Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Finnland:
Varfæmi einkenmr afstöðu
ráðamanna til aðildar að E6
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
YFIRLÝSING Stens Anderssons,
utanríkisráðherra Svía, um að
heppilegt kunni að verða að Norð-
urlöndin sæki í sameiningu um
aðild að Evrópubandalaginu (EB),
hefur vakið misjöfn viðbrögð
meðal Finna. Mauno Koivisto
Finnlandsforseti hefur að vísu
ítrekað þá skoðun sin að umræður
um EB-aðild séu ótímabærar á
meðan fram fari viðræður EB og
Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) um sameiginlegt evrópskt
efnahagssvæði (EES).
Þar sem forsetinn hefur fram-
kvæmd utanríkisstefnu Finna með
höndum má líta svo á að tillögu
Anderssons sé formlega hafnað. Sú
skoðun virðist engu að síður njóta
vaxandi fylgis í Finnlandi að viðræð-
Honda ’91
Accord
Sedan
2,0 EX
Morgunblaðsins.
urnar um EES séu aðeins tímasóun.
Mörgum finnst óeðlilegt að Finnar
standi utan Evrópubandalagsins í
ljósi þess að sífellt fleiri Vestur-Evr-
ópuþjóðir virðast hafa hug á að
ganga í bandalagið.
Það eru einkum fulltrúar Hægri
flokksins sem hafa lýst sig fylgjandi
aðild Finna að EB. Vegna hollustu
við æðstu valdastofnun ríkissins þ.e.
forsetaembættið hafa ráðherrar
hægri manna þó hikað við að mæla
opinberlega með aðild að EB. Hins
vegar er vitað að viðskipta- og iðnað-
arráðuneytið, sem lýtur stjórn Ilkka
Souminens, formanns Hægri flokks-
ins, hafði undirbúið upplýsingarher-
ferð um þau nánu tengsl Finna og
Evrópubandalagsins sem menn
vænta. Nú herma fréttir að áætlun
þessi hafi verið lögð til hliðar vegna
andstöðu Koivistos forseta. Þar að
auki er vitað að Verslunarráðið
finnska hugðist birta kröftuga yfir-
lýsingu um kosti EB-aðildar. Henni
mun hins vegar hafa verið frestað
af sömu ástæðum.
Jafnaðarmenn eru einnig tilbúnir
til að ræða hugsanlega aðiid Finna
að bandalaginu. Hins vegar hafa
Miðflokksmenn og vinstri sósíalistar
varað við þessari stefnu en fylgi
þeirra nægir tæpast til að knýja fram
stefnubreytingu af hálfu stjórnar-
flokkanna stóru. Fylgi sitt sækir
Miðflokkurinn einkum í dreifbýlið
en þess vegna hefur flokknum einn-
ig gengið erfiðlega að fella sig við
skilyrði þau sem kynnt hafa verið í
alþjóðlegum samningaviðræðum um
landbúnaðarframleiðslu að undanf-
örnu. Gildir þetta bæði um fríverslun
með búvörur sem er til umræðu á
vettvangi GATT, almenna sam-
komulagsins um tolla og viðskipti,
og sameiginlega landbúnaðarstefnu
ríkja Evrópubandalagsins.
Fulltrúar finnskrar stóriðju hafa,
líkt og búast mátti við, hvatt til
þess að Finnar gerist aðildarríki EB
hið fyrsta. Telja þeir að málið þoli
litla bið og hafa sagt að stjórnvöldum
beri í síðasta lagi að sækja um aðild
um leið og Svíar og Norðmenn.
Ýmsir þrýstihópar munu vera starf-
andi í þeim tilgangi að sannfæra
ráðamenn um gildi EB-aðildar þó
svo iðnrekendur hafi þráfaldlega lýst
yfír því að ríkisstjórninni beri að
marka stefnuna í þessu máli.
Reuter
Eiturvopnin eyðilögð
Fréttamönnum var í gær í fyrsta skiptið heimilað að skoða sérstaka
stöð Bandaríkjahers á Johnston-kóraleyjunni um 1.200 kílómetra
suðvestur af Hawaii þar sem áformað er að eyðileggja hluta þeirra
eiturefna sem er að finna í efnavopnabúrum Bandaríkjamanna. Var
fréttamönnum gerð grein fyrir áætlunum Bandaríkjamanna um að
eyða stærstum hluta efnavopnabirgða sinna fyrir aldamótin sam-
kvæmt samningi í þá veru sem gerður var við Sovétstjómina árið
1985. Sambærilegt mannvirki er nú í smíðum í Utah-ríki en alls
verður eiturefnunum eytt á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Hermt er
að herafli Bandaríkjamanna ráði nú yfir 30.000 tonnum af eiturefn-
um, sem beita má í hernaðarlegum tilgangi. Á myndinni sýna starfs-
menn Bandaríkjahers á Johnston-eyju hvernig taugagasi sem komið
hefur verið fyrir í sprengjuhleðslum er eytt en þessi starfsemi hefur
vakið litla hrifningu í nágrannaríkjum Johnston-eyjar.
SIEMENS
Friðarvonir í Beirút bjartari en um langa hríð:
Glœsilegt myndbandstœki!
Siemens FM 621
• Einfalt og þægilegt í notkun
• Handhæg og fullkomin fjarstýring.
• Langtímaupptökuminni f. 6 þætti.
• Margar nytsamlegar aðgerðir, s.s.
stillanleg hægmynd, endurtekning
myndskeiðs, kyrrmynd o.m.fl.
• Markleit og sérkóðaaðgerðir.
• ítarlegur íslenskur leiðarvísir.
Verð: 44.600,- kr.
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Liðsmenn úr herflokki shíta-múslima við Grænu línuna svonefndu,
virkisgarð sem skipt hefur Beirút í borgarhverfi kristinna og mú-
slima.
Verðfró 1.345 þúsund.
GREIÐSLUSKILMÁIAR
FYRIR ALLA
0
VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900
Stríðandi öfl heita að
draga herí sína á brott
flokkar shíta-múslima, Amals-
hítar, sem eru undir áhrifum Sýr-
lendinga, og Hizbollah, sem íranar
eru sagðir stjórna að meira eða
minna leyti, hafa barist innbyrðis
undanfarin þrjú ár í Beirút, í von
um að verða í forystu fyrir stærsta
trúarhóp í Líbanon, shíta-múslim-
um. Þeir eru taldir vera um 1,3
milljónir en Líbanir alls um 2,8
milljónir. Hafa yfir 1.200 manns
fallið í átökum þessara hópa. Her-
flokkur sértrúarhóps drúsa, er réð
hæðum suður af Beirút, hefur
haft sig á brott þaðan.
Hizbollah-skæruliðamir vilja
gera Líbanon að íslömsku lýðveldi
á borð við íran og hóta að eyða
ísrael sem gert hefur innrás í
Líbanon nokkrum sinnum og hefur
töglin og hagldimar á líbanskri
landræmu við landamæri ríkjanna.
Þeir hafa átt stuðning kristinna
herflokka á svæðinu en álitið er
að kristnir séu um 43% lands-
manná. Amalshítar vilja að mú-
slimar fái aukin réttindi á kostnað
kristinna en þegar Líbanon varð
sjálfstætt ríki 1944 var gert sam-
komulag um skiptingu helstu
valdaembætta milli trúflokkanna.
Á þriðjudag tókst fulltrúum stuðn-
ingsríkja shíta-hópanna að fá þá
til að semja um vopnahlé.
Sýrlenskar hersveitir hröktu
fyrir nokkru Aoun hershöfðingja
frá bækistöðvum hans í austur-
hluta Beirút þar sem kristnir menn
eru í meirihluta. Ljóst er að stuðn-
ingur Hafez al-Assads Sýrlands-
forseta við hernaðaruppbygging-
una á Persaflóa olli því að Vestur-
veldin létu Assad komast upp með
að steypa Aoun. Hann naut vopna-
aðstoðar Saddams Husseins íraks-
forseta, helsta andstæðings
Assads í arabaheiminum, en Aoun
sagðist gæta hagsmuna kristinna
manna sem ella yrðu hart leiknir
af múslimum.
Uppgjöf kristna hershöfðingj-
ans Michels Aouns, er nú dvelst
í franska sendiráðinu í Beirút,
fyrir skömmu og þrýstingur
Sýrlendinga, sem hafa um
40.000 manna herlið í Líbanon,
munu eiga mestan þátt í ákvörð-
un leiðtoga herflokkanna.
Voldugasti herflokkurinn,
Kristni Líbanonsherinn (LF), er
lýtur stjórn Samirs Geagea, sam-
þykkti aðfaranótt þriðjudags að
hverfa frá Beirút en áður höfðu
sex hópar fallist á friðaráætlun
stjórnvalda. Harðir bardagar voru
í austurhluta Beirút milli sveita
Geagea og Aouns síðustu mánuði
og mannfall mikið. Tveir vopnaðir
Beirút. Reuter.
LEIÐTOGAR sjö stríðandi fylk-
inga í Líbanon hafa ákveðið að
draga heri sína á brott frá höf-
uðborginni Beirút. Varnarmála-
ráðherra landsins segir að einu
vopnin í borginni verði í hönd-
um stjórnarhermanna og lög-
reglu. Talið er að stjórn Elias
Hrawis eygi nú möguleika á að
tryggja völd sín í öllu landinu
en borgarastyijöld hefur geisað
þar með nokkrum hléum í 15
ár og hafa 100.000 manns fallið.