Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 Opið bréf til fjármálaráðherra og _J)ingmanna Reykjaneskjördæmis Með bréfi þessu vill safnaðar- stjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði koma á framfæri mótmælum við fyrirhugaða skerðingu á safnaðar- gjöldum annað árið í röð. Þar sem nokkur umræða hefur nú þegar átt sér stað um þetta mál í fjölmiðlum og fríkirkjusöfnuðirnir hafa nokkra sérstöðu í þessu máli viljum við koma eftirfarandi stað- reyndum á framfæri. í Fríkirkjusöfnuðinum í Hafnar- firði eru nú á þriðja þúsund manns og hefur fjölgað verulega síðustu árin. Söfnuðurinn starfar á sama kenningargrundvelli og Þjóðkirkjan en sérstaða hans er sú að söfnuður- inn þarf einn og óstuddur að standa straum af öllum kostnaði. Eini stuðningur ríkisvaldsins er sá að taka að sér innheimtu safnaðar- gjaldanna skv. lögum sem Alþingi hefur settt. Ekkert annað en þessa aðstoð þiggur söfnuðurinn af ríkis- valdinu og hefur aldrei farið fram á neinn stuðning. Það vekur því undrun að ríkis- valdið sem sannarlega á ekkert inni hjá okkar söfnuði skuli nú hafa tekið um það ákvörðun að skila -*kki til safnaðarins öllum þeim gjöldum sem Alþingi hefur með lög- um nr. 91 frá 1987 falið fram- kvæmdavaldinu að innheimta fyrir söfnuðinn. Að fengnu áliti sérfróðra aðila er það skoðun okkar að með fjárlögum sé ekki hægt að breyta ákvæðum eldri laga og því sé um- rædd skerðing 'ekki byggð á laga- legum grunni. I þessu sambandi er rétt að taka fram að við samningu þessara laga sem nú eru í gildi um sóknargjöld »jUtu fríkirkjusöfnuðurinn engan Tulltrúa í undirbúningsnefnd og álits okkar á niðurstöðum í engu leitað. Slíkt er auðvitað áhyggjuefni í lýðræðisþjóðfélagi þar sem allir eiga að standa jafnir gagnvart lög- gjafanum. Við erum hins vegar ekki vön því í þessum söfnuði að hafa hátt þótt við teljum fram hjá okkur gengið enda vorum við líka sátt við þá niðurstöðu sem birtist í hinum nýju lögum um sóknargjöld og töldum að hún myndi tryggja áframhaldandi uppbyggingarstarf. í samræmi við þessi lög höfum við líka aukið okkar þjónustu sem margir aðrir en safnaðarfólkið sjálft nýtur. Þannig er prestur safn- aðarins nú kominn í fullt starf hjá söfnuðinum en áður leyfði fjárhags- leg geta aðeins að starfið væri hál- flaunað. Annar starfsmaður til er að auki kominn í hlutastarf hjá söfnuðinum. Mannahald segir þó ekki allt um það hvernig þokasí hefur til réttrar áttar í starfi og þjónustu. A það má hins vegar benda hve margir þeir eru sem njóta og þeim fer fjölg- andi. Sem dæmi má nefna að á einni viku hafa þeir verið meira en fimm hundruð sem átt hafa leið til kirkjunnar eða í safnaðarheimili til þátttöku í guðsþjónustum, barna- starfi, starfi aldraðra að ekki sé nú minnst á þann þátt sem sjaldan fer hátt, sálgæsluna sjálfa. Það er hins vegar ekki ætlun okkar að fara að réttlæta starf okkar frammi fyrir ráðamönnum þótt viðbrögð fjármálaráðherra við athugasemdum biskupsins okkar hafi gefið tilefni til slíks. Sem full- trúum fríkirkjusafnaðar ber okkur aðeins að gera slíkt á safnaðarfund- um. En jafnframt ber okkur líka sem fulltrúum þessa safnaðar að veija málefni hans og réttindi og það er tilefni þessara skrifa til þing- manna og ráðherra. Já, til þingmanna Reykjaneskjör- dæmis viljum við sérstaklega beina þessum skrifum. Það er þeirra að standa vörð um réttindi okkar sem búum hér í kjördæminu og það er líka þeirra að standa vörð um þau lög sem þeir sjálfir setja og fylgjast með því að þeim sé framfylgt. Með þá von í huga að þeir taki þetta mál upp á Alþingi biðjum við þeim sem og öðrum ráðamönnum blessunar í starfi. F.h. Fríkirkjusafnaðarins i Hafn- arfirði: Sigurður Kristinsson, Boði Björnsson, Jóhannes Einarsson, Auður Kristinsdóttir, Gísli Jónsson, Gunnar Linnet, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón. 01. Bjarnason, Guðrún Harðardóttir, Hreiðar Sigurjónsson. Verkalýðsfélag Stykkishólms: Úrbætur í atvinnumál- um forgangsverkefni Stykkishólmi. Verkalýðsfélag Stykkjshólms hefur undanfarið haldið fundi um atvinnumál bæjarins. í samþykkt eins fundarins segir meðal ann- Nú er farið að líða verulega á árið 1990 og er það með verri árum í atvinnusögu Stykkishólms miðað við allt árið en þetta ár hefur skráð atvinnuleysi verið nokkuð hér. Einnig og jafnframt því er tekjuminnkun hjá því fólki sem er á almennum vinnumark- aði. Erfiðleikar fyrirtækja, rýrari vertíð, afli fluttur á fiskmarkað úr byggðarlaginu ásamt fleiri þáttum er orsök atvinnuleysisins hér að áliti Verkalýðsfélagsins. Verkalýðsfélagið skorar á bæj- arstjórn Stykkishólms að hafa að forgangsverkefni úrbætur í at- vinnumálum þannig að allir hafi vinnu við sitt hæfi. Félagið leggur þunga áherslu á að fiskkvóti Stykkishólmsbáta verði veiddur af þeim og unninn hér á staðnum. Verkalýðsfélagið er tilbúið til sam- starfs eins og fyrr eftir því sem það mögulega getur. - Arni MOTTUR Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 190 þáttur Þegar ég var við garðyrkjunám í Noregi, ung að árum, vorum við lát- in binda ósköpin öll af motturri til þess að skýla gróðrinum með. Þar var líka af nógu efni að taka þar sem hálmurinn var. Bestur til þessara nota þótti rúghálmur, hann var seig- ur og molnaði ekki eins fljótt og bygghálmur. Einn snjóleysisvetur, áratugum síðar, fór ég að hugsa um það í al- vöru að koma mér upp-einhverskonar mottum til þess að leggja yfir blóma- beðin til skjóls, en vandinn var mest- ur að fá hentugt efni í þær. Þá hug- kvæmdist mér hvort ekki væri reyn- andi að nota stöngla af brenninetlu, sem hér var nærtæk, til þess að binda úr mottur. Ég setti þegar upp langbönd og fór að binda og gekk það ágætlega. Síðan hef ég reynt stöngla af fleiri tegundum: regn- fangi, randagrasi og meira að segja af njóla sem víðast hvar er nóg til af. I motturnar má einnig nota af- klippur af tijám og runnum, rótar- sprota og hvers kyns efni sem til fellur. Til þess að binda með notaði ég svokölluð „baggabönd", en hálmmotturnar voru bundnar með tvöföldu seglgarni. Mottur hafa marga kosti umfram annað sem notað er til skjóls. Það er fljótlegt að breiða þær yfir og taka þær af. Þær eru það gisnar að plöntur kafna ekki undir þeim, einn- ig hlífa þær fyrir sólinni og drag þannig úr þeirri hættu að jurtinar komi alltof snemma upp og farist svo í næsta hreti. Þá má og nota HLUTAFJAR- ÚTBOÐI EIMSKIPS EIMSKIP þakkar eldri hluthöfum þátttöku í hlutafjár- útboðinu. Jafnframt býður félagið 1.450 nýja hluthafa velkomna í hópinn. Hluthafar EIMSKIPS eru núna um 14.200. Félagið þakkar Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. og Fjárfestingarfélagi íslands hf. ágætt samstarf við sölu hlutabréfanna. EIMSKIP IR LOKIÐ Sölu á nýju hlutafé í EIMSKIP að nafnverði 86 milljónir króna lauk 5. nóvember sl. Sölu- verð hlutafjárins nam 477 milljónum króna. ____________Brids______________ Arnór Ragnarsson Frá Bridsfélagi Hafnarfjarðar A. Hansen mótið Mánudaginn 5. nóvember var spilað þriðja kvöldið af fjórum en keppninni lýkur mánudaginn 12. nóvember. Veitt verða vegleg verð- laun sem gefín eru af veitingahús- inu A. Hansen í Hafnarfirði. Næsta mót er aðalsveitakeppnin sem hefst þann 19. A-riðill: Erla Siyurjónsd. - Kristjana Steingrimsd. 126 Ólafur Gíslason - Sigurður Aðalsteinsson 121 Guðbrandur Sigurbergs. - Kristófer Magnús. 118 AnnaÞóraJónsd.-RagnarHermannsson 118 B-riðill: Ingvarlngvarsson-KristjánHauksson 138 Júlíana Gísladóttir - Jón Gíslason 122 Óðinn Þórarinsson - Sigurjón Harðarson 121 Jón Þorkelsson - Kjartan Jóhannsson 121 Heildarstaðan er þvi þessi: Guðbrandur Sigurbergs. - Kristófer Magnús. 375 Ólafur Gíslason - Sigurður Aðalsteinsson 353 Anna Þóra Jónsdóttir - Ragnar Hermannsson 352 Frá Bridsfélagi V estur-Húnvetninga Hvammstanga Þann 3. nóvember var haldið 11. Guðmundarmótið (Guðmundur Kr. Sigurðsson) og var það í fyrsta skipti í sögu þess að kona varð Guðmundarmótsmeistari, en þau sigruðu með glæsibrag Björk Jóns- dóttir og Sigfús Steingrímsson, hlutu 184 stig. Oftast hefur maður hennar Bjarkar Jónsdóttur, Jón Sig- urbjörnsson, unnið Guðmundarmót- in, 4 sinnum, en 2 sinnum hafa þeir unnið Ásgrímur Sigurbjörns- son, Þórir Leifsson og Þorsteinn Pétursson en alls hafa 16 einstakl- ingar orðið Guðmundarmótsmeist- arar. Spilaform barómeter. 1. BjörkJónsd.-SigfúsSteingrimss.Sigluf. 184 2. Anton Haraldsson -GrettírFrímannsson Akureyri 118 3. Valtýr Jónass. — Baldvin Valtýss. Sigluf. 115 4. SteinarJónss. — Jón Sigurbjömss. Sigluf. 108 5. Gunnar Sveinsson -IngibergurGuðmundssonSkagastr. 94 6. Erlingur Sverrisson — Unnar A. Guðmundsson Hvammst. 93 7. Jón Viðar Jónmundsson — Sveinbjörn Eyjólfsson, Borgarf. 90 30'pör spiluðu, en boðið var spil- urum frá 10 stöðum frá Akureyri til Grundarfjarðar. Keppnisstjóri var Jakob Kristinsson frá Akur- eyri, en verðlaun voru gefin af Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga,, Hvammstanga, og afhenti Gunnar Sigurðsson kaupfélagsstjóri verð- launin. Hafin er 5 kvölda aðal- tvímenningur félagsins, og hægt er að bæta við pörum og hjálpa til við að útvega einstaklingum makk- er en vinsamlegast með fyrirvara.. Bridsfélag kvenna Nú er 25 umf. af 31 lokið í baró- meternum og er staða efstu para þannig: 1. Ólafía Þórðardóttir—Hildur Helgadóttir 211 2. Ingibjörg Halldórsd. — Sigríður Pálsdóttir 210 3. Hrafnhildur Skúladóttir — Kristín ísfeld 150 4. Halla Bergþórsd. — Soffía Theódórsdóttir 145 5. ÓlafíaJónsdóttir-IngunnHoffmann 127 6. Nanna Ágústsdóttir—Júlíana ísebam 124 7. IngunnBernburg-GunnþórunnErlingsd. 123 Mestu skor síðasta kvöld náðu eftirtalin pör. Halla Bergþórsdóttir - Soffía Theódórsdóttir 90 2. Ingibjörg Halidórsd. — Sigríður Pálsdóttir 80 3. ÓlafíaÞórðardóttir — Hildur Helgadóttir 64 4. Sigriðurlngibergsd.-JóhannGuðlaugsson 58 5. SigrúnPétursdóttir-GuðrúnJörgensen 48 6. ÞorgerðurÞórarinsd. -Steinþór Asgeirsson 42 7. IngunnBernburg-GunnþórunnErlingsd. 35 Bridsdeild Barðstrendinga Aðaltvímenningnum lauk með ör- uggum sigri Kristínar Pálsdóttur og Vilhelms Lúðvíkssonar en þau hlutu 2105 stig. Hæstu skor í síðustu umferð- inni fengu hins vegar systurnar Guðrún og Ágústa Jónsdætur, eða 483 stig, en það var hæsta skor sem tekin var í allri keppninni. Annars varð iokaröð efstu para eftirfarandi: Kristín Pálsdóttir - Vilhelm Lúðvíksson 2105 Valdimar Sveinss. - Gunnar Bragi Kjartanss. 2006 Friðjón Margeirsson - Einar Torfason 2003 Hannes Ingibergsson - Jónína Halldórsdóttir 1983 Friðbjörn Guðmundsson - Jóhann Lúthersson 1968 Þórarinn Ámason - Gísli Víglundsson 1968 Meðalskor 1820 stig. Síðastliðinn mánudag hófst hrað- sveitakeppni með þátttöku Efstu skor hlutu: 19 sveita. Þórarinn Árnason 575 Sigurður ísaksson 573 Gyifi Ólafsson 567 Björn Árnason 535 Vigfús Gíslason 530 b MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 35 [ garðstofu Stellu og Róberts. Myndina tók Ámi Kjartansson. þær til þess að skýla með snemm- blómstrandi runnum. Norðmenn hlífðu þeim með grenigreinum en þær eru varla fáanlegar hér á landi til slíkra nota. Fyrir þá sem sæmi- lega aðstöðu hafa t.d. í bílskúr eða geymslukjallara er vei þess virði að reyna við þessa mottugerð. Herdís Pálsdóttir, Fornhaga. Því miður höfum við ekki getað komist yfir glöggar leiðbeingar um hvernig motturnar eru gerðar, en á skrifstofu félagsins á Frakkastíg 9, Reykjavík er hægt að fá ljósrit af smáteikningu sem e.t.v. gæti komið að einhveiju gagni. Róbert Arnfinnsson, leikari, sem kunnur er fyrir garðyrkjustörf sín og góða nýtingu á hverskyns úr- gangi og afklippum, sem víðast hvar fer forgörðum, batt um langt árabil mottur og notaði til skjóls með góð- um árangri. í garðstofu þeirra Steilu og Róberts var meðfylgjandi mynd tekin á dögunum og hafa þau hjónin lánað okkur mottu til að hafa til sýnis á skrifstofan eropin mánudaga og fimmtudaga kl. 2—6 og auk þess á fimmtudagskvöldum kl. 8—10. LILJA HALLGRIMSDOTTIR húsmóöir Prófkjör sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi Lilju í öruggt sæti B Y K O B R E I D D -riý;::v ." - '' ?■ BAÐIIMNRÉTTINGA DAGUR I BYKO BREIDDIIMIMII DAG AFSLÁTTUR BARIMAGÆSLA Á STAÐIMUM OPIÐ FRA Kl_10-14 MJÓDDIN IDPIN §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.