Morgunblaðið - 01.11.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.11.1990, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 39 lauk starfsferli sínum í janúar síðastliðnum. Störf sín vann hún af trúmennsku og samviskusemi. Þegar við hugsum til hennar, þá er það glaðværa framkoman, smit- andi hláturinn og hýra brosið, sem við munum best eftir. Hún átti auð- velt með að umgangast fólk, og það var gott að vera í návist hennar. Við Guðrún ræddum stundum um lífið og tilveruna í eldhúsinu, þegar smá hlé gafst. Þá kom skýrt fram, að börnin hennar og barna- börn áttu hug hennar allan. Mjög var hún félagslynd, og ómissandi á skemmtunum deildarinnar. Við sáum hana síðast fyrir nokkr- um dögum. Hún var hress að vanda og ætlaði nú að byija að stunda sundlaugina okkar á Grensási af kappi. En fljótt skipast veður í lofti. Hún veiktist mjög skyndilega 24. október og lést áður en dagur var að kvöldi kominn. Við vottum börnum Guðrúnar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning góðrar konu. F.h. starfsfólks Grensás- deildar EN-62, Margrét Hjálmarsdóttir Okkur klúbbsystrum var illa brugðið síðastliðið miðvikudags- kvöld þegar við fréttum lát vinkonu okkar, Guðrúnar Scheving Jóns- dóttur. Hún var fædd í Reykjavík 1. sept- ember 1919, dóttir hjónanna Sigríð- ar Magnúsdóttur og Jóns Scheving Hanssonar. Hún ólst upp í stórum systkinahópi í vesturbænum. Á ár- unum fyrir stríð voru atvinnuleysis- og kreppuár, þá voru ekki þær barnabætur og aðrar tryggingar, sem seinna komu, því þurftu allir i fjölskyldum þeirra tíma í Reykjavík-að vinna og nýta það sem til var. Vinna og heilsa var það sem skipti máli. Dýrt var að senda börn í framhaldsskóla og höfðu drengir yfirleitt forgang. Guðrún fór snemma að vinna, fyrst við af- greiðslustörf í Hannyrðaverslun Margrétar Konráðsdóttur og síðar í Alþýðuprentsmiðjunni en seinustu tvo áratugina vann hún á Borg- arspítalanum, Grensásdeild._25 ára að aldri giftist hún Friðrik Ágústs- syni prentara, en þau skildu eftir langa sambúð. Þau eignuðust þijú börn, Ágúst, Sigríði og Erlu, og höfum við fylgst með þeim frá vöggu til manndómsára. í þeirra fótspor komu svo barnabörnin átta, sem öll voru jafnkær ömmu sinni og hún þeim. Við Guðrún höfum verið saman í saumaklúbb hart nær hálfa öld, svo kynnin eru bæði löng og náin, og höfum við átt fjöimarg- ar ógleymanlegar samverustundir. Guðrún var sérlega skapprúð kona, glaðlynd og ljúf í viðmóti og sá allt- af björtu hliðarnar á lífinu, þó hafði hún ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hennar er sárt saknað í okkar gamla saumaklúbbi, sem nú er orð- inn harla þunnskipaður. Minningin um góða vinkonu mun ylja okkur í framtíðinni. Börnum hennar og barnabörnum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Klúbbsystur Leiðrétting Tvær meinlegar villur urðu í minningargrein um Guðlaugu og Láru Sigmundsdætur í blaðinu sl. þriðjudag. Þar stóð m.a.: Þær systur fædd- ust að Hamraendum í Breiðuvík, áttunda og níunda í röð ellefu systk- ina. Tíu systkinanna í Breiðuvík náðu fullorðinsaldri.. . Hér átti að standa: Tíu systkinanna að Hamra- endum náðu fullorðinsaldri.. . Síðar í greininni segir: Á þessum árum skein hamingjusól þeirra skærast. Þá gengu þær í móðurstað Þorsteini Einarssyni bróðursyni mínum . . . en átti að vera bróður- syni sínum. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Pennavinir Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tennis, tónlist, bréfaskrift- um o.fl.: Fumiko Kobayashi, 1625-30/6-1, Nagatsuta-cho, Midori-ku, Yokohama city, 227 Japan. Skosk kona sem getur ekki ald- urs en starfar sem ritari og á kokk að eiginmanni vill skrifast á við íslenskar konur. Safnar póstkortum og hefur áhuga á garðyrkju, ljós- myndun, krossgátum o.fl. Á fimm hunda: Rosemary Lewis, 3 Cairndinnis Cottages, Haddington, East Lothian EH41 4PX, Scotland. 25 ára ítalskur sem reynir nú að læra íslensku af kassettu vill eign- ast pennavini til þess að kynnast tungumálinu og landinu betur: Alberto Bertignon, Via D’Azeglio 16, 42100 Reggio Emilia, Italia. ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Ásbyrgi. Upplýsingarí síma 91-687111. 11ÓTEL tgJAND Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfí Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir £ allt að 300 manns. í boði eru snittur með margvíslegu áleggi, a brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með g rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, * rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR I REYKJAVlKURFLUGVELLI. 101 REYKJAVlK SIM1: 9 1-22322 Nýjar fatasendingar S-M-L ' Fallegur fatnaður. Har:A. ~pryoi \. Sérverslun Háaleitisbraut 58-60 Sími 32347 með fjórum mjúkum fyllingum: appelsínu, | hindberja, piparmyntu og karamellu. % SKÍNANDI f.0n Ák / KX-T 2365 E - Kr. 10.849 stgr. Skjásími sem sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals. Handfrjáls notkun — 28 hraðvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja símanúmer í skamm tíma endurvalsminni — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja símanúmer í ntinni á meðan talað ér — Veggfesting. KX-T 2322 E / KX-T 2342 E Kr. 5.680 stgr. Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun - KX-T 2322 E hálf- KX-T 2386 BE - Kr. 12.332 stgr. Sími með símsvara — Ljós í takkaborði — Útfarandi skila- boð upp í 'h mín. — Hvert móttekið skilaboð getur verið upp í 2'h mín. — Hátalari — Lesa má inn eigin minnis- atriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval — 15 minni, þar af 3 núnter fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfcsting. handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer í geymslu til endurhringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er. — Tónval/púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 still- ingar fyrir hringingu — Veggfesting.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.