Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 21 Fyrstu einsöngs- tónleikarnir BJÖRK Jónsdóttir mezzósópran heldur sína fyrstu einsöngstón- leika í Hafnarborg í Hafnarfirði þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Undirleikari hennar á tón- leikunum er David Knowles. Efn- isskrá tónleikanna samanstendur af lögum eftir Jón Þórarinsson, Árna Thorsteinsson, Sigfús Ein- arsson, Brahms, Strauss, Wagner og Tschaikowsky. Björk Jónsdóttir hóf söngnám ung að árum við Tónlistarskólann í Kópavogi hjá Elísabetu Erlings- dóttur. Síðan lá leið hennar í Tón- listarskólann í Reykjavík og þaðan lauk hún tónmenntakennaraprófi vorið 1982. Árið 1982 til ársins 1984 stundaði Björk söngnám hjá Guðmundi Jónssyni við Söngskól- ann í Reykjavík. Frá árinu 1986 til vorsins 1990 stundaði hún nám við sama skóla og voru kennarar hennar þá Sigrún Andrésdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Björk lauk 8. stigs prófi frá Söngskólan- um í Reykjavík vorið 1988 og var henni veturinn eftir veittur styrkur ■ KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga í Norræna húsinu verða sunnudaginn 11. nóv- ember kl. 14.00 í fundasal Norræna hússins. Sýndar verða tvær danskar kvikmyndir. Fyrri myndin heitir Syv Et — Sjö eitt og segir frá Herluf sem er mjög hrifinn af knatt- spyrnu. Vinir hans gera honum smá grikk, en hann leikur á þá. Myndin er gerð á þessu ári. Sýningartími Björk Jónsdóttir, mezzósópran. úr minningarsjóði Guðrúnar Á. Símonar, sem þá var nýstofnaður. Síðastliðið sumar sótti Björk söngnámskeið í Ósló hjá prófessor Orin Braun. (Fréttatilkynning) er 23 mínútur. Seinni myndin heitir Bhutan og segir frá tveimur drengjum í Paro-dalnum í Bhutan í Himalayja. Kvikmyndin gefur góða sýn inn í framandi heim og umhverfi. Handrit og leikstjórn: Rumle Hammerich og Tim Cen- ius. Framleidd 1985, lengd 32 mín. Aðgangur er ókeypis og boðið er uppá ávaxtasafa í hléinu. senda þér kveðjur Hér eru 100 happatölur sem hlutu vinning í Minute Maid Skólakverinu: 3520 18866 29462 4558 3543 13250 • 12800 4388 9055 1233 8 11355 8859 15332 29773 2615 14380 504 16060 . 223 18 10178 3434 781 54 8149 11770 1254 3012 613 1544 14831 818 11954 9200 1001 1110 2503 42 17 5335 3834 2608 21990 403 290 7386 33347 915 201 1469 224 181 11346 7593 7158 14399 12831 5733 29714 1944 4487 29 Í1 17733 5469 7450 6803 9121 3001 6812 2910 16220 5005 6197 . 25004 22490 18887 15952 82 33018 17897 12312 7002 34070 1881 13440 33455 31448 7236 13766 25730 16033 5488 8813 19937 33430 4617 32277 930 738 Vinningshafar vitji vinnings á skrifstofu Vífilfells, Haga v/Hofsvallagötu kl. 9-17. MUNIÐ LÍMMIÐANA MEÐ OKKUR Á MINUTE MAID FERNUNUM 1NÆSTU VERSLUN. Tveir Ugga-stólar ásamt lágu borði. Ný húsgögn frá Sess Húsgagnafyrirtækið Sess hef- ur hafið framleiðslu á tveimur gerðum stálstóla og borðum, sem Þórdís Zoega húsgagnaarkitekt hefur hanuað. Húsgögnin verða til sýnis um helgina í verzluninni Faxafeni 9. Stólarnir eru kallaðir „Uggi“ og „Sess“. Uggi er ætlaður til nota við fundarborð, borðstofuborð eða einn og sér. Hann er úr stálrörum með háu trébaki og setan er klædd með steinbítsroði eða leðri. Stólnum fylgir lágt borð. Sess er staflanleg- ur stóll, sem er ætlaður fyrir ijöl- breytta notkun. Sumar gerðir stól- anna eru klæddar með steinbítsroði. Einnig verða sýnd í Faxafeni 9 Kinnarps-skrifstofuhúsgögn, í fyrsta sinn á íslandi. Kelduhverfi: Hafnað að fara í við- ræður um sameiningu Hraunbrún. Fimmtudagskvöldið 8. nóvem- ber var haldinn almennur sveita- fundur í Skúlagarði. Tilefni var samþykkt sveitarfundar í Öxar- firði þess efnis að æskilegt væri að Keldhverfingar kæmu inn í viðræður Öxarfjarðar og Prest- hólahrepps um sameiningu hrepp- anna. Talsverðar umræður spunnust um málið og sýndist sitt hverjum. Fram kom tillaga þess efnis að hafna sam- einingu að svo stöddu en jafnframt yrði óskað eftir samstarfi hér eftir sem hingað til. Tillaga þessi var samþykkt með 21 atkvæði gegn 12. Þess má geta í framhaldi af þessu að viðræður hafa staðið yfir á milli hinna tveggja hreppanna og er reiknað með að kosið verði um sameiningu þeirra hreppa í þessum mánuði. - Inga Kosningaskrifstofa Strandgötu 11, s. 651595 og 54016. KJÓSUM KOLBRÚNU í ÖRUGGT SÆTI í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins í Reykjaneskjördœmi Athafnasamur framkvcemdastjóri úr atvinnulífinu á erindi á Alþingi. StuÖningsmenn Kolbrún Jónsdóttir, varaþingmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.