Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
25
Sovétlýðveldið Rússland:
500-daga áætlun um
efnahagsumbætur hafin
Moskvu. Reuter.
STJORNVOLD í Rússlandi, stærsta .lýðveldi Sovétríkjanna, byrjuðu
í gær að framkvæma eigin áætlun um róttækar efnahagsumbætur.
Rússneska þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að lýsa
yfir því að lýðveldið hefði fullan ráðstöfunarrétt yfir auðlindum þess.
Hvernig yfirráð auðlindanna nást
er þó enn óljóst.
„Ég held við getum sagt að við
höfum byijað í dag. Ráðherrafundi,
þar sem áætlanir um einkavæðingu
stærstu viðar- og pappírsverksmiðja
landsins voru íhugaðar, er nýlokið,
- einkavæðing er þegar hafin,“ sagði
aðstoðarforsætisráðherra Rúss-
lands, Gennadíj Fílsjín í gær. Hann
sagði að Rússar sæktust ekki eftir
deilum við forseta Sovétríkjanna,
Míkhaíl Gorbatsjov, en að vitað
væri engu að síður að hraðar efna-
hagsbreytingar myndu mæta mikilli
mótstöðu meðal íhaldsafla innan
af ráðuneytum Sovétstjórnarinnar
Sovétstjórnarinnar.
Rússneska þingið, sem lýsti yfir
fullveldi lýðveldisins í júní síðastliðn-
um, samþykkti að hefja 500-daga
áætlun um efnahagsumbætur frá
og með 1. nóvember. Þá tilkynnti
þingið að Rússar myndu hefja við-
ræður um efnahagssamvinnu við
stjórnvöld annarra Sovétlýðvelda
innan tíðar.
Löggjöf, sem leyfír stofnun verð-
bréfafyrirtækja og fjárfestingu út-
lendinga, verður væntanlega sam-
þykkt síðar í þessum mánuði.
Norræna ráðherranefndin;
Aukið atvinnufrelsi
norræns háskólafólks
FORMAÐUR norrænu ráðher-
ranefndarinnar, Thor Pedersen,
innanríkisráðherra Danmerkur,
og sendiherrar Norðurlandanna
í Kaupmannahöfn, skrifuðu í
síðustu viku undir samning sem
kveður á um starfsréttindi
þeirra sem eiga að baki háskóla-
nám eða annað þriggja ára nám
á sviði æðri menntunar, að því
er segir í fréttatilkynningu frá
nefndinni.
Nýi samningurinn gerir íbúum
Norðurlanda kleift að hreyfa sig
frjálst á milli landanna. Danskur
lögfræðingur getur þannig stundað
lögmannsstörf í Noregi eða
Svíþjóð, finnskur endurskoðandi
getur fengið starfsréttindi sín við-
urkennd hjá stjórnvöldum í Dan-
mörku og sænskur hagfræðingur
getur sótt um stöðu hjá hinu opin-
bera í Finnlandi.
Samningurinn felur í sér að
krafan um ríkisborgararétt í bú-
setulandinu fellur niður.
Stjórnvöld geta þó áskilið sér
rétt til að láta landsmenn í einstök-
um löndum ganga fyrir um stjórn-
unarstöður hjá hinu opinbera, í
réttarkerfinu, hjá her og lögreglu
og annars staðar, telji þau að ör-
yggi ríkisins krefjist þess.
Samningur þessi er viðbót við
samning sem þegar er í gildi á
milli landanna um sameiginlegan
vinnumarkað Norðurlandanna fyr-
ir flesta starfshópa innan heil-
brigðiskerfísins, dýralækna og
kennara í grunnskólum og fram-
haldsskólum.
Þess er vænst að samningurinn
taki gildi sumarið 1991 þegar
gengið hefur verið frá nauðsyn-
legri löggjöf varðandi hann í hinum
einstöku löndum.
Pakka
tölvum í
poppkorn
Amsterdam. Reuter.
HOLLENSKT tölvufyrirtæki
hefur hætt að nota frauð-
plast til pökkunar á tölvum
og tölvuhlutum en notar þess
í stað poppkorn. Þannig telur
það sig leggja sitt af mörkum
til umhverfisverndar.
Talsmaður fyriitækisins,
Corblan Intemational BV,
sagði að byrjað hefði verið að
nota poppkorn við pökkun fyrir
þremur mánuðum og gefist
vel. Það væri allt eins gott til
síns brúks og frauðplast en af
því væri engin mengun. Popp-
kornið væri dýrara en það teldi
fyrirtækið ekki eftir sér. „Svo
borða sumir poppkornið þegar
þeir taka upp úr pökkunum en
við mælum ekki með því,“ sagði
talsmaðurinn.
1990
8. nóvember kl. 20
1 1 Iðtgnttl M
Metsölublaðá hvetjum degi!
á Laugavegi 33, 2. hæð
Það er ótrúlega mikið af eigulegu efni á Skífuútsölunni
á efri hæðinni á Laugavegi 33.
Plötur, geisladiskar og kassettur
’' á verði frá kr. 49,-
Líttu við á
Laugavegi 33,
2. hæð.
S-K-l-F-A-N