Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 34

Morgunblaðið - 31.10.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) ** Hafðu hóf á innkaupum þínum í dag. Þú þarft á fyllri upplýsingum að halda. 1 kvöld er tilvalið fyrir þig að taka þátt í félagslífi og skemmta þér. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Það er ýmsum erfiðleikum háð að komast á rétta braut núna. Þú ert ef til vill með of mörg járn í eldinum. Fjölskyldulífið verður í sérlega góðu jafnvægi í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Taktu ekki á þig auknar fjárhags- skuldbindingar í dag. Reyndu einnig að hafa hemil á óþolin- mæði þinni í vinnunni. Þér vegn- ar vel á félagslega sviðinu í kvöld/ Krabbi (21. júní - 22. júlí) Sýndu barninu þínu þolinmæði. Þú kemur meira í verk á eigin spýtur um þessar mundir en í samvinnu við aðra. Gríptu tæki- færi, sem þér býðst núna, fegins hendi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Of margt er enn á huldu varð- andi ákveðið mál til þess að þú getir tekið ákvörðun. Þiggðu ferðatilboð sem þér berst núna. Taktu þátt í félagslífinu í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vertu með báða fæturna á jörð- inni þegar rómantíkin er annars vegar. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Þér bjóðast nú ný tækifæri 'til að öðlast fé og frama í við- skiptum. Vog (23. sept. - 22. október) Ef þú býður einhvcrjum að dvelj- ast hjá þér núna gæti teygst meira úr þeirri vist en þú ætlar. Þér verður boðið í indælt sam- kvæmi. Vináttan blómstrar í hjónabandinu. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú verður að geta greint sauðina frá höfrunum í viðskiptum núna. Þér miðar hægt fyrri hluta dags- ins og ættir að vega og meta alla kosti sem þú átt í stöðunni. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) «0 Þú ættir ekki að taka neina fjár- hagslega áhættu í dag eða tefla neinu í tvísýnu. Láttu viðskiptin bíða, en sinntu hugðarefnum þínum. Kvöldið verður róman- tískt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Viðhafðu aðhaldssemi í fjárfest- ingum í dag. Mundu að það er mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér í viðskiptum við fjöl- skyldu og víni. Þú færð mjög góðar fréttir af ástvinum þínum í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Boðskipti þín ganga ekki allt of vel fyrri hluta dagsins. Það verð- ur ekki fyrr en með kvöldinu að þér tekst að koma bestu hug- myndum þínum á framfæri. Hjón vinna vel saman. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !Sk Einn vina þinna virðist eitthvað miður sín. Þú gerir jákvæðar breytingar heima fyrir og þér býðst freistandi tækifæri í við- skiptum. AFMÆLISBARNIÐ er skapandi og hagsýnt, en á stundum í erfið- leikum með að sætta þessa eigin- leika sína. Það getur náð árangri hvort sem -er í vísindum eða list- um. Lífsskoðun þess markast af dirfsku, en það er engu að síður fúst að leggja mikla vinnu af mörkum. Læknisfræði, kennsla og ritstörf eru svið sem eiga vel við skapgerð þess. Líklegt er að það leiti víða fyrir sér áður en það ákveður lífsstarf sitt. Stj'órnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DYRAGLENS þú ÞAfZFT ALlXAFAB L'ATA 'A þéF peFA, BR þA£> BkJCt?>/ j-- KIÍSS 7/° 1 GRETTIR SVONA, GÓPI, é<3 ER BAZA 0AVVI GT^ ^ ! Í - ( ^ 1-/3 TOMMI OG JENNI / / r\A\~^ f UA6 LJÓSKA TTT > v~ t/APRt JPTl) FERDINAND rvi'ik (■> ■"<!. SMAFOLK I HAVE TO 60 MAVE MY TEETH CRITICIZEP! Halló? Nei, ég get það ekki ekki á morgun. Já, tannlæknirinn . Ég þarf að láta gagnrýna tennurnar mínar! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar úrspil sagnhafa er ann- ars vegar er oftast hægt að færa rök fyrir því að ein leið sé annarri fremri. Slíkt gildir ekki um sagnir. Þar leyfist mönnum að hafa ails kyns skoðanir, mis- munandi skynsamlegar kannski, en aldrei beinlínis réttar eða rangar. Það eru allir á hættu og suður opnar á 1 spaða með: Suður ♦ KDG86 ¥K6 ♦ KD94 *KD Vestur Norður Austur Suður — — — í spaði 2 hjörtu 3 tíglar Pass ? Hvað myndi lesandinn segja eftir þessa þróun mála? Þraútin er fengin að láni úr sagnaspekiþætti tímaritsins The Bridge World. Og meistararnir þar voru svo sannarlega ekki á eitt sáttir. En þeir skilgreindu vandann á sama hátt: Ef makk- er á bara tvo ása, þá má-varla fara upp úr 3 gröndum. Eigi hann þrjá þá stendur slemma. Wolff: Þijú hjörtu. Stórhætta á sagnslysi. En við verðum að gefa makker færi á að styðja spaðann og þá getum við hugs- anlega stansað í 5 spöðum eftir Blackwood-ásaspurningu. Roth: Þijú grönd. Er nokkurt val? Vestur hlýtur að eiga a.m.k. tvo ása fyrir innkomunni. Weiss: Fjögur grönd. Ef makker á bara tvo ása, þá lum- ar hann á spaðastuðningi og við getum bremsað í 5 spöðum. Hann myndi dobla með spil af þessu tagi (neikvætt dobl): Norður ♦ xx V x ♦ ÁGxxxx ♦ ÁGxx Skiptar skoðanir. Umsjónar- maður gaf flest stigin fyrir 3 hjörtu (160 stig), síðan 4 grönd (90 stig) og 3 grönd (80 stig). En 46% lesenda völdu 3 hjörtu, aðeins 2% kusu 4 grönd, en 35% 3 grönd. Þar á eftir komu 3 spaðar og 4 tíglar. Pjögur lauf komust ekki á blað, þrátt fyr- ir... Ragnar Reykás: Fjögur lauf. Ásaspurning í mínu kerfi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu alþjóðamóti í Ostende í Belgíu í haust kom þessi staða upp í skák Englendingsins Britt- on (2.265), sem hafði hvítt og átti leik, og hins nýbakaða hol- lenska stórmeistara Van der Sterren (2.485). 27. Bxg6! ogg svartur gafst upp, því eftir 27. — hxg6, 28. He6! á hann enga vörn við hótuninni 29. Hxg6+ og mát fylgir í kjölfarið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.