Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
51
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA
„Þetta er mikið áfall“
- sagði Sverir Kristinsson, liðsstjóri FH, eftir að liðið
hafði tapaðfyrirtyrkneska liðinu ETI meðtólf marka mun
I ÍSLANDSMEISTARAR FH eru
úr leik í Evrópukeppni meist-
araliða í handknattleik, eftir að
hafa tapað með tólf marka
mun, 33:21, fyrir ETI frá Tyrkl-
andi í síðari leik liðanna f Ank-
ara í gær. FH vann fyrri leikinn
með átta marka mun, 29:21.
Yagar Sevim, þjálfari ETI, sagði
eftir fyrri leikinn í Hafnarfirði
í samtali við Morgunblaðið:„Ég held
að við ættum að geta unnið FH-
inga með tólf marka mun á heima-
velli.“ Margir FH-ingar brostu eftir
þessa yfirlýsingu þjálfams, en hann
stóð við þessi orð og brosir nú sjálf-
sagt sínu breiðasta.
„Við spiluðum mjög illa og eins
var dómgæsla rúmensku dómar-
anna skrautleg. Þetta stóra tap er
mikið áfall fyrir okkur, en það verð-
ur að taka þessu eins og hveiju
öðru hundsbiti. Ólánið virðist elta
okkur því Gunnar Beinteinsson
meiddist í leiknum og er því þriðji
leikmaðurinn hjá okkur sem lendir
í meiðslum það sem af er tímabil-
inu,“ sagði Sverrir Kristinsson, liðs-
stjóri FH.
FH náði sér aldrei á strik í leikn-
um og hafði tyrkneska liðið náð tíu
marka forskoti strax í leikhléi, 17:7.
Þessi munur hélst fram í miðjan
síðari hálfleik, en síðan náðu Tyrk-
imir 13 marka forskoti og þegar
flautað var til leiksloka var munur-
inn tólf mörk eins og áður segir.
Um 2.000 áhrfendur voru á leiknum
og létu öllum illum látum og hafði
það áhrif á íslensku leikmennina.
Stefán Kristjánsson, sem lék
fyrsta leik sinn eftir meiðsli, var
markahæstur FH-inga, gerði 8/3
mörk. Halfdán Þórðarson gerði 6,
Guðjón Árnason 3, Þorgils Óttar
Matthísen 2, Pétur Petersen 1 og
Knútur Sigurðsson 1.
FH-ingar koma heima annað
kvöld, fljúga frá Ankara í gegnum
Istanbul og London.
HANDKNATTLEIKUR
I ÍBV - Víkingur 26 : 27
íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, íslandsmótið, 1. deild, VlS-keppn-
j in, föstudaginn 10. nóvember 1990.
( Gangnr leiksins: 3:1, 3:6, 6:8, 10:12, 10:16, 11:18, 15:19, 15:23,
21:26, 25:26, 26:27.
Mörk ÍBy: Gylfi Birgisson 14/7, Sigbjöm Óskarsson 3, Guðfinnur
Kristmannsson 3, Jóhann Pétursson 2, Sigurður Friðriksson 1, Þor-
steinn Viktorsson 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 6. Ingólfur Arnarsson 6. Utan.
vallar: 4 mín.
Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 10, Guðmundur Guðmundsson 6,
Karl Þráinsson 5, Alexej Túrfan 4/1, Björgvin Þór Rúnarsson 1, Hilm-
ar Sigurgíslason 1.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 12. Utan vallar: 10 mín.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Ágætir.
Áhorfendur: Um 350.
Tíundi sigur Víkinga í röð
IBV byrjaði leikinn af krafti og náði fljótlega tveggja
marka forskoti og virtist ætla að veita Víkingum harða
keppni, en eftir það hrundi leikur liðsins. Víkingar gengu
á lagið og juku forksot sitt jafnt og þétt allan fyrri hálf-
leik. Markvarsla og vörn ÍBV var í molum
| Sigfús í fyjri hálfleik en sóknin átti ágæta spretti.
Gunnar í síðari hálfleik náðu Eyjamenn fljót-
Guömundsson lega að minnka muninn í 4 mork á meðan
i skrifar Víkingum voru mislagðar hendur í sókn-
’ inni. En Víkingar náðu að rétta úr kútnum og náðu mest
8 marka mun. Á lokakaflanum munaði minnstu að Eyja-
(menn næðu að jafna. Þegar ein mínúta var eftir náðu
þeir að minnka muninn í eitt mark, en það var Birgir
Sigurðsson, besti leikmaður Víkings, sem innsiglaði tíunda
sigur liðsins þegar hálf mínúta var eftir með góðu gegnum-
broti.
Víkingar léku lengstum ágætlega, en misstu þó boltann
oft klaufalega í sókninni í síðari hálfleik. Auk Birgis voru
Guðmundur Guðmundsson og Hrafn Margeirsson góðir í
liði Víkings. Leikur ÍBV var mjög kaflaskiptur, ágætis
sprettir innan um, en vömin og markvarslan hins vegar
ansi döpur. Gylfi Birgisson var yfirburðarmaður í liði IBV
og átti sinn besta leik á tímabilinu.
KR-ÍR 27 : 20
íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið 1. deild, VlS-keppnin, föstudag-
inn 10. nóvember 1990.
Gangur leiksins: 0:1, 3:4, 3:7, 10:10, 13:14, 14:16, 18:17, 20:19,
26:19, 27:20.
Mörk KA: Hans Guðmundsson 11/3, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson
6, Guðmundur Guðmundsson 4, Erlingur Kristjánsson 3, Pétur Bjama-
| son 2, Jóhannes Bjamason 1.
Varin skot: Axel Stefánsson 16. Utan vallar: 4 mín.
Mörk ÍR: Róbert Rafnsson 6, Ólafur Gylfason 5/1, Matthías Matthías-
í son 4, Jóhann Ásgrímsson 3, Frosti Guðlaugsson 2.
Varin skot: Hallgiimur Jónasson 9.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson.
Áhorfendur: Um 250.
I Góður endasprettur KA
KA vann góðan sigur á ÍR á Akureyri í gærkvöldi og
gerði gæfumninn góður leikkafli þeirra í lokin, en
KA gerði þá sjö mörk gegn einu á lokamínútunum. Á
þessum leikkafla fór Axel, markvörður KA, í gang og
varði hvert skotið á fætur öðru.
Leikurinn var lélegur í heild. Hjá KA
var Axel mjög góður í síðari hálfleik. Þá
áttu Sigurpáll og Hans einnig góðan dag.
Róbert Rafnsson var besti leikmaður ÍR.
Morgunblaðiö/Einar Falur
Birgir Sigurðsson var besti leikmaður Víkings gegn
ÍBV í Eyjum í gærkvöldi. Hann tryggði liði sínu sigur á
lokamínútunni og skoraði alls 10 mörk.
Reynir
Eiríksson
skrifar
Gunnar Beinteinsson.
Gunnar
meiddur
íökkla
Gunnar Beinteinsson, horna-
maðurinn snjalli hjá FH,
meiddist á ökkla í Evrópuleikn-
um gegn ETI í Tyrklandi í gær-
kvöldi. Gunnar fór meiddur af
léikvelli í upphafi síðari hálfleiks
og var talið að hann hafi slitið
hásin í ökkla.
Það á ekki af FH-ingum að
ganga því Gunnar er fjórði leik-
maðurinn sem meiðist það sem
af er keppnistímabilinu. Stefán
Kristjánsson er nýstiginn upp
úr ökklameiðslum.Óskar Ár-
mannsson er handarbrotinn og
Jón Eiiing Ragnarsson er
meiddur í nára og verður ekki
með í handboltanum fyrr en eft-
ir þrjár til fjórar vikur.
1. DEILD KARLA
VIS-KEPPNIN
Fj. leikja U J T Mörk Stig
VÍKINGUR 10 10 0 0 247: 210 20
VALUR 10 8 1 1 239: 214 17
STJARNAN 10 7 0 3 241: 229 '1-i
FH 10 5 2 3 232: 223 12
HAUKAR 9 6 0 3 205: 204 12
KR 10 3 5 2 234: 230 11
KA 10 4 1 5 235: 215 9
ÍBV 9 3 1 5 221: 217 7
IR 10 2 1 7 219: 241 5
SELFOSS 10 1 2 7 198:234 4
GRÓTTA 9 I 1 7 185: 206 3
FRAM 9 0 2 7 182: 215 2
Handknattleikur
1. deild kvenna:
Stjarnan - ÍBV..........27:17
2. deild karla:
ÍBK-UMFA..................23:16
Völsungur-ÍH............20:17
Ármann - UBK............21:26
Körfuknattleikur
Kvennamót í Danmörku
ísland - Riga (Sovétr.).45:81
■Anna María Sveinsdóttir var stigahæst í
liði íslands, gerði 11 stig. Vigdís Þórisdótt-
ir kom næst með 6 stig.
1. deild karla:
UBK - Skallagrímur...............44:50
ÍA-Reynir........................94:90
faém
FOLK
■ SIGURÐUR Bjarnason, hand-
knattleiksmaðurinn efnilegi úr
Stjörnunni, verður í leikbanni gegn
ÍR í 1. deildarkeppninni um aðra
helgi. Sigurður hefur tvívegis
fengið að líta rauða spjaldið í 1.
deild; gegn Fram í 5. umferð og
gegn KR á miðvikudaginn. Aga-
nefnd HSÍ kemur saman til fundar
á þriðjudag og því tekur leikbannið
ekki gildi fyrr en eftir fimmtudag.
og -er Sigurður því lögiegur með
Stjörnunni gegn Haukum á mið-
vikudagskvöld.
■ STURLA Örlygsson, þjátfari
og leikmaður úivalsdeildarliðs Þórs
í körfuknattleik, var úrskurðaður í
tveggja leikja bann af aganefnd
KKI í gær vegna óíþróttamanns-
legrar framkomu í leik Hauka og
Þórs um síðustu helgi. Sturla tekur
út bannið gegn Njarðvík á sunnu-
dag og gegn Grindavík á þriðju-
dag.
■ SVERRIR Sverrísson, leik-
maður knattspyrnuliðs Tindastóls
og bróðir Eyjólfs hjá Stuttgart,
hefur ákveðið að leika með KA í
1. deild næsta sumar.
■ MAGNÚS Bergs, sem lék með
Stjörnunni í 1. deild knattspyrn-
unnar sl. sumar, hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna. Stjarnan
verður einnig án Árna Sveinssonar
næsta sumar, en hann hefur gert
tveggja ára samning við lið í Lux-
emborg.
■ ÓMAR Torfason, knattspyrnu-
maður sem þjálfaði Leiftur í 2.
deild sl. sumar jafnframt því að
leika með liðinu, hefur verið orðað--
ur við 1. deildarlið Víkiugs. Omar,
sem er á ísafirði og stundar rækju-
veiðar með föður sínum, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
Víkingar hafi rætt við sig um að
leika með liðinu næsta sumar. „Ég
er að hugsa málið og því ekkert
ákveðið enn.“
■ MARK Lawvenson, fyn-um
leikmaður Liverpool, sagði fram-
kvæmdastjórastarfi sínu lausu hjá
4. deildarliðinu Peterborough í
^■■■■1 gær. Engin ástæða
FráBob var gefin fyrir upp-
Henne.ssy sögninni, en talið er
lEnglandi líklegt að Lawren-
son verði næsti •
þjálfari Manchester City. Howard
Kendall yfirgaf Manchester City
á þriðjudag og tók við sínu gamla
félagi Everton.
■ PAUL Goddard hefur verið
settur á sölulista hjá Millwall.
Goddard var keyptui- frá Derby
fyrii' þetta tímabil á 800 þúsund
pund, en er nú falur fyrir 50 þús-
und pund. Hann er 31 árs og hefur
ieikið með QPR, West Ham, New-
castle og Derby.
■ JAN Mölby leikur líklega
síðasta leik sinn fyrir Liverpool í
dag gegn Luton á Anfield Road.
Liverpool og Barcelona hafa kom-
ist að samkomulagi um kaupverðið
á Mölby, 1,5 miiljónir punda og
talið að gegnið verið frá samningum
eftir helgi. Mölby, sem er 27 ára,
var keyptur til LiVerpool frá Ajax
fyrir sex árum á 575 þúsund pund.
FIMLEIKAR | GETRAUNIR
Gerpla og Björk 0^- ./.0!— Staðan á ýmsum tímum Hálfleikur Úrslit Mín spá 1 x 2 12 réttir 45. leikv.
Aston Villa : Notth. Forest
Chelsea : Norwich City
sendaliðálMM Crystal Palace : Arsenal Derby County : Manchester Utd. Liverpool : Luton Town Sheffield Utd. : Everton
T vö íslensk lið ungra efnilegra Um fimleikum, einnig nefnt dans- I stúlkna úr Gerplu í Kópavogi fimleikar. Slík mót hafa verið hald- Southampton : Queens Park R.
Sunderland : Coventry City ■
og Björk úr Hafnarfiðri taka þátt in sl. 4 ár og tekur ísland nú þátt í Tropp-Norðurlandamótinu sem í fyrsta sinn. Hér á landi hafa ver- fram fer í Ravensborghallen í Göge ið haldin mót með þessu keppnis- í Danmörku um helgina. formi í 3 ár við vaxandi vinsældir. Tottenham : Wimbledon Blackburn : Sheffield Wed. Millwall : West Ham
Tropp er hópðakeppni í almenn- Wolves : Newcastle