Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 37

Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 37 Engin ástæða er til að leggja UMFI niönr eftirÞóri Haraldsson Ungmennafélag íslands var stofnað árið 1907 af framsýnum mönnum sem sáu nauðsyn þess að hin nýstofnaða félagsmálahreyfing ungmennafélaganna hefði sam- starfsvettvang sem næði yfir allt landið undir kjörorðunum „ísland allt“ og „Ræktun lýðs og lands“. Forystumenn ungmennafélaganna stóðu nokkrum árum síðar að stofn- un íþróttasambands íslands í þeim tilgangi að ÍSÍ yrði samstarfsvett- vangur allra félaga sem stunduðu íþróttir og því hvöttu þeir öll ung- mennafélög til að gerast líka aðilar að ÍSÍ, en á þeim árum voru ung- mennafélögin nær eini félagsskap- urinn sem stóð fyrir íþróttaiðkun í landinu. Bæði þessi samtök höfðu sinn tilgang sem hlaut að skarast nokk- uð en þar sem ungmennafélags- hreyfingin sinnti þá mun fleiri málefnum en íþróttum, og gerir enn, þá var ÍSI í raun ætlað að samræma þennan eina þátt af starfsemi ungmennafélaganna og ná til allra annarra sem íþróttir stunduðu. Rökin fyrir tilveru beggja þess- ara aðila eru enn þau sömu og voru þá, enda má sjá að í gegnum tíðina hafa ungmennafélögin barist fyrir mörgum þjóðþrifamálum og ber þar hæst sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, fánamálið, varnir gegn vímuefnum, landgræðslu og skóg- rækt, umhverfismál hverskonar, félagsmálafræðslu, leiklist, menn- ingarstarf og margt fleira auk íþróttanna. Ungmennafélögin voru áður nefnd „félagsmálaskóli þjóð- arinnar" og það er enn réttnefni því ungmennafélögin hafa alla tíð lagt mikla áherslu á félagsmála- fræðslu, virkjun og þátttöku ungs fólks í stjórnun hreyfingarinnar. A síðari árum hefur íþróttastarf ungmennafélaganna aukist mjög og eflst og víða um landið er það mest áberandi í starfi félaganna. Ungmennafélögin eru líka oft einu félögin á stórum svæðum sem sinna íþróttastarfi og almennu félags- málastarfi fyrir ungt fólk og einnig fyrir hina eldri sem áhuga hafa. I gegnum tíðina hafa ýmis félög ver- ið stofnuð til að sinna ýmsum af þeim málefnum sem ungmennafé- lögin hafa einnig á stefnuskrá sinni, t.d. skógrækt, bindindismál og margt fleira. Oft hafa ung- mennafélagar verið hvatamenn og stofnendur slíkra félaga til að ná til þeirra sem vilja einbeita sér að hveijum málaflokki fyrir sig, en ungmennafélögin hafa áfram sinnt þessum málum, sum lagt þar aðalá- herslur í starfi sínu, víða með mikl- um dugnaði og hafa náð verulegum árangri. Margir sem ekki þekkja til, halda að ungmennafélögin séu ekki í takt við íslenskt nútímasamfélag. Sú verulega fjölgun félga í ungmenna- félögum um allt land, sem orðið hefur á síðustu árum, sannar hins vegar að svo er ekki. Nú eru aðild- arfélög UMFÍ um 250 talsins með um 42.000 félagsmönnum á öllum aldri (skv. félagatali með kenni- tölum), og hefur fjölgað úr 28.000 félögum frá.árinu 1987, eða 50% á aðeins 4 árum. Þá má einnig benda á að á síðustu árum er al- menningur að vakna til vitundar um að ýmis mál sem ungmennafé- lögin hafa barist fyrir í fjölda ára eru mál sem koma þeim við og vert er að berjast fyrir bæði á inn- lendum og erlendum vettvangi. Sem dæmi um þetta má nefna umhverfismál, skógrækt, land- græðslu, nauðsyn á eflingu íslensks atvinnulifs, kaupum á innlendri framleiðslu og íþróttaiðkun al- mennjngi til heilsubótar. Þessi stefnumál ungmennafélaganna eru í fullu samræmi _ við kröfur og áhugasvið flestra íslendinga, enda eru ungmennafélagar á öllum aldri, í öllum starfsstéttum, með ólík áhugamál, óháð flokkspólitík, en sameinast í starfi ungmennafélag- anna, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Þetta er ástæðan fyrir því að ungmennafélögin eru síung og hafa alla tíð verið í takt við tímann án þess að missa sjónir á grundvallaratriðum sem koma þjóðinni allri til góða. Laugardaginn 20. október birtist í Morgunblaðinu grein eftir Ágúst Ásgeirsson_ sem eitt sinn var for- maður FRÍ, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að sameina beri ISÍ og UMFÍ hið allra fyrsta. Að sjálfsögðu er honum heimilt, eins og öðrum, að hafa sína skoðun á þessu málefni eins og öðrum, og koma þeim á framfæri ef honum sýnist svo. Það er grundvöllur fijálsra skoðanaskipta_ í lýðræð- isríki eins og við teljum ísland vera. Öðrum er þá jafnheimilt að hafa aðra skoðun og lýsa henni eins og ég hef gert hér í inngangi greinar minnar, en ég get ekki látið staðar numið við það, þar sem í grein Ágústar kemur fra'm svo greinileg- ur þekkingarskortur á uppbygg- ingu ungmenna- og íþróttahreyf- inganna í Iandinu að mér þykir undrum sæta að hann hafi ein- hverntíma verið í forsvari í íþrótta- hreyfingunni. Mér þykir því rétt að skýra þetta mál fyrir þeim sem áhuga hafa, um leið og ég geri athugasemdir við ýmislegt í málflutningi hans í nefndri grein. Ágúst leggur til að þeir tveir ágæti_smenn_ sem eru í forystu UMFÍ og ÍSÍ setjist niður og sernji um sameiningu þessara hreyfinga, en reyndar kemur fram í greininni að hann telur eðlilegt að UMFÍ einfaldlega renni inn í ISI og ung- mennafélagar sem áhuga hafa á öðru en íþróttum leiti sér annars samstarfsvettvangs fyrir áhugamál sín. Grundvallarmisskilningur hans er sá að allt vald í ungmenna- og íþróttafélögum kemur neðan frá, frá félögunum sjálfum, á fundum og þingum, en ekki er um að ræða stjórnun ofan frá, frá stjórnum eða formönnum eins og ráða má af grein hans. Það eru því félagarnir sjálfir sem ákveða stefnu og störf félaganna og síðan_ héraðssam- banda, sérsambanda, ÍSÍ og UMFÍ, og kjósa stjórnir til að framfylgja henni. Ef félagarnir eru óánægðir með stefnuna þá breyta þeir henni og ef þeir eru óánægðir með stjórn- endurna þá skipta þeir um, og jafn- vel fella þá í kosningum eins og Ágúst ætti að vita. Félögin og þau sambönd sem þau ákveða að koma á fót og vera aðil- ar að, eru í raun ekkert annað en þjónustustofnanir til að sinna þörf- um, óskum og störfum félaganna, auk þess að samræma og skipu- leggja starfið til að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Sé áhugi fyr- ir hendi, sé þörf fyrir starfsemi félags, hvort sem það er lítið ung- mennafélag eða fjölmennt lands- samband eins og UMFÍ, þá ákveða félagarnir hvort þeir vilji að það starfi áfram, sinni sínu hlutverki af heilindum og ábyrgð og þjónustu þá. Það eru því félagarnir sem ákveða hvort þeir vilji að til séu UMFÍ og ÍSÍ, hvernig og að hverju þau starfa, en fráleitt er að halda að formenn þeirra, þótt báðir séu ágætismenn, geti sest niður og samið um að leggja niður heila æskulýðs- og félagsmálahreyfingu sem telur 42.000 félaga. Ágúst taldi í nefndri grein að við gætum dregið lærdóm af þeim ánægjulegu breytingum sem orðið hafa í Austur-Evrópu í lýðræðisátt, og er ég sammála honum um að ýmislegt má af þeim læra. Það ber þó að varast að líta á breytingar á einu sviði einhvers staðar í heimin- um og ákveða að þess vegna skul- um við hér breyta skipulagi á allt öðru sviði, sem reynst hefur vel. Lærdómur sá sem Ágúst vill til- einka sér af lýðræðisbreytingunum í austri er býsna merkilegur. Breyt- ingar þar urðu vegna kröfu al- mennings um aukið lýðræði og Vélskóli íslands 75 ára: Afmælisrit um vélskólamenntun í TILEFNl af 75 ára afmæli Vélskóla íslands hefur skólinn gefið út bókina Vélstjóramennt- un á íslandi eftir kennarann Franz Gíslason sagnfræðing. Afmælisfagnaður verður haldinn laugardaginn 3. nóvember nk. Hát- íðarhöld hefjast kl. 13.30 með sam- komu í hátíðarsal Sjómannaskólans en kl. 19.00 um kvöldið hefst af- mælisskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu og verður kvöldfagnaðurinn jafnframt árshátið Vélstjórafélags íslands. Stjórnvöld ákváðu 1911 að koma á vélstjórafræðslu. Var hún starf- rækt sem deild í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1912-14. Árið 1915 var svo stofnaður sérstakur tveggja vetra skóli fyrir vélstjóra, Vélstjóra- skólinn í Reykjavík. Nafni skólans var svo breytt í Vélskólann í Reykjavík. Árið 1966 er mótor- námskeið Fiskifélags Islands sam- einuð skólanum ásamt hluta af iðn- námi vélvirkja. Námið tók fjóra vetur og nafn skólans breyttist í Vélskóli íslands. Nemendur öðlast atvinnuréttindi í fjórum þrepum sem kallast 1.-4. stig. Árlega útskrifast 30-35 nem- endur úr 4. stigi. Núverandi skólameistari Vélskól- ans er Andrés Guðjónsson. Ný umferðarljós í Kópavogi KVEIKT verður á nýjum um- ferðarljósum á gatnamótum Nýbýlavegar og Birkigrundar (Hjallabrekku) fimmtudaginn 1. nóvember nk. Ljós þessi eru tímastýrð og sam- stillt við umferðarljós á gatnamót- um Nýbýlavegar/Túnbrekku og Nýbýlavegar/Dalbrekku. Ljósin verða umferðarstýrð frá Laufbrekku og Birkigrund, hnapp- ar eru fyrir gangandi vegfarendur sem leið eiga yfir Nýbýlaveg. Frá kl. 01.00 til 07.00 verða ljósin lát- in blikka gulu og gildir þá bið- skylda á Birkigrund og Hjalla- brekku. Þórir Haraldsson „ Allt tal um sameiningu UMFÍ og ÍSÍ, og að UMFÍ skuli renna inn í ÍSÍ, er því fráleitt á meðan félagarnir og iðkendurnir vilja hafa þessar tvær hreyf ingar aðskildar, og á meðan þær sinna sínu hlut- verki og þjónustu við sína aðila með sóma.“ vegna þess að skipulagið þar skil- aði ekki sínum tilgangi. Þess vegna vill Ágúst að hér verði gengið í þveröfuga átt, lýðræðið skuli ekki ráða heldur eigi tveir menn að ákveða hvernig allir félagarnir eigi að hafa sitt skipulag og hvernig það sé þeim fyrir bestu. Minn lær- dómur er á allt annan veg; þetta sýnir einmitt hvernig á að gera hlutina, þ.e. að hafa lýðræðið í hávegum, láta félagana. sjálfa ráða en ekki fámennisstjórnir í líkingu við þær sem búið er að steypa af valdastólum víðast í Austur-Evr- ópu. Það hefur verið einn mesti styrkur ungmennafélags- og íþróttahreyfinganna frá upphafi að þær hafa fylgst með tímanum, unnið að þeim málum sem félag- arnir vilja og alla tíð haldið sínu lýðræðislega skipulagi. Eg vona hinsvegar að þeir aust- urfrá eigi eftir að byggja upp öflug- ar hreyfingar til að starfa að íþrótta- og félagsmálum sem starfi á lýðræðislegan hátt líkt og hér hefur verið næstum alla þessa öld og náð hafa miklum árangri til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina og íslenskan æskulýð. Ágúst nefnir einnig sparnað og hagræði af því að leggja UMFI niður, sem felist í minni skrifstofu- kostnaði og færri fundum sem full- trúar þurfa að sækja. í þessu sam- bandi vil ég benda á að þrátt fyrir tvöföldun á félagsmannafjölda inn- an UMFÍ á sl. 12 árum hefur starfs- mönnum ekki fjölgað, rekstar- kostnaður hefur ekki aukist og gjöld á félagsmenn hafa ekki auk- ist. Þá vita allir að það getur verið dýrt að starfa eftir leikreglum lýð- ræðisins, ódýrara væri að fá bara 1-2 menn til að taka allar ákvarð- anir og hlíta þeim. Þetta er hinsveg- ar ekki það sem félagarnir vilja, þeir vilja taka ákvarðanirnar sjálfir og bera ábyrgðina þótt því fylgi einhver kostnaður. Allt tal um sámeiningu UMFÍ og ÍSÍ, og að UMFÍ skuli renna inn í ISI, er því fráleitt á meðan félag- arnir og iðkendurnir vilja hafa þess- ar tvær hreyfingar aðskildar, og á meðan þær sinna sínu hlutverki og þjónustu við sína aðila með sóma. Sorglegt er að kappið hjá Ágústi sé svo mikið að vanvirða þurfi minningu svo mikilhæfs leiðtoga sem Guðbrandur Magnússon var, og gefa því í skyn að hann hafi verið slíkur óheilindamaður að vinna að því að leggja UMFÍ niður meðan liann var formaður samtak- anna. Hann, eins og margir aðrir forystumenn ungmennafélaganna; vann af heilindum að stofnun ÍSI og hvatti ungmennafélög til að ganga í ÍSÍ, en það hafði ekkert með það að gera að leggja UMFÍ niður. Að lokum vil ég fagna því að aukin opinber umræða verði um störf og markmið ungmenna- og íþróttafélaganna í landinu því þau . vinna ómetanlegt starf í íslensku þjóðfélagi, sem margir þakka og fagna á hátíðarstundum, en muna síður eftir þegar rætt er um fjár- muni í nauðsynlega uppbyggingu og rekstur þessa mikla starfs. Oll umræða verður hins vegar að vera byggð á þekkingu og skilningi á eðli hreyfinganna og hinni lýðræð- islegu uppbyggingu og störfum þeirra. Þessi félagasamtök, eins og mörg önnur hafa ekki beitt slagorð- um til að ná athygli almennings, heldur hafa látið verkin tala og lagt mikla vinnu á sig til að fjár- magna það starf sem unnið er. Ég vona að svo verði áfram, en jafn- framt að störf ungmennafélags- og íþróttahreyfinganna verið metið að verðleikum í almennri umræðu og áherslum stjórnvalda í uppbygg- ingu og fjárveitingum. Þjóðfélags- legt gildi þessa starfs er slíkt að allt fjármagn og aðstoð við það skilar sér margfalt aftur til þjóðfé- lagsins sem betri heilsa, meiri af- köst, færri vandamál og því auknar tekjur. Þar sem Ágúst Ásgeirsson, fyrr- verandi formaður FRI, er einnig blaðamaður á Morgunblaðinu vil ég hér með bjóða honum að sitja Sambandsráðsfund UMFÍ sem haldinn verður 3. nóvember nk. í Nesjaskóla, skammt frá Höfn í Hornafírði, til að liann geti aflað sér upplýsinga og kynnt sér af eig- in raun hið þróttmikla starf sem ungmennafélögin vinna. Höfundur er varaformaður UMFÍ ogerað Ijúka námi í lögfræði. Nýja BAMBO baby-soft buxnableyjan er meira samanþjöppuð og tekur þess vegna minna pláss í hilluhum. Fjórar mismunandi stærðir, sem spanna allt bleyjutímabil barnanna eru til. MAXI stærðin er síðan sérhönnuð í tvær gerðir: Ein fyrir stelpur og ein fyrir stráka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.