Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Guðrún Scheving
Jónsdóttir - Minning
Fædd 1. september 1919
Dáin 24. október 1990
Hún Guðrún frænka mín er látin,
Gunna frænka eins og ég nefndi
hana alltaf.
Vissulega var það snogglega,
sem hún kvaddi þessa jarðvist, 71
árs að aldri, en það var henni svo
líkt að hafa ekki langan aðdraganda
að kveðjustundinni, láta sem minnst
fyrir henni fara.
Og á stundu sem þessari sækja
minningamar á hugann, minningar
sem ég á margar um okkar sam-
veru á fyrstu árum mínum. Ég man
hvað ég var montin að eiga svona
sæta og fína frænku, sem var alltaf
svo kát og glaðsinna, sem tók mig
með sér í bæinn, en þá var svo stutt
fyrir okkur að fara, þar sem hin
stóra fjölskylda bjó þá í Grjótagötu
14. Ég man þegar Gunna frænka
fékk stóra páskaeggið, og nokkrum
dögum eftir páska hafði hún orð á
því, að páskaeggið minnkaði ótrú-
lega mikið á meðan hún væri í vinn-
unni og leit á mig um leið, ekki
voru ónotin þó að hún, sælkerinn
sjálfur, fengi minnst af sínu eigin
páskaeggi. Og ég man þegar fjöl-
skyldan var að taka upp kartöflur
í Aldamótagörðunum, og Gunna
frænka átti að koma og hjálpa til
eftir vinnu sína á laugardegi, þá
kom hún uppábúin með fangið fullt
af ijómakökum og hvarf síðan óð-
ara á braut með sínum dillandi
hlátri. Já, þær eru margar minnin-
gamar, sem barnið á frá samveru-
stundum sínum með sinni kátu og
elskulegu frænku.
Hún fæddist á Vesturgötu 21,
I
Glæsilegir
falaskápar
í úrvali
j^J Smiðjuvegi 2, Kópavogi, s: 44444
REX
skrifstofuh úsgögn
fyrír heimilið
ogfyrirtækið
AXIS AX/S HÚSGÖGN HF
SMIÐJUVEGl 9, KÓPA VOGI,
SÍMI 43500.
næstyngst af 9 systkinum og hafði
því þau forréttindi að vera í uppá-
haldi hjá sínum eldri systkinum, og
þar sleit hún barnsskónum. Það var
oft gaman að heyra Gunnu frænku
lýsa lífinu á Vesturgötunni, þar
skiptust á skin og skúrir enda
lífsbaráttan oft hörð og óvægin á
þessum árum. Fólkið í húsunum við
götuna lét sig hvert annað varða,
og þar var stofnað til vináttu, sem
hélst fram á síðasta dag. Það er
ekki langt síðan þær hittust, Vest-
urgötustelpurnar, þar sem þær rifj-
uðu upp gömlu dagana, og var
ákveðið að hittast fljótt áftur á
Vesturgötu 7, framundan nægur
tími og þær allar lausar og liðugar,
— en næst verður það án Gunnu
frænku.
Gunna frænka hafði glaða og
létta lund og var ekki fyrir að stofna
til vandræða eða halla á aðra, enda
alltaf tilbúin að fínna það góða og
jákvæða í fari annarra, en dul um
eigin hafí og flíkaði ekki eigin til-
fínningum. Hún var vinamörg, og
það voru margir sem sóttust eftir
að njóta glaðværðar hennar og
hlýju. Það eiga því margir eftir að
sakna hennar, en sárastur er sökn-
uður barna hennar, tengdadóttur
og bamabarna, en börn hennar eru
Agúst rakarameistari, kvæntur
Dagmar Kaldal og eiga þau 3 syni,
Sigríður Jóna snyrtifræðingur, sem
á 2 dætur, og Erla hjúkmnarfræð-
ingur, sem á 3 börn. Þau vom henni
allt, ekkert var of mikið fyrir þau,
en launin vom líka ríkuleg því
kærleikurinn milli þeirra allra var
mikill.
Ég, Gunnar og börn okkar þökk-
um Gunnu frænku allt það sem hún
var okkur.
Verði frænka mín Guð falin.
Dóra
r1 Ribena
sólberjasafi
varla til neitt
hollara
Bernskuvinkona mín Guðrún
Scheving lést hinn 24. október sl.
Ég talaði við hana í síma daginn
áður, var hún þá hin hressasta og
ákváðum við að hittast bráðlega.
Ekki grunaði mig að stundaglas
hennar væri næstum útrunnið.
Næsta morgun hneig hún niður á
heimili-sínu og lést skömmu síðar
á Landspítalanum.
Gunna Scheving fæddist 1. sept-
ember 1919 á Vesturgötu 23 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
hjónin Sigríður Magnúsdóttir frá
Miðvogi á Akranesi og Jón Hansson
Scheving, sem fæddur var á Brekku
á Kjalarnesi. Ég minnist þeirra með
mikilli virðingu og hlýhug. Systkini
Gunnu, sem ég man, voru Hannes,
Magnús, Ragnheiður, Lárus, Svava
og Guðmundur, en hann dó á barns-
aldri. Eftir lifa Láms og Svava.
Jón vann verkamannavinnu í
Reykjavík og má geta nærri að á
þeim tímum hefur verið erfítt að
framfleyta svo stórum barnahópi.
Sigríður var forkur dugleg og vann
hún oft í þvottahúsi Reykjavíkur,
sem var í sama húsi og heimili
þeirra. Hún var mjög myndarleg
húsmóðir og bar heimilið vott um
það. Bömin fóru líka fljótt að hjálpa
til og Magnús var hjá ömmu sinni
og afa uppi á Skaga.
Við Gunna vorum óaðskiljanlegar
fyrstu bemskuárin, allt til átta ára
aldúrs. Oft minntumst við bernsk-
unnar hjá góðu fólki á Vesturgöt-
unni. Þama var sannkölluð paradís
fyrir böm að leik. Öll túnin, Geirs-
tún, Olsenstún, biskupstún og
Landakotstún. Ægisgatan náði þá
aðeins frá sjó að Vesturgötu. Við
sjóinn var Helgabryggja, þar sem
við veiddum margan smáufsann og
kolann að ógleymdum marhnútun-
um. Já, meira að segja vorum við
Gunna gripnar þar einu sinni 4-5
ára, þegar okkur datt í hug að
synda til Englands, sem var ein-
hvers staðar handan við hafíð, og
ná okkur í toffíkaramellur eins og
Hannes bróðir hennar hafði gefíð
okkur, þegar togarinn sem hann
var á, kom úr Englandstúr. ímynd-
unaraflið var óbeislað á þeim árum.
Snemma vorum við látnar læra að
synda hjá Ingibjörgu Brands í
gömlu sundlaugunum. Varþágeng-
ið þangað í fylgd eldri krakkanna.
Ef heppnin var með okkur fengum
við far aftan á vörubílspalli. Stund-
um gengum við fjöruna, en oftast
að Tungu og Laugarnesveginn yfír
brúna á Fúlalæk. Við fórum oft í
sundlaugarnar, en á sumrin var það
þó Effersey sem heillaði eða að
fara í sund út í Eyju. Þá var geng-
ið gegnum Slippinn, meðfram eða
yfír stakkstæðin og Grandagarðinn
út í grasigróna eyjuna, þar sem
baldursbráin stóð í blóma. Þar vor-
um við í sólbaði á klöppunum á
norðanverðri eynni. Þar var líka
hvítur sandur og auðvitað sjórinn.
Svo var farið í könnunarferðir um
eyjuna. Skoðaðir steinar með áletr-
unum, „Memento mori“ alveg
óskiljanlegt, „Hansen eða Jensen"
sjálfsagt danskir kaupmenn eða
Fylludátar. Svona liðu dagarnir,
alltaf nóg að gera. Boltaleikir á
götunni eða upp við brandgaflinn á
Olafshúsi. Parísar á Doktorsstígn-
um, allskonar feluleikir, „fallin
spýta“, „eitt strik og sto“, „hverfa
fyrir horn“ o.fl. Eldri krakkarnir
leyfðu okkur Gunnu oft að vera
með í leikjum sínum, en þá vorum
við stikkfrí. Á veturna var Norð-
urstígurinn ákjósanleg sleðabrekka.
Haustið 1927 byijuðum við
Gunna í 3. bekk Miðbæjarskólans,
en þá breyttist margt. Gunna veikt-
ist. „Bólgnir kirtlar bak við lung-
un, “ eins og það var þá kallað. Hún
lá veik allan veturinn og gat því
ekki verið í skólanum. Næsta vetur
byijaði hún að nýju í 3. bekk og
vorum við þá ekki saman í bekk
framar, en alltaf jafn góðar vinkon-
ur til síðasta dags. Að barnaskóla-
námi loknu vann Gunna í prent-
smiðju, hannyrðabúð o.fl. Oft var
hún lasin, en aldrei kvartaði hún.
Hinn 2. desember 1944 giftist
hún Friðriki Ágústssyni prentara
og eignuðust þau 3 börn, Ágúst
rakarameistara, Sigríði Jónu snyrti-
fræðing og Erlu hjúkrunarfræðing.
Bamabömin em átta. Öll voru þau
mjög elsk að ömmu sinni. Mjög
gott samband var með Gunnu og
tengdabörnum hennar. Gunna og
Friðrik slitu samvistum. Þá voru
börnin uppkomin og er Friðrik bú-
settur á Akureyri. Það lýsir vel
Gunnu hve góð tengsl voru alla tíð
milli hennar og tengdafólksins. Hún
var sannur vinur, sem hvergi mátti
vamm sitt vita.
Eftir að Gunna varð ein vann hún
á Grensásdeild Borgarspítalans allt
til síðustu áramóta. Þar leið henni
vel. Hún keypti íbúð í Skálagerði
15 í nánd við vinnustaðinn. Þar
hafði hún búið sér fallegt og þægi-
legt heimili.
Þetta er brot úr ævisögu Gunnu
vink'onu minnar, sem mér þótti svo
fjarska vænt um.
Við, stelpurnar af Vesturgötunni
frá Norðurstíg að Ægisgötu, höfum
hist nokkrum sinnum undanfarið á
Vesturgötu 7 og rifjað upp gamlar
minningar. Þetta er nokkuð stór
hópur, sem nú saknar Gunnu
Scheving, en mestur er söknuður
fjölskyldu hennar. Þeim sendi ég
og fjölskylda mín innilegar samúð-
arkveðjur svo og Svövu systur
hennar, sem nú sér á eftir góðri
systur.
Guð blessi minningu Gunnu
minnar.
Sigfríður Nieljohníusdóttir
í dag kveð ég í hinsta sinn Guð-
rúnu S. Jónsdóttur sem ég í huga
mínum og hjarta leit á sem ömmu
mína. Þó svo væri ekki í raun þá
hefði hún miðað við hinar yndislegu
gjörðir hennar og hlýju hugsun til
mín getað talist það. Guðrúnu
þekkti ég sem góða konu, eina af
þeim bestu sem ég hef kynnst. Allt-
af virtist hún muna eftir mér og á
hveijum jólum leyndist einn pakki
undir jólatrénu sem merktur var
mér frá Guðrtinu í Skálagerði. Einn-
ig á hveijum páskum er hún sendi
öllum sínum barnabörnum páska-
egg fékk ég líka sendan páska-
glaðning neðan úr Skálagerði.
Þó ég geti seint þakkað Guðrúnu
allt það sem hún gerði fyrir mig,
þá lifir eftir falleg minning og sú
minning mun lifa að eilífu.
Börnum Guðrúnar, barnabörn-
um, vinum og vandamönnum sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Siggi
í dag verður til moldar borin
mágkona mín, Guðrún Scheving
Jónsdóttir. Um leið og við kveðjum
hana í hinsta sinn er mér ljúft að
minnast hennar og þakka henni
hinar mörgu ánægjulegu stundir er
ég og fjölskylda mín og frændfólk
áttum með henni og nutum í návist
hennar. Sérstaklega kemur upp í
hugann sú gleði og kátína sem hún
vakti, þegar fjölskyldur okkar komu
saman. Við tækifæri, þegar fólk í
samkomunni þekktist ekki innbyrð-
is var þögnin ósjaldan rofin með
orðum Guðrúnar, eins og: „Hvað
segið þið annars?“ eða í þrengri
hópi: „Hvað segið þið, stelpur?" og
á eftir fylgdi léttur, vel heyranlegur
hlátur, sem á undraverðan hátt
leysti alla þvingun af fólki og það
tók að rabba saman. Þessi léttleiki
Guðrúnar var henni mjög eiginlegur
og hún tók upp létt hjal umjieima
og geima, helst eitthvað létt og
hressandi og því fylgdi oft léttur
og hvellur hlátur. Það var svo
undravert hvað Guðrún var lagin á
að rifja upp kátlega og meinlausa
atburði, sem hent hafði í fjölskyld-
unni og sem varð til þess, að allir
gátu fylgst með og tekið þátt í sam-
ræðum, þar sem þeir þekktu meira
eða minna til atvika sem hent höfðu.
Hún var sannarlega hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi.
Tvö atvik rifjast upp og voru
skyld hvort öðru og áttu sér stað
þegar undirritaður gerði tilraun til
að hefja búskap í Grímsnesinu. Þau
Guðrún og Friðrik heimsóttu okkur
oft um helgar og voru okkur hjálp-
leg við hvað eina. Eitt sinn þurfti
ég að koma hesti, sem ég hafði
með að gera, austur. Þau gerðu sér
lítið fyrir og komu með hestinn
þessa 60 til 70 km leið. Annað
þeirra reið hestinum en hitt hjólaði
og þau skiptust á reiðskjóta af og
til. Þau voru harla rasssár eftir ferð-
ina, enda bæði við litla þjálfun. En
ekki vantaði hjálpsemina og létt-
leikann til að leggja í þetta ævin-
týri. Hitt atvikið var, að eina helg-
ina komu þau með grenihríslu. Þeg-
ar þau fóru úr rútunni við vegamót-
in að bænum, gróðursettu þau
hrísluna á hæð þarna við veginn.
Núna eftir nærri fímmtíu ár er þessi
litla hrísla orðin að stóru tré, sem
stendur upp úr hæðinni, öllum sem
um veginn fara til augnayndis. Tréð
blasir við augum þegar ekið er í
beygju á veginum rétt austan við
Sogsbrúna. Nú er þetta tré innan
girðingar sumarbústaðarreits og
eigendur hans eru eflaust oft að
furða sig á því, hvaðan þetta fallega
tré er komið.
Þetta tré verður okkur, sem
þekktum Guðrúnu, minnisvarði um
hennar einlæga viðmót og þann
gleðigjafa, sem hún var okkur öll-
um.
Ég og fjölskylda mín vottum
frændfólkinu innilega samúð við
fráfall hennar. Blessuð sé minning
hennar.
Signrður Ágústsson
Okkur barnabörnin langar til að
minnast ömmu okkar í Skálagerði,
sem andaðist hinn 24. október
síðastliðinn. Amma var góð og
elskuleg og öllum sem hana þekktu
var hlýtt til hennar og enginn gat
kynnst henni án þess að finna
mannkærleik hennar.
Öllum að óvörum kveður hún
þennan heim og lýtur í l'ægra haldi
fyrir þeim sem ávallt sigrar að lok-
um. Eftir stöndum við hrygg og
reynum að sætta okkur við orðinn
hlut, en það er erfitt því hún sýndi
okkur aldrei annað en hjartagæsku
og hlýju. Lopapeysurnar sem hún
pijónaði á okkur öll eru aðeins eitt
lítið dæmi um það.
Það er sárt að hUgsa til þess að
hún amma okkar sem reyndist okk-
ur svo góð og elskuleg sé nú látin,
en eins og spámaðurinn Kahlil Gibr-
an sagði: „Þegar þú ert sorgmædd-
ur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú munt sjá að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“
Nú þegar amma okkar hefur
kvatt þennan heim, hlaðast minn-
ingarnar upp. Með þakklátum huga
kveðjum við góða ömmu sem var
okkur svo kær.
Barnabörnin
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
í dag kveðjum við góða vinkonu
og samstarfsmann til margra ára.
Þegar Grensásdeild Borgarspítal-
ans tók til starfa í apríl 1973 var
Guðrún Jónsdóttir starfsstúlka
meðal þeirra, sem þar hófu störf.
Árin voru því orðin 17 þegar hún