Morgunblaðið - 01.11.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
41
Guðbjörg Vigfús
dóttir - Minning
í dag er til moldar borin elskuleg
nafna mín og fósturamma okkar,
Guðbjörg Vigfúsdóttir, fædd 13.
nóvember 1890, í Hlíð undir Eyja-
fjöllum.
Guðbjörg lést á Hrafnistu í Hafn-
arfírði 23. október sl. Svo ekki vant-
aði nema örfáa daga að hún næði
100 ára aldri. Guðbjörg flutti ung
með foreldrum sínum, þeim Þóru
Jónsdóttur og Vigfúsi Einarssyni,
að Bjólu í Holtum og þaðan að
Árbæ í Ölfusi og voru þau þar í
skamman tíma, þar til þau hófu
búskap í Önundarholti í Villinga-
holtshreppi og voru þar með búskap
í mörg ár, þar til þau brugðu búi
og fluttu til Hafnarfjarðar. Þá var
faðir Guðbjargar látinn, en öldruð
móðir hennar flutti með henni,
ásamt Jóni, bróður hennar, og eig-
inkonu. Guðbjörg átti 2 systkini,
þau Jón og Guðfínnu, sem bæði eru
látin. Móðir okkar, Guðrún Val-
garðsdóttir, ólst upp hjá þeim systk-
inum Guðbjörgu og Jóni, kom hún
6 ára gömul til þeirra í Önundar-
holt og flutti með þeim til Hafnar-
flarðar þá orðin unglingsstúlka.
Guðbjörg bjó hjá móður okkar
Guðrúnu og föður í mörg ár, þar
til hún fór á Hrafnistu, þá háöldruð.
Guðbjörg var okkur sem amma
og eigum við margar góðar minn-
ingar um þessa sómakonu.
Það voru ekki ófáar flíkurnar sem
hún saumaði og pijónaði á okkur.
Guðbjörg var mjög myndarleg í öllu,
sem hún tók sér fyrir hendur, þar
má nefna hannyrðirnar. Ekki má
gleyma ánægjulegum ferðum okkar
i Villingaholtshreppinn á sumrin
með Guðbjörgu meðan heilsa henn-
ar leyfði, þar sem hún átti marga
góða vini. Þessar ferðir eru okkur
einna minnisstæðastar. Við gætum
víst tíundað fleira um það sem
Guðbjörg gerði fyrir okkur og allar
ánægjulegu stundirnar, sem við
áttum með henni, en látum þessar
fátæklegu línur duga, og minnumst
hennar þess í stað í hjörtum okkar.
Við biðjum algóðann guð að vaka
yfir nöfnu minni og fósturömmu
okkar.
Guðbjörg Þóra Hjaltadóttir
og systur.
Guðbjörg frænka mín er látin.
Hún lést aðfaranótt 23. október sl.
99 ára en þá voru 22 dagar í að
hún yrði 100 ára.
Guðbjörg fæddist 13. nóvember
1890 í Hlíð undir Eyjafjöllum en
þar bjuggu foreldrar hennar, þau
Þóra Jónsdóttir frá Hlíð og Vigfús
Einarsson frá Steinum undir Eyja-
fjöllum. Frá Hlíð flyst Guðbjörg
með foreldrum sínum að Bjólu í
Holtum, þaðan að Árbæ í Ölfusi
og síðast að Önundarholti í-Villinga-
holtshreppi. Þar tók hún svo við búi
af foreldrum sínum ásamt bróður
sínum Jóni og bjuggu þau þar góðu
búi, rómuð fyrir gestrisni og hlýlegt
viðmót við menn og málleysingja.
I sveit sinni var Guðbjörg einn af
stofnendum kvenfélagsins og fyrsti
heiðursfélagi þess. Eftir að Jón,
bróðir Guðbjargar, kvæntist fluttu
þau systkinin til Hafnarfjarðar. Frá
árinu 1946, er Guðbjörg flutti í
Fjörðinn, vann hún við fískvinnslu-
störf, allt þar til hún varð sjötug.
Foreldrar Guðbjargar ólu upp
móður mína, Elínu Lárusdóttur frá
Álftagróf í Mýrdal, og minntist hún
oft fósturforeldra og fóstursystkina
með hlýhug og virðingu. Móðir mín
sagði mér sem barni frá þeirri venju
Þóru, fóstru sinnar, að gefa
krumma matarleifar og hélt móðir
mín alltaf þann sið. Eg var svo lát-
inn heita í höfuð fósturforeldra
móður minnar, Vigfúsar og Þóru,
og auðvitað krumma gamla.
Það var á skólaárum mínum í
Flensborg að ég náði fyrst að kynn-
ast Guðbjörgu og hennar fólki. Ég
fékk að halda til á heimili Jóns,
bróður hennar, og Lovísu, konu
hans. Guðbjörg var þar einnig til
heimilis og hef ég aldrei fundið
hlýrra viðmót milli systkina. Ég á
henni og þessu heimili mikið að
þakka. Hin létta lund hennar og
sanna lífsgleði ásamt því trausti og
þeirri vináttu, sem hún sýndi mér,
þessum reynslulausa frændá sínum,
varð mér ómetanleg í ókunnu um-
hverfí. Oft sat ég inni hjá Guð-
björgu eftir að hún kom úr vinnu
og naut hinnar léttu kímni hennar,
rólyndis og góðvildar er hún sýndi
mér ávallt. Það virtist sama hvers
ég þurfti við, hún leysti ætíð minn
vanda. Eitt er mér þó minnisstæð-
ast. í stafsetningu var ég yfírgengi-
legur skussi og til að ná landsprófi
þurfti ég að taka mig ærlegu taki
ef ég ætlaði að ná prófi. Og ekki
brást Guðbjörg. Hún las upp fyrir
mig daglega stafsetningaræfingar
eftir beiðni minni og samkvæmt
mínum sérstöku kúnstum og hélt
það út í heilar þrjár vikur fyrir próf-
ið. Og viti menn, ég með allar mínar
fáránlegu villur, skilað aðeins inn
tveimur villum á landsprófí með
Guðbjargar hjálp.
Á Hrafnistu í Hafnarfirði flyst
Guðbjörg svo 14. desember 1977
og undi sér þar vel. Hún var dugleg
að taka þátt í félagslífinu, föndri
og spilamennsku og eignaðist strax
marga góða vini og félaga. Ég held
að þar hafi sem fyrr mestu máli
skipt hennar glaða og ljúfa sinni.
Aðbúnaður var þar líka allur til
fyrirmyndar og vel um hana sinnt
alla tíð. Ég færi starfsliði stofnunar-
innar bestu þakkir fyrir og veit að
skyldfólk hennar og vinir taka und-
ir það. Ég vil líka þakka dætrum
Guðfinnu, systur hennar, þeim
Fríðu og Dóru fyrir sérstaka ástúð
og umhyggju er þær sýndu henni.
Ég þakka einnig nafna mínum Vig-
fúsi Þór, kjörsyni Jóns, umhyggju
hans og ég veit að hann vill þakka
Guðbjörgu þann hlýhug og þá alúð
er hún sýndi honum og hans nán-
ustu.
Ég heimsótti Guðbjörgu, frænku
mína, nokkrum sinnum eftir að hún
settist að á Hrafnistu en alltof sjald-
an. Vanrækslusyndir eru ef til vill
okkar stærstu syndir, ekki síst ef
það á við okkar öldruðu vini. Við
græðum líka alltaf mest sjálf á
slíkum heimsóknum.
Eitt sinn, er ég kom, vantaði
hana handavinnuefni. Ég sótti fyrir
hana efni, sem hún hafði áhuga á,
en það var í gólfmottu sem hún
smyrnaði. Ekki var við annað kom-
andi en ég fengi mottuna til eignar
þegar verkinu lauk og var það unn-
ið á ótrúlega skömmum tíma af svo
aldraðri konu, en Guðbjörg var þá
93 ára gömul.
Ég fæ ekki bætt fyrir v anrækslu-
syiidirnar og er orðinn einum of
seinn til að hitta frænku mína hérna
megin. Ég vona þó að hún heyri
þakkir mínar fyrir sérstæða um-
hyggju hennar og vinarþel. Já,
þakkir fyirr að fá að kynnast óbil-
andi þreki hennar, lífsgleði og
trúnni á hið góða í hveijum manni,
jafnvel mér.
Heyri hún líka fyrirbænir mínar:
Ég bið Guð að blessa hana fyrir
allt, fyrir allt það ljúfa og blíða, litla
og stóra, glaða og einlæga öðrum
til handa. Varði hann veg hennar
um víðáttu eilífðarinnar.
Vígþór Hrafn Jörundsson
Morgunblaðið/Amór
Þorgerður Þórarinsdóttir og Steinþór Ásgeirsson sigruðu í haust-
tvímenningi Bridsdeildar Húnvetningafélagsins sem nýlega er lokið.
Meðfylgjandi mynd var tekin í lokaumferðinni.
________Brids___________
Amór Ragnarsson
Bridsfélag Fljótsdalshéraðs
Lokið er fjórum umferðum af sjö í
tvímenningnum og er staða efstu para
nú þessi:
Þorvaldur — Páll S. 775
Pálmi - Ólafur 743
SiprðurS. — SveinnG. 703
Oddur—Sigurlaug 672
Kristján-SiprðurÞ. 654
Anna S. - Bergur 652
Austurlandsmót í tvímenningi
Austurlandsmót í tvimenningi verður
spilað 2. og 3. nóvember nk. í Vala-
skjálf á Egilsstöðum. Þátttökurétt hafa
spilarar frá Vopnafírði suður til Horna-
fjarðar og hafa 42 pör skráð sig til
keppni. Spilaður verður barometer, þrjú
spil milli para. Keppnin hefst kl. 18 á
föstudag. Keppnisstjóri verður Sigur-
þór Sigurðsson..
Bridsfélag kvenna
Nú er 19. umf. lokið í barometemum
og er staða efstu para þannig:
Hildur Helgadóttir - Ólafía Þórðardóttir 147
Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigríður Pálsdóttir 130
Dóra Friðleifsdóttir—Dúa Ólafsdóttir 123
Ólafía J ónsdóttir - Ingunn Hoffraann 115
Hrafnhildur Skúladóttir - Kristín Isfeld 109
Nanna Ágústsdóttir - Júlíana ísebarn 103
Jakobína Ríkharðsdóttir - Ljósbrá Baldursdóttir
101
Efstu skor síðasta kvöld fengu eftir-
talin pör:
Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigriður Pálsdóttir 137
Ólina Kjartansdóttir - Rapheiður Tómasdóttir
119
Ólafía Jónsdóttir—Ingunn Hoffmann 81
Laufey Barðadóttir - Hanna Friðriksdóttir 58
Nanna Ágústsdóttir - Júlíana ísebarn 54
Bridsklúbbur hjóna
Nú er tveimur kvöldum af þremur
lokið í hausttvímenningnum og er staða
efstu para þannig:
HjördisEyþórsdóttir-ísakSiprðsson 540
EddaThorlacius-Sigurðurísaksson 505
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 503
Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson 481
Gróa Eiðsdóttir—Júlíus Snorrason 479
Erla Siguijónsdóttir - Óskar Karlsson 462
Sigriður Ingibergsdóttir - Jóhann Guðlaugsson458
Sigrún Stcinsdóttir - Haukur Harðarson 456
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDVIN MAGNÚS JÓNSSON,
Rauðarárstfg 13, Reykjavik,
lést þann 22. október síðastliðinn í Landspítalanum.
Samkvæmt ósk hins látna hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur.
Ingólfur Þór Baldvinsson, Svanhvft Hreinsdóttir,
Ásta Baldvinsdóttir, Lars Magne Kalvenes,
Anna Bára Baldvinsdóttir, Hjörtur Hafliðason
og aðrir aðstandendur.
t
Ástkær dóttir mín, systir, mágkona og frænka,
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR,
Klettahrauni 17,
Hafnarfirði,
sem andaðist á heimili sínu 24. október, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 1. nóvember, kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna eða Krabbameinsfélagið.
Erna Árnadóttir, María Bjarnadóttir,
Anton Bjarnason, Helga Torfadóttir,
Pétur Bjarnason, Sigríður Jóhannesdóttir
og bræðrabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur,
MAGNÚS J. KRISTINSSON
rafmagnseftirlitsmaður,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 2. nóvember
kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu
minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Svala E. Waage,
Margrét H. Magnúsdóttir, Gunnlaug J. Magnúsdóttir,
Kristín P. Magnúsdóttir, Magnús J. Magnússon,
Ingi K. Magnússon,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
—........... i ......
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
SIGURJÓNA EIRÍKA JÓNSDÓTTIR
frá Kálfárvöllum,
Valbraut 9, Garði,
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn 22. október
Kveðjuathöfn verður frá Útskálajcirkju föstudaginn 2. nóvember
kl. 14.00.
Jarðsett verður að Búðum í Staðarsveit laugardaginn 3. nóvem-
ber kl. 14.00. Ferð frá BSÍ kl. 10 árdegis.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar,
er bent á Búðarkirkju.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Þorsteinn Nikulásson,
Margrét Þorsteinsdóttir, Bjarni Jónsson,
Guðmundur Þorsteinsson,
Jón Þorsteinsson,
Hulda Þorsteinsdóttir,
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Ása Þorsteinsdóttir,
Alda Þorsteinsdóttir,
Þórey Hjartardóttir,
Benidikta Þórðardóttir,
Hjarnar Beck,
Ingvi Eiríksson,
Walter Borgar,
Sigurður Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
EIRÍKS BJÖRNSSONAR
frá Rangá,
bókavarðará Reykjalundi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Reykjalundi og deild 6-A á Borg-
arspitalanum fyrir góða umönnun.
Sigfríður Eirfksdóttir,
Hólmfríður Björnsdóttir,
Ásrún Benediktsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
LILJU SIGURÐARDÓTTUR,
Ásvegi 17,
Akureyri.
Ágúst Ólafsson,
Rannveig Ágústsdóttir, Þórður Hinriksson,
Olafur Ágústsson, Guðríður Þorsteinsdóttir,
Þórarinn Agústsson, Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Ingibjörg Sigriður Ágústsdóttir Erlingur Bergvinsson
og barnabörn.