Morgunblaðið - 01.11.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Er afnám samningsréttarins á
stefnuskrá Alþýðubandalagsins?
eftir Guðrúnu Kr.
Óladóttur
Undirrituð er ein sjö-menning-
anna sem gekk út af fundi mið-
stjómar Ajþýðubandalagsins sl.
sunnudag. Ástæða útgöngu okkar
var ekki eins og formaður flokksins
lætur í veðri vaka á öldum ljósvak-
ans, þ.e. að við hefðum verið í bull-
andi minnihluta í afgreiðslu mála,
heldur málsmeðferð forystumanna
flokksins á eftirfarandi tillögu, sem
undirrituð, ásamt nokkrum félögum
úr ASÍ, BSRB og BHMR, stóð að.
„Aðalfundur miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins, haldinn á Akureyri
26. október 1990, lýsir andstöðu
við bráðabirgðalögin frá 3. ágúst
sl. og skorar á Alþingi að hnekkja
þeim.
Með þessum bráðabirgðalögum
er haldið áfram á þeirri braut að
skipa launamálum með lögum og
ómerkja kjarasamninga og nú þvert
ofan í genginn dóm. Síendurteknar
árásir á gerða samninga grafa und-
an frjálsum samningsrétti og gera
verkalýðshreyfingunni þar með
ókleift að sinna hlutverki sínu.“
Það er skemmst frá því að segja
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
1
Leiklistarskóli Islands
auglýsir:
1. Námskeið fyrir almenning
um leikritun og leiklistarsögu. Lesnir verða valdir kaflar
úr leikritum frá ýmsum tímabilum, skoðuð myndbönd
og stiklað verður á stóru í leiklistarsögunni.
Kennari Hafliði Amgrímsson, leikhúsráðunautur.
Tími: 6., 8. og 13. nóvember kl. 20.00-22.00.
Þátttökugjald: Kr. 3.500,-.
2. Fyrirlestra fyrir leikhúsfólk
1. Málvöndun, málstefna og framburður:
Fyrirlesari Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku
nútímamáli við Háskóla íslands.
Tími: 12. nóvember kl. 20.00.
Þátttökugjald: Kr. 1.000,-.
2. Markmið og gagnsemi menntunar:
Fyrirlesari Vilhjáimur Árnason, lektor við heimspeki-
deild Háskóla íslands.
Tími: 19. nóvember kl. 20.00.
Þátttökugjald: Kr. 1.000,-.
Þátttaka tilkynnist fyrir 7. nóvember nk. til skrifstofu
skólans í síma 25020 (kl. 9.00-15.00).
Skólastjóri.
Föróunar
námskeió
Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunar
eru kennd á eins kvölds námskeiðum.
Aðeins 10 eru saman í hóp og fær hver
þátttakandi persónulega tilsögn.
Innritun og nánari upplýsingar
ísíma 26525 milli kl. 10.00 og 17.00.
Kennari:
Kristín Stefánsdóttir,
snyrti- og lörðunarfræðingur
Unnið með
NO NAME
COSMETiCS —.—.
„Formaðurinn gleymir,
eins og svo mörgu öðru,
sínum eigin mikilvæga
þætti í málinu, sem sé
þeim að hann stóð sjálf-
ur að gerð samningsins
og kallaði hann þá tíma-
mótasamning og við-
hafði hástemmd lýsing-
arorð um ágæti hans.“
að forystumenn flokksins þorðu
ekki að láta fundinn taka afstöðu
til þessarar tiljögu, heldur lögðu
fram frávísunartillögu þess efnis
að ástæðulaust væri að fjalla um
bráðabirgðalögin þar eð miðstjóm-
arfundurinn á Egilsstöðum hefði
tekið skýra afstöðu til málsins og
væri málið þar með afgreitt. For-
ystumenn flokksins eru hinsvegar
því miður iiia haldnir af minnisleysi
því miðstjómarfundurinn á Egils-
stöðum var haldinn í júlíbyrjun en
bráðabirgðalögin voru sett, eins og
fram kemur í tiliögunni, 3. ágúst,
þ.e. mánuði eftir fundinn fræga á
Egilsstöðum. Var minnislausum
flutningsmanni frávísunartillög-
unnar bent á þessa staðreynd og
var frávísunartillögunni því breytt.
Sú fádæma málsmeðferð sem fund-
urinn lét viðgangast í málinu var
ástæða þess að við gengum út, en
ekki sú að við urðum undir í ein-
hverjum atkvæðagreiðslum.
Ég vil taka það skýrt fram að
ég, ásamt fleiri flutningsmönnum
Guðrún Kr. Óladóttir
tillögu okkar, er algjörlega á móti
uppbyggingu kjarasamnings
BHMR og tek heilshugar undir þá
skoðun fonnanns Alþýðubanda-
lagsins að markaðslaunaþáttur
kjarasamnings BHMR brjóti í bága
við stefnu flokksins í kjaramálum.
Formaðurinn hefur lýst því yfir að
stefna flokksins byggist á mið-
stjórnar- og landsfundarsamþykkt-
um flokksins, ég ætla því að leyfa
mér að grípa niður í síðustu lands-
fundarsamþykkt flokksins, en þar
segir m.a. um kjaramál:
„Jafnlaunastefna er stefna Al-
þýðubandalagsins. Fylgja þarf eftir
þeirri hugsun sem fólst í samning-
um BSRB (frá 1989, innskot höf-
undar) en þar var áhersla á að
hækka lægstu taxtana sett í önd-
vegi. Sérstakt átak þarf að gera í
málum hinna lægstlaunuðu og til
að jafna þann mun sem er á launum
karla og kvenna.“ Það er því hár-
rétt hjá formanninum að kjara-
samningur BHMR brýtur í bága við
stefnu flokksins, en formaðurinn
gleymir, eins og svo mörgu öðru,
sínum eigin mikilvæga þætti í mál-
inu, sem sé þeim að hann stóð sjálf-
ur að gerð samningsins og kallaði
hann þá tímamótasamning og við-
hafði hástemmd lýsingarorð um
ágæti hans.
Á öðrum stað í þessari sömu
landsfundarsamþykkt, og þar með
stefnu flokksins, stendur skýrum
stöfum:
„Alþýðubandalagið mótmælir öll-
um hugmyndum um að takmarka
samnings- og verkfallsrétt launa-
fólks. “ Það var því í fullu samræmi
við stefnu flokksins sem við sjö-
menningar lögðum fram tillöguna
gegn bráðabirgðalögunum. For-
maðurinn lét sér eftirfarandi setn-
ingu um munn fara í fréttatíma
ríkissjónvarpsins sl. sunnudag þeg-
ar hann var spurður álits á útgöngu
okkar félaganna: „Tel nauðsynlegt
að þeir sem eru í flokknum fylgi
stefnu flokksins. “ Það vildi ég óska
að formaður Alþýðubandalagsins
tæki þessi orð nú einu sinni til
sjálfs sín, því ég hef hvorki heyrt
sjálfa mig né aðra þá er að tillög-
unni stóðu viðhafa nein þau orð eða
athæfi sem ekki fellur að stefnu
flokksins. Fyrir mér er samnings-
rétturinn helgasti réttur launþega-
hreyfmgarinnar, sá grundvöllur
sem verkalýðshreyfingin byggir til-
veru sína á. Samningsrétturinn
kemur því ekkert við hvernig inni-
hald einstakra kjarasamninga er,
eða hvort einstaka kjarasamningur
falli mér eða öðrum í geð. Síendur-
teknum árásum á samningsréttinn
verður að linna, ogþað verður fróð-
legt að heyra í forystumönnum AI-
þýðubandalagsins þegar t.d. Sjálf-
Prófkjör sjálfstæðismanna á Reykjanesi:
Kynning á Þresti Lýðssyni
eftir Svölu
Árnadóttur
Þröstur fæddist í Reykjavík 20.
desember 1955. Hann varð síðan
stúdent frá Verslunarskóla íslands
árið 1975. Var síðan í fyrsta hópn-
um, sem útskrifaðist úr Útflutn-
ings- og markaðsskólanum.
Þröstur byijaði 11 ára gamall að
vinna hjá Heklu hf., og vann þar
alltaf með skólanum til ársins 1979.
Það ár hóf hann störf, sem fram-
kvæmdastjóri hjá Hilmari Helga-
syni hf., og gegndi því starfi til
ársins 1981. Frá þeim tíma hefur
hann starfað sem framkvæmda-
stjóri hjá heildversluninni Marinó
Péturssyni hf., en heildverslunin
flytur inn hráefni til byggingariðn-
aðar.
Þröstur og eiginkona hans, Klara
Sigurgeirsdóttir, fluttu í Mosfells-
bæinn árið 1979. Voru þau ein af
þeim fyrstu sem keyptu sér íbúð
hjá Byggung hf. Hafa þau búið í
Brattholti 4a síðan. Þau eiga 3 börn
16, 13 og 8 ára.
Þröstur hefur um árabil verið
mjög virkur í félagsmálum og hvar
sem hann kemur fylgir honum hress
andblær. Það má segja að það sem
hann tekur sér fyrir hendur vinnur
hann ötullega að.
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn hefur
hann gegnt mörgum trúnaðarstörf-
um og má þar m.a. nefna:
Hefur verið í blaðnefnd Varmár,
sem er blað sjálfstæðismanna í
Mosfellsbæ, frá árinu 1918. Tvisvar
sinnum í uppstillingamefnd og einu
sinni í prófkjörsnefnd. Oft og iðu-
FLUGLEIÐIR
HLUTHAFAR FLU6LEIÐA
Athugiö að forgangsréttur hluthafa fé-
lagsins til að skrá sig fyrir nýjum hlutum
rennur út 7. nóvember næstkomandi.
Áskrift þarf því að berast aðalskrifstofu
Flugleiða, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar
en miðvikudaginn 7. nóvember.
FLUGLEIÐIR HF.
Svala Árnadóttir
lega fundarstjóri á pólitískum fund-
um og einnig leiðbeinandi varðandi
fundarsköp á vegum Sjálfstæðisfé-
lags Mosfellinga. Sat í stjórn Sjálf-
stæðisfélags Mosfellinga árin
1987-1989. Valinn í stjórn hús-
byggingamefndar er sá um bygg-
ingu félagsheimilis sjálfstæðis-
manna í Mosfellsbæ. Átti sæti í
tómstundaráði Mosfellsbæjar á
seinasta kjörtímabili og á nú sæti
í húsnæðisnefnd á vegum Mosfells-
bæjar.
' Félagsmál og íþróttir eru aðal-
áhugamál Þrastar. í góðra vina
hópi tekur hann gjarnan í gítarinn
og er þá oft glatt á hjalla í kringum
um hann.
Atvinnuuppbygging — sérstak-
lega iðnaðarmál — er sá málaflokk-
ur, sem Þröstur leggur áherslu á.
Svo vill hann gjarnan sjá rekstur
hins opinbera rekinn eins og fyrir-
tæki.
Höfundur er fyrrverandi
formaður SjálfsUeðisfélagsins í
Mosfcllsbæ.