Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
Opið bréf
*
til stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Islands
eftir Hjálmar H.
Ragnarsson
Auglýsing Sinfóníuhljómsveitar
íslands um starf framkvæmdastjóra
hefur vakið athygli stjórnar Tón-
skáldafélags íslands. I auglýsing-
unni er þess getið að umsækjandi
þurfi „að hafa menntun og reynslu
á sviði stjórnunar og fjármála".
Önnur skilyrði, t.d. varðandi reynslu
og kunnáttu á sviði tónlistar, eru
ekki tilgreindar í þessari auglýs-
ingu.
Það er öllum ljóst, sem hafa
starfað eitthvað við listir hér á
landi, að listir og listastarfsemi eiga
og hafa lengi átt undir högg að
sækja. Þrátt fyrir nokkuð almennan
áhuga á listtím hafa yfirvöld ekki
sýnt listastarfemi meiri áhuga en
svo, að opinber framlög til .lista á
íslandi eru hlutfallslega með þeim
Hjálmar H. Ragnarsson
lægstu sem þekkjast í hinum vest-
ræna menningarheimi. Þessa hefur
Sinfóníuhljómsveit Islands mátt
gjalda. Síðustu ár hafa stjórnvöld
í síauknum mæli skorast undan
þeirri ábyrgð að útvega nægilegt
fé til reksturs stofnana eins og Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og þess í
stað vísað þeim á gullkálfa einka-
geirans til fjármögnunar á starf-
semi sinni. Samfara þessari þróun
hefur sá hugsunarháttur náð auk-
inni útbreiðslu, að best sé að fela
sérfræðingum á sviði fjármálavið-
skipta yfirstjórn listastofnana. Af
auglýsingu Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands um starf framkvæmdastjóra
að dæma þá hefur þessi hugsana-
háttur náð tangarhaldi á stjórn
hljómsveitarinnar.
Sinfóníuhljómsveit íslands er
ekki einkafyrirtæki, sem hefur þann
tilgang að skila eigendum sínum
„Sinfóníuhljómsveit ís-
lands er fyrst og fremst
samfélag listamanna
með háleit listræn
markmið. Fram-
kvæmdasljóri hljóm-
sveitarinnar þarf auð-
vitað að skilja þessi
markmið ef þau eiga
að nást.“
flárhagslegum gróða, né heldur
venjuleg ríkisstofnun, sem gegnir
þjónustuhlutverki á einhveiju
ákveðnu sviði. Sinfóníuhljómsveit
íslands er fyrst og fremst samfélag
listamanna með háleit listræn
markmið. Framkvæmdastjóri
hljómsveitarinnar þarf auðvitað að
skilja þessi markmið ef þau eiga
að nást, og hann þarf að búa yfir
a.m.k. neista af því báli sem knýr
listafólkið áfram í sinni listrænu
sköpun. Framkvæmdastjórinn er í
fjölmörgum tilfellum andlit hljóm-
sveitarinnar út á við og sem slíkur
þarf hann að geta aflað hljómsveit-
inni velvildar á meðal almennings
og meðal ráðamanna þjóðarinnar.
Það getur hann ekki nema að hann
búi yfir sannfæringarkrafti og út-
geislun og að hann hafi hlotið ótví-
ræða viðurkenningu sem listamaður
og sem forystumaður í menning-
arlífi landsmanna. Þá þarf fram-
kvæmdastjórinn að hafa afdráttar-
lausa stefnu hvað varðar hlutverk
hljómsveitarinnar í íslensku menn-
ingarsamfélagi og hann þarf að
hafa skýrar hugmyndir um það
hvernig hljómsveitin megi í meiri
mæli en nú er ná til þeirra kynslóða
sem nú vaxa úr grasi. Stefnuleysi
býður hættunni heim og ef heldur
áfram sem horfir má búast við því,
að hljómsveitin einangrist enn frek-
ar frá fólkinu í landinu og í kjölfar-
ið fari pólitískur vilji fyrir rekstri
hennar dvínandi.
Hljómsveitin þarf að snúa vörn
í sókn, en það gerir hún ekki nema
undir forystu dugmikils fram-
kvæmdastjóra, sem hefur metnað
fyrir hönd hljómsveitarinnar og
getu til þess að fylgja hugsjónum
sínum eftir. Hvort framkvæmda-
stjórinn hefur víðtæka reynslu á
sviði ijármála eður ei er ekki aðalat-
riði. Við hlið framkvæmdastjórans
gæti einfaldlega starfað fjármála-
stjóri, sem hefði það hlutverk að
sjá um flármál hljómsveitarinnar
frá degi til dags og veita fram-
kvæmdastjóranum og stjórn hljóm-
sveitarinnar aðstoð og leiðbeiningar
varðandi þá þætti í rekstrinum sem
lúta að Ijármálum. Æskilegast
væri, að framkvæmdastjórinn hefði
sjálfur til þess vald að velja mann
í embætti fjármálastjóra því að þá
yrðu meiri möguleikar á því en ella
að þessir tveir menn gætu starfað
saman í sátt og samlyndi að fram-
gangi hljómsveitarinnar.
Að lokum þetta: Auglýsing Sin-
fóníuhljómsveitar Islands um starf
framkvæmdastjóra er byggð á
þeirri tálsýn, að einhver sérfræðing-
ur á sviði fésýslu geti veitt hljóm-
sveitinni þá styrku forystu, sem
henni er nauðsynleg ef hún í fram-
tíðinni á að dafna og vaxa af verk-
um sínum. Stjórn Tónskáldafélags
íslands varar við þessari tálsýn og
skorar á fulltrúa í stjórn hjómsveit-
arinnar að þeir endurskoði þá af-
stöðu sem birtist í umræddri aug-
lýsingu.
Reykjavík 2. nóvember 1990.
Höfundur er fornm ður
Tónskáldafélags íslands.
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
í REYKJANESKJÖRDÆMI
Reynsla í stjórnmálum, vandvirkni og ósérhlífni eru kostir
sem prýða Salome Porkelsdóttur. Með störfum sínum á Alþingi íslendinga hefur hún
sannað að hún er traustsins verð.
Við kunnum að meta verk hennar og í prófkjörinu 10. nóvember setjum við
Salome í 2. sætiö
Þengill Oddsson heilsugæslulæknir Reykjalundi Kristján Oddsson bónai Kjósarhreppi Jón Bjarni Þorsteinsson heilsugæslulæknir Garðabæ Ólína Ragnarsdóttir frkvstj. öldrunarráðs Grindavík Jónína Guðmundsdóttir kennari Keflavík
Magnús Sigsteinsson forseti bæjarstjómar Mosfellsbæ Hildur Axelsdóttir fóstra Kjósarhreppi Magnús Erlendsson framkvæmdastjóri Seltjamarnesi Björgvin Lúthersson stöðvarstjóri Hafnarhreppi Tómas Tómasson sparisjóðsstjóri Keflavík
Þórdís Sigurðardóttir skrifstofustjóri Mosfellsbæ Halldór Jónsson verkfræðingur Kópavogi Áslaug Harðardóttir skrifstofustjóri Seltjarnarnesi Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Njarðvík Sigurður Bjarnason hafnarstjóri Sandgerði
Helga Richter kennari Mosfellsbæ Birna Friðriksdóttir bæjarfulltrúi Kópavogi Árni Grétar Finnsson hrl. Hafnarfirði Sigríður Aðalsteinsdóttir husmóðir Njarðvík Halldóra Ingibjörnsdóttii kennari Sandgerði
Sigríður K. Jónsdóttir hjúkranarfræðingur Kjalarneshreppi Kristín Guðnadóttir fóstra Kópavogi Valgerður Sigurðardóttir fiskverkandi Hafnarfirði Sigurður Valur Ásbjamarson sveitarstjóri Bessastaðahreppi Sigrún Oddsdóttir husmóðir Garði
Bjöm Jónsson bóndi Kjalarneshreppi Sigrún Gísladóttir skólastjóri Garðabæ Eðvarð Júlíusson forstjóri Grindavík Erla Sigurjónsdóttir fyrrv. oddviti Bessastaðahrepps Helga Ragnarsdóttir nemi Vogum
Tlutasicr
Heílsuvörur
nútímafólks