Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 15

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 15 hefur gerst á öðrum stöðum á hnettinum. Enda eru amerískir listamenn börn síns tíma og um- hverfis líkt og evrópskir. Á sama hátt bíður maður spenntur eftir því, að upp rísi stórir og sterkir sovézkir myndlistarmenn, sem túlka sín sérkenni svo afdráttar- laust, að öllum útlendum megi vera þau augljós. Þessi sýning á að marka upphaf verkefnisins Aldarlok, sem á að endurspegla það ástand, sem ríkir í nútímalist og nota til þess listina sjálfa. Reiknað er með að verkefn- inu verði lokið á tíu árum og munu þekktir listamenn frá ýmsum lönd- um sýna verk sín og skipst verður á sýningum milli landa. Lista- mennirnir munu í verkum sínum túlka afstöðu sína og skilning á því ástandi sem ríkir í listinni á mörkum tveggja alda og jafnframt tveggja árþúsunda. Verkefninu á svo að ljúka með einni allsherjar sýningu — stórfenglegri sýningu á árinu 2000, og á hápunktur sýn- ingarinnar að verða uppsetning minnisvarða um aldarlokalist. Dálítið vafasamt markmið eins og það er sett fram, og er ekki víst að það nái tilgangi sínum, því að hversu færir voru listamenn síðustu aldamóta um að dæma, hvað væri einkennandi fýrir lifandi list á þeim miklu uppstokkun- artímum? Erum við svo miklu gáfaðri í nútímanum? Ekki sýnist mér það, og þetta ber einhvern svip af miðstýringu, heimséndakenningu og öðru slíku, því að auðvitað er þessu hleypt af stokkinum af fólki, sem álítur, að list sín og skoðanabræðra sé nútíðin, framtíðin og eilífðin. Og skondið er, að menn skuli vilja baktryggja sig á þennan hátt tíu ár fram í tímann. En hugmyndin í sjálfu sér er góðra gjalda verð, þótt hún hafi öll skilyrði til að mistakast í þessu formi og þá einkum, ef forsjár- hyggja, markaðsöflin og kaup- stefnusjónarmiðin ein eigi að kveða á um, hvað sé núlist, eins og J)au gera í nútíðinni. Eg vil þó trúa því að það verði sem fyrr listamennimir sjálfir og hugvit þeirra, sem muni hafa síðasta orðið. Víst minnir heilmargt á Sov- étríkin á sýningunni, en það hefur jafnvel meiri svip af að vera í anda hinnar opinberu stefnu í list- um liðinna áratuga, en frelsun úr viðjum hennar, að viðbættum ýms- um kunnuglegum táknum úr vest- rænni núlist. Sé maður ekki altekinn af ein- hverri þröngri hugmyndafræði- legri kreddu í listum, þá fer þessi sýning fyrir ofan garð og neðan hjá skoðandanum og skapar mikið tóm sem krefst uppfyllingar. Þótt ýmsir kunni að hafa gaman af, hygg ég að það stafi um margt af ókunnugleika um þróunina í Rússlandi, og þeir voru margir af annarri gerð myndlistarmanna, sem ótrauðir buðu ríkisforsjá og miðstýringu birginn. Voru sumir hundeltir og hraktir úr landi. Skulu þeir gleymdir og eiga þeir að teljast sýkill eða kýli á líkama listarinnar? Slíkur áróður gegn þeim, sem brautina ruddu þekkir maður næsta of vel hér vestan megin. En sýningin er þó með sanni heimsóknar virði, því að mikilvægt er að vera með á nótunum, og það verður spennandi að fylgjast með hinu nýja gerska ævintýri og eng- inn fortekur, að meðal listamann- anna kunni ekki að leynast vaxtar- broddur framtíðarinnar. YERA,—vandaðir borðdúkar og servíettnr. Haldirðu veglegan málsverð skaltu vanda til borðbúnaðarins. Vera borðdúkar og servíettur eru úr góðu, mjúku og straufríu efni. Ótrúlega mikið úrval fallegra og bjartra lita. Og nú er um að gera að nota hugmyndaflugið við servíettubrotin. Jólasendingin komin 5% staðgreiðsluafsláttur kosta)íboda1 •--,--/V_____/ Kringlunni 8-12, sími 689122. SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FOSTUDAGUR TIL FJAR D <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.