Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 LYFTINGAR / NM UNGLINGA Ingi Valur fékk brons í Danmörku kám FOLK ■ MARSEILLE hefur aðeins sigraði í þremur af sex leikjum sínum í frönsku deildinni eftir að Franz Beckenbauer tók við liðinu og gengur hann nú undir nafninu „Herra 50 prósent.“ ■ GHEORGE Constantin hefur sagt af sér eftir aðeins 11 vikna starf sem þjálfari rúmenska lands- liðsins í knattspyrnu. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum í und- ankeppni EM 1:2 gegn Skotlandi og 0:3 gegn Búlgaríu. M BRAIN McClair, framheiji Manchester United, hefur varið valinn í skoska landsliðið í knatt- spyrnu, sem mætir Svíum á miðvik- duaginn, í fyrsta sinn í hálft ár. Hann var ekki með í HM en hefur staðið sig vel síðustu vikur. Gary Gillespie, varnarmaður Liverpool, er einnig kominn aftur í liðið en hann var ekki með í síðustu tveim- ur leikjum. INGI Valur Þorgeirsson frá Borgarnesi vann bronsverð- laun í drengjaflokki á Norður- landamótinu í ólympískum lyft- ingum sem fram fór í Næstved í Danmörku um síðustu helgi. Fjórir íslendingar tóku þátt í mótinu; Akureyringarnir Snorri Arnaldsson og Tryggvi Heimisson og Borgnesingarnir Vilhjálmur Þór Siguijónsson og Ingi Valur Þor- steinsson. Ingi Valur náði besta árangri ijórmenninganna er hann hafnaði 3. sæti í drengjaflokki. Hann snar- aði 87,5 kg, jafnhetti 110 kg og því samaniagt 197,5 kg. Snorri Arnaldsson keppti í drengjaflokki eins og Ingi Valur og hafnaði í 8. sæti. Tryggvi og Vilhjálmur kepptu í unglingaflokki. Tryggvi, sem keppti í 75 kg flokki, hafnaði í 4. sæti .og missti naumlega af verðlaunasæti. Hann snaraði 105 kg, jafnhetti 125 kg og samanlagt 230 kg. Vilhjálm- KNATTSPYRNA ur, sem keppti í 56 kg flokki, varð í fimmta sæti. Hann snaraði 60 kg og jafnhetti 75 kg og því saman- lagt 135 kg. Árangur strákanna verður að teljast nokkuð góður þar sem þeir eiga enn nokkur ár eftir í unglinga- flokki. Um helgina Handknattleikur Laugardagur 1. deild karla: Seltj’nes Grótta - Fram..........16:30 1. deild kvenna: Garðabær Stjaman - ÍBV..........14:00 2. deild karla: Akureyri Þór-ÍH.................14:00 Sunnudagur 1. deild kvenna: Kaplakriki FH-Fram..............14:00 Selfoss Selfoss - Grótta........14:00 2. deild kvenna: Grindavík UMFG-ÍBK..............18:00 Körfuknattleikur Laugardagur Úrvalsdeild: Stykkish. Snæfell - Valur.......17:00 Sunnudagur Úrvalsdeild: Akureyri Þór-UMFN...............20:00 Höllin KR-ÍBK................. 20:00 Sauðárkr. UMFT - Haukar.........20:00 Seljask. ÍR - UMFG..............20:00 Júdó Haustmót Júdósambands íslands verður í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans í dag. Keppni hefst kl. 13, en í flokki fullorðna kl. 15. Borðtennis Borðtennismót Víkings verður hald- ið í TBR-húsinu á morgun. Mótið er punktakeppni. Keppni hefst í 2. flokki karla kl. 13, 1. flokki og meistaraflokki karla kl. 16 og meistaraflokki og 1. flokki kvenna kl. 14. Frjálsíþróttir Kastmót í karla og kvennaflokki fer fram í Mosfellsbæ í dag og á morg- un, kl. 14.30. Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, mun þar reyna við íslandsmet Hreins Halldórssonar. Badminton Unglingamót IA fer fram á Akra- nesi um helgina. Eirmakeppni TBR fer fram í TBR-húsinu á sunnudag. Blak Laugardagur 1. deild karla: Akureyri KA-ÍS...............16:00 Digranes HK-Fram...HK-Fram....15:15 1. deild kvenna: Akureyri KA-ÍS...............17:15 Digranes HKVíkingur..........14:00 Bordeaux til Róm Franska félagið Bordeaux, sem Arnór Guðjohnsen leikur með, mætir Roma í 16-liða úrslitum UEFA-keppninnar í knattspyrnu og leikur fyrri leikinn í Róm 28. nóvember. Fjögur ítölsk lið eru eftir í keppninni og var heppnin með þeim - þau drógust ekki saman, þannig að að möguleiki er á að liðin fjögur verði í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin í Zúrich 18. desember. Danska liðið Bröndby leikur gegn Bayer Leverkusen og leikur Bröndby fyrri leikinn í Kaupmannahöfn. UEFA-keppnin Dregiðs var í 16-liða írslitum UEFA-bikarkeppninnar í gær: Bröndby (Danmörk) - Bayer Leverkusen (V-Þýskaland) Inter Milan (Italía) v Partizan Belgrad (Júgóslavía) AS Roma (Ítalía) - Bordeaux (Frakkland) Admira Wacker (Austurríki) - Bologna (Italía) Anderleeht (Belgía) - Borussia Dortmund (V-Þýskaland) Vitesse Arnhem (Hollands) v Sporting Lissbon (Portúgal) Köln (V-Þýskaland) - Atalanta (ítaiia) Torpedo Moskva (Sovétríkin) - Mónakó (Frakkland) Leikirnir fara fram 28. nóvember og 12. desember. IÆTAST VIÐ NYJAR VORUR I HVERRI VIKU Á SPRENGHLÆGILEGU VERÐI , ÁÐUR NÚ ; BARNAÚLPUR KR. 4.900 1.990 DÚNÚLPUR KR. 9.900 4.900 KRUMPUGALLAR KR. 0.900 3.900 1 HERRAGALLABUXUR KR. 3.990 1.990 DÖMUINNISKÍR FRÁ KR. 950 ÚTIGALLAR FRÁ KR. 1.990 BARNASKIÐAGALLAR FRA KR. 2.900 . .... Wffism SPORTSOKKAR - 5 í PAKKA STÆRÐIR 23 TIL 34 KR. 359 STÆRÐIR 35 TIL 42 KR. 379 STÆRÐIR 41 TIL 45 KR. 399 VÖMDUÐ 6 MANNA MATARSTELL KR. 3.200 SÉRTILBOD SÆNGURVERASETT KR. 090 .00 TIL 10.00 SPRENGIMARKAÐURINN, SNORRABRAUT 56, 2. HÆÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.