Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 13
Stykkishólmur: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 13 Fyrsti fundur atvinnu- og ferðamála- nefndar Stykkishólmi. FYRSTI morgunverðarfundur atvinnu- og ferðamálanefndar Stykkishólms var haldinn föstu- daginn 26. október. Þessir fundir hafa alltaf verið haldnir mánað- arlega um veturinn eftir því sem hægt hefur verið. Á þessum fyrsta fundi mætti og var málshefjandi Jón Sigurðsson framkvæmdarstjóri J árnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga. Greindi hann frá góðu gengi verk- smiðjunnar undanfarin ár og ár- angri sem þar hefði náðst. Hann sagði t.d. að vissum hluta heildar- tekna verksmiðjunnar væri varið til rannsóknar nýrra atvinnuvega í samráði t.d. við Háskólann. Hér væri um nýjar greinar að ræða og stæðu miklar vonir til þess að ár- angur kæmi að notum í framt- íðinni. Það væri margt sem þyrfti að rannsaka; tæknin væri alltaf í hraðri framþróun og það þyrftu íslendingar að notfæra sér. Margar fyrirspurnir komu fram sem Jón svaraði greiðlega. Þetta var fjölmennasti morgunfundur sem enn hefur verið haldinn og voru menn ekki í vafa um að það hefði verið mikill fengur í að fá forstjóra Járnblendiverksmiðjunnar hingað til að ræða við frammámenn í atvinnu- og ferðamálum. _ - Árni. Honda *91 Civic 3ja dyra 16 ventla — Verð frá 785 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. b HOIVTDA VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SlMI 689900 Kahrs VÖRUHÚS K.Á. VESTMANN AEYJ AR BRIMNES Káhrs er þar semþúert Kahrs þýðir ekki aðeins úrvals parket - heldur einnig úrvals þjónusta. Einn liður í þjónustunni er að koma til móts við landsbyggðina. A þrettán stöðum vítt um landið eru söluaðilar okkar reiðubúnir til þess að leiðbeina um val á viðartegund og meðferð efnisins. bar er líka að fá nýja Kahrs hugmyndablaðið 44 síðna rit með myndum af margvíslegum möguleikum parketsins og ítarlegum leiðbeiningum. I verslun okkar í Armúlanum er síðan sérhæft starfslið okkar reiðubúið til að veita staðgóðar upplýsingar hvenær sem þú óskar. ármúlas iosreykjavík SÍMI 82111 HÉR&NÚ AUGLÝSINGASTOfA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.