Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
9
Af alhug þakka ég þeim Jjölmörgu, sem mundu
eftir mér á sjötugsafmœli mínu 14. okt. sl. og
fœrðu mér veglegar gjafir, blóm og skeyti.
Ég veit að hlýtt hugarþel í minn garð eru glceð-
ur, sem ekki kulna.
Lifið heil.
Jakob Björgvin Þorsteinsson.
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
Athugasemd!
Bílar með staðgreiðsluverði
eru einnig fóanlegir með lónakjörum skv. iónatöflu Toyota bílasölunnar.
MMC GALAIMT GLS '88
Hvítur. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 51 þús/km.
TOYOTA Hl LUX DC '88
Gulur. Bensínbíll. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn
28 þús/km. Verð 1.250 þús.
MMC PAJERO '86
Blár. 5 gíra. 3 dyra. Ekinn 91 þús/km.
Verð 1.100 þús.
44 1 44
TOYOTA COROLLA XL '88
Grár. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 55 þús/km.m.
Verð760þús.
SUZUKI VITARA JLX '89
Blár. 5gíra. 3 dyra. Ekinn 10 þús/km.
Verð 1.150 þús.
TOYOTA COROLLA STX ’86
Beige. 4 gíra. 5 dyra. Ekinn 50 þús/km.
Verð 500 þús.
- 44 7 33
TOYOTA
-fáfas AttK CfaJé
NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI
Miöstjórnarfundur Alþýóubandalagsins ályktar
VANTRAUST
Á ÞINGFLOKK
— oa stefnuskráin ómerkt
Miðflóttabandalagið
Störf Alþýðubandalagsins snúast nú einkum um
það, hverjir yfirgefa það með opinberum hætti.
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins,
hefur tamið sér að snúa öllum málum sér í vil.
Þegar miðstjórnarmenn Alþýðubandalagsins
yfirgefa aðalfund miðstjórnarinnar með þau orð
á vörunum, að flokkurinn sé ekki lengur verðug-
ur vettvangur fyrir þá, fagnar flokksformaðurinn
brottgöngunni og segir að hin breiða miðja sé
eftir í flokknum. Fyrir bragðið eru menn farnir
að kalla flokkinn „miðflóttabandalagið" í íslensk-
um stjórnmálum og má segja, að flokksformað-
urinn sé aflið sem beini fólki frá miðjunni, þótt
hann hrósi sér síðan af því, hve hún sé breið.
Dapurleg fortíð
Alþýðubandalagið á
sér dapurlega fortíð. Það
er arftaki Kommúnista-
flokks íslands og Sósíal-
istaflokksins, sem trúðu
í blindi á forsjá Kreml-
vetja og börðust fyrir
sigri heimskommúnism-
ans. Innan Alþýðubanda-
lagsins hafa farið fram
heitar umræður um það,
hvort ekki skuli gert upp
við þessa fortíð en þeir
hafa orðið ofan .á, sem
hafna slíkum sjónarmið-
um. í staðinn hefur verið
leitast við að láta eins og
flokkurinn sé sögulaus
og sprottinn upp af engu.
Á miðstjómarfundinum
á Akureyri um helgina
vom stigin frekari skref
á þeirri braut í von um
að enn tækist að hindra
hið óhjákvæmilega upp-
gjör, sem ailir kommún-
istaflokkar standa
frammi fyrir.
Miðstjórnin brást við
fortíðarvandanum með
tvennum hætti. I fyrsta
lagi skorar hún á igör-
dæmisráð Alþýðubanda-
lagsins um land allt að
beita sér fyrir sem mestri
enduraýjun í efstu sætin
á framboðslistum flokks-
ins fyrir næstu kosning-
ar. Telur miðstjómin
nauðsynlegt að breyting-
ar verði á skipan efstu
sæta framboðslistanna
sem víðast um land. í
öðm lagi lýsti miðstjóm-
in yfir þvi, að í komandi
kosningum muni flokk-
urinn ekki taka mið af
stefnuskrá sinni, sem er
síðan 1974. Til áréttingar
á þessari furðulegu sam-
þykkt segir miðsljómin,
að Alþýðubandalagið
hafi um áraraðir byggt
störf sín og stefnu-
áherslu á samþykktum
landsfunda og annarra
stofnana flokksins, sem
hafi í reynd komið í stað
skjalsins frá 1974.
Þetta er eim einn katt-
arþvotturinn í uppgjöri
alþýðubandalagsmanna
við fortíðina. Það er frá-
leitt að ætla að skella
skuldinni á þá einstakl-
inga sem nú sitja í efstu
sætum á framboðslistum
Alþýðubandalagsins, þá
Svavar Gestsson, Skúla
AJexandersson, Ragnar
Amalds, Steingrim J.
Sigfússon, Iijörleif Gutt-
ormsson, Margréti
Frímannsdóttur og Geir
Gunnarsson. Ólafi Ragn-
ari er þessi áiyktun ekki
á móti skapi, þar sem
hann getur skotið sér á
bak við það, að liann
hafi ekki náð lqöri á
þing!
Ályktunin um stefnu-
leysi flokksins er einstök.
Um langt árabil hefur
verið unnið að því að
semja nýja stefnuskrá
fyrir Alþýðubandalagið.
Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir til að ná sam-
komulagi um nýja stefnu
hefur það ekki tekist. Nú
er því einfaldlega lýst
yfir, að flokkurinn sé án
grundvallarstefnu.
Miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins hefur þaim-
ig bæði hafnað mönnum
og málefnum í eigin
flokki fáeinum mánuðum
fyrir kosningar en hún
forðast að taka á mein-
semdinni sjálfri, það er
raunverulegu uppgjöri
við fortíðina.
Fordæmi frá
Kúbu
í Morgunblaðinu í gær
birtist viðtal við Carlos
Tablada Perez, kúb-
verskan hagfræðidoktor
og félagsfræðing. Fyrir-
sögnin á viðtalinu er
þessi: Umrótið í A-Evr-
ópu hefur engin áhrif á
stefnu okkar. Ýmsir í
Alþýðubandalagjnu vildu
áreiðanlega taka undir
með þessum stuðnings-
manni Fidels Kastrós en
innan flokksins starfa
einlægir aðdáendur bylt-
ingarinnar á Kúbu, sem
hafa oftar en einu sinni
lagt leið sina til hinnar
suðlægu eyjar í því skyni
að aðstoða Kastró og fé-
laga hans við byltingar-
störfin.
í viðtalinu við hinn
kúbverska hagfræðing
stendur:
„Tablada var spurður
hvort hami gæti nefnt
eitthvert atriði í fræðum
Marx og Leníns sem hon-
urn fyndist að hefði
bmgðist, einkum þegar
litið væri á atburði
síðustu ára í kommún-
istarikjunum. Hann svar-
aði því til að það væri
ekki til aðeins ein tegund
af marx-lenínisma, ekki
einvörðungu ein fyrir-
mynd, módel, að sósíal-
isma. „í A-Evrópu varð
kreddufestan of mikil,
líka í memiingarmálum.
Þeir vam-æktu að leggja
áherslu á huglæga þátt-
inn, hið mannlega, það
tókst ekki að virkja fjöld-
ann. Sósíalisminn er ekki
bara aukin vörufram-
Iciðsla heldur á hann að
þróa samstöðuna og
bijóta niður eigingimina.
Eg er enginn dómari,
enginn guð og get því
ekki dæmt um marx-
lenínismann, get aðeins
bent á að til em ólíkar
leiðir. í Sovétríkjunum
glötuðu menn hæfileik-
anum til að gagnrýna,
þjóðfélagið staðnaði og
nauðsynleg endumýjun
varð ekki.“
Þessi röksemdafærsla
minnir óþægilega á orða-
gjálfrið í málflutningi
marxista hér á landi á
undanförnum árum.
Þama er reynt að ræða
um sósialismann á þeim
• forsendum, að hann sé
upphaf „hins nýja
maims". Hvemig á að
virkja fjöldann til fylgis
við stefnu sem rýrir
lífskjör hans jafnt og
þétt? Stalín gerði það
með gúlaginu og svipu
óttans. Hið sama gerir
Kastró enn í dag á Kúbu.
Lýsingar þeirra sem hafa
sloppið úr fangelsum
Kastrós em hryllilegar.
Pyntingamar em
ómamieskjulegar og til-
efni ofsókna og harðræð-
is pólitískir duttlungar.
Þegar veldi kommún-
ismans hrynur á Kúbu á
hið sama eftir að koma
í Jjós og í öðrum koinm-
únistarikjum, að fólkið
var neytt til undirgefni
og lifði við sult og seyru.
Auðlind opnar þér greiðfæra leið
inn á hlutabréfamarkaðinn.
A
AUÐLIND H F.
Hlutabréfasjóbur í vörslu Kuupþiugs hf.
Hlutabréf í Auðlind hf. eru seld
hjá Kaupþingi hf., Reykjavík,
Kaupþingi Norðurlands hf.,
Akureyri, Verðbréfaviðskiptum
Búnaðarbankans, Hafnarstræti,
og bjá nokkrum sparisjóðum.
Auðlind er hlutabréfasjóður í vörslu Kaupþings, settur
saman af hlutabréfum og skuldabréfum traustra og vel
rekinna fyrirtækja.
Þegar þú kaupir Auðlindarbréf
•áttu möguleika á ávöxtun sem er langt umfram
almennar sparnaðarleiðir,
•býðst þér mun betri trygging en gildir um almenn
hlutabréf af því að hlutabréf sjóðsins eru frá
mörgum fyrirtækjum,
•færðu heimild til skattaafsláttar til jafns við þá
sem kaupa hlutabréf í einstökum fyrirtækjum,
• nýtist þér sérfræðiþekking um hlutabréfamarkað-
inn hjá ráðgjöfum Kaupþings.
Sölugengi verðbréfa 1. nóvember 1990
Einingabréf 1 5,136
Einingabréf 2 2,787
Einingabréf 3 3,377
Skammtímabréf 1,729
Auðlindarbréf 1.000
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, st'mi 689080