Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 29 Ábendlngar frá LÖQREQLUNNI: Seinkun ökuréttinda í reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna og fleira er lögreglustjóra meðal annars veitt heimild til að hafna umsækjanda um próftöku ef hann á síðastliðnum 12 mánuð- um hefur hlotið refsingu fyrir ölvun. Lögreglustjóri hefur norfært sér þessa heimild þegar um er að ræða ölvun við akstur, þ.e. er viðkomandi hefur verið stað- inn að ölvunarakstri áður en hann sækir um leyfi til próftöku. Þannig hefur mörgu ungmenningu komið mjög á óvart þegar fyrri syndir eru rifjaðar upp og jumsókn um ökupróf hafnað á grundvelli þeirra. Mikilvægt er að ungt fólk geri sér frein fyrir þessum þætti, svo og öðrum sem áhrif geta haft rétt til að öðlast ökuréttindi. Verkalýðsfélög mótmæla vaxtahækkun Islandsbanka Framsókn átelur viðbrögð Dag'sbrúnar VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Framsókn og Félag járniðnaðarmanna mótmæla vaxtaiiækkun Islandsbanka í ályktunum stjórna félaganna, sem borizt hafa Morgunblaðinu. Verkakvennafélagið Framsókn átel- ur þó viðbrögð Dagsbrúnar við vaxtahækkuninni. „Stjórnin lítur þó svo á að við- brögð verkalýðsfélaga, sem fela í sér að þau dragi sig út úr bankan- um, séu í eðli sínu neikvæð og verkalýðshreyfingin hljóti þvert á móti að leggja lið þeirri hagræðingu í bankakerfinu sem hrundið var af stað með Islandsbanka og verka- lýðshreyfingin átti þátt í að stofna til,“ segir í ályktun stjórnar Fram- sóknar. í ályktun málmiðnaðarmanna segir: „Sú hækkun nafnvaxta sem bankarnir eru með í undirbúningi og komin er til framkvæmda að hluta til hjá íslandsbanka byggir m.a. á þeim litlu launabreytingum, sem kjarasamningar gera ráð fyrir. Með óbreyttri lánskjaravísitölu Tnun t.d. 5% launahækkun leiða sjálfkrafa til ca. 2,5% hækkunar á lánskjaravísitölu og þar með hækk- unar á nafnvöxtum. Með kjarasamningunum í febr'ú- ar hafa skapazt forsendur og nauð- syn til að stöðva sjálfvirkar vaxta- hækkanir vegna þeirra launabreyt- inga sem samningurinn gerir ráð fyrir. Stjórn Félags járniðnaðarmanria telur brýnt að niðurstaða fáist sem fyrsts um afnám eða breytingar á iánskjaravísitölu sem rjúfi bein tengsl vaxtahækkana við kaup- hækkanir ásamt lækkun raunvaxta og minnir á yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar í þeim efnum. Kyrrðardag- ar í Skálholti SKÁLHOLTSSKÓLI gengst fyrir kyrrðardögum 30. nóvember til 2. desember. Kyrrðardagar eru öllum opnir og henta þeim, sem lifa annasömu lífi, leita slökunar og vilja rækta sinn innri mann. Hrynjandi dags er líkt og í klaustri. Þátttakendur hverfa frá skarkala hversdagslífsins og ganga á vit íhugunar, þagnar og tíðagjörða. Sigurbjörn Einarsson biskup mun miðla af trú sinni og hugsun á íhug- arstundum og auk þess ræða við þá sem óska samtala. Skráning fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík. (Fréttatilkynning) Rangt stöðuheiti „Hver tekur kverkatak, Finnur?" nefndist grein eftir Rannveigu Guðnadóttur sem birtist í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag. Þar misritað- ist stöðuheiti hennar. Rannveig er hjúkrunarfræðslustjóri FSA. Hlutað- eigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins í gær um Kirkjuþingið var rangt farið með að aðeins einn sóknarprestur í Reykjavík hafi verið kosinn í ráðið. Rétt er að Jón Þorvarðarson fyrrver- andi sóknarprestur í Háteigs- prestakalli var í ráðinu frá 1954- 1970. Morgunblaðið biðst velvirðing- ar á þessum mistökum. HELSTU SÖLUSTAÐIR: Amaro, Akureyri • Embla, Hafnarfirði • Fell, Mosfellsbæ • H. búðin, Garðabæ • Kaupstaður I Mjódd • KF.Þ. Húsavik • KF.VH. Hvammstanga • KF.H. Egilsstöðum • Mikligarður v. Sund • Perla, Akranesi • Rut, Glæsibæ/Kópavogi • Vöruhús KÁ, Selfossi Schiesser® HEIMSENDI Ný, glæsileg hesthús til afhendingar nú í haust |fH#^ Verð á fullbúnu húsi að utan með taðþró, gerði, lögnum og steyptri stétt. 6-7 hesta hús með hlöðu 10-12 hesta hús með hlöðu 22-24 hesta hús með hlöðu 1.347.000 kr. stgr. 2.432.000 kr. stgr. . 4.865.000 kr. stgr. Einnig er hægt að fá húsin fulibúin með kaffistofu, salerni og vönduðum innréttingum. ATH! Endurgreiddur er 19.68% virðisaukaskattur af hesthúsum fyrir atvinnustarfsemi Hagstæðir greiðsluskilmálar t.d. 100.000 kr. útborgun og eftirstöðvar á skuldabréfi til allt að 5 ára. Hesthúsin og sameiginleg svæði eru hönnuð og byggð af sama aðila. Byggðin er því í senn samræmd og glæsileg. Verðgildi húsanna mun því að öllum líkindum verða hærra en gerist annars staðar í framtíðinni. Hesthús á Heimsenda er góð fjárfesting, Allar upplýsingar og teikningar á söluskrifstofu SH VERKTAKA, sími 652221. Sýning á laugardag og sunnudag kl. 14 -17. Ailir velkomnir. Heimsendi er á milli Kjóavalla og Víðidals í landi Vatnsenda. SH VERKTAKAR SÖLUSKRIFSTOFA STAPAHRAUNI4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652221

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.