Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
IAÍkjaran
æL tw
ispOHDiifiooyr
SlÐUMÚLA 14 SÍMI (91) 83022
Gœði og þjónusta
Linocolor er framleitt af
Forbo-Krommenie
Marmoleum® Plain Linoleum® Linocolor® Nuance®
Linoflex® DeskTop® Bulletin Board® Corkment®
Atlagan að kirkjunni
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
Enn einu sinni hefur Ólafur
Ragnar Grímsson, fjármálaráð-
herra, rofið einhliða gerða samn-
inga. í þetta sinn er það kirkjan
sem verður fyrir barðinu á honum.
Á sama tíma tekur hann sér orðið
siðferði í munn í tengslum við þetta
mál. Hann er þó ekki einn á ferð
hér því að öll ríkisstjórnin, allir hin-
ir ráðherrarnir, bera þarna ábyrgð.
Um hvað snýst málið?
Þótt mikið hafi verið ijallað um
málið opinberlega er rétt að rifja
upp um hvað málið snýst. Um lang-
an tíma voru tekjur kirkna ákveðinn
persónuskattur sem lagður var á
alla þjóðkirkjumenn á aldrinum
16-67 ára. Tekjur þessar nægðu
illa og eftir miklar umráeður voru
sett ný lög um sóknargjöld sem
tóku gildi 1. janúar 1986. Persónu-
skatturinn var lagður af en sóknar-
gjaldið ákveðið 0,20-0,40% af út-
svarsstofni hvers gjaldanda. Síðan
var heimild til að tvöfalda þessi
gjöld ef tekjur hrykkju ekki fyrir
nauðsynlegum útgjöldum.
„Taka á hluta af inn-
heimtum sóknargjöld-
um og setja beint í ríkis-
sjóð. Þessar sértekjur
kirkjunnar eiga nú að
fara í ríkissjóðshítina.
Þetta er annað árið í
röð sem höggvið er í
þennan knérunn.“
Þessar breytingar bættu veru-
lega fjárhag kirkjunnar. Þegar lög-
in um staðgreiðslu voru samþykkt
þótti nauðsynlegt að fella þessi
gjöld inn í staðgreiðsluna, eins og
gert var um önnur sérstök gjöld.
Þetta átti við um útsvar sveitarfé-
laga, sjúkratryggingargjald, gjald
til Framkvæmdasjóðs aldraðra,
sóknargjöld og kirkjugarðsgjald.
Samkomulag gert
Að því er sóknargjöldin snertir
var ákveðið að ríkissjóður skyldi
„skila 15. hvers mánaðar af óskipt-
um tekjuskatti fjárhæð er rennur
til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfé-
laga og Háskóla íslands". Gjald
þetta átti að breytast í samræmi
við hækkun á tekjuskattstofni ein-
staklinga og var þannig verðtryggt.
Um þetta var gert samkomulag
milli fjármálaráðuneytis, kirkju-
málaráðuneytis og þjóðkirkjunnar.
Alþingi lögfesti þetta fyrirkomulag
og var þingmönnum að sjálfsögðu
öllum ljóst á hvaða samkomulags-
grundvelli þessi lagasetning byggð-
ist.
OPIÐ LAU
Minningarat-
höfn um fallna
hermenn í
Fossvogs-
kirkjugarði
HIN árlega minningarathöfn um
fallna hermenn breska samveld-
isins verður haldin sunnudaginn
11. nóvember við hermannagraf-
reitinn í Fossvogskirkjugarði og
hefst athöfnin að venju kl. 10.45.
Þarna gefst fólki tækifæri til að
heiðra minningu þeirra milljóna
manna sem í gegnum árin hafa
látið lífíð í þágu friðar og frelsis.
Séra Arngrímur Jónsson stjórnar
minningarathöfninni og öllum er
velkomið að taka þátt i henni.
Flugvél úr konunglega breska
flughernum mun fljúga yfir kirkju-
garðinn kl. 10.55 til heiðurs hinum
föllnu.
í hermannagrafreit breska sam-
veldisins í Fossvogskirkjugarði eru
grafir 128 breskra hermanna og
84 grafir hermanna frá öðrum lönd-
um, þar á meðal 47 Kanadamenn
Og 5 Ástralir. (Frcttatilkynning)
KL. 10-13
LINOCOLOR er endingargóður gólf-
dúkur sem unninn er úr hreinum
náttúruefnum og stafar frá sér
hlýju og mýkt. LINOCOLOR fæst í
miklu úrvali mildra, nýtískulegra lita.
LINOCOLOR er á mjög góðu verði.
Lítið iiun!
SIGGEIRSS0N
Hesthálsi 2 - 4
Birgir ísleifur Gunnarsson
Samkomulagið rofið
í ijárlögum og lánstjárlögum er
nú boðið að ekki skuli staðið við
þetta samkomulag. Taka á hluta
af innheimtum sóknargjöldum og
setja beint í ríkissjóð. Þessar sér-
tekjur kirkjunnar eiga nú að fara
í ríkissjóðshítina. Þetta er annað
árið í röð sem höggvið er í þennan
knérunn. Flestir töldu að á síðast-
liðnu ári væri hér eingöngu gripið
til þess ráðs í eitt skipti, en ljóst
er að fjármálaráðherra ætlar að
ganga á gerða samninga til fram-
búðar.
Þessu er kirkjan nú að mótmæla.
Á Alþingi hljóta þessi mál að kotna
til ítarlegrar umræðu í tengslum
við afgreiðslu fjárlaga. Jafnframt
er nauðsynlegt að íhuga hvort ekki
er hægt að ganga betur frá hnútun-
um í löggjöfinni, þannig að fjár-
málaráðherra sé ekki unnt á þennan
hátt að seilast í peninga kirkjunn-
ar. I þessu máli mun reyna á hug
alþingismanna til kirkjunnar.
Höfundur er einn a f
alþingismönnum
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Keykjaneskjördæmi.
OCOLOR
GÓLFDÚKUR SEM KLÆÐIR
HEIMILIÞHT VEL