Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 Waldemar Malicki, pianóleik- Jan Krenz, hljómsveitarstjóri. ari. Sinfóníuhlj óm- sveitlslands _______Tónlist____________ Ragnar Björnsson Pólska hljómsveitarstjóranum Jan Krenz tókst það sem alla stjórnendur dreymir um, þ.e. að hrífa áheyrendur og hljómsveit með sér strax í fyrsta upptaktin- um. Varla hafði hann náð jafn- væginu á stjómendapallinum þegar hann gaf upptaktinn að forleik kvöldsins, forleiknum að ó_perunni Eureganthe eftir höf- und þýsku rómantísku óperannar Carl María von Weber. Á fyrstu töktum forleiksins var auðheyrt að hér var kominn stjómandi sem náði fram dramatískum línum forleiksins og um leið glæsileik, án áberandi láta fyrir framan hljómsveitina, hér þurfti þess ekki og hljómsveitin svaraði eins og hljómsveit ber að gera og nýr hljómur barst eyrum áheyrenda. Hér var kominn maður með reynslu og listrænan þroska. Undirrituðum fannst Krenz draga upp fullsterkar línur á stundum, sem hann gerði og í d-moll sinfóníu Césars Franks, en í þeim fíngerða en flókna vef, getur verið vafasamt að þenja efnið um of, einnig svarar hljóm- burður Háskólabíós illa miklum átökum. Lengi má deiia um hvort allegro non troppo sé nægj- anlega non troppo og hvort Lento-ið sé um of eða van, en víst var andi C. Franks í salnum. Einleikari kvöldsins var einnig pólskur, Waldemar Malicki, og lék píanókonsert Chopins í e- moll. Malicki sýndi mikið öryggi í konsertinum og ágæta tækni, þó var ásláttur hans í hröðum leik á stundum nokkuð harður þannig að hlýja og töfrar „fingra- spils“ Chopins náðu ekki alltaf fram í dagsljósið. Malicki lék tvö aukalög, hið fyrra eftir Szymon Kuran, einn landa sinna í hljóm- sveitinni, hið síðara varð einskon- ar íslensk-polonaise af Inga T. Lárussyni — improvisation. í nýlegri gagnrýni um sin- fóníutónleika tókst illa að koma því sem ég vildi sagt hafa í skilj- anlegar umbúðir til væntanlegra lesenda. En meining mín var, hvort ekki væri hollara Sinfóníu- hljómsveitinni okkar að reyna að fá þekkta gestastjómendur tiL að koma hér við t.d. á leið sinni yfir hafið, heldur en að binda hljóm- sveitina við ákveðinn einn mann ár eftir ár. Sú skoðun mín styrkt- ist við þessa tónleika Sinfóníunn- ar. 1^11 RH 01 07H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori L I I I W / U KRISTINNSIGURJÓNSSOIM, HRL.loggilturfasteignasali Á fasteignamarkaðinn eru að koma meðal annarra eigna: Glæsilegt einbýiishús í Garðabæ við Bæjargil 153,6 fm nt. m/4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum. Góður bílsk. 24 fm. Blómskáli. Heitur pottur. Húsið er tekið til afnota ekki fullg. Húsnlán kr. 4,6 millj. Tilboð óskast. í Laugardalnum - við Miklatún 3ja herb. íb. stórar og góðar í kj. Sérinng. Sérhiti. Vinsaml. leitið nánari uppl. Góð suðuríbúð með bílskúr á 2. hæð v/Stelkshóla 2ja herb. 60 fm á vinsælum stað. Rúmg. sólsval- ir. Góð sameign. Góður bílsk. 22 fm nt. m/upphitun. Nýendurbyggð í tvíbýlishúsi í Skerjafirði 2ja herb. íb. v/Ejnarsnes. Allt sér (-inng., -hiti, -þvotta- aðst.). Laus strax. Verð aðeins kr. 4,5 millj. Gott lán lán fylgir. Á frábæru verði í Fellahverfi í lyftuhúsi 6 herb. íb. á tveimur hæðum. 4 rúmg. svefnherb. Tvöf. stofa. Tvennar svalir. Bað og gestasnyrting. Sérþvottah. Sérinng. af gangsvölum. Bílsk. Mikið útsýni. Frábær greiöslukjör. Tilboð óskast í eignina 5 herb. séríb. á vinsælum stað í Túnunum. Sérinng. Sérhiti. Laus strax. Trjágarður. Seljandi óskar eftir tilboði. Einbýlishús við Jöldugróf Nýtt steinhús, hæð og kj. samt. 263,6 fm. Tvöf. bilsk. 49,3 fm. Góð lán. Eignaskipti möguleg. í nýja miðbænum eða nágrenni Þurfum að útvega fjársterkum kaupanda 2ja-3ja herb. góöa ibúð. Mikl- ar og góðar greiðslur. Ennfremur óskast 4ra-5 herb. íb. og 3ja-4ra herb. íb. í skiptum fyrir nýtt einbhús, ekki stórt. Nýlegt einbýlishús óskast í borginni eða Garðabæ. Æskileg stærð 140-200 fm. Veröhugmynd kr. 12,0-16,0 millj. Rétt eign verður borguð út.________ • • • Opið í dag kl. 10.00-14.00. Gott skrifsthúsnæði óskast ímiðborginni eða nágr. Rétt eign borguð út. AIMENNA FASTEIGHASAL AM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Gisnir vefir Myndlist Bragi Ásgeirsson Það má segja, að veflistarkonunni Guðrúnu Marinósdóttur hafi ekki legið neitt tiltakanlega á að halda einkasýningu, þótt hún hafi tekið þátt í miklum fjölda samsýninga heima sem erlendis í vel á annan áratug. En einhvern tímann varð að taka af skarið og um þessar mundir sýnir hún tólf textílverk í Ásmundarsal á horni Freyjugötu og Mímisvegar. Guðrán hefur skapað sér nokkra sérstöðu meðal íslenzkra textíllista- manna með verkum sínum, þar sem viðartágar eru uppistaðan, ásamt ýmsum öðrum efnum, er mynda form og tilbrigði innan táganna, svo sem hampi, silki, plasti, bómull o.s.frv. Iðulega hefur þessari iðju hennar fylgt viss yndisþokki, sem hefur get- að minnt á austurlenzka list og þá einkum í hinum smærri verkum, sem sér og stað í þrem Iitlum verkum á sýningunni, sem bera heitið „För“ (12) og era úr viðartágum og silki. Það er að mínu viti heilmikið í þessu litlu verk spunnið, enda hafa slík smágerð verk íslenzkra textíl- Guðrún Marinósdóttir veflistakona. manna vakið góða athygli á sýning- um erlendis. Og það er einmitt þegar Guðrúnu tekst að flytja þennan yndisþokka yfir á stærri verk, að hún nær hrif- mestum árangri og vil ég nefna máli mínu til áréttingar myndirnar „Mengun“ (1) viðartágar, hampur, „Glóra“ (2) viðartágar, hampur, silki og „Hrip“ (11) viðartágar, bómull. í þessum myndum er heilmikil geijun í miðbiki heildarformsins og hér álít ég að liggi dýpstu eðliskost- ir listakonunnar, sem eru margbreyt- ileg og fínleg vinnubrögð og hér geta gisnar og grófar viðartágarnar jafnvel ert sjóntaugar skoðandans. Tveir frístandandi skúlptúrar eru á sýningunni og hafa þeir skyldleika að sækja til annarra vinnubragða gerandans, en virka ekki eins hnit- miðaðir. Hins vegar er heilmikill rý- misskúlptúr í myndinni „Á sveimi" (3) viðartágar, bómull, og hér vinna viðartágarnar sitt verk hreint og miililiðalaust, enda í aðalhlutverkinu. Þetta er sýning, sem krefst heil- mikils af réttu umhverfi og lýsingu, eins konar stemmningarverk og þannig séð hefðu þau vafalítið notið sín betur, ef meiri áhersla hefði verið lögð á þau atriði. dddSQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 563. þáttur Kjartan Ragnars í Reykjavík bregst okkur ekki fremur en fyrri daginn og segir nú: vHeill og sæll. I 558. þætti þínum (Mbl. 6/10 ’90) segir þú það eigi ekki við meðal Islendinga að sama nafn sé haft bæði á konu og karli. — Þó mun það hafa borið við hér á landi. Helgi hét maður og bjó í Hörgsdal á Mývatnsheiði á önd- verðri þessari öld. Hann var greindur maður og margfróður. Hann fór með son sinn frum- bernskan til Skútustaðaklerks og bað hann skíra sveininn, og skyldi hann heita Auður Kali. Prestur kvað það ekki við hæfí, enda væri Auður kvenmanns- nafn, og hafnaði beiðni bónda. En Helgi lét ekki ségjast, kvað karlmann einn á söguöld hafa borið nafnið Auður, og mun hafa vitnað í Landnámu, er þar er fjallað um bæjarheitið Auðs- staði í Reykholtsdal. E.t.v. era þessi rök ekki einhlít, en prestur lét undan síga og piltur hét Auður Kali alla ævi, en lést fyr- ir nokkrum árum. Geta má þess til gamans að í Noregi tíðkast nafnið Sölvi, en þar er það kvenmannsnafn (frb. Sölví, og e.t.v. afbökun úr Sol- . veig). Hvernig líst þér annars á orð- ið „ákvarðanataka“ sem nú „veður uppi“ í ræðu og riti? Ég tel það ekki til fyrirmyndar, enda virðist ákvörðun ein nægja, a.m.k. í flestum tilvikum. Hvað líst þér? Bestu kveðjur." Umsjónarmaður tekur fyrst undir hið síðasta í bréfínu. Orðið „ákvarðanataka" er hvimleitt og þarflítið. En þær eru fleiri „tök- urnar“ sem angra mig. Ólíkleg- ustu menn era t.d. farnir að tala um „lýðveldistöku“ í staðinn fyr- ir lýðveldisstofnun. Ég ætla samt að vona að ekki verði farið að tala um *alþingistöku og *hæstaréttartöku; Til viðbótar þeim upplýsing- um, sem fram koma um karlheit- ið Auður í bréfi Kjartans,- er þess að geta, að nefnd er Nótt í Snorra-Eddu. „Hún var gift Naglfara. Þeirra sonur var Auð- ur.“ Hvort sem Auður var heiti karls eða konu, mun felast í nafngiftinni ósk um auðnu, eða þá gleði yfir því að fólki varð barns auðið. ★ ■ Svolítil viðbót um 1. hljóð- skiptaröð, sbr. síðasta þátt: Þær sagnir eftir fyrstu röð, sem hafa g-hljóð í stofni, geta haft tvenns konar þátíð. Þetta eru sagnirnar liníga, míga, síga, stíga, og líklega hefur verið til sögnin að *svíga. Þá- tíðarmyndir af fjórum fyrst töldu sögnunum í eintölu eru hneig og hné, meig og mé, seig og sé, steig og sté. Myndirnar með é-hljóðinu eru víst komnar af hinum reglulegu eftir ofurlitlum krókaleiðum. Með svipuðum hætti eru til tvær þátíðarmyndir af víkja, bæði veik og vék. Mér sýnast reglulegu þátíðarmynd- irnar af flestum þessara sagna hafa yfirhöndina í nútímamáli, en menn gátu ort að gamni sínu: Presturinn í stólinn sté, stökk hann niður og pissaði; allt fólkið það óð í hné, og ein kerlingin drukknaði. Já, og hvernig skiljið þið full- yrðinguna í máltækinu gamla: „Litlu munaði, sagði músin, þeg- ar hún mé í sjóinn"? ★ Ilm(u)r er fornnorrænt gyðju- heiti og kemur fyrir í þulum. Það er einnig valkyijuheiti og ekki mjög fátítt sem stofn í kenningum dróttkvæðaskálda. Þá er þetta konunafn, þó að sjaldgæft sé. Þar sem þetta hljómar alveg ein og karlkynsorðið ilmur = angan, hafa margir velkst í vafa hversu beygja skuli konunafnið. En það fer naumast milli mála. Það er í sama beygingaflokki og Hildur og Sigríður, beygist sem sagt: Ilmur, um Ilmi, frá Ilmi, til Ilmar. Uppruni kvenheitisins Ilmur er alveg óvís, enda ekkert vitað um hlutverk gyðjunnar Ilmar. Ásgeiri Bl. Magnússyni þykir einna líklegast að orðið sé skylt tijáheitinu álmur, en það er elm í sumum skyldum málum. Nafn þetta hefur ekki verið notað mörgum öldum saman, kannski vegna karlkynsorðsins ilmur. Örfá dæmi þess eru frá allra síðustu árum, ég veit dæmi frá 1958 og 1969. ★ Tíningur 1) Einhver maður kann að vera hátt settur, ef virðing hans er mikil og völd. Annar maður mætti jafnvel vera hærra settur og hinn þriðji hæst settur af þeim öllum. Þetta er fram tekið að gefnu tilefni í kvikmyndar- texta í sjónvarpinu. Þar var end- urtekið: Ég átti von á „háttsett- ari“ manni. 2) Þegja er alkunn sögn í máli okkar, og stundum er talað um að þegja eitthvað í hel, ef menn vilja alls ekki að um það sé talað. Þetta hét í fréttum sjón- varpsins um daginn að „þaga“ eitthvað í hel. Er þetta nú ekki einum um of? 3) Mikill kostur er það á máli manna að orðaval sé fjöl- skrúðugt, en ekki einhæft. Jafn- vel ágætustu orð og orðasam- bönd jaskast út og eru fátæktar- merki, þegar alltaf er staglast á hinu sama. Ég nefni aðeins örfá dæmi úr íþróttamáli. Fyrrver- andi afreksmaður eða maður, sem lengi hefur verið liðtækur, heitir nú alltaf „gamla brýnið". Ef maður hefur meitt sig, á hann undantekningarlítið „við meiðsl að stríða“, og nú lenda menn ekki lengur neinstaðar, þeir hafna alltaf. Reyni menn nú að hafa ofur- litla tilbreytingu í orðavali. Það kostar að vísu umhugsun, en er krafa um hana ósanngjörn? ★ Hlymrekur handan kvað: í gólfínu á Galtarstíg 3i er gamall og þrálátur fúi. Þeir sem ekki eru stroknir, eru yfírleitt sokknir, og segiði svo að ég ljúgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.