Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 2

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 2
oeef H3HM3VÖVÍ..Q8 ÍTJOAaUTP.Ö'í /fiSAjaKuoaoi MORGUNBLAÐIÐ FOSTU-ÐAGUR 30. NOVEMBER 1990 Hjúkrunarfélag íslands: 85% samþykkja úrsögn úr BSRB MIKILL meirihluti félagsmanna í Hjúkrunarfélagi íslands greiddi atkvæði með úrsögn úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, en talið var í atkvæðagreiðslu um það í gær. Félagar í Hjúkrunarfélagi ís- lands eru um 2.100 talsins, en þar af eru 1.471 í BSRB. Af þeim greiddu 1.229 atkvæði, eða 83,54%, og voru 1.050 þeirra fylgjandi úr- sögn úr BSRB, eða 85,43% þeirra sem greiddu atkvæði. Gegn úrsögn- inni voru 150, eða 12,2% af þeim sem greiddu atkvæði, og auðir seðlar voru 29, eða 2,35%. Hótel Borgarnes: Pétur Geirsson eignast meirihluta Borgarnesi. TVEIR af stærstu hluthöfum í Hótel Borgarnesi hf. hafa ákveð- ið að selja Pétri Geirssyni veit- ingamanni eignarhluta sinn. Bæj- arstjórn Borgamess ákvað að se^ja honum hlutafé sitt, 32%, og Ferðamálasjóður, sem á 40%, ætlar að gera slíkt hið sama, þannig að Pétur éignast a.m.k 72% hlutafjár. í byrjun mánaðarins gerði stjóm Hótels Borgarness óformlegt sam- komulag við Pétur Geirsson veit- ingamann í Hreðavatnsskála um kaup hans á hótelinu. Síðan kom í ljós að meirihluti stjómar Kaupfé- lags Borgfirðinga, sem á um -20% hlutafjár, vildi ekki selja Pétri og gerði kaupfélagið í framhaldi af því tilboð í hlutabréf annarra eigenda á grundvelli þess samkomulags sem gert hafði verið við Pétur að við- bættum 5%. Borgamesbær hafnaði fyrir sitt leyti tilboði kaupfélagsins og á bæjarstjórnarfundi í fyrra- kvöld var samþykkt með 5 atkvæð- um, 2 sátu hjá, að selja Pétri hluta- bréf bæjarins á því verði sem kaup- félagið bauð. Ferðamálasjóður hafði samþykkt að gera hið sama. Pétur hefur boðist til að kaupa hlut ann- arra hluthafa á sama verði. Á hlut- hafafundi Hótels Borgamess hf. í gærkvöldi var þessi niðurstaða kynnt. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri og stjórnarformaður Hótels Borgar- ness sagðist fagna því að þessi mál væru komin í höfn og vona að hag hótelsins væri vel borgið með þess- ari lausn. - TKÞ Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, sagðist vera mj,ög ánægð með hvað njúkrunarfræðingar hefðu tekið af- gerandi afstöðu í þessu máli. „Það hefur í vaxandi mæli komið fram ákveðin gagnrýni á þá launastefnu sem rekin hefur verið innan BSRB, en þessi umræða í okkar félagi nær aftur fyrir 1980, og í atkvæða- greiðslu um þetta árið 1982 var samþykkt með 10% atkvæða mun að vera áfram í BSRB. Þá var ástæðan vafalaust sú að samnings- rétturinn var hjá BSRB, en frá því samningsréttarlögin tóku gildi 1986 hefur félagið séð um sín kjaramál.“ Sigþrúður sagði að stjómir Fé- lags háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga og Hjúkrunarfélags Is- lands ynnu nú markvisst að því að sameina félögin, en mikill meiri- hluti félagsmanna í báðum félögun- um hefur lýst sig fylgjandi því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrstujólatrén reist Fyrstu jólatrén hafa verið sett upp undánfarna daga. í gær var reist tré við Kalkofnsveg, skammt frá Seðlabankanum. Síðan var tréð snyrt með því að sagaðar vom af því neðstu greinarnar. Friðrik Pálsson, forstjóri SH: Kvótasalan ýtir undir hng-- myndina um sölu veiðileyfa bryddir á bæjarútgerðum á ný „ÉG ER anzi hræddur um að sú staðreynd að kvótinn gengur nú kaupum og sölum í vaxandi mæli verði til þess, að hugmynd- inni um sölu veiðileyfa vaxi hratt fylgi. Þar á útgerðin ekki við Bankar og sparisjóðir: Engar vaxtabreytingar ENGAR breytingar verða á vöxtum banka og sparisjóða um mánaða- mótin en miðað við verðbólguútlit er gert ráð fyrir að nafnvextir hækki eitthvað síðar í mánuðinum. Samkvæmt nýrri verðbólguspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að verðbólga verði um 8% að jafnaði fram eftir næsta ári og að hún aukist frá upphafi til loka desember. í nýútkomnum Hagtöium mán- aðarins, sem Seðlabanki íslands gefur út, kemur fram að raunvext- ir óverðtryggðra skuldabréfalána viðskiptabanka og sparisjóða voru að meðaltali 12,3% á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs og 12,8% á fyrsta ársfjórðungi, og hafa ekki verið hærri á þessum áratug. Á öðrum ársfjórðungi voru raunvextirnir hins vegar 4,6%. Seðlabankinn telur að raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa stefni í að verða um 4%_ hærri en í fyrra. í Hagtölum mánaðarins segir að viðskiptabankar og sparisjóðir hafi ekki náð að láta vaxtalækkanir al- veg fylgja takti verðbólguhjöðnun- arinnar á árinu. Þessi tregða bank- anna hafi verið áberandi seinnihluta sumars, en búast hefði mátt við því, þegar verðbólga hjaðnaði, að raunvextir lækkuðu. Borgaraflokkurinn: Formaður þingflokks hættur að styðja sljórnina GUÐMUNDUR Ágústsson formaður þingflokks Borgaraflokksins tilkynnti Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra í gær að hann styddi ekki ríkisstjórn hans lengur. Ástæðan mun vera óánægja með að Borgaraflokkurinn fékk ekki mann í bankaráð Seðlabanka eins og hann hafði gert kröfu um. Steingrímur Hermannsson stað- festi það við Morgunblaðið, að Guð- mundur hefði tilkynnt sér að hann teldi sig óbundinn af ákvörðunum ríkisstjórnar en tæki afstöðu til ein- stakra mála eftir efni þeirra. Þann- ig sagðist Steingrímur telja að Guð- mundur styddi bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, enda hefði hann staðið að setningu þeirra. Guð- mundur á sæti í efri deild og ríkis- stjórnin heldur þar meirihluta eftir sem áður. Steingrímur sagði aðspurður að Guðmundur væri óánægður með skipan bankaráðs Seðlabankans. „Hins vegar voru öll þau mál af- greidd milli stjórnarflokkanna í einu lagi þegar kosið var í bankaráð við- skiptabankanna og Borgaraflokk- urinn fékk mann í bankaráð Búnað- arbankans svo ég hélt að það væri afgreitt mál. Ég átti fund með for- manni Borgaraflokksins [Júlíusi Sólnes] á miðvikudagsmorgun og hann staðfesti að þessi mál hefðu verið afgreidd á sínum tíma. Þessi mál voru svo rædd oftar en einu sinni í fjarveru hans við dómsmála- ráðherra [Óla Þ. Guðbjartsson] svo þetta kom mér mjög á óvart,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist ekki líta þetta mál alvariegum augum, og vonaði að þetta jafnaði sig, þótt honum þætti alltaf slæmt ef ein- hver þingmannanna væri óhress. Ekki náðist tal af Guðmundi Ágústssyni í gær. neina að sakast aðra en sjálfa sig. Rétt er og að minna á, að í mýjum lögum, sem taka gildi um áramótin, segir að kvótinn myndi ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði,“ sagði Friðrik Páls- son, forsljóri SH, meðai annars á ráðstefnu Fiskiðnar um framtíð fiskvinnslu i landi i gær. Friðrik sagðist hafa áhyggjur af því í hvaða átt umræðan um kvót- ann væri að sveigjast. Rétt væri að minna á, að aðalrökin gegn sölu veiðileyfa í upphafi hefðu verið, að útgerðin þyldi ekki þær álögur, sem því fylgdu. Því miður hefðu þær röksemdir reynzt haldlitlar, þegar vaxandi hluti kvótans gengi kaup-' um og sölum, án þess að eigendur hans hefðu nokkuð með það að gera. Hann spáði miklum átökum um kvótann og sagði að meginmein- semdin, sem við ættum við að glíma í sjávarútvegi í dag, væri sú, að okkur hefði ekki tekizt nægilega vel í upphafi að skilgreina vandann. Hann nefndi einnig að ein alvar- legustu hliðaráhrifin af setningu kvótalaganna, sem við værum nú rétt að sjá brydda á, væru bæjarút- gerðir, ef svo mætti kalla, sem væru að verða til. Þar væru byggð- arlög að reyna að kaupa aftur dýr- um dómum þann kvóta, sem þau hefði' misst, eða væru í þann veginn að missa, þegar skip væru seld þaðan. Verðið á kvótanum markist af hagnaði og hagnaðarvon eða ef til vill einnig örvæntingu. Friðrik ræddi síðan um markaði fyrir sjávarafurðir og sagði: „Við getum betur nýtt okkur ferskfisk- markaðina, sem títt eru nefndir, með útflutningi á ferskum flökum, en það gerum við ekki, vegna þess að við látum undan þrýstingi Evr- ópubandalagsþjóðanna um að flytja mikið til þeirra óunnið, í stað þess að segja við þá, að við getum ein- faldlega ekki sætt okkur við þá mismunun, sem felst í því að þurfa að borga allt að 42% eða jafngildi þess á fiskflök. Ég hef þá bjarg- föstu trú, að við fengjum hlustað á - þetta sjónarmið, enda er til dæmis Humber-svæðinu mikið kappsmál að fá ferskan fisk til sín í dreifingu og þeir myndu mikið á sig leggja svo að til mikils samdráttar i fersk- fiskframboði þyrfti ekki að koma. Mér finnst það vera skylda stjórnvalda, að segja þessum mönn- um það strax, að í framtíðinni verði allur fiskur af íslandsmiðum til- reiddur 'á íslandi og nútíma- og framtíðartækni í umbúðum og flutningum verði notuð til að tryggja að við getum nýtt okkur þá beztu markaði fyrir frystan, ferskan, saltan, grafinn, reyktan eða kæstan fisk eða hvað sem hann kallast. Það skiptir engu máli, en það á að vinna hann á íslandi." Óly mpíuskákmótið: Naumt tap fyrir A-Þjóð- verjum ÍSLENSKA skáksveitin tapaði naumlega fyrir þeirri austur- þýsku, 1,5-2,5 í 11. umferð Olympíuskákmótsins í Novi Sad í Júgóslavíu. Sveitin er nú í kringum 15.-20. sætið með 25,5 vinninga, en Sovétmenn leiða mótið með 30 vinninga og bið- skák. I viðureignunum fjórum fékk Helgi Ólafsson fljótlega betra tafl gegn Bonsh en andstæðingnum tókst að veijast og ná jafntefli. Margeir Pétursson var með svart gegn Knaak, tókst aldrei að jafna taflið, og tapaði. Jón L. Árnason tefldi franska vörn gegn Uhlman og samdi um jafntefli í 25. leik. Jóhann Hjartarson reyndi mikið að vinna Gruenberg á 4. borði en tókst ekki. Sovétmenn hafa þegar fengið 2,5 vinninga gegn Búlgurum en ein skákin fór í bið. Þá er jafnt í viður- eign Englendinga og Júgóslava en þar er einnig biðskák. Bandaríkja- menn unnu stórsigur á c-liði Júgó- slava, 4-0, og komust við það í 2. sætið með 28,5 vinninga. Sjá skákþátt bls. 27. 'ð£&

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.