Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990 15 Skóla- smiðja í eðlisfræði SKÓLASMIÐJA í eðlisfræði heldur fræðslufund nk. þriðju- dag, 13. nóvember, kl. 16-18 í eðlisfræðistofu Kennaraháskóla íslands. Skólasmiðjan er sam- starfsverkefni Eðlisfræðifélags Islands, Félags raungreinakenn- ara, Háskóia Islands og Kennara- háskóla Islands sem hefur það meginmarkmið að styrkja kennslu í eðlisfræði í grunn- og framhaldsskólum. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Þorsteinn Sigfússon prófessor, formaður^ Eðlisfræðifélags íslands og Þórir Ólafsson prófessor, stjórn- arformaður Skólasmiðjunnar, skýra frá stofnun og fyrirhugaðri starf- semi Skólasmiðjunnar. 2. Páll Theó- dórsson eðlisfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskólans segir frá árangri af þróun kennslutækja við stofnunina. 3. Kynnt verða ýmis tölvutengd mælitæki, m.a. frá Námsgagnastofnun, til notkunar í verklegri kennslu. Fundurinn er ætlaður eðlisfræði- kennurum í grunn- og framhalds- skólum en annað áhugafólk um eðlisfræðikennslu er velkomið. (Fréttatilkynning) Spáð fyrir vetri Hnausum. GAMLA bændasamfélagið ein- kenndist af óöryggi. Islenski vet- urinn hefur alltaf verið mislynd- ur með afbrigðum. Aður var hey- fengur yfirleitt það lítill að bregða mátti til beggja vona að hann dygði. Harðindi og kuldi gat einnig þrengt að fólkinu. Það var því ómetanlegt ef hægt var að sjá fram í tímann og vita hvernig veturinn yrði. Að skoða garnirnar í þeirri kind sem fyrst var slátrað að hausti þótti mörg- um sjálfsagt. Átti mönnum þá að gefast sýn til þess vetrar sem framundan var. Ég talaði við einn af meiri spám- mönnunum hér sem ég hef fyrr leit- að til fyrir Morgunblaðið, og þessi var úrskurðurinn: Tíð verður góð þar til í febrúar, þá kemur snjóa- kafli fram í mars, svo verður ruslu- tíð á einmánuði, sem nær fram á sumarið. Svo mörg voru þau orð, og það merkilega er að þessi spá- dómur mun mjög álíka og sá hjá skagfirsku frúnni sem kom fram í Rás 2, og vissi þó hvorugt af öðru. Að baki þessú er rammasta heiðni. Vilhjálmur REX skrifstofuh úsgögn fyrir heimilið og fyrirtækið SMIÐJUVEGI9, KÓPA VOGI, SÍMI 43500. Prófkjör í Reykjaneskjördæmi Tryggjum áfram- haldandi störf Hreggviðs Jónssonar á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf reynda og trausta þingmenn. Stuðningsmenn. Nýja BAMBO baby-soft buxnableyjan er meira samanþjöppuð og tekur þess vegna minna pláss í hillunum. Fjórar mismunandi stærðir, .sem spanna allt bleyjutímaþil barnanna eru til. MAXI stærðin er síðan sérhönnuð í tvær gerðir: Ein fyrir stelpur og ein fyrir stráka. < (f) < RÉTT FJÁRFESTING - A RÉTTUM TIMA Nú í lok skattársins er rétti tíminn fyrir bændur til að huga að fjárfestingu í atvinnutækjum. Massey Ferguson eru mest seldu dráttarvélarnar frá Vestur-Evrópu hérlendis enda hafa þær þjónað íslenskum bændum í hartnær hálfa öld. Fjórði hver bóndi sem keypti dráttarvél á þessu ári valdi Massey Ferguson. Við bjóðum þrjár meginlínur í Massey Ferguson vélum. - L í N A N Einfaldar vélar sem hafa enst frábærlega vel. 300-LÍNAN Mjög vandaðar dráttarvélar, sem hafa sannað ágæti sitt við erfiðar aðstæður. Þetta er mest selda Vestur-Evrópu dráttar- vélin á íslandi. 3000-LÍNAN Hágæða dráttarvélar, búnar allri hátækni sem á annað borð nýtist í dráttarvélum. Innan þessara meginflokka er svo hægt að velja um hestaflafjölda og margskonar aukabúnað. Allar þessar vélar eiga margt sameiginlegt • Þær eru úrvals verkfæri, þar sem er hugsað fyrir notagildi, öryggi og þægindi í starfi. • Varahluta- og viðgerðarþjónusta eru viðurkenndar. • Greiðslukjörin eru þau bestu á markaðnum. • Endursöluverð er mjög hátt og sala nær örugg. Láttu JÖTUN og MASSEY- FERGUSON koma til liðs við þig á komandi ári! HÖFÐABAKKA 9 M lés 0fy 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.