Morgunblaðið - 31.10.1990, Page 32
32 -_________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990_
Lög-verndaður hnefarétt-
ur hæstaréttarlögmannsins
eftir Hildi Lovísu
Ólafsdóttur
Ég vil koma á framfæri athuga-
semdum og mótmælum við grein
Gísla Baldurs Garðarssonar hæsta-
réttarlögmanns um forræðisdeilu
mína og Stefáns Guðbjartssonar,
sem birtist í Morgunblaðinu 25.
október síðastliðinn.
Grein lögmannsins er í fyrsta
lagi svívirðileg árás á dómsmálaráð-
herra, en ég ætla mér ekki að
verja hann, enda er Óli Þ. Guð-
bjartsson fullfær um að svara fyrir
sig sjálfur. Á hinn bóginn get ég
ekki látið ógert að svara ýmsum
fullyrðingum, sem fram koma í
grein hæstaréttarlögmannsins.
í upphafi hennar kvartar Gísli
Baldur Garðarsson undan óvönduð-
um æsiskrifum og telur þau hafa
haft áhrif á framgang málsins, og
jafnvel ráðið úrslitum um meðferð
þess og úrlausn.
Blaðaskrif um málið hófust þegar
ég var flutt í lögreglufylgd, fyrir
tilstilli borgarfógeta, niður á lög-
reglustöð, þar sem kveðinn var upp
yfir mér varðhaldsúrskurður. Með
þeim úrskurði var mér gert að sæta
allt að sex mánaða varðhaldi, þar
sem ég hafði neitað að segja hvar
dóttir mín dveldist. Mörgum þótti
þessi atlaga gegn mér harkaleg og
byggjast á vafasömum forsendum.
Fjölmiðlaumræðuna sem hófst í
kjölfar þessa má fyrst og fremst
rekja til óbilgirni Gísla Baldurs
Garðarssonar hrl., en ég hafði áður
tilkynnt honum með skeyti þá ósk
mína, að sættir næðust í málinu,
með hagsmuni barnsins að leiðar-
ljósi. Lögmaðurinn fullyrðir í grein
sinni, að sér sé mjög á móti skapi,
að íjallað sé um mál af þessu tagi.
Engu að síður ræddi DV margoft
við hann og Stefán Guðbjartsson,
föður barnsins. Þeir tóku því fullan
þátt í fjölmiðlaumræðunni, og
blaðagrein lögmannsins staðfestir
þann ásetning hans að hafa áhrif
á gang málsins með blaðaskrifum.
Það er því lítið samræmi í málflutn-
ingi hans.
Grein Gísla Baldurs Garðarsson-
ar hrl. í Morgunblaðinu er uppfull
af rangfærslum, sem ég tel nauð-
synlegt, að séu leiðréttar.
17. október síðastliðinn staðfesti
Hæstiréttur íslands úrskurð fógeta-
réttar Reykjavjkur, sem var á þá
leið, að innsetningargerð til að taka
dóttur mína yrði ekki reynd á ný.
Þetta fól í sér, að ekki yrði beitt
opinberu lögleyfðu valdi til þess að
taka stúlkuna. Gísli Baldur fullyrðir
í grein sinni, að forræðismálið hafi
verið tekið upp á ný 4. október síð-
astliðinn með bréfi dómsmálaráð-
herra til mín. Tilgangur ráðherra
með því hafi verið að koma í veg
fyrir, að Hæstiréttur tæki á málinu,
en í forsendum hæstaréttardóms
sem var kveðinn upp 17. október
sl. segir meðal annars, að þar sem
ný athugun á forræðismálinu standi
yfir hjá dómsmálaráðuneytinu sé
ekki rétt að gerðin fari fram. Þessi
staðhæfing hæstaréttarlögmanns-
ins er alröng. Staðreyndin er sú að
28. september sl. fór dómsmálaráð-
uneytið þess bréflega á leit við þrjá
sérfræðinga, að þeir könnuðu hagi,
þarfir og afstöðu barnsins, og
tengsl þess við foreldra og fjöl-
skyldu sína.
Skömmu síðar, eða 30. septem-
ber, hitti Stefán dóttur sína og
ræddi við hana í safnaðarheimili
Dómkirkjunnar. Viðstödd þann
fund þeirra voru Sigrún dóttir mín,
séra Jakob Hjálmarsson dómkirkju-
prestur og Þorgeir Magnússon sál-
fræðingur, fyrir hönd dómsmála-
ráðuneytisins. Barnið sagði föður
sínum, að hún vildi búa á íslandi,
og það fékkst því staðfest á þessum
fundi, sem margoft hefur komið
fram í álitsgerðum sérfróðra
manna, að hún vilji eiga framt-
íðardvalarstað hér á landi, hjá móð-
ur sinni og systkinum.
Stefán sætti sig ekki við afstöðu
barnsins og fór fram á það við fóg-
eta 2. október sl., að innsetning
yrði reynd á ný. Ég mætti í fógeta-
rétti og neitaði aðspurð að afhenda
barnið gegn vilja þess. Fógetinn
synjaði þá um framgang umbeðinn-
ar fógetaaðgerðar, og Hæstiréttur
staðfesti þá niðurstöðu hans eins
og fyrr segir. Það er því alrangt,
að dómsmálaráðherra hafi með ein-
hveijum hætti reynt að hafa áhrif
á niðurstöðu Hæstaréttar, þar sem
leitað var til sérfræðinganna áður
en málið fór fyrir fógetarétt.
Sem dæmi um aðrar rangfærslur
hæstaréttarlögmannsins vil ég
nefna eftirfarandi:
1. Gísíi Baídur Garðarsson hrl.
fullyrðir, að vinir mínir og kunningj-
ar, þar á meðal lögfræðingur minn,
dómkirkjuprestur og barnageð-
læknir, hafi verið þess albúnir að
hindra með valdi að barnið yrði
Hildur Lovísa Ólafsdóttir
„Ég skil það vel, að lög-
maðurinn óttist málefn-
alega könnun í málinu,
og að fagleg rannsókn
fari fram á því hver sé
vilji stúlkunnar.“
tekið, og það hafi verið mat yfirlög-
regluþjóns, að til átaka kæmi, ef
gerðinni yrði haldið áfram. Hér fer
lögmaðurinn með staðlausa stafi,
og má í því sambandi vísa í bréf
Böðvars Bragasonar lögreglustjóra
í Reykjavík til dómsmálaráðherra,
dagsett 12. september 1990. Þar
segir meðal annars: „Ekkert hættu-
ástand reyndist vera á staðnum, en
vinir og kunningjar, auk frétta-
manna, voru komnir inn í húsið.“
Fyrst hvarf síldin,
síðan náttúran, og loks
ferðamannatekjumar
eftirlngo Wershofen
Nýlega varð slys í Reykjavíkurhöfn
við losun á olíu. Rúmlega 50 þús-
und tonn af þessum óþverra munu
hafa flætt inn á heimili stærri og
smærri físka, fugla, sela og annarra'
lífvera. Að mínu mati voru viðbrögð
þjóðarinnar við þe^sum atburði
fyrst og fremst þau að gera lítið
úr honum. Hvað með það þó að
einhveijar kollur drepist, það skol-
ast allt burt með tímanum og lífið
heldur áfram að ganga sinn gang.
Fyrir stuttu lýsti prófessor við
Háskóla íslands (Robert Cook), sem
er af erlendu bergi brotinn, furðu
sinni yfir framkomu ríkisstjórnar
og þjóðarinnar í málum þjóðarbók-
hlöðu. Miðað við eigið uppeldi fékk
hann illa skilið hvernig heil þjóð,
sem þar að auki stærir sig gjarnan
af virðingu sinni fyrir bókmenntum,
gat látið bjóða sér slíka fjarstæðu.
Ég ætla að notfæra mér fordæmi
hans og eyða nokkrum orðum að
hugsanlegum hættum, sem afstaða
og hugsunarháttur Islendinga á
sviði umhverfismála gætu haft í för
með sér fyrir framtíð ferðamála.
Sjálfur er ég kominn inn í þetta
þjóðfélag að utan og hef auk þess
unnið um nokkurra ára skeið sem
leiðsögumaður, en í'því starfi þarf
ég oft að útskýra hin og önnur at-
riði íslensks hversdagslífs fyrir er-
lendum gestum. Á móti fæ ég gott
þversnið af skoðunum þeirra.
Það er reynsla mín að fyrir lang-
flesta erlenda ferðamenn er mesta
aðdráttarafl íslands „þessi óspillta,
ómengaða, jafnvel ósnortna" nátt-
úra. I sama mæli og mengunin
eykst í öðrum löndum og ómeng-
uðum svæðum fækkar mun útlend-
ingum, sem sækja til Islands í fríum
sínum, fjölga. Þessi áhugi á íslandi
mun hins vegar dofna snarlega ef
út spyrst hversu kæruleysislega ís-
lendingar fara með þessa perlu
sína. Þegar gestir okkar fá fréttir
af því að hér kippi menn sér ekki
upp við það, þó að strendur Víðeyj-
ar séu olíuklæddar og einhvetjir
ómerkilegir sjávarfuglar ' drepist,
verður kannski eitthvert sólarland
fyrir valinu næst. Að vísu eru
strendurnar þar því miður líka skft-
ugar en a.m.k. er veðrið þar mjld-
ara og verðlagið lægra.
Varla munu gestirnir álíta fiskinn
á hótelum hér jafn góðan og alltaf
er látið í veðri vaka ef þeir telja
hann nærast m.a. á óhreinsuðu
skólpi stórborgar. Fái síðan þeir
vitgrönnu álveijar sínu fram, sem
vilja gjarnan sleppa öllum hreinsi-
og öryggisbúnaði ef þeir geta bara
reist eitthvert álver einhvers staðar
sem allra fyrst, má álíta öruggt að
margra ára uppbygging í ferðaþjón-
ustu hérlendis hafi fengið mikið
högg — högg, sem gæti jafnvel
reynst -banvænt.
Að vísu eru uppi raddir um það
að tala eriendra ferðamanna hér sé
nú þegar allt of há og óhjákvæmi-
legt sé að takmarka þennan fjölda
vegna of mikils álags á marga vin-
sæla staði (sérstaklega hálendið)
og því ekki nema gott þegar dregur
úr þessari stöðugu aukningu sem
orðið hefur undanfarin ár. En varla
getur það talist heppileg lausn að
bjarga gróðri hálendisins með því
að menga loftið og drepa sjávarlífið.
Baráttuþjóðin tapar
útgerðinni
Stundum er ferðaþjónustu hér
líkt við sjávarútveg. Náttúra okkar
er eins og fiskimið og er hún auð-
lind sem getur gefið af sér miklar
tekjur. Því fær utanaðkomandi
áhorfandi illa skilið hvernig sama
þjóðin og háði þorskastríð og upp-
skar virðingu heimsins fyrir getur
núna verið svo ósjálfbjarga og ófús
til samtaks á þessum miðum. Nú
þegar, áður en mengunin er orðin
verri, er þjóðin á hraðri leið að tapa
þessari auðlind og það í hendur
erlendra útgerðarmanna og meira
að segja baráttuiaust! ■
Þó að erlendum ferðamönnum
hafi fjölgað á síðustu árum þýðir
það ekki endilega að þessi aukni
fjöldi fólks skili sér í auknum tekj-
um til íslands. Fleiri og fleiri erlend-
ar ferðaskrifstofur gera út á þessi
mið og fiska mjög vel. íslendingar
horfa bara á, ánægðir með smá-
fiskerí, á meðan hinir erlendu moka
upp heilum torfum af vænum gol-
' þorskum, ef svo má að orði komast.
Fyrir nokkrum árum mátti heyra
fyrstu viðvörun fáeinna manna um
útsölu á íslandi. Fáir vildu hlusta
á. í ár leikur ekki lengur neinn vafi
á þessu. Viðvörun er orðin að stað-
reynd: Það er verið að selja ísland
út. Á meðan íslenskur almúgi, sem
lifir fyrst og fremst á bjartsýni,
bráðabirgðalögum og stolti yfir að
mega taka þátt í þjóðarsáttinni, er
að byggja upp vegakerfi landsins
með sköttum sínum og að styðja
uppgræðslu og skógrækt, sigla er-
lendir sjóræningjar á glæsilegum
innfluttum rútum (eða tröllljótum
torfærudrekum og öllu þar á milli)
yfir þessa vegi og sleppa lausum
farþegum sínum á okkar eftirlit-
slitlu náttúruundur. Stundum eru
jafnvel svefnkojur í þessum skútum
og þá borga ferðamenn fyrir gisti-
nætur sínar hérlendis beint til út-
gerðarmanna úti sem senda „hótel“
sín hingað.
Að vísu koma ekki allir á eigin
bílum og margir hafa hingað til
tekið íslensk farartæki á leigu, og
einnig nota einhveijir íslensku gisti-
staðina, en þó er ævinlega reynt
að landa sem mest af fargjaldinu
úti í heimalandinu. Gjaman byijar
slík ferð við Leifsstöðina, þar sem
lestir rútuflota okkar eru fylltar
erlendum birgðum fyrir siglinguna
á okkar mið. Eitthvað hefur verið
fjallað í fjölmiðlunúm um að hér sé
stundum um gífurlegt magn af
matvörum að ræða, en einnig eru
dæmi þess að í fyrstu ferðum komi
heilar tjaldborgir og annar útbúnað-
ur fyrir vertíðina hér á landi.
Ingo Wershofen
„Þessi áhugi á Islandi
mun hins vegar dofna
snarlega ef út spyrst
hversu kæruleysislega
íslendingar fara með
þessa perlu sína.“
Á meðan þessir farþegar kosta
íslensku þjóðina fé beint (vegakerf-
ið) eða óbeint (uppgræðsla) fer end-
urgjald þeirra fyrir „þessa dásam-
legu lífsreynslu á þessari perlu
heimsins“ að mestu leyti í vasa sjó-
ræningjanna. Enginn leiðsögumað-
ur íslenskur fylgir þessum hópum
um landið og tryggir _að hagsmuna
íslendinga sé gætt. íslendingarnir
horfa á og hafa í sakleysi sínu og
þessari ólæknandi minnimáttar-
kennd sinni jafnvel gaman af því
að svo margir erlendir herramenn
skulu leggja það fyrir sig að heim-
sækja svona lítið og afskekkt land.
Sjóræningjum er hrósað
Sennilega eru það tvö fyrirtæki
að nafni STUDIOSUS (þýskt;
áhersla á dýrum hótelferðum) og
KNEISSL (austurrískt; áhersla á
ódýrum hálendisferðum) sem hafa
mest umsvif hér. Þau fyrirtæki
hafa löngum verið íslenskum leið-
sögumönnum þyrnar í augum. Því
hlýtur manni að blöskra þegar allt
í einu birtist í blaði allra lands-
manna lofsöngur um annað þeirra.
Fyrir nokkrum vikum kynnti Oddný
Sv. Björgvins (að ég held; greinin
var ekki undirrituð) ferðaskrifstof-
una KNEISSL í Lesbók Mbl. og
hafði ekkert nema gott um hana
að gQgja. Furðulegt þykjcir nigr að
Oddný, sem mér fannst hingað til
hafa skrifað af þekkingu um ferða-
mál, skyldi setja slíkt dæmalaust
rugl á prent, einhlítt og athuga-
semdalaust.
Verst var þó að gefið var í skyn
að viðkomandi aðili hagi sér að öllu
leyti sakvæmt reglum og óskum
íslendinga. „Ég er með leyfi sem
leiðsögumaður á íslandi," var haft
eftir Elisabeth Kneissl, forstýru fyr-
irtækisins. Gaman væri að heyra
álit Félags leiðsögumanna og Ferð-
amálaráðs á þeirri staðhæfingu.
Og svo annað. Segjum bara svo
að þessi fullyrðing væri nú sannleik-
anum samkvæmt. Situr konan síðan
sjálf í öllum farartækjum á vegum
fyrirtækisins? Hvað með hina 20
eða 30 furðufugla sem maður hittir
fyrir á hveiju ári í sæti þessu sem
íslenskur leiðsögumaður ætti að
sitja í? Illan grikk gerðir þú löndum
þínum með þessari villandi auglýs-
ingu, Oddný.
En því miður eru það fleiri aðilar
innlendir sem annaðhvort geta ekki
séð hættuna vegna fávisku eða van-
þekkingar eða þá vilja ekki sjá hana
á meðan þeim er góðfúslega rétt
klink úr yfirflæðandi peningakistu
hins erlenda útgerðarstjóra, t.d. í
formi stöku gistinátta.
Við megum ekki sofa á
verðinum miklu lengur
Góða þjóð, vaknaðu! Það er kom-
ið fram á elleftu stundu. Spurðu
ráðamenn þína hvað þeir haldi að
þeir séu að gera með bókhlöðupen-
ingana. Og spurðu strax aftur!
Nógu brennandi eru spurningarnar.
Og láttu ekki við það sitja að
spyija. Heimtaðu fullnægjandi svar
við hverri einustu. Allar eiga þær
viðunandi svar skilið.
Hveijir eiga þetta land? Hveijir
mega ákveða hvort og hvenær má
menga og eyðileggja það? Einungis
kærulaus olíufélög og ábyrgðar-
lausir álherrar? Hversu lengi enn
ætla hinar og þessar ríkisstjórnir
að stela frá okkur fríhafnargjaldinu
sem átti að fara í uppbyggingu
ferðaþjónustu, en hefur oftast horf-
ið í greiðslu fyrir vanhugsun og
ábyrgðarleysi annars staðar?
Og einu sinni enn! Hvenær fá
þeir, sem að ferðamálum hér standa
og reyna að nýta þessi mið á skyn-
samlegan hátt, loksins viðunandi
lög sem hlífa þeim fyrir ágengni
sjóræningjanna?
Höfimdur starfar m.a. sem
leiðsögumaður.