Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 38 Lárus Ag. Gíslason Miðhúsum - Minning Fæddur 17. ágúst 1905 Dáinn 2. nóvember 1990 Við fráfall Lárusar rifjast upp tvö atvik úr lífshlaupi hans. Bæði þessi atvik komu til umræðu á milli okk- ar þegar ég kom í 85 ára afmæli hans í ágúst sl. Faðir hans, Gísli Bergsveinsson, bjó um skeið í Akureyjum í Skarðs- strandarhreppi. Eyjabændur áttu góða báta, bæði smáar skektur og stór fjár- og heyflutningaskip. Ólaf- ur í Hvallátrum, bróðir Gísla, var mikilvirkur og góður bátasmiður. Hann hafði smíðað fyrir Gísla flutn- ingaskipið Blíðfara og annan smærri bát er Sigríður hét. Árið 1929 lét Gísli breyta Sigríði og setja vél í hana en um leið var nafni bátsins breytt í Sigurfara. Þessi vélvæðing varð. Eyjabændum til ótrúlega mikilla þæginda, þegar þeir gátu „lagt árar í bát“ og látið vélina vinna í stað þess að hafa tvo, fjóra eða sex menn undir árum, þegar logn var eða mótvindur. Það var eftirminnileg liðveisla og framtak Lárusar í ágústmánuði 1929 sem við rifjuðum upp. Þannig var ástatt á Miðhúsum að faðir minn/Þórarinn Árnason, lést í byrj- un júlímánaðar. Móðir mín, Stein- unn, hélt búskap áfram. Heyskapur á Miðhúsum var bæði á heimatúni og í eyjum. Að þessu sinni var meiri heyskapur í eyjum en oft áð- ur, því slægjur voru einnig fengnar í Reykhólaeyjum. Þegar kom að því að flytja þurfti heyið úr eyjunum varð það úrræði að leita til Gísla í Akureyjum. Hann var nýbúinn að fá vél í bátinn sinn. Án nokkurs fyrirvara var siglt út í Akureyjar og erindið borið upp við Gísla. Hann var heima við, en fór strax í úteyj- ar þar sem Lárus var við heyskap. Samstundis hvarf Lárus frá hey- skapnum og fór á Sigurfara og tók Blóðfara og Miðhúsabátinn í tog og vatt sér í þessa fyrirhuguðu heyflutninga. Skemmst er frá því að segja að á þremur sjávarföllum voru fluttir í land um 200 hestar af þurru heyi úreyjunum. Að lokum var farið inn í Króksijarðarnes og sótt smíðaefni í bæinn í Börmum. Eftir tveggja sólarhringa stans- lausa vinnu kom þessi ungi vel- gjörðamaður heim til sín í Akureyj- ar. Þessi liðveisla, sem Gísli leyfði Lárusi syni sínum að veita móður minni á þessu erfiða sumri í lífi hennar, var meira virði en nútíma- maður getur ímyndað sér. Hvernig heyskapur gekk og heppnaðist gat haft úrsiitaáhrif á framtíð búskap- ar. Að þessu sinni var hlutur Gísla mjög mikils virði að lána mann og báða bátana, en framtak og dugn- aður Lárusar ómetanlegur og á þann veg að þar híaut að vera mik- ill gæfumaður sem stóð að því verki. Einhveijar taugar hefur Lárus haft til þessarar happafleytu, því fyrir tveimur árum fékk hann Sig- urfara til eignar og flutti hann heim til sín að Miðhúsum í Hvolhreppi. Þar gat hann farið höndum um hann og rifjað upp ferðir sínar á honum á Breiðafirði. Hitt atvikið er við ræddum voru framkvæmdir við minnisvarða JVlatthíasar Joehumssonar, frænda okkar, 1985 á 150 ára ártíð hans. Lárus fékk þá hugmynd að reisa skyldi Matthíasi bautastein á þess- ari ártíð hans. Steininn skyldi taka úr hinu mikla stuðlabergssafni sem hrunið hefur úr Vaðalfjallahnjúkun- um ofan við bæinn Skóga í Þorska- firði. Hann ritaði hreppsnefnd Reykhólahrepps þar sem hann skýrði frá þessari hugmynd sinni, áhugamáli og ætlunarverki. Allt gekk eftir eins og Lárus hafði hugs- að sér, hann fór sjálfur upp að Vaðaiijallahnjúkunum, gekk beint að drang, er þar var, settist þar niður og samferðarmenn hans voru sammála að sá drangur skyldi verða tekinn. Síðar sagði Lárus í bréfi til hreppsnefndarinnar að kannski væru heilladísir Reykhólahrepps nær Skógum en þá grunaði. Síðan fékk Lárus fleiri liðsmenn tii verks- ins er unnu með heimamönnum að nauðsynlegum undirbúningi og annarri framkvæmd. Afhjúpun bautasteinsins fór fram á tilsettum tíma. Hann stendur við þjóðveginn beint fyrir neðan bæjarstæðið í Skógum. Að leiðarlokum hefði Lár- us getað tekið undir með Matt- híasi, er hann orti í síðustu ferð sinni 1913 um æskustöðvarnar: Nú vík ég upp á Vaðalfjallatind og Vestfirðinga kveð eg í hinsta sinni. • Þessi „sigurför" Lárusar vestur í Reykhólasveit er táknræn. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Lárus á þökk skilið að leiðarlokum. Þessi tvö atvik staðfesta hvers vegna þökk mín er skráð við fráfall hans. Megi heilladísimar í Skógum fyigja honum og styrkja aðstandendur og ástvini hans á kveðjustundu. Bless- uð sé minning hans. Mikill söknuð- ur er meðal hinna nánustu. Fjöldi samferðamanna eru -hluttakendur í þeim söknuði. Mín kveðjuorð frá 85 ára afmælinu skulu endurtekin: Gildur bóndi góðra jarða gagnsamt áttir myndarbú. . Miklu fleiri minnisvarða en Matthíasar reistir þú. Hjörtur Þórarinsson I dag er til moldar borinn afi okkar, Lárus Ágúst Gíslason. Hann var fæddur í Rauðseyjum í Breiða- firði 17. ágúst 1905, sonur Gísla Bergsveinssonar frá Látrum og fyrri konu hans, Jónu Sigríðar Guð- mundsdóttur frá Miðjanesi í Reyk- hólasveit, næstelstur þriggja barna þeirra. Jóna Sigríður lést er afi var þriggja ára gamall. Gísli bjó um nokkurra ára skeið með ráðskonu en síðar kvæntist hann Magdaienu Kristjánsdóttur sem enn er á lífi. Þau eignuðust fjögur börn er upp komust, er hann nú fyrstur til að kveðja úr þessum sýstkinahópi. Þrátt fyrir móðurmissinn taldi afi sig vera eftirlætisbarn, slík var umhyggja þessara kvenna fyrir honum. I Breiðafirðinum ólst afi upp, honum þótti alltaf vænt um fjörðinn, eyjamar, bátana og fugl- ana. En það átti ekki fyrir afa að liggja að búa í Breiðafirðinum. Vorið 1930 lagði hann af stað suð- ur, ferðinni var heitið til Klemensar á Sámsstöðum. Þar kynntist hann væntanlegu konuefni sínu, Bryndísi Nikulásdóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Þau giftu sig vorið 1931 og hófu búskap á Þórunúpi í Hvol- hreppi. Þar fæddust börn þeirra fjögur sem eru Ragnhildur Lárus- dóttir húsfreyja, Miðhúsum, gift Braga Runólfssyni byggingameist- ara sem nú er látinn, þau eignuð- ust fjögur böm. Hulda Lárusdóttir fulltrúi, Reykjavík, hún er gift Sig- urði P. Siguijónssyni, þau eiga einn son. Gísli Lárusson verkstjóri, Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Þór- arinsdóttur, þau eiga þijú börn. Ragnheiður Fanney Lárusdóttir, Reykjavík, hún giftist Guðmundi Þorkelssyni, þau eignuðust tvö börn, þau slitu samvistir. Afi og amma bjuggu að Þórunúpi til ársins 1947 er þau fluttust að Miðhúsum í sömu sveit. Þar bjuggu þau til ársins 1970 er tengdasonur þeirra tók við. Á árunum 1970 til 1981 dvöldust þau að mestu leyti í Reykjavík, eða allt til þess að amma varð fyrir áfalli og varð bundin hjólastól upp frá því. Þá fluttust þau austur aftur. Állar götur síðan hefur afi hugsað frábærlega vel um ömmu. Afi hafði alla tíð mikinn áhuga á félagsmálum. Hann var eldheitur sjálfstæðismaður og tók virkan þátt í starfi flokksins, var meðal annars formaður kjördæmisráðs Suður- lands og sat í miðstjóm. Lengi var hann á búnaðarþingi, vann þar meðal annars að stofnun Lífeyris- sjóðs bænda. Hann var í stjórn Búnaðarfélags Hvolhrepps og lengi formaður þess. í 17 ár var hann í hreppsnefnd. Þá var hann og einn af stofnendum kaupfélagsins Þórs á Hellu. Þessi upptalning er aðeins sáralítið brot af öllu því sem hann tók sér fyrir hendur á félagsmála- sviðinu. Afi var mjög ern allt til hinstu stundar. Hann varð aldrei gamall og lét sig miklu varða allt sem gert var hér á bæ. Allt skyldi vera í röð og reglu bæði innán- og utandyra. Hann hafði mikið skap en þó létta SigurðurF. Svein- bjömsson - Minning Fæddur 5. september 1923 Dáinn 31. október 1990 Við leiðarendann vinur hve lágvær ég er og langsótt i orðanna sjóð. Mér finnst eins og allt hafi þapað með þér og þorrið hvert stef og hljóð. (Ási í Bæ) Bróðir minn, Sigurður Fríðhólm Sveinbjörnsson, andaðist á heimili sínu 31. október síðastliðinn og verður kvaddur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. nóvember. Sigurður fæddist í Skógum í Vestmannaeyjum 5. september 1923, sonur hjónanna Sveinbjörns Ágústs Benónýssonar og Hindriku Júlíu Helgadóttur. Þegar hann var nokkurra mánaða gamall fluttist fjölskyldan í húsið að Brekastíg 18 sem þau höfðu þá byggt sér og bjuggu þar alla tíð síðan. Sigurður átti tvö yngri systkini, Herbert Jó- hann og Jóhönnu Herdísi. Eftir barnaskólanám fór Sigurð- ur í Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja og vélstjóranám. Síðar lærði hann múraraiðn hjá Óskari Kára- syni, múrarameistara. Það starf stundaði hann svo til æviloka og eru það ófá-hús í Vestmannaeyjum sem hann hefur lagt á gjörva hönd, enda þótti hann mjög duglegur og hæfur múrari. Sigurður giftist 24 ára gamall eftirlifandi konu sinni, Rebekku Katrínu Hagalínsdóttur, ættaðri frá Sæbóli í Grunnavík, mikilli merkis- og myndarkonu sem öllum er til þekkja þykir vænt um. Þau byggðu sér hús á Brimhólabraut 3 og hafa búið þár alla tíð síðan. Þau eignuðust fimm börn: Matt- hildi, húsmóður í Vestmannaeyjum, sem á tvö börn; Herdísi, húsmóður í Danmörku, sem á tvö börn; Rann- veigu, húsmóður í Vestmannaeyj- um, sem á eitt barn; Sveinbjörn Ágúst; sjómann í Vestmannaeyjum, og Onnu Maríu, húsmóður í Reykjavík, sem á tvö börn. Barna- börnin eru orðin sjö: Rebekka, Sig- uijón, Gunnar, Olga Mörk, Sigurður Fríðhólm, Sigurður Óttar og Sólrún Lilja. Sigurður var mjög barngóður og hændust barnabörnin mjög að hon- um. Sérstakur sólargeisli nú síðustu árin var lítili dóttursonur hans og nafni, Sigurður Óttar, sem var þeim hjónum báðum til óblandinnar ánægju. Ungur keypti Sígurður sér harm- ónikku sem þá var draumur margra ungra manna og spilaði á hana mátti segja daglega alla tíð, sér og öðrum til ánægju. Einnig hafði hann mjög gaman af fiðlu og fleiri hljóð- færum sem hann átti og mátti segja að hljómlist væri hans líf og yndi. Fljótlega gekk hann í Lúðrasveit Vestmannaeyja og spilaði með henni alla tíð. Fáir munu þeir tón- listarviðburðir hafa verið í Vest- mannaeyjum sem hann lét sig vanta á. Sigurður var maður glaður og reifur og tók fagnandi og opnum örmum gleðistundum lífsins. Hann var snar í snúningum og viljugur svo af bar. Hann var trygglyndur og vinfastur og kom daglega upp á Brekastíg til foreldra sinna meðan þau lifðu og til bróður síns sem bjó þar síðar. Sigurður átti mörg lög sem hann hafði samið og einnig texta við sum þeirra. Þau hjónin höfðu gaman af að kasta fram stökum og var oft glatt á hjalla í kringum þau og gaman að vera með þeim. Sérstakar þakkir vil ég flytja þeim hjónum fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem þau sýndu mér þeg- ar ég dvaldi á heimili þeirra, oft langtímum á sumrin þegar heim- þráin seiddi migtil Vestmannaeyja. Það er bjart yfir þeim minning- um. Ókuferðir út um Eyju og niður í bæ, spurt um fólk, spjallað við fólk og vinir heimsóttir. Það var bjartur og fagur haust- dagur í Vestmannaeyjum 31. októ- ber. Sigurður hafði sótt konu sína suður á flugvöll en hún hafði skroppið til Reykjavíkur. Seinna um daginn fóru þau í ökuferð út um Eyju í blíðviðrinu, eins og þau gerðu svo oft, og um kvöldið höfðu þau setið að tafli, sem var sömuleiðis þein-a uppáhaldsiðja. Um miðnættið kom kallið mikla. Sigurður hneig út af og starfsdegi hans var lokið. Hann endaði áaægjulega í félags- skap sinnar góðu konu sem honum þótti alla tíð mjög vænt um og mat mikils. Við leiðarendann vinur, hve lágvær ég er og langsótt í orðanna sjóð. (Ási í Bæ) Ég þakka góðu dagana heima í Vestmannaeyjum við söng og spil og ljóð. Megi bróðir minn hvíla í friði almættisins. Hjartans þökk fyrir allt. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir I dag verður borinn til moldar frændi minn, Sigurður Sveinbjörns- son, múrari frá Vestmannaeyjum. Fyrir flestum öðrum var hann „Siggi múr“ en fyrir mér var hann Siggi frændi sem spilaði á öll hljóð- færin og kunni öll lögin. Fyrstu átta ár ævi minnar var ég umkringdur tónlist Sigurðar og Herberts, bróður hans. Þótt ég flytt- ist upp á fastalandið rofnuðu tengsl- in ekki. Það var bráðnauðsynlegt að fara til Eyja á hveiju sumri og lund og mjög glatt viðmót. Mjög var honum að skapi að hitta fólk og var þá mjög ræðinn. Næmar voru tilfinningar hans gagnvart öllu smáu sem í kringum hann var, engri skepnu mátti líða illa, hann var sannarlega natinn hirðir. Og ekkert var hann feiminn við að takast á hendur verkefni þó á efri ár væri kominn, vann hann meðal annars Ötullega að því að reisa Matthíasi Jochumssyni minnisvarða fyrir fáum árum. Afi var afar barngóður, munu börn okkar systkina minnast þess lengi. Nú þegar komið er að leiðar- lokum er hans sárt saknað. Við systkinin þökkum af alhug samver- una, hann reyndist okkur alltaf vel, best þegar á reyndi. Nú við hinstu kveðju koma eftir- lætis ljóðlínur hans upp í hugann en það er ljóðið Rósin eftir Guð- mund Guðmundsson. Hún fólnaði, bliknaði, fagra rósin mín, því frostið var napurt Hún hneigði til moldar in blíðu blöðin sín við banastríð dapurt En guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta Sof rós mín, í 'ró, djúpri ró. Lilja, Lárus, Bryndís, Særún Kveðja frá dóttursyni Hann afi er dáinn. Hann sem taldi sig eiga svo margt ógert þó aldurinn væri orðinn hár, því hann horfði alltaf fram á veginn og var alltaf spenntur fyrir öllum nýjung- um. Afí var á margan hátt sérstakur maður, bað aldrei um neitt fyrir sjálfan sig, við áttum alltaf að láta einhvern annan njóta þess er við vildum fyrir hann gera. Hann starfaði mikið að félags- máium og á tímabili var hann í um 30. félögum og nefndum, en sér- stakt var að hann hafði aldrei und- an neinum að kvarta er hann starf- aði með. Afi var orðinn mikill Sunnlend- ingur eftir tæplega 60 ára búsetu í Hvolhreppnum, en var þó svo stolt- ur af uppruna sínum úr Breiða- fjarðareyjunum, og verður mér allt- af minnisstæð síðasta ferð afa vest- ur, er ég fór með honum síðastliðið vor. Um ieið og ég þakka afa allar samverustundirnar bið ég algóðan guð að styrkja ömmu mína. Brynjar Ágúst vera þar að minnsta kosti í nokkrar vikur. Þá reyndi á gestrisni Sigurð- ar en þar var aldrei komið að tóm- um kofunum. Á Brekastíg 18 var endalaust sungið og spilað og á ég þaðan margar skemmtilegar minningar. Hjá þeim bræðrunum kynntist ég fyrst hijóðfærum eins og píanói, orgeli, harmonikku, fiðlu, saxófóni og básúnu, að ógleymdum stórtón- skáldum eins og Oddgeiri Kristjáns- syni og Duke Ellington. Þetta var skrýtinn undraheimur. Það var ekki síst í gegnum tón- listina sem maður kynntist því hvað það var að vera Vestmannaeyingur. Fyrir mér eru Eyjarnar ekki endi- lega eldfjöll, spröngur eða fískur, heldur helst af öllu tónlist og kveð- skapur eftir hetjur eins og Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ að ótöld- um mörgum öðrum ekki síðri sem fengu kraftinn frá Vestmannaeyj- um. Sigurður var verðugur fulltrúi í þessum hópi. Þegar hann kom í heimsókn til móður minnar í Kópavoginum brást ekki að það var sest við píanóið eða tekin fram harmonikkan og sungið og spilað af hjartans lyst fram eft- ir öllu. Þau systkinin brölluðu margt saman og það voru ófá lögin og textarnir sem urðu til á meðan þess- um heimsóknum stóð. Ég hef núna misst frænda minn og eina af stærstu fyrinnyndum æsku minnar, en ég er ekki einn. Sigurðar verður sárt saknað, af barnahópnum sem nú er orðinn föð- urlaus, af móður minni sem er allt í einu orðin einkabarn og af öllum hinum sem hafa misst góðan vin og félaga. Við munum halda minn- ingunni um hann lifandi. Ríkharður H. Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.