Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 12

Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 Litrænir töfrar ________Myndlist______________ BragiÁsgeirsson Það má segja um myndverk Bjargar Þorsteinsdóttur um þessar mundir, að meginstefið í þeim séu markvissar tilraunir til að beisla form- og litræna töfra ásamt innri lífæðum málverksins. Og ætli þetta séu ekki kappnóg stefnumörk fyrir allt lífið, hve fjör- gamall sem listamaðurinn nú verð- ur, því eins og sagan segir okkur nennum við að fietta upp í upp- sláttarbókum og skoða sýningar- sali heimsborganna, þá eru hinir fremstu núlistamenn síðustu ára- tuga enn að rækta sinn .garð af kappi, sem þeir sáðu í við upphaf ferils síns. Og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða iðkend- ur strangflatamálverksins, sjálf- sprottins, ljóðræns og sértæks myndmáls eða hugmyndafræði- legrar listar. Það er mikill misskilningur, að menn þurfi skilyrðislaust að vera ávallt í takt við erlendar menning- arheildir og hafi hér ótvíræðum skyldum að gegna við útbreiðslu þeirra, vera einskonar sendiráð- herrar núviðhorfa sem efst eru á baugi hveiju sinni. Slíkt nefnist einfaldlega línu- dans í útlandinu. Má nefna það í framhjáhlaupi, að einn af metsölurithöfundum í Frans, Alexandre Jardin, sem er einungis 25 ára gamall(!), sagði- í viðtali nýlega, „að franski menn- ingarheimurinn væri alltof lokaður fyrir umheiminum. Hérumbil allar bókmenntir á frönsku væru fran- skar, vegna þess að menn opna sig ekki fyrir útlandinu. Ég lít á mig sem Evrópubúa og tel það markmið mitt að opna erlendum bókum leið til Frakklands.“ Þarna sjáum við svart á hvítu hve mikilvægt Frökkum hefur þótt að rækta eigin garð til þessa og þannig verið i hópi mestu einangr- unarsinna Evrópu, og ekki viður- kennt neinar erlendar menningar- heildir nema þær væru undir áhrif- um frá þeim sjálfum. Enda hafa þeir uppskorið eftir því á undan- förnum áratugum, er þeir hafa misst forystuna á svo mörgum listasviðum. En þetta sýnir einnig svart á hvítu að hér þarf samræmi á hlut- unum og hve nauðsynlegt það er að rækta eigin garð og sýna hér vissa íhaldssemi, þótt menn séu um leið opnir fyrir útlendum áhrif- um hvaðanæva. Og það er einmitt það góða við list Bjargar Þorsteinsdóttur um þessar mundir að hún ræktar eig- in garð kappsamlega, enda hefur hún uppskorið það ríkulega með mun lífmeiri og sannari myndum en frá henni komu á árum áður. Menn eiga nefnilega ekki að reyna að sannfæra aðra um að menn séu nútímalegir með því að vera með í leiknum, heldur með því að rækta eigin garð og gera það ötullega. Okkur á t.d. ekki að liggja meira á að fá útibú af franskri list hingað, en útlendum að marka tóftir listar sinnar við íslenska garða. Víst eru merkjanleg áhrif París- arskólans í myndum Bjargar, en ég tel hana stöðugt kafa dýpra í eigin lífsvitund. Myndir hennar eru um þessar . Leitið til okkar: SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Igtf Björg Þorsteinsdóttir við tvö verka sinna. mundir öðru fremur málverk og ekki snefill meira, en fjölbreytileg vinnubrögðin bera um leið vott um hve víðfeðmt svið málverksins sé. Á sýningu Bjargar Þorsteins- dóttur í sölum Listasafns ASÍ eru 32 olíukrítarmyndir og 10 vatns- litamyndir. Margar olíukrítarmyndimar eru mjög stórar og ábúðarmiklar og hin umbúðalausu og kröftugu vinnubrögð Bjargar koma vel fram í þeim, en það eru þó myndir mik- ils form- og listræns samræmis sem vöktu óskipta athygli mína eins og t.d. myndimar „Mósaik“ (8) og „Miðaldaminning“ (9), en af litlu myndunum voru það „Mið- aldaminning II“, IV og V. Ég ef- ast þó um að þetta séu endilega bestu myndirnar á sýningunni, en í þeim er viss hljómmikill og heil- steyptur tónn. Vatnslitamyndirnar vöktu óskipta athygli mína fyrir mikla „artistíska“ kennd eins og t.d. „Kvöld“ (33), „Formleikur 11“ (35), „Randalín“ (36) og „Dögun“ (37). Dregið saman í hnotskurn þá er Björg Þorsteinsdóttir í senn stórvirk í listsköpun sinni og í ótv- íræðri framsókn. f DEIGLUNNI ________Myndlist______________ BragiÁsgeirsson Iðkun myndlistar hefur dijúga sérstöðu meðal listgreina svo sem kunnugt er og má segja, að allt lífið sé einn samfelldur námsferill. Þessi námsferill er að sjálfsögðu margbreytilegur, en víst er að þroski lætur bíða eftir sér, ein- beiti menn sér ekki að reglubund- inni vinnu og slaki hvergi á og em hér fyrstu tíu ár þróunarferilsins hvað mikilvægust. Málarinn Sigurbjöm Jónsson sem heldur sína fyrstu einkasýn- ingu í listhúsinu Nýhöfn um þess- ar mundir, hefur tvenns konar námsferil að baki, sem er nám við MHÍ, en þar er lögð áhersla á sitt lítið af hveiju og fjölda kennara í anda framhalds-, fjölbrauta- og listiðnaðarskóla, svo og hreint akademískt nám í New York, þar sem menn verða að gjöra svo vel að halda sig við efnið frá morgni til kvölds, treysta á eigin mátt og einungis njóta stuðnings læri- meistara, sem kemur af og til og gagnrýnir verkin. Hvort hér ráði svo íhaldssemi eða fijálslyndi fer svo eftir hveij- um skóla fyrir sig. Þetta eru tveir meginásar lista- kennslu í heiminum í dag og lista- sagan segir manni, að þeir sem lengst ná að verða gagnmenntað- astir í listinni, eru þeir sem láta engin hjáleit viðhorf trufla sig og hafí numið um lengri eða skemmri tíma hjá sama lærimeistaranum. Sjálfsagt og eðlilega eru í flest- um tilvikum merkjanleg áhrif frá lærimeistaranum á fyrstu sýningu, en sé eitthvað í einstaklinginn spunnið þá hverfa þau smám sam- an. Það er einnig svo, að merkjan- leg eru áhrif frá lærimeistara Sig- urbjörns, Leland Bell, í mörgum verka hans og koma þau bæði fram í lit sem vali myndefna. Bell er mikill aðdáandi tónlistar og hefur frá unga aldri leikið á trommur og á forláta slíkar heima hjá sér, auk þess sem hann hefur leikið í hljómsveitum. Amerísk áhrif eru og merkjan- leg í fleiri myndum á sýningunni og af líkum uppruna og komu fram hjá Nínu Tryggvadóttur fyrir margt löngu. Þetta er sem sagt allt í deigl- unni hjá hinum unga manni og víða bregður fyrir mjög hreinum myndrænum tilþrifum svo sem í málverkunum „Hljóðfæraleikar- amir“ (II), „Hús (14) og „Stofa“ (29). Það voru hinar minni og lát- lausari myndir á sýningunni, sem einkum vöktu athygli mína þar sem áherslan er lögð á skýra og samþjappaða heild mettaðra lita og einfaldra forma. Þótt það sé mest áberandi á Sigurbjörn Jónsson sýningunni, að gerandinn standi á þróunarskeiði og í miðri deiglu, þá kemst Sigurbjöm Jónsson vel frá þessari frumraun sinni og með réttu framhaldi, aga og hagnýt- ingu þekkingar sinnar má vænta mikils af honum. Snæfellsnes: Erindrekar Krabbameins- félagsins fara í skólana Stykkishólmi. Á VEGUM Krabbameinsfélags íslands komu hingað í heimsókn þau Erna Haraldsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Oddur Al- bertsson kennari en þau eru fræðslufulltrúar félagsins. Komu þau til að vekja athygli á skað- semi tóbaksnautnar og annara vanbindandi efna um leið. Þau fóru einnig í skólana í Grundarfírði, Ólafsvík og Hellis- sandi og í Laugagerðisskóla. Ræddu við nemendur og kennara og bentu ungmennunum á hversu skaðlegt og dýrt það er að ánetjast þessum efnum. Það gæti orðið að svo slæmum vana að ekkert yrði við ráðið og hefði oft flýtt fyrir eyðileggingu lífsins. Lúðvík Haildórsson skólastjóri segir að svona heimsóknir séu mjög kærkomnar og þær hafi sín áhrif og undir það tóku þeir kennarar sem fréttaritari hitti að máli. - Árni. PC-Byrjendanámskeið Notkun tölva byggist á þekkingu og feerni. Þér býðst nú 60 tíma vandað nám á sérstaklega góðum kjörum. Ritvinnsla Töfiureiknir Stýrikerfið Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.