Morgunblaðið - 01.11.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
31
Endurskipulagning Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar:
Skoðanamunur á niilli mín og
hluta stjórnar um stefnuna
- segir Sigurður P. Sigmundsson, en hann segir uppsögn
sína og ferðamálafulltrúa hafa komið á óvart
Morgunblaðið/Rúnar
Fyrsti samlestur á jólaleikriti Leikfélags Akureyrar var í fyrradag,
en þar er um að ræða verkið Ættarmótið — þjóðleg-ur farsi í fjórum
þáttum, eftir Böðvar Guðmundsson. Höfundi var klappað lof í lófa
að loknum lestri, en hann situr fremst á myndinni til hægri.
Leikfélag Akureyrar:
Ærslafengið Ættarmót í
samkomuhúsinu um jólin
LEIKARAR Leikfélags Akureyrar eru byrjaðir að lesa saman nýtt
íslenskt verk, „Ættarmótið", eftir Böðvar Guðmundsson, en undirtit-
ill verksins er þjóðlegur farsi í fjórum þáttum.
SIGURÐUR P. Sigmundsson
framkvæmdastjóri Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar segir þá
ákvörðun stjórnar féiagsins að
segja honum og Þorleifi Þór
Jónssyni ferðamálafulltrúa upp
störfum hjá félaginu hafa komið
mjög á óvart. Hann segir að
vissulega hafi verið ákveðinn
skoðanamunur á milli sín og
HÁSKÓLINN á Akureyri og há-
skólinn í Manitoba hafa undirrit-
að samkomulag um samstarf
skólanna, sem m.a. tekur til
kennara- og nemendaskipta.
Haraldur Bessason rektor Há-
skólans á Akureyri sagði það einkar
ánægjulegt að formlegt samkomu-
lag skuli nú komið á milli skólanna
um samstarf. Það opnaði ákveðnar
leiðir, en m.a. er gert ráð fyrir kenn-
ára- og nemendaskiptum. „Ég tel
alveg víst að þetta samstarf muni
bera árangur í framtíðinni og að
8. LANDSFUNDUR Kvennalist-
ans verður haldinn að Hrafnagili
í Eyjafirði á laugardag og sunnu-
dag 3. og 4. nóvember. Yfirskrift
fundarins er „Konur eiga næsta
leik“.
Fundinn sækja tæplega 100 full-
trúar úr öllum kjördæmum. Helstu
mál fundarins verða endurskoðun
stefnuskrár, skipulagning kosn-
ingabaráttunnar og umræða úm
útskiptingar þingkvenna.
Fundurinn hefst á laugardags-
morgun, en þá verður m.a. flutt
skýrsla framkvæmdaráðs og fluttar
hluta stjórnarmanna um stefnu
félagsins. Þá bendir hann á að
sú ákvörðun stjórnar félagsins
að hverfa aftur til upprunans sé
nokkuð óljós, því innan félagsins
hafi mikið verið unnið að iðnþró-
un og stöðugt hafi verið unnið
að því að kanna ýmsar hug-
myundir að nýjum atvinnutæki-
færum.
samstarf okkar, til dæmis á sviði
ránnsókna, muni fara vaxandi.
Haraldur sagðist hafa kynnt iiá-
skólanefnd málið á síðasta ári, en
þá hófst umræða utn samstarfs-
samninginn. Samningurinn var
undirritaður fyrir skömmu er Har-
aldur var á ferð í Kanada, en hann
var nýlega kjörinn heiðursdoktor
við Manitobaháskóla. „Það var
ánægjulegj, að undirrita þennan
samning og ég er þess fullviss að
Háskólinn á Akureyri muni græða
mikið á honum.“
skýrslur starfshópa frá vorfundi.
Kristín Einarsdóttir flytur „hug-
vekju“, Elín Antonsdóttir flytur er-
indi um kosningar og Þórhildur
Þorsteinsdóttir um stefnuskrána,
en síðan verður unnið í hópum þar
sem annars vegar verður fjallað um
kosningabarátatuna og hins vegar
um stefnuskrána. Farið verður yfir
niðurstöður hópvinnunnar á sunnu-
dag, ályktanir afgreiddar og lýkur
fundinum um kl. 16 á sunnudag.
Landsfundardagana munu 12>
eyfirskar konur skreyta fundarstað-
inn með verkum sínum.
„Þessi niðurstaða kom mér á
óvart, það var. vitað og um það
rætt að endurskipuleggja þyrfti fé-
lagið en ég taldi að einkum yrði
þar um að ræða endurskipulagn-
ingu vegna fjárhagsstöðu þess í
kjölfar þess að atvinnumálanefnd
Akureyrar ætlaði ekki að endurnýja
þjónustusamning við félagið,“ sagði
Sigurður.
Framkvæmdastjóri Iðnþróunar-
félagsins hefur í heilt ár starfað að
stóriðjumálum, þ.e. á meðan kann-
aður var möguleiki þess að álver
rísi á Dysnesi við Eyjafjörð. Stein-
þór Ólafsson tæknilegur ráðgjafi
IFE hefur unnið á vegum félagsins
að ýmsum smærri verkefnum er
varða iðnþróun og nýjar hugmyndir
á sviði atvinnulífsins. „Mér finnst
vera ákveðnar mótsagnir í þessu
máli og þarna er vissulega um að
ræða skoðanamun á milli mín og
hluta stjórnar félagsins hvað varðar
þær áherslur sem félagið hefur. Ég
tel að félagið eigi ekki endilega að
einbeita sér eingöngu að iðnaði,
heldur skoða öll svið atvinnulífsins.
Við höfum til að mynda unnið að
uppbyggingu Háskólans á Akur-
eyri, tókum að okkur að halda utan
um byggingu stúdentagarða, sem
skilaði um 90 milljónum króna inn
á svæðið, þá höfum við einnig unn-
ið að uppbyggingu Kjarnalundar,
en þar eiga eftir að skapast fjöl-
mörg störf á heilbrigðissviðinu,“
sagði Sigurður.
Stjórn IFE hefur nú ákveðið að
félagið eigi að einbeita sér að iðn-
þróun á svæðinu samkvæmt upp-
haflegum markmiðum þess. Um
það segir Sigurður, að allt aðrar
aðstæður ríki í samfélaginu nú en
þegar félagið var stofnað, m.a. sé
samkeppni harðari, „þannig að
maður hristi ekki fyrirtæki eins og
Sæplast fram úr erminni á þessum
tíma,“ eins og Sigurður orðaði það.
Sigurður sagði það einnig slæmt
að jafn stórt svæði og Eyjaijarðar-
svæðið er skuli ekki hafa sérstakan
starfsmann er ynni að uppbyggingu
ferðaþjónustu, en hins vegar þurfi
hann ekki endilega að starfa innan
Iðnþróunarfélagsins.
Böðvar Guðrnundsson færði LA
verk þetta að gjöf síðasta vor en
hann kom að sjá leikgerð sína af
Fátæku fólki sem félagið sýndi á
síðasta leikári. Leikstjóri er Þráinn
Karlsson, Gylfí Gíslason gerir leik-
mynd og búninga, Jakob Frímann
Magnússon semur sönglögin og að
venju stjórnar Ingvar Björnsson lýs-
ingunni.
Eins og nafn og undirtitill verks-
ins gefur til kynna situr léttleikinn
í fyrirrúmi í þessu verki. Leikritið
gerist á ættaróðali á ótilgreindum
stað í sveit á íslandi, hvar fram fer
ættarmót mikið.
Alls taka um 20 leikarar þátt í
sýningunni, en í helstu hlutverkum
eru Sunna Borg, Valgeir Skagfjörð,
Jón St. Kristjánsson, Þórey Aðal-
steinsdóttir, Björn Björnsson og
Ragnhildur Gísladóttir.
Háskólinn á Akureyri:
Gerir samning um sam-
starf við Manitobaháskóla
Stefnuskrá Kvennalista
endurskoðuð á landsfundi
¥élagslÍf
St.St. 59901117 VII
I.O.O.F. 5 = 172111872 = 9.0
I.O.O.F. 11 = 172111872 =
□ HELGAFELL 59901117IV/V 2
Góðtemplarahúsið
Hafnarfirði
Félagsvistin í kvöld fimmtudag-
inn 1. nóv. Byrjum að spila kl.
20.30 stundvíslega. Allir vel-
komnir. Fjölmennið.
Skipholti 50b, 2. hæð
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Lofgjörð og vitnisburðir.
Allir velkomnir!
Hjálpræðis-
herinn
Kíikjustræti 2
I kvöld kl. 20.30 almenn sam-
koma. Umdæmisstjóri Hjálp-
ræðishersins fyrir (sland og
Færeyjar, majór Daníel og Anna
Óskarsson, stjórna og tala.
Hersöngssveitin syngur.
Verið velkomin.
FERÐAFELA6
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 1953?
Föstudagur 2. nóv. kl. 20
Kvöldganga á fullu tungli
Gengið um Lækjarbotna og Sel-
fjall í tunglskininu. Áð í útilegu-
mannahelli. Verð kr. 600,- fritt f.
böm með fullorðnum. Verið með.
Ferðafélag islands.
Frá Félagi eldri borgara
Gönguhrólfar hittast nk. laugar-
dag kl. 10.00 á Hverfisgötu 105.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Nú er tækifæri til að
gerast félagi í
Ferðafélaginu!
Nóvembertilboð til nýrra
félagsmanna
Þeir, sem skrá sig í Ferðafélagið
nú í nóvembermánuði og greiða
árgjaldið kr. 2.500,-, fá að sjálf-
sögðu árbók 1990 sem fjallar
um fjalllendi Eyjafjarðar að vest-
anverðu, en í nóvembertilboði
fellst að þeir fá eldri árbók að
auki fritt. Hægt er að velja á
milli árbókar 1988; Vörður á
vegi, eða árbókar 1985; Þættir
um nágrenni Reykjavíkur. Gott
lesefni i skammdeginu. Það
fylgja þvf margir kostir að vera
i Ferðafélaginu og árbækurnar
eru góð og verðmæt eign.
Hringið strax eða komið við á
skrifstofunni, Öldugötu 3, símar:
19533 og 11798 (Opið virka
daga frá kl. 9.00-17.00).
Ferðafélag íslands.
félag fyrir unga sem aldna.
ÚTIVIST
9RÓFINNII • KEYKJAVÍK • &ÍMI/SÍMSVARI H«K
Hveravellir
Nú er rétta veörið til þess að
halda upp á Kjöl. Við blótum
hausti á Hveravöllum 2.-4. nóv.
Sameiginleg máltíð á laugar-
dagskvöld. Gönguferöir. Há-
lendisstemmning og fullt tungl.
Fararstjóri Ásta Þorleifsdóttir.
Myndakvöld
fimmtud. 1. nóv. i Fóstbræðra-
heimilinu, Langholtsvegi 109,
hefst kl. 20.30. Ólafur Björn
Guðmundsson sýnir íslensk
villiblóm. Einnig sýndar myndir
úr starfi sumarsins í Básum,
Goðalandi.
Kaffi og kræsingar í hléi.
Tunglskinsganga
Föstud. 2. nóv.: Herdísarvík á
fullu tungli. Gengið frá Lyng-
bergi niður í Herdísarvík, þar
sem kveikt verður fjörubál. Að
venju verður boðið upp á eitt-
hvað óvænt í tungskinsgögn-
unni. Brottför frá BSÍ - bensin-
sölu kl. 20, stansað á Kópavogs-
hálsi og við Sjóminjasafnið i
Hafnarfirði. Sjáumst.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Helgarferð 2.-4. nóv.
Vetri heilsað íTindfjöllum
Helgarferð á fullu tungli. Góð
gisting í Tindfjallaskála. Hægt
að velja á milli spennandi fjalla-
leiða t.d. á Ými, Saxa eða Horn-
klofa. Nánari upplýsingar og far-
miðar á skrifstofu, Öldugötu 3,
síroar: 19533 og 11798.
Munið aðventuferðina í Þórs-
mörk 30. nóv.-2. des. Verið
með og gerist jafnframt félagar
i Ferðafélaginu.
Ferðafélag íslands.
fomhjQlp
Almenn söng- og bænasam-
koma verður í kvöld í Þríbúðum
kl. 20.30. „Af fingrum fram“.
Stjórnandi Gunnbjörg Óladóttir.
Haustátak 1990
Samkoma í kvöld kl. 20.30 á
Háaleitisbraut 58. Upphafsorð:
Þórey Ingvarsdóttir. Vitnisburð-
ur: Sveinbjörg Arnmundsdóttir.
Sönghópur syngur. Ræðumað-
ur: Benedikt Jasonarson.
Bænastund kl. 20.00.
Kaffi eftir samkomuna.
Við væntum þess að sjá þig.
SIK. KSH, KFUM, KFUK.