Morgunblaðið - 31.10.1990, Síða 40

Morgunblaðið - 31.10.1990, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990 fclk í fréttum Nokkrir gesta fylgjast spenntir með. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Brúðhjónin Sebastian Coe og Nicola Mclrvin. Morgunblaðið/Sverrir Borgarstjóri heíðraður í tilefni 60. íþróttaþings íþróttasambands íslands, heiðraði Sveinn Björns- son forseti ÍSÍ, Davíð Oddsson borgarstjóra með æðstu orðu sambands- ins. Orðan er veitt þeim er stuðlað hafa að framgangi hreyfíngarinnar og störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í heild. HNAPPHELDA Seb Coe genginn út Ollum á óvörum gekk breski hlaupagikkurinn Sebastian Coe í það heilaga fyrir skömmu. Eig- inkonan heitir Nicola Mclrvin og er fremsta íþróttakona Breta- í hrossa- íþróttum. Er þegar farið að spá henni gullmedalíu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Seb Coe segir að þau Nicola hafi hist í matarboði sameiginlegs vinar og þeim hafi strax orðið vel til vina. Nicola átti í skilnaðarmáli um þær mundir en þegar það var afstaðið hafi þau tekið þráðinn upp og fundið fljótt að hjónaband myndi henta þeim prýðilega. Brúðkaupið kom vinum og vandamönnum í opna skjöldu, það var engum sagt neitt og engum boð- ið utan foreldrum þeirra. Athöfnin var látlaus og svo fóru þau út að borða um kvöldið. UPPATÆKI Það er ekki öll dellan eins Það er ekki öll vitleysan eins, það sýndi sig þegar uppfinn inga- maðurinn John Barnes í Bretlandi ákvað að hanna og smíða „beljuna" sem sjá má á myndinni. Stálkýr þessi er vita gagnslaus, mjólkar ekki, gefur ekki af sér kjöt eða aðrar afurðir. Uppfinningamaður- inn tjáði mönnum að.það hefði vak- að fyrir sér að sjá upplitið á alvöru kúm er þær sæju vél sína. Það fylg- ir ekki sögunni hvort John varð fyrir vonbrigðum, en kýrnar gláptu bara á þetta í nokkrar mínútur, en hengdu svo haus og héldu áfram að bíta eins og ekkert hefði í skorist. COSPER — Ertu búinn að bíða lengi? SKEMMTANIR Gestirnir eru skemmtiatriðin! Um helgina var hafin notkun á fyrsta „Karaoki“-kerf- inu á íslenskum skemmtistað. Það voru eig endur Ölvers í Glæsibæ sem innleiddu þetta fyrirbæri sem á rætur að rekja til Japans, en hefur borist þaðan til Bret- lands og fer þar um ölkrár eins og eldur í sinu. Það sem um er að ræða er, að mörg vinsæl dægurlög eru til taks á geisladiskum auk myndbanda af þeim, þ.e.a.s. lögin að söngnum undanskildum. Það eru gestir kránna sem stíga á sviðið og taka lagið. Allt er þetta einkar létt í framkvæmd, því gestirnir horfa á myndband- ið meðan þeir syngja, en textarnir eru sýndir á böndun- ., um. Geta gestirnir sýnt öll þau tilþrif sem þeir kæra sig um og það skyldi aldrei fara svo að einhverjir upplifi ekki gamlan og dulinn draum um að verða poppstjörnur þótt ekki sé nema hluta úr kvöldstund. Allmargir gestir voru viðstaddir er „Karaoki“-kerfið var gangsett í Ölveri á föstudagskvöldið og urðu ýmsir kunnir landsmenn til að stíga fyrstu skrefin og spreyta sig á þekktum dægurlögum. Má nefna Ragnar Bjarna- son, Björgvin Halldórsson, Jón Óttar Ragnarsson, Rósu Ingólfsdóttur og Sigríði Beinteinsdóttur. Ragnar Bjarnason tekur lagið, en annar tveggja skermanna er til hliðar við liann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.