Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Vilja afnema eignarskatt
vegna Þjóðarbókhlöðu
FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram laga-
frumvarp um afnám, laga nr.
83/1989, Þjóðarbókhlöðu og end-
urbætur menningarbygginga.
Flutningsmenn eru, Hreggviður
Jónsson (S/Rn), Ellert Eiríksson
(S/Rn), Kristinn Pétursson (S/Al)
og Ingi Björn Albertsson (S/Vl).
Fjórmenningarnir telja að með
álagningu „Þjóðarbókhlöðuskatt-
ins“ sé fólki freklega mismunað.
Skatturinn leggist hvað þyngst á
einhleypinga og þá sem sýnt hafi
ráðdeiid og sparsemi. Flutnings-
menn segja í greinargerð sem fylg-
ir frumvarpinu, að skatturinn sé
miklu hærri á íbúum Reykjaness
og Reykjavíkur eða 79.1% af álagn-
ingu ársins 1989 og sé orsakanna
að leita í hærra fasteignamati íbúða
suðvestanlands.
Flutningsmenn telja ennfremur
athyglisvert að, „eignir þeirra
þeirra hjóna sem, greiða Þjóðarbók-
hlöðuskattinn, bera 132 millj. kr.
lægri skatt en ef eigmrnar væru í
eigu einhleypinga. Hver einhleyp-
ingur greiðir 10.625 kr. áður en
þessi skattur leggst á sambærilega
eign hjóna.“ í greinargerð segir að
Þjóðarbókhlöðuskatturinn hafi ekki
runnið til bókhlöðunnar eins og lög
gera ráð fyrir. Þar kemur fram að
á árabilinu 1987-89 voru innheimt-
ar samkvæmt lögunum 445.34.739.
kr. en einungis 206.453.718 kr.
ráðstafað til Þjóðarbókhiöðunnar.
Fjórmenningarnir segja að telja
verði það álitamál hvort skattgreið-
endur eigi ekki endurkröfurétt á
hendur ríkissjóði fyrir þann hluta
sem ekki hefur runnið beint til Þjóð-
arbókhlöðunnar.
Árni Gunnarsson
Ingi Björn Albertsson
Umferðarlög:
Lagt til að helminga leyfi-
legt áfengismagn í blóði
Hulda Jensdóttir
FIMM þingmenn úr jafnmörgum
flokkum hafa lagt fram frumvarp
um að leyfilegt vinandamagn í
blóði verði 0,25 prómill í stað 0,5
prómill eins og núgildandi lög
segja til um. Flutningsmenn eru:
Árni Gunnarsson (A/Ne), Ragn-
hildur Helgadóttir (S/Rv), Geir
Gunnarsson (Ab/Rn), Kristín Ein-
arsdóttir (SK/Rv) og Jón Kristj-
ánsson (F/Al).
Árni Gunnarsson hafði framsögu
fyrir málinu í gær. Hann sagði til-
ganginn að eyða óvissu þeirri sem
ríkt hefði um áfengisneyslu og akst-
ur bifreiða. Ennfremur sagði hann
núgildandi umferðarlög valda því að
ökumenn yrðu að meta hveiju sinni
sjálfir, eftir að hafa neytt áfengis,
hvort þeir væru hæfir til að aka bif-
reið eður ei.
Ræðumaður lét þess getið að
flutningsmenn teldu eðlilegt að
skekkjumörk yrðu 0,05 prómill og
væri það sökum þess að vísindamenn
teldu að mæling yrði ekki örugg
fyrr en við 0,3 prómill, svo segja
mætti að leyfilegt áfengismagn yrði
í raun 0,3. Árni taldi rétt að geta
þess, vegna sjónvarpsþáttar þar sem
Frjálsar fóstureyðingar
leiða til ábyrgðarleysis
- segir Hulda Jensdóttir
„FRJÁLSAR fóstureyðingar
hvetja til fóstureyðinga. Fijálsar
fóstureyðingar útiloka þörf fyrir
fræðslu varðandi málið. Fijálsar
fóstureyðingar leiða til ábyrgð-
arleysis. Frjálsar fóstureyðingar
leiða til þrýstings sem skapar
glundroða og leiðir til ákvarð-
anatöku undir óeðlilegum kring-
umstæðum," sagði Hulda Jens-
dóttir (B/Rv) sem mælti síðastlið-
inn þriðjudag fyrir frumvarpi í
neðri deild, um breytingu á lög-
um nr. 25 22. maí 1975, um ráð-
gjöf og fræðslu varðandi kynlíf
og barneignir og um fóstureyð-
ingar og ófijósemisaðgerðir.
I frumvarpi Huldu er lagt til að
t: alls 13 af 16 lagagreinum falli
brott, auk þess eru gerðar tillögur
um nokkrar viðbætur og orðalags-
breytingar á þeim greinum sem
eftir standa. Samkvæmt frumvarp-
inu mun innihald laganna breytast
allverulega. T.a.m. er lagt til að 9.
gr. laganna falli út, en þar eru
m.a. fóstureyðingar heimilaðar
vegna félagslegra ástæðna.
Flutningsmaður sagði rn.a. í
ræðu sinni að verðandi mæður yrðu
oft fyrir utanaðkomandi þrýstingi á
tímaskeiði sem sé þeim erfitt bæði
andlega og líkamlega. En þeir sem
mest hvöttu til fóstureyðingarinnar
sem allsheijarlausnar hverfi oftast
úr myndinni eftir að aðgerðin sé
afstaðin, firrtir allri ábyrgð. Hulda
sagði ennfremur að konur sem hug-
leiddu fóstureyðingu nytu ekki
þeirrar þjónustu sem nauðsynleg
væri í íslenska velferðar- og heil-
brigðiskerfinu. Flutningsmaður
sagði farsælla að veija þeim fjár-
munum sem fóstureyðingar kost-
uðu íslenska skattborgara „konum
til hjálpar og börnum til lífs“.
Hulda fór nokkrum orðum um
félagslegar afleiðingar fóstureyð-
inga og taldi blasa við að fólk á
miðjum aldri og yngra myndi ekki
njóta í framtíðinni þeirrar um-
hyggju og þjónustu sem nú þætti
sjálfsögð. Hulda sagðist gera sér
grein fyrir því að hér væri um við-
kvæmt mál að ræða en hvatti Al-
þingi til að skoða málið óhlutdrægt
og veðja á lífið svo sem kostur
væri. Málinu var vísað til heilbrigð-
is- og tryggingamálanefndar.
Óvarlegt að niður-
greiða bensínverð
Áminning fjármálaráðherra
FJARMALARAÐHERRA, Olaf-
ur Ragnar Grímsson, mælti í
gær í neðri deild fyrir frum-
varpi til laga um tímabundna
lækkun tolls af bensíni.
Lagafrumvarpið mun veita fjár-
málaráðherra heimild til að lækka
toll af bensíni úr 50% í allt að 30%
Jafnframt er ráðherranum heimilt
að ákveða að tollalækkunin skuli
gilda frá 1. október 1990.
í ræðu Ólafs Ragnars kom m.a.
fram að tilgangur þessa lagafrum-
varps er sá að hlutur ríkisins af
aðflutningsgjöldum og virðisauka-
skatti af bensíni hækki ekki í
krónutölu frá því sem var við
síðustu verðlagningu bensíns og
að ákvörðun um þessa lækkun
væri tekin í samráði við samtök
launþega og atvinnurekenda og
væri ætlað að styrkja samkomulag
um kjaramál, þjóðarsáttina svo-
nefndu.
Ráð er fyrir því gert að lög þessi
gildi til áramóta en ráðherrann
sagði að ætla mætti að heimsmark-
aðsverð lækki til muna á þeim tíma
frá því háa verði sem spákaup-
mennska hefði leitt til. Fjármála-
ráðherra lét einnig í ljós ánægju
með að olíufélögin hefðu dregið
hækkunarbeiðni sína til baka. í
ræðu fjármálaráðherra kom fram
að þ'essi tollalækkun mun kosta
ríkissjóð um 50 milljónir króna á
mánuði ef miðað er við það háa
innkaupsverð sem horfur voru á
þegar frumvarpið var samið.
I lok ræðunnar minnti Ólafur
Ragnar á að hagfræðingar og al-
þjóðlegar hagstofnanir hefðu ítrek-
að varað við því að grípa til opin-
berra aðgerða í því skyni að greiða
niður hækkanir til neytenda til
lengri tíma.
Að tillögu fjármálaráðherra var
frumvarpinu vísað til annarrar
umræðu og fjárhags- og viðskipta-
nefndar.
fram kom að áfengismagn kom fram
í prófum á andardrætti eftir drykkju
maltöls, að það væri blóðsýnið sem
gilti, ekki andardrátturinn.
Árni ræddi nokkuð ítarlega um
skaðsemi ölvunaraksturs og um-
fang, og rakti nokkrar tölur máli
sínu til stuðnings. T.d. að ? ""unum
1978-87 hefðu 1.100 mam asast
í umferðarslysum sem hefðu beint
tengst áfengisneyslu og 66 hefðu
beðið bana. Þetta væri óstjórnlegur
tollur, enda þótt tryggingarfélög
bættu eignatjþnið þá yrðu látnir
aldrei bættir. Árni greindi einnig frá
því að árlega væru 2.400-2.500
manns teknir vegna gruns um ölv-
unarakstur og misstu að jafnaði um
2.000 manns ökuleyfið. Það væri
mat löggæslumanna og þeirra sem
væru sérfróðir á þessum vettvangi
að þessar tölur væru aðeins brot af
vandanum. Stundum væri talað um
að þrefalt fleiri ækju ölvaðir en þeir
sem næðust.
Árni vildi að það kæmi alveg skýrt
fram að tilgangur þessa frumvarps
væri ekki að hvetja til bindindis held-
ur að draga skarpa línu milli áfengis-
neyslu og aksturs. í máli Árna kom
sterklega fram að ekki væri verið
að skerða persónufrelsi einstaklinga
heldur eyða óvissu meðal fólks hvort
það mætti aka. Tilgangurinn væri
að draga úr slysum og til þess þyrfti
að gera öllum ljóst að áfengi og
akstúr mætti ekki, og ætti ekki að
fara saman.
Öfgar í frumvarpinu
Ingi Björn Albertsson (S/Vl)
þakkaði flutningsmönnum fyrir að
vekja athygli á þessu máli en hann
væri ekki sammála tillögunni. Hann
taldi vænlegra að beita jákvæðum
áróðri og upplýsingum. Oft lentu
menn í þessu fyrir vankunnáttu,
drykkju t.d. hressilega um helgar-
kvöld en héldu sig svo vera undir
mörkum daginn eftir.
Inga Birni þóttu vera öfgar í þessu
frumvarpi og spurði hvort ekki væri
þá skrefið stigið til fulls og mörkin
sett á núllið. Hann taldi það einnig
íhugunarefni fyrir kirkjuþing hvort
ekki ætti að hvetja kirkjugesti til
að skilja bílana eftir heima ef geng-
ið yrði til altaris, leita yrði álits þess.
Einnig benti hann á að fáanlegt
væri á markaði áfengt sælgæti. Að
endingu ítrekaði ræðumaður að auka
þyrfti áróður og hans vegna mætti
herða viðurlög.
Stefán Valgeirsson (SKJ/Ne) taldi
það vera af hinu góða að lækka
áfengismörkin, slíkt hvetti fólk til
að passa sig.
Friðjón Þórðarson (S/Vl) efaðist
ekki um góðan tilgang flutnings-
manna en taldi þá skjóta yfir mark-
ið. Hann taldi vænlegast að fram-
fylgja núgildandi lögum. Friðjón
taldi viðurlög við brotum vera all-
ströng og ekki þurfa að herða þau.
Friðjón greindi frá því að sýslumenn
og löggæslumenn yrðu að sæta mikl-
um stórmælum ef þeir færu fram
úr útgjaldaheimildum og benti á að
það yrði að sjá þeim fyrir nægilegu
fé til að sinna skyldustörfum sínum.
Friðjón greindi m.a. einnig í ræðu
sinni frá þeirri lagatúlkun, áð það
væri lögbrot að setjast undir stýri
eftir að hafa varist kvefi með konj-
akssopa, — jafnvel þótt veigunum
væri spýtt aftur.
Kristín Einarsdóttir (SK/Rv) vildi
svara nokkmm atriðum sem komu
fram í umræðunni. Hún sagði að
mörkin væru ekki 0 prómill sökum
þess að þá gæti fólk trauðla neytt
ýmissa lyija, einnig létts maltöls og
pilsners. Kristín taldi að ein teskeið
af blóði Krists messuvíni, myndi
ekki hækka áfengishlutfallið í blóði
kirkjugesta yfir mörkin 0,25 pró-
mill. Hún taldi að eftirlit með ölvuna-
rakstri yrði auðveldara eftir lækkun
áfengismarkanna, núna freistaðist
fólk að taka áhættu.
Ódýrt konjak
Árni Gunnarsson (A/Ne) sagði
ýmislegt fram hafa komið í umræð-
unni sem bæri vitni fordómum eða
skilningsleysi. Þetta mál snerist um
forvarnir. Hann ítrekaði skýringar
Kristínar um að ekki væri ætlunin
að torvelda neyslu lyfja, maltöls eða
létts pilsners, né heldur altarissakra-
mentisins. Árni taldi ekki neyslu-
máta á konjaki sem Friðjón Þórðar-
son greindi frá vera algengan og
ráðlagði mönnum sem svo verðust
kvefi að hafa konjakið heldur ódýrt.
Árni benti einnig á að, sú mæling
sem giltiværi úr blóði en ekki andar-
drætti. Árni Gunnarsson tók undir
skoðun Inga Björns Albertssonar að
auka þyrfti áróður en lagðist gegn
því að herða refsingar. Það væri t.d.
óheppilegt að dæma ungt fólk til
fangelsisvistar með óheppilegum fé-
lögum, jafnvel forhertum glæpa-
mönnum. Að endingu lét ræðumaður
þess gétið, að frumvarpið væri til-
komið vegna óska löggæslumanna
og annarra sem ynnu að umferðarör-
yggí-
Ingi Björn Albertsson (S/Vl) var
Árna Gunnarssyni sammála í van-
þóknun á því að spýta góðu konj-
aki. Ingi Björn benti þingmönnum á
að til væru fleiri refsingar en fang-
elsisvist, t.d. mætti skylda menn til
að sópa göturnar.
Ræðumaður saknaði upplýsinga
um hve margir ökumenn, sem hefðu
verið teknir grunaðir um ölvunar-
akstur, hefðu mælst með áfengispró-
sentu á bilinu 0,25-50. Einnig ám-
innti hann menn um að áfengi fýnd-
ist víða, messuvín væri áfengi,
einkasöluvara seld í ÁTVR. Einnig
vissi hann þess dæmi að menn hefðu
keypt heilu kassanna af áfengu sæl-
gæti til að halda sér við eftir áfengis-
drykkju.
Frumvarpið var afgreitt til ann-
arrar umræðu og íjárhags- og við-
skiptanefndar.