunum í 100 g pakkningum.
Þær koma frá Áslandi á Flúðum.
Baunirnar hafa takmarkað
geymsluþol, ekki meira en 5 daga
og þær þarf að geyma í kæli. Við
þurfum að setja baunaspírurnar á
sigti og skola undir kalda kranan-
um. Ef við ætlum að borða þær
ferskar, er mjög gott að láta þær
standa í skál með ísköldu vatni í
u.þ.b. 'A klst. Gott er að setja
klaka út í vatnið. Hvorki má fjar-
lægja laus baunahylki né rætur,
en þar er mest af vítamínum og
bragðið sterkast. Spírurnar hafa
hnetukeim, en það bragð er mis-
munandi eftir því hvaða baunir
er um að ræða. Ef við sjóðum
baunaspírur, eru þær settar í sjóð-
andi saltvatn og soðnar í 2-3
mínútur. Alls ekki lengur. Þær
þarf að borða strax að suðu lok-
inni.
Algengt er að steikja eða sjóða
baunirnar í olíu, en ég er á móti
mikilli fitu í matargerð og mér
finnst miklu betra að nota aðra
aðferð við matreiðsluna.
Baunaspírulummur
100 g baunaspírur
1 meðalstór laukur
’/z lítri sjóðandi saltvatn
3 egg
'A tsk. salt
nýmalaður pipar
100 g rækjur
2 tsk matarolía
soyasósa.
1. Setjið baunaspírurnar á sigti
og skolið undir kalda krananum.
2. Afhýðið laukinn og skerið í
sneiðar.
3. Látið saltvatnið sjóða. Setjið
baunaspírur og lauk í það og sjóð-
ið í 2-3 mínútur, alls ekki lengur.
Hellið strax á sigti og látið vatnið
renna vel af. Látið kólna örlítið.
4. Setjið egg í skál, setjið salt og
pipar saman við.
5. Saxið rækjurnar gróft. Setjið
síðan út í eggjahræruna ásamt
baunaspírum og lauk.
6. Hitið pönnukökupönnu, setjið
matarolíuna á hana. Smyijið
henni um pönnuna með eldhús-
pappír. Hafið meðalhita.
7. Búið til lummur úr deiginu.
Snúið við, þegar lummurnar eru
farnar að þorna örlítið.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
8. Setjið örlítið af soyasósu yfír
lummurnar, þegar þið berið þær
fram.
Salat með baunaspírum
2 dl súrmjólk eða sýrður rjómi
3 tsk. sweet relish (gi-ænmet-
ismauk í krukkum, fæst víða)
1 lítill salatlaukur (hvítur,
mildur laukur, fæst víða)
1 dós túnfiskur í olíu (100 g)
'A bakki baunaspírur (50 g)
nýmalaður pipar
1. Setjið baunaspírurnar í kalt
vatn í '/2-I klst. Hellið á sigti og
látið renna vel af þeim. Skerið eða
klippið örlítið í sundur.
2. Blandið saman, súrmjólk (sýrð-
um rjóma), sweet relish, söxuðum
lauk, túnfiski og baunaspírum.
Mali pipar yfir.
3. Setjið í skál og borðið með
brauði.
Kjúklingur með baunaspirum
1 kjúklingabijóst
'/2 dl soyasósa
‘/2 dl matarolía
'/2 tsk. karrý
1-3 hvítlauksgeirar
fersk steinselja
1 meðalstór tómatur
1 bakki baunaspírur, 100 g
'/2 tsk. salt.
1. Skerið bringumar frá beinum
og skerið í mjóar ræmur. Setjið í
skál og hellið soyasósu yfir. Látið
standa í henni í 1-2 klst. í kæli-
skáp. Hreyfíð öðru hverju svo að
soyasósan snerti alla fleti.
2. Setjið matarolíu í pott, setjið
karrý útí. Minnkið hitann í
minnsta straum. Afhýðið
hvítlauksgeirana og skerið í sneið-
ar. Setjið saman við olíuna. Klipp-
ið steinseljuna og setjið einnig
saman við.
3. Hellið sjóðandi vatni á tómat-
inn, látið standa í vatninu i 'A
mínútu. Stingið þá gaffli í hann
og fjarlægið hýðið. Skerið í bita
og setjið út í olíuna. Látið sjóða
við hægan hita í 10 mínútur.
4. Aukið hitann, setjið kjúklinga-
bitana í olíu/grænmetismaukið.
Setjið lok á pottinn og sjóðið í 5
mínútur. Stráið salti yfir.
6. Saxið eða klippið baunaspírum-
ar örlítið, setjið í pottinn og látið
hitna vel í gegn.
Meðlæti: Soðin hrísgijón.
O
FELAGSSTARF
Auglýsing um prófkjör
innan kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins á
Vesturlandi vegna næstu
alþingiskosninga
Prófkjörið fer fram í Hótel Borgarnesi, Borgarnesi, laugardaginn 24.
nóvember nk. kl. 13.00. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir aðal-
og varamenn í kjördæmisráðinu. Hér með auglýsir stjórn og kjör-
nefnd Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi eftir framboðum í prófkjör-
inu og er flokksbundnum sjálfstæðismönnum heimilt að gera tillögu
til stjórnar og kjörnefndar, enda skal slík tillaga borin fram af minnst
tuttugu flokksmönnum í kjördæminu. Engin flokksmaður getur
mælt með fleirum en fjórum slíkum framboðstillögum. Stjórn og kjör-
neind er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar ef
ástæða þykir til. Framboðstillögur skulu berast til formanns kjör-
dæmisráðs, Vifils Búasonar, Ferstiklu, Hvalfjarðarströnd, eða for-
manns kjörnefndar Ellerts Kristinssonar, Sundabakka 13, Stykkis-
hólmi, eigi síðar en laugardaginn 10. nóvember nk. kl. 13.00.
Stjórn og kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins
í Vesturlandskjördæmi.
Sjálfstæðismenn í
Norðurlandskjördæmi
vestra - takið eftir:
Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Blönduósi dag-
ana 10. og 11. nóvember.
Dagskrá laugardaginn 10. nóvember:
13.00 Stjórnmálaástandið: Þorsteinn Pálsson.
14.30 Skýrsla stjórnar: Þorgrímur Daníelsson.
Umræður.
15.30 Kaffihlé.
16.00 Nefndarstörf.
20.00 Haustblót sjálfstæðismanna (allir velkomnir, takið maka með!)
Dagskrá sunnudaginn 11. nóvember:
10.00 Nefndir skila áliti.
Umræ’ður. ~
' 12.00 Matarhlé.
13.00 Álit kjörnefndar.
Umræður.
14.30 Kaffihlé.
15.00 Kosningar.
16.00 Þingslit.
Þátttökutilkynningar vegna haustblóts og gistirýmis þurfa að berast
sem fyrst til Óskars Húnfjörð í síma 95-24500 eða 95-24401 á kvöldin.
Stjórn kjördæmisráðs.
Á Akureyri í Kaupangi við
Mýrarveg 31. okt. kl. 21.00
Dagskrá:
1. Kynning á stefnu Sjálfstæðisflokksins um samgöngu-, ferða- og
fjarskiptamál.
Ræðumenn: Thomas Möller, forrhaður samgöngu- og ferðamála-
nefndar Sjálfstæðisflokksins, og Erna Hauksdóttir, viðskiptafræð-
ingur.
2. Ræða Halldórs Blöndal, alþingismanns, um þessi mál.
3. Almennar umræður.
Markmið þessa fundar er að fá viðbrögð flokksmanna við þeirri
stefnumörkun, sem unnin hefur verið í samgöngu- og ferðamála-
nefnd Sjálfstæðisflokksins.
Fjallað verður um áherslur þær, sem flokksmenn telja að eigi að vera
í þessum málum á næstu árum.
Samgöngu- og ferðamálanefnd Sjálfstæðisflokksins.
' - sm mém H
I.O.O.F. 9 = 17210318V2 =
□ GLITNIR 599010317 = 1
I.O.O.F. 7 = 17210318V2 =
□ HELGAFELL
IV/V 2
599010317
Stúkan Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 20.30 i Templ-
arahöllinni. Gestur fundarins
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi.
Mætið vel.
Æðsti templar.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
—77
KFUM
V
Haustátak 1990
Fyrsta samkoma Haustátaks
1990
er í kvöld á Háaleitisbraut 58 kl.
20.30. Upphafsorð: Hilmar Þór-
hallsson. Ræðumaöur: Margrét
Hróbjartsdóttir. Allir hjartanlega
velkomnir.
SlK, KSH, KFUM, KFUK.
Hjálpræðisherinn
I kvöld kl. 20.00 biblíulestur og
bæn.
Fimmtud. kl. 20.30 almenn sam-
koma.
FERÐAFELAG
ISLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533
Helgarferð 2.-4. nóv.
Vetri heilsað í Tindfjöllum
Helgarferð á fullu tungli. Góð
gisting í Tindfjallaskála. Hægt
að velja á milli spennandi fjalla-
leiða t.d. á Ými, Saxa eða Horn-
klofa. Nánari upplýsingar og far-
miðar á skrifstofu, Öldugötu 3,
símar: 19533 og 11798.
Munið aðventuferðina í Þórs-
mörk 30. nóv.-2. des. Verið
með og gerist jafnframt félagar
í Ferðafélaginu.
Ferðafélag (slands.
Seltjarnarneskirkja
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Sönghópurinn Án skilyrða, Þor-
valdur Halldórsson stjórnar.
Prédikun og fyrirbænir.
'HftFndi fdtrf
H ÚTIVIST
GtÓFIMN11 • REYKJÁVÍK • StMIAÍMSVÁRI MtOt
Hveravellir
Haustblót 2.-4. nóv., m.a. fariö
í Kerlingafjöll og gengið í
Hveradali. Sameiginleg máltíð á
laugardagskvöld. Fararstjóri
Ásta Þorleifsdóttir.
Myndakvöld
Fimmtud. 1. nóv. í Fóstbræðra-
heimilinu, Langholtsvegi 109,
hefst kl. 20.30. Þema: Islensk
villiblóm. Einnig sýndar myndir
úr starfi sumarsins í Básum,
Goðalandi, kaffi og kræsingar i
hléi.
Sjáumst.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður Daníel Jacobssen
frá Færeyjum.
Allir hjartanlega velkomnir.