Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 16

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 HflPPflÞRENNR HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS KAUPMENN, KAUPFÉLÖG. VÖNDUÐ LEIKFÖNG Á ÆVINTÝRALEGU VERÐI. I.Guðmundsson &.CO u. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Q)91 - 24020 ÞVERHOLTI 18 Orðin syngja á tungu Bókmenntir Jenna Jensdóttir Sigríður Beinteinsdóttir: Um fjöll og dali. Hörpuútgáfan 1990. Húsfreyja í sveit hafði jafnítn nóg annað að gera en það að setj- ast niður og rækta með sér þá löng- un að hlýða kalli hugsana er leit- uðu út í ljóðrænum stefjum — röð- uðu sér saman — mynduðu fer- skeytlur eða veigamikil ljóð og sögur. Þó hefur það nú alltaf gerst að önnum kafin kona hefur líka sinnt skáldlegum hæfileikum sín- um — jafnvel gefið út bækur — og þannig veitt öðrum aðgang að skáldskap sínum. Ein þessara kvenna er Sigríður Beinteinsdóttir, Hávarsstöðum, sem nú gefur út aðra ljóðabók sína: Um fjöll og dali. Ljóðunum raðar skáldkonan upp með yfirskriftum: Ýmis ljóð, Afmælisljóð, Kvöldvöku- og fundaljóð, Ferðaljóð, Sveitalíf, Bæjaríma og að lokum ein Þula. Ferskeytlur og tækifærisljóð eiga drjúgan þátt í bókinni — drjúpa af vörum skáldkonunnar við allar mögulegar aðstæður. Allur kveðskapur hennar — gerður af hagleik — leiftrar af glettni og lífs- gleði. Ljóðin bera með sér vökult auga og ást á fósturlandinu sem skáld- konan hefur ferðast mikið um og nánast er uppistaða bókarinnar eitt fljúgandi ferðalag um landið: / Ort í ferð með Strandhrepping- um: / Sjö við fórum sýslur í / sama daginn núna / lítið fundum fýrir því / fólkið gamla, lúna. / Stundum samgleðst skáldkonan öðrum á merkum tímamótum: Sveinbjörn Sigríður Beinteinsdóttir Beinteinsson 60 ára: / Þú hefur lengi unað einn / inn við heiðamót- in. / Heillar brekka, hlíð og steinn / hér er sterkust rótin. / Margt yrkisefnið sækir hún í mannfagn- aði og kvennafundi: / Stöndum saman stelpumar / styðjum réttinn okkar. / Þó að kvarti karlfuglar / og klofni stjórnarflokkar. / . .. Skáldkonan staldrar við í heima- byggð sinni og sér þar vítt yfir bæi og sveitir: Belgsholt: / Stóra Belgs- holt stöðugt vex / stefna fram úr búskapshættir / þar er fólk er seg- ir sex / saman tvinnast kjarnaætt- ir / ... Leirár- og Melasveit: / Mela- sveit er merkur staður / margt er þar að gömlum sið. / Sérhver kona og sérhver maður / sinna bara um heimilið / ... Ströndin og Svínadalur: / Á ströndinni eru allir litir / með æðardúni, sængurnar. / En ég vil þú af því vitir / að engin kona er heima þar./ ... Skilmannahreppur og Inn-Nes: / Kringum fjallið kátar fara / kon- urnar í járnblendið. / Skilja eftir bóndann bara / með beljurnar og ungviðið. / ... Nánd samferðafólks og með- bræðra í ljóðum skáldkonunnar sýnir best jákvæða, glaðværa eðlis- þætti hennar — þar sem kátínan með góðlátlegri kerskni er jafnan í fyrirrúmi. Eitt er það ljóð sem mér þykir ort af meiri dýpt og alvöru en önnur ljóð í bókinni og á sér því nokkra sérstöðu: Á Stríðsárunum: Sandar eru í sárum sendlingamir hljóðir, áður fyrr á árum áttu frið og lóðir byggðu úr heyi og hárum hver var annars bróðir. Sæ með silfurgárum signdu geislar ijóðir. Nú er brák á bárum banvæn ungamóðir. Veldur tregatárum týndar fornar slóðir. Sandar eru í sárum sendlingamir hljóðir. Sigríður Beinteinsdóttir hefur í heiðri gamla ljóðformið og víkur í engu frá stuðlum og höfuðstöfum. Ljóð hennar verða áreiðanlega les- in með ánægju af samferðafólki í ljóðunum, sveitar- og nærsveita- mönnum — og öllum hinum. Nokkrar ljósmyndir eru í bókinni og geðþekk hlífðarkápa er gerð af Guðmundi Ingólfssyni. Frá- gangur allur er mjög góður. Hin sígildu ævintýri _________Bækur_____________ Eðvarð Ingólfsson Þijár litlar ævintýrabækur: Mjallhvít og dvergarnir sjö. Nýju fötin keisarans. Prinsessan á bauninni. Þorsteinn frá Hamri þýddi úr ensku. Forlagið 1990. Gömlu, góðu ævintýrin skjóta alltaf upp kollinum annað veifið í endumýjaðri útgáfu. Ástæðan er augljós: Þau ná til ungra barna á öllum tímum. Þessi sígildu ævin- týri hafa sannarlega staðist tímans tönn. Og þau munu halda áfram að gera það. • Forlagið hefur gefið út þijár nýjar bækur í bókaflokknum Æv- intýri barnanna. Allt eru þetta velþekkt ævintýri og verður því söguþráður þeirra ekki rakinn sérstaklega hér. í fyrstu bókinni, Mjallhvít og dvergarnir sjö, takast á góð og ill öfL Barist er upp á líf og dauða — en eins og í öllum gömlum og góðum ævintýrum sigrar hið góða að lokum. Skilaboð Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur f rá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 1. desember verða til viðtals Páll Gíslason, 1. varaforseti borgarstjórnar, formaður stjómar veitustofnana, formaður byggingarnefndar aldraðra, og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilsu- gaesluumdæmis austurbæjar nyrðra, heilbrigðisnefnd. Þorsteinn frá Hamri sögunnar eru þau að illa fer fyrir þeim sem öfunda aðra og vilja gera þeim allt til miska — en þeim sem gera gott farnast vel um síðir. Sagan af Mjallhvít leiðir hugann að þessum elstu, sígildu ævintýrum sem geymdust í munnmælum en voru síðan gefín út þegar prentlist- in kom til sögunnar. Það var auð- velt að geyma þessi ævintýri í minni. Þau eru stutt og spenn- andi, aðalpersónumar skýrar og öllum smáatriðum sleppt. Sögurn- ar eru greinilega sprottnar úr umhverfi fátæks fólks. í þeim end- urspeglast óskir og draumar þess um betri og bjartari tíma en fyrr. Mörgum kann að þykja -þessi elstu ævintýri all grimmúðleg og afmynda veruleikann. En þegar betur er að gáð eru sögumar fyrst og fremst tákn um það sem gerist í sálarlífi mannsins. Boðskapurinn er skýr og skori- norður: Erfiðleikar eru óumflýjan- legur þáttur mannlífsins og það verður að horfast í augu við þá og reyna að sigrast á þeim. Ef það tekst fá söguhetjurnar góða umbun fyrir — kannski að giftast prinsi eða prinsessu og hljóta hálft kon- ungsríkið að auki. Því má segja að innri veruleiki ævintýranna sé sannur þó að söguþráðurinn sé ótrúverðugur. Nýju fötin keisarans og Prins- essan á bauninni eru yngri ævin- týri en sagan af Mjallhvít. Höfund- ur þeirra er danska ævintýraskáld- ið H.C. Andersen (1805-1875). Hann samdi rúmlega 150 smásög- ur og ævintýri fyrir börn. Nýju fötin keisarans er háðsk ádeila á hégómleika fullorðinna. Keisarinn hugsaði ekki um annað en föt og valdi sér klæðnað eftir því sem við átti hveiju sinni. Hann fékk líka að kenna á yfirborðsmennsku sinni í lok sögunnar er hann sprangaði um göturnar á nærklæðum einum fata en hélt að hann væri í nýjum glæsilegum fötum. Prinsessan á bauninni er líka ágæt saga. Hún segir frá konungs- syni nokkrum sem fór út í heim til að leita sér að kvonfangi en hafði ekki erindi sem erfiði. Það rættist þó síðar úr er hann kynnt- ist prinsessunni af Grænugrein. Fléttan í sögunni er mjög einföld og lausnin ekki langsótt. En börn- in sjálf, hvort sem þau eru áheyr- endur eða lesendur, gleðjast áreið- anlega yfir þessum sögulokum. Sagan er sögð frá sjónarhóli kon- ungssonarins og samúðin öll með honum. Bæði þessi ævintýri Andersens eru ólík gömlu, sígildu ævintýrun- um — en engu að síður vel skrifuð og skemmtileg. Það sem skiptir kannski mestu máli er að þau höfða sterkt til barna. Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt allar sögurnar í bókaflokknum Ævintýri barnanna og gert það mjög vel. Bækurnar eru skreyttar glæsilegum myndum sem auðga textann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.