Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
39
jfleööur
r
a
morgun
Kristniboðsdagurinn
REYKJAVÍKURPRÓFASTS-
DÆMI: 50 ára afmælishátíð próf-
astsdæmisins verður í Langholts-
kirkju sunnudagskvöld kl. 20.30.
Ávörp flytja biskup íslands, herra
Ólafur Skúlason, Magnús L.
Sveinsson forseti borgarstjórnar,
Hólmfríður Pétursdóttir kirkju-
þingsmaður. Dagskrá á vegum
Æskulýðssambands kirkjunnar.
Mótettukór Hallgrímskirkju og kór
Langholtskirkju syngja.
Kristniboðsdagurinn. Framlögum
til kristniboðs veitt móttaka.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn
Agúst Friðfinnsson. Guðsþjón-
usta kl. 14. Kristniboðsdagurinn.
Friðrik Hilmarsson starfsmaður
kristniboðssambandsins flytur
stólræðu. Altarisganga. Tekið á
móti framlögum til kristniboðs-
starfsins í lok messunnar. Æsku-
lýðshelgistund sunnudag kl. 20.
Miðvikudag: Fyrirbænastund kl.
16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
ÁSPRESTAKALL: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Daníel Jón-
asson. Tekið við gjöfum til starfs
Sambands ísl. kristniboðsfélaga.
Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl.
18.30. Sr. Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ól-
afsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson.
Fjölskyldumessa kl. 14. Barnakór,
bjöllukór og unglingahljómsveit.
Léttir söngvar. Fermingarbörn og
foreldrar hvött til þátttöku. Organ-
isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
Pálmi Matthíasson.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14;.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: í dag kl. 17 orgel-
tónleikar. Við orgelið Marteinn
Hunger Friðriksson. Messa kl. 11
sunnudag á tónlistardögum Dóm-
kirkjunnar. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson prédikar, sr. Hjalti Guð-
mundsson þjónar fyrir altari.
Sungin verða messusvör Jóns
Þórarinssonar tónskálds. Dóm-
kórinn syngur, forsöngvarar Elín
Sigurvinsdóttir og Halldór Vil-
helmsson. Organleikari Marteinn
Hunger Friðriksson. Altarisganga.
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu á sama tíma. Kl. 17 tónleikar
Dómkórsins.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón-
usta kl. 10. Sr. Magnús Björns-
son.
FELLA- og Hólakirkja: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Jó-
hanna Guðjónsdóttir. Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. Guðmund-
ur Karl Ágústsson. Organisti
Guðný M. Magnúsdóttir. Miðviku-
dag: Guðsþjónusta með altaris-
göngu kl. 20.30. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Sóknar-
prestar.
GRAFARVOGSSÓKN: Barna-
messa kl. 11 í félagsmiðstöðinni
Fjörgyn. Skólabíllinn fer frá Húsa-
hverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan
í Hamrahverfi. Guðsþjónu'sta kl.
14. Fermingarbörn og foreldrar
þeirra sérstaklega hvött til þátt-
töku. Eftir messu verður fundur
með foreldrum og fermingarbörn-
um (8. LS og 8. JB). Kaffi og veit-
ingar. Organisti Sigríður Jónsdótt-
ir. Sr. Vigfús Þór Árnason.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarfið
kl. 11. Eldri börnin uppi, yngri
börnin niðri. Messa kl. 14. Prestur
sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni
Arinbjarnarson. Foreldrar ferm-
ingarbarna sérstaklega velkomnir.
Kynning á messu. Kaffisopi á eft-
ir. Sr. Halldór S. Gröndal. Prest-
arnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Samvera
fermingarbarna í dag kl. 10.
Messa og barnasamkoma sunnu-
dag kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörns-
son. Seldur matur eftir messu.
Messa með altarisgöngu kl. 17.
Guðspjall dagsins:
Matt. 18.:
Hve oft á ég að fyrirgefa?
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
BORGAftSPÍTALINN: Guðsþjón-
usta kl. 10. Sigfinnur Þorleifsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Útvarpsguðs-
þjónusta kl. 11 í samvinnu við
Kristniboðssambandið. Skúli Sva-
varsson kristniboði prédikar.
Börnin fara í heimsókn í Hall-
grímskirkju. Sr. Tómas Sveinsson.
Kirkjubíllinn fer um Suðurhlíðar
og Hlíðar fyrir og eftir barnaguðs-
þjónustuna. Rúta fer frá Háteigs-
kirkju að Hallgrímskirkju og til
baka. Hámessa kl. 14. Sr. Arng-
rímur Jónsson. Kvöldbænir og fyr-
irbænir eru í kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 18. Prestarnir.
HJALLAPRESTAKALL: Messu-
salur Hjallasóknar, Digranesskóla.
Barnamessur kl. 11 fyrir yngri og
eldri börn. Húsið opnað kl. 10.30.
Almenn guðsþjónusta kl. 14.
Fermingarbörn aðstoða. Kór Hjall-
asóknar syngur. Organisti Elías
Davíðsson. Sr. Kristján Einar Þor-
varðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
samvera í safnaðarheimilinu
Borgum sunnudag kl. 11. Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
Kristniboðsdagurinn. Organisti
Guðmundur Gilsson. Sóknar-
prestur.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Óskastund barn-
anna kl. 14. Söngur, sögur, leikir.
Þór Hauksson guðfræðingur og
Jón Stefánsson organisti sjá um
stundina. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Sigurður Haukur Guð-
jónsson. Organisti Jón Stefáns-
son. Kór Langholtskirkju flytur
„Faðir vor“ eftir Malotte. 50 ára
afmælishátíð Reykjavíkurpróf-
astsdæmis kl. 20.30. Sóknar-
nefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Altarisganga. Barnastarf á
sama tíma. Organisti Ronald V.
Turner. Heitt á könnunni eftir
messu. Fimmtudag: Kyrrðarstund
í hádeginu. Orgelleikur, fyrirbænir,
altarisganga. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11 í umsjón Sigríðar Óladóttur.
Messa kl. 14. Orgel og kórstjórn
Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Miðvikudag: Fyr-
irbænamessa kl. 18.20. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Fimmtu-
dag: Biblíulestur kl. 20. Sr. Frank
M. Halldórsson.
SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Kjartan Sigurjónsson.
Molasopi eftir guðsþjónustu.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Gyða
Halldórsdóttir. Samkoma mið-
vikudagskvöld kl. 20.30. Söng-
hópurinn „Án skilyrða", stjórnandi
Þorvaldur Halldórsson. Sr. Guð-
mundur Örn Ragnarsson.
FRÍKIRKJAN, Reykjavík: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sérstaklega helg-
uð kristniboðsstarfi. Séra Guðní
Gunnarsson prédikar. Tekið verð-
ur við framlögum til -Kristniboðs-
sambandsins. Miðvikudag 14.
nóv. kl. 7.30, morgunandakt. Or-
gelleik annast Violeta Smid. Cecil
Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30. Stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga lág-
messa kl. 18, nema á laugardög-
um, þá kl. 14. Á laugardögum er
ensk messa kl. 20.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Mess-
ur sunnudaga kl. 11. Rúmhelga
daga kl. 18.30, nema fimmtudaga
kl. 19.30 og laugardaga kl. 14. í
messunni sunnudag verður vígt
orgel kirkjunnar, en að messu lok-
inni verður kaffi í safnaðarheimil-
inu.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelf-
fa: Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður sænski hjálpræðis-
hermaðurinn Roger Larsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
KFUM & KFUK: Samkoma Háa-
leitisbr. 58 kl. 20.30. Birna G.
Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason
sýna myndir og segja frá ferð
sinni til Eþíópíu. Ræðumaður
Katrín Guðlaugsdóttir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun-
arsamkoma kl. 11. Sunnudaga-
skóli kl. 14. Samkoma í Fíladelfíu-
kirkjunni kl. 16.30. Roger Larsson
prédikar.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa á Lágafelli kl. 14. Baldvin
Steindórsson prédikar. Organisti
Guðm. Ómar Óskarsson. Barna-
starf í safnaðarheimilinu kl. 11.
Sr. Jón Þorsteinsson.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma i
Kirkjuhvoíi kl. 13.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs-
þjónusta í Viðistaðakirkju kl. 11.
Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 13.
Guðsþjónusta Víðistaðakirkju kl.
14. Kór Víðistaðasóknar syngur.
Organisti Úlrik Ólason. Sr. Sigurð-
ur Helgi Guðmundsson.
H AFN ARFJ ARÐ ARKIRKJ A:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Messa kl. 14. Þorvald-
ur Halldórsson söngvari prédikar
og sönghópur undir hans stjórn
leiðir söng. Samvera í Álfafelli
með fermingarbörnum og fjöl-
skyldum þeirra eftir messuna. Sr.
Gunnþór Ingason.
KAPELLAN St. -»Jósefsspftala:
Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga
daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Frank
Herlufsen. Barnasamkoma í dag
kl. 11 í Stóru-Vogaskóla. Sr. Bragi
Friðriksson.
INNRI-Njarðvíkurkirkja: Barna-
starf í safnaðarheimilinu kl. 11.
Sóknarprestur.
YTRI-Njarðvíkurkirkja: Barnastarf
kl. 11. Barnakórinn syngur. Sókn-
arprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudag-
askóli kl. 11 í umsjá Málfríðar og
Ragnars. Munið skólabílinn.
Messa kl. 14, altarisganga. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson messar.
Kór Keflavíkurkirkju syngur, org-
anisti Einar Örn Einarsson. Bifreið
fer að íbúðum eldri borgara við
Suðurgötu kl. 13.30 og síðan að
Hlévangi við Faxabraut og sömu
leið að lokinni messu. Sóknar-
prestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnnu-
dagaskóli kl. 11. Barnakórinn
syngur.
KIRKJUVOGSKIRKJA: Kirkjuskóli
í dag kl. 13 í umsjá Sigurðar Lút-
hers og Hrafnhildar Gísladóttur.
Messa kl. 14. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnastarf kl.
11. Tónleikar í kirkjunni kl. 15.
Jónas Ingimundarson o.fl. Sókn-
arnefnd.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
starf kl. 11. Sr. Tómas Guð-
mundsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30.
GAULVERJABÆJARKIRKJA:
Messa kl. 14.
AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli
yngstu barnanna í safnaðarheim-
ilinu í dag kl. 13. Benedikt Arnkels-
son talar. Föndur. Barnaguðs-
þjónusta sunnudag kl. 11 og fjöl-
skyldumessa kl. 14. Vænst þátt-
töku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Nk. fimmtudag: Fyrirbæ-
naguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið
fyrir sjúkum. Organisti Jón Ól. Sig-
urðsson. Sr. Björn Jónsson.
Þorsteinn B. Isleifsson,
Vík íMýrdal - Minning
Kveðjuorð:
Sölvi Sigurðsson,
Reyðarfirði
Fæddur 23. desember 1909
Dáinn 31. október 1990
I dag kveðjurh við Steina hinstu
kveðju. Ævidegi hans er lokið. Nú
líður honum vel. Allar þjáningarnar
eru horfnar.
Brot minninga koma upp í huga
minti. Ég var mikill morgunhani
sem barn en það var alveg sama
hvað ég vaknaði snemma, það var
alltaf komið ljós í eldhúsgluggann
hjá Steina. Hann var líka morgun-
hani.
Steini er mér svo ljóslifandi gang-
andi til eða frá vinnu með nestis-
töskuna sína eða á leið vestur í Urð
með lundaháfinn sinn, en þangað
fór hann ófáar ferðir og veiddi
margan lundann. Ef hann var
heima þegar ég kom í heimsókn
þá rétti hann upp aðra hendina og
eins og veifaði, brosti og sagði á
sinn hátt „halló". Hann Steini var
svo góður maður. Hann hafði
skemmtilegt skopskyn og var líka
óskaplega stríðinn. Það var ansi oft
sem Steini gerði að gamni sínu.
Hann átti líka oft mola að stinga í
munninn. Hann var rólegur og yfir-
vegaður og meðvitaður um það
hvað aðrir voru að fást við hverju
sinni. Hann fylgdist vel með og það
breyttist ekki þó hann væri orðinn
mikið veikur.
Steini var heima eins lengi og
mögulegt var og í raun og veru
miklu lengur og það á hann allt
henni Daddý að þakka sem hugsaði
svo vel um hann í veikindum hans.
Síðastliðið ár hefur Steini verið
á Vífilsstaðaspítala, en hugur hans
var alltaf í Vík og oftar en ekki
hafði hann fréttir að færa að aust-
an. Hann var svo stoltur af barna-
börnum sínum og þreyttist ekki á
að segja af þeim fréttir. Ekki gerði
Steini miklar kröfur um veraldleg
gæði og ef hann var spurður hvort
hann vantaði eitthvað var svarið
alltaf: „Mig vantar ekkert. hvað
ætli ég þurfi?“ Það má nærri geta
hvort dagarnir hafi ekki oft verið
langir. Eina dægrastyttingin fyrir
utan útvarp var að hlusta á upplest-
ur af hljóðsnældum en smám saman
dvínaði áhuginn á því vegna þess
að hann gat ekki kveikt og slökkt
á tækinu sjálfur og vildi ekki ónáða
aðra til þess.
Þegar ég kveð elsku Steina minn
langar mig að þakka honum fyrir
allt og bið góðan guð að geyma
hann.
Daddý, Lofti og Kristínu Önnu
votta ég innilega samúð.
Stína
Kveðja frá sveitarstjórn
Reyðarfjarðar
Með vit'ðingu og þökk minnast
Reyðfirðingar Sölva Sigurðssonar
sem jarðsunginn er frá Reyðar-
fjarðarkirkju í dag. Hann hefur í
tvo áratugi starfað sem skrifstofu-
stjóri hreppsins og sem slíkur
hafði hann meiri samskipti við íbú-
ana en flestir aðrir. Á sama hátt
kynntist fólkið honum og allir
mátu hann mikils. Þeir voru ófáir
sem fóru af skrifstofunni léttari í
skapi en er þeir komu þangað.
Þannig voru áhrifin af návistinni
við Sölva. Gamansemín var einstök
og honum var einkar lagið að sjá
broslegu hliðarnar á málunum
jafnvel þótt alvarleg virtust.
Ákveðnar skoðanir hafði hann á
þjóðmálum og fór ekki dult með
að hann væri íhaldsmaður og taldi
slíkt enda vera besta eiginleika sem
nokkur maður gæti haft. Víst kom
sér vel aðhaldssemi í starfinu sem
hann rækti af trúmennsku og
áreiðanleik. Sveitarstjórnarfólk
mun sakna þess að geta nú ekki
lengur sest við borðið hjá Sölva
áður en farið er á fundi. Slík voru
áhrifin af stuttum samræðum við
hann að allt virtist léttara á eftir
og oft var þar nefnd sú leið sem
á fundum var valin.
Bridsspilari var hann góður og%
í þeirra hópi verður hans saknað. f
Tilþrifin og tilsvörin eru landsfræg.
Við biðjum Guð að veita Heiðu
og dætrunum styrk í sorginni og
þökkum jafnframt það hlutskipti
okkar að fá að starfa með Sölva j
Sigurðssyni. Blessuð sé minning J
hans.
* t
Hilmar Sigurjónsson