Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 Að undanfömu hefur hópurinn sem vinnar að mótframboðinu safnað undirskriftum þar sem alls þarf 120 manns til að hægt sé að leggja fram löglegan lista. I sérstöku dreifibréfi hópsins til félagsmanna Dagsbrún- ar segir að liðin séu 18 ár frá því Otti um að flugmenn neiti að upp- lýsa atvik TERRY Middleton, framkvæmda- stjóri IFALPA, alþjóðasamtaka flugmanna, kveðst óttast að flug- menn neiti að aðstoða við að upp- lýsa atvik, af ótta við að það sem þeir segja verði notað gegn þeim fyrir dómstólum, ef sá háttur verði hafður á að höfðað verði refsimál á hendur þeim. Hann seg- ir það einsdæmi í heiminum að flugmenn séu látnir bera refsi- abyrgð vegna atviks, þar sem ekki urðu slys á fólki, eins og hafi ver- ið raunin í nýgengnum dómi fyrir Hæstarétti íslands. IFALPA muni styðja íslenska flugmenn í við- leitni þeirra til að fá þessu breytt. „Sú hætta, að höfðað verði refsi- mál á hendur flugmönnum, veldur óþarfa álagi á þá og ég óttast einn- ig að erfiðara verði að upplýsa at- vik, sem upp koma,“ sagði Terry Middleton. „Flugmenn munu hika við að skýra frá málsatvikum og það stefnir flugöryggi í hættu. Ef upplýsa á mál, til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, verður flugmaðurinn, sem hlut á að máli, að geta skýrt hiklaust frá öllu. Geti ummæli hans komið honum illa fyrir rétti þá er augljóst að lög- maður myndi ráðleggja honum að segja ekkert. Þannig yrðu niður- stöður rannsókna á mistökum eða slysum mun óáreiðanlegri og það byði heim endurtekningu slíkra at- vika.“ Aðspurður um hvort IFALPA hyggðist grípa til einhverra aðgerða vegna þessa sagði Terry Middleton að samtökin hefðu kynnt sér dóm Hæstaréttar. Samtökin biðu þess nú að Félag íslenskra atvinnuflug- manna skýrði frá sínum fyrirætlun- um vegna þessa, en það væri ljóst að IFALPA myndi styðja íslenska flugmenn í viðleitni þeirra til að fá málsmeðferð breytt. síðast var kosið til stjómar félags- ins. í stefnuskrá segir m.a. að verka- lýðshreyfingin verði að fara að miða kjarakröfur sínar við lágmarks- mannréttindi, sem hljóti að vera að allir eigi kost á húsnæði, mat og vinnuaðstöðu, sem sé örugg og góð, og ekki þurfi að vinna meira en umsaminn dagvinnutaxti geri ráð fyrir. Krafist er hækkunar skattleysismarka og að tap ríkis- sjóðs verði unnið upp með hátekju- þrepi sem sett verði við 170 þús. kr. á einstakling. Framboðið styður hugmyndir um húsaleigustyrki en berst á móti hækkun vaxta í al- menna húsnæðiskerfinu. Þá er lögð rík áhersla á að komið verði á lýð- ræðislegu samskiptakerfi innan Dagsbrúnar. „Kjör í stjóm Dagsbrúnar þarf að vera lýðræðislegt. Þar þarf að ýta út þeirri samtryggingu sem gerir lýðræði nánast ómögulegt inn- an félagsins og taka upp beint kjör stjórnarmanna sem einstaklinga og gera öllum félögum Dagsbrúnar kleift að vera þátttakendur í nút- ímalegu lýðræðisskipulagi, sem því miður er ekki til staðar í dag,“ seg- ir í stefnuskrá mótframboðsins. % 60 ♦- RUV •o- Stöð-2 Áhorf á sjónvarp sunnudaginn 28. október, landið allt, 12-75 ára Ahorf á sjónvarp sunnudaginn 28. október, þar sem er myndlykill, 12-75 ára 13:00 Tímidags 19:19 22:20 063:8:8:8:8:8« 13:00 Tími dags Morgunblaðið/K.G.A. Þórir Karl Jónasson, framkvæmdastjóri mótframboðsins innan Dags- brúnar, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður, á félagsfundi Dagsbrúnar á dögunum. Mótframboðið í Dagsbrún: Frambjóðendum stillt upp til sljórnarkjörs MÓTFRAMBOÐ til stjórnarlqörs í verkamannafélaginu Dagsbrún hef- ur stillt upp framboðslista sínum. Jóhannes Guðnason er í framboði til formanns, varaformannsefni er Jóhannes Sigursveinsson og Þórir Karl Jónasson býður sig fram til gjaldkera, en hann er jafnframt fram- kvæmdastjóri framboðsins. Óskar Ólafsson er í framboði til ritara og Einar Sigurðsson í stöðu fjármálaritara. Tveir meðstjórnendur eru á framboðslistanum, Páll Þ. Jónsson og Jónas Guðmundsson. Kosningarn- ar fara fram í janúar. Ahorf á sjónvarp miSvikudaginn 31. október, landið ailt, 12-75 ára Áhorf á sjónvarp miðvikudaginn 31, október, þar sem er tnyndlykill, 12-75 ára Ný sjónvarpskönnun Gallup GALLUP á íslandi hefur gert nýja sjónvarpskönnun fyrir íslenska sjónvarpsfélagið, Ríkissjónvarpið, Samband íslenskra auglýsinga- stofa og Samstarf auglýsenda. Gagnaöflún fór fram dagana 1.-2. nóvember 1990. Úrtak var valið af handahófi úr þjóðskrá úr hópi 12-75 ára. Stærð úrtaksins var 850 manns og voru viðmælendur spurðir í gegnum síma. Af 850 svör- uðu 601, eða 71% úrtaksins. Aldur- skipting, kynjaskipting og búseta svarenda endurspeglar með ágæt- um hætti aldursskiptingu, kynja- skiptingu og búsetu landsmanna á þessu aldursskeiði. Markmið könnunarinnar var að fá upplýsingar um áhorf á hvern dagskrárlið 28.-31. október. Spurt var hvort viðkomandi hefði eitthvað horft á sjónvarp þessa daga, síðan var spurt um áhorf á hvern dag- skrárlið. Niðurstöður má sjá í eftirfarandi línuriti. Línuritin eru tvenns konar, annars vegar eru línurit um notkun fólks á sjónvarpi á landinu öllu og hins vegar notkun fólks þar sem myndlykill er á heimilinu. (Fréttatilkynning) Aðalfundur LÍÚ: Verðjöfnmiarsjoðiir og Hagræð- ingarsjóður verði lagðir niður AÐALFUNDUR Landssambands íslenskra útvegsmanna, haldinn í Reykjavík 8. og 9. nóvember, skorar á sljórnvöld að afnema lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Þá lýsir aðalfundurinn sig algjör- lega mótfallinn lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins og felur sljórn LÍÚ að beita sér fyrir því af alefli að sjóðurinn verði tafar- laust lagður af. Á fundinum var Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaður LÍÚ með lófataki. Á aðalfundi LIÚ var samþykkt að lágmarksverð á botnfiski verði áfram ákveðið í Verðlagsráði sjávar- útvegsins og lýst var yfir stuðningi við Aflamiðlun, svo og að innlendum fískmörkuðum verði komið á, þar sem aðstæður leyfi. í efnahagsályktun fundarins segir að afkoma sjávarútvegsins hafí batnað í ár eftir langvarandi erfíð- leika innan greinarinnar, minnkandi afla og erfið rekstrarskiiyrði og nú sé talið að sjávarútvegurinn í heild sé rekinn með nokkrum hagnaði. Bætta afkomu sjávarútvegsins megi rekja til hækkaðs fiskverðs og já- kvæðari rekstrarskilyrða í landinu. Þó beri að vara við mikilli bjartsýni vegna mikils óstöðugleika á olíu- mörkuðum og hækkandi olíuverðs í kjölfarið. Standa beri vörð um þann áfanga, sem náðst hafi í samningum aðila vinnumarkaðarins fyrr á þessu ári, og leitt hafi til minni verðbólgu. Leggja beri megináherslu á að tryggja almenn efnahagsleg skilyrði fyrir atvinnulífið en hverfa frá sér- tækum aðgerðum í efnahagslífinu. Mikilvægt sé að það fjármagn, sem greinin fái vegna betri afkomu, hald- ist innan hennar, svo fyrirtækin geti lagað erfíða fjárhagsstöðu sína. Fundurinn mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um hækkun hafnargjalda og launaskatts, sem fram komi í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1991. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að afnema lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, sem samþykkt hefðu verið á Alþingi í vor, þrátt fyrir andstöðu flestra hagsmuna- samtaka í sjávarútvegi. Orðrétt segir í ályktun fundarins: „Við teljum mun eðlilegra að sjávar- útvegsfyrirtæki fái heimild til stofn- unar sveiflujöfnunarsjóðs innan hvers fyrirtækis. Fundurinn telur ekki nokkra ástæðu að vera með ísfisk, sem seldur er erlendis, eða afurðir frystitogara, í Verðjöfnunar- sjóði. Fundurinn mótmælir þeirri miðstýringu, sem felst í lögum um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, og telur að með þessu sé verið að stofna til nýs frumskógar sjóðakerf- is á íslandi en einföldun og fækkun sjóða hefur verið eitt af helstu bar- áttumálum sjávarútvegsins á und- anförnum árum.“ Aðalfundur LÍÚ vill vekja athygli á að ísaður fiskur hafi um langt árabil verið fluttur út á ferskfisk- markaði erlendis af þeirri einföldu ástæðu að þar hafi hagkvæmasta verðið fengist, að því tilskildu að framboðið hafi verið hæfilegt. Þessi útflutningur sé því ekki valdur að þeirri fækkun starfa í físk- vinnslu, sem af hafí verið látið und- anfarið. Þar komi til sú eðlilega þró- un, sem átt hafí sér stað með ijölg- un fiskiskipa, sem vinni afla sinn úti á sjó. Fundurinn varar við því að verði útflutningur á ísfiski tak- markaður um of geti það leitt til þess að enn fieiri útgerðir láti vinna afla skipa sinna úti á sjó og drægju þar með enn frekar úr framboði á físki til vinnslu í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.