Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 HflPPflÞRENNR HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS KAUPMENN, KAUPFÉLÖG. VÖNDUÐ LEIKFÖNG Á ÆVINTÝRALEGU VERÐI. I.Guðmundsson &.CO u. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Q)91 - 24020 ÞVERHOLTI 18 Orðin syngja á tungu Bókmenntir Jenna Jensdóttir Sigríður Beinteinsdóttir: Um fjöll og dali. Hörpuútgáfan 1990. Húsfreyja í sveit hafði jafnítn nóg annað að gera en það að setj- ast niður og rækta með sér þá löng- un að hlýða kalli hugsana er leit- uðu út í ljóðrænum stefjum — röð- uðu sér saman — mynduðu fer- skeytlur eða veigamikil ljóð og sögur. Þó hefur það nú alltaf gerst að önnum kafin kona hefur líka sinnt skáldlegum hæfileikum sín- um — jafnvel gefið út bækur — og þannig veitt öðrum aðgang að skáldskap sínum. Ein þessara kvenna er Sigríður Beinteinsdóttir, Hávarsstöðum, sem nú gefur út aðra ljóðabók sína: Um fjöll og dali. Ljóðunum raðar skáldkonan upp með yfirskriftum: Ýmis ljóð, Afmælisljóð, Kvöldvöku- og fundaljóð, Ferðaljóð, Sveitalíf, Bæjaríma og að lokum ein Þula. Ferskeytlur og tækifærisljóð eiga drjúgan þátt í bókinni — drjúpa af vörum skáldkonunnar við allar mögulegar aðstæður. Allur kveðskapur hennar — gerður af hagleik — leiftrar af glettni og lífs- gleði. Ljóðin bera með sér vökult auga og ást á fósturlandinu sem skáld- konan hefur ferðast mikið um og nánast er uppistaða bókarinnar eitt fljúgandi ferðalag um landið: / Ort í ferð með Strandhrepping- um: / Sjö við fórum sýslur í / sama daginn núna / lítið fundum fýrir því / fólkið gamla, lúna. / Stundum samgleðst skáldkonan öðrum á merkum tímamótum: Sveinbjörn Sigríður Beinteinsdóttir Beinteinsson 60 ára: / Þú hefur lengi unað einn / inn við heiðamót- in. / Heillar brekka, hlíð og steinn / hér er sterkust rótin. / Margt yrkisefnið sækir hún í mannfagn- aði og kvennafundi: / Stöndum saman stelpumar / styðjum réttinn okkar. / Þó að kvarti karlfuglar / og klofni stjórnarflokkar. / . .. Skáldkonan staldrar við í heima- byggð sinni og sér þar vítt yfir bæi og sveitir: Belgsholt: / Stóra Belgs- holt stöðugt vex / stefna fram úr búskapshættir / þar er fólk er seg- ir sex / saman tvinnast kjarnaætt- ir / ... Leirár- og Melasveit: / Mela- sveit er merkur staður / margt er þar að gömlum sið. / Sérhver kona og sérhver maður / sinna bara um heimilið / ... Ströndin og Svínadalur: / Á ströndinni eru allir litir / með æðardúni, sængurnar. / En ég vil þú af því vitir / að engin kona er heima þar./ ... Skilmannahreppur og Inn-Nes: / Kringum fjallið kátar fara / kon- urnar í járnblendið. / Skilja eftir bóndann bara / með beljurnar og ungviðið. / ... Nánd samferðafólks og með- bræðra í ljóðum skáldkonunnar sýnir best jákvæða, glaðværa eðlis- þætti hennar — þar sem kátínan með góðlátlegri kerskni er jafnan í fyrirrúmi. Eitt er það ljóð sem mér þykir ort af meiri dýpt og alvöru en önnur ljóð í bókinni og á sér því nokkra sérstöðu: Á Stríðsárunum: Sandar eru í sárum sendlingamir hljóðir, áður fyrr á árum áttu frið og lóðir byggðu úr heyi og hárum hver var annars bróðir. Sæ með silfurgárum signdu geislar ijóðir. Nú er brák á bárum banvæn ungamóðir. Veldur tregatárum týndar fornar slóðir. Sandar eru í sárum sendlingamir hljóðir. Sigríður Beinteinsdóttir hefur í heiðri gamla ljóðformið og víkur í engu frá stuðlum og höfuðstöfum. Ljóð hennar verða áreiðanlega les- in með ánægju af samferðafólki í ljóðunum, sveitar- og nærsveita- mönnum — og öllum hinum. Nokkrar ljósmyndir eru í bókinni og geðþekk hlífðarkápa er gerð af Guðmundi Ingólfssyni. Frá- gangur allur er mjög góður. Hin sígildu ævintýri _________Bækur_____________ Eðvarð Ingólfsson Þijár litlar ævintýrabækur: Mjallhvít og dvergarnir sjö. Nýju fötin keisarans. Prinsessan á bauninni. Þorsteinn frá Hamri þýddi úr ensku. Forlagið 1990. Gömlu, góðu ævintýrin skjóta alltaf upp kollinum annað veifið í endumýjaðri útgáfu. Ástæðan er augljós: Þau ná til ungra barna á öllum tímum. Þessi sígildu ævin- týri hafa sannarlega staðist tímans tönn. Og þau munu halda áfram að gera það. • Forlagið hefur gefið út þijár nýjar bækur í bókaflokknum Æv- intýri barnanna. Allt eru þetta velþekkt ævintýri og verður því söguþráður þeirra ekki rakinn sérstaklega hér. í fyrstu bókinni, Mjallhvít og dvergarnir sjö, takast á góð og ill öfL Barist er upp á líf og dauða — en eins og í öllum gömlum og góðum ævintýrum sigrar hið góða að lokum. Skilaboð Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur f rá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 1. desember verða til viðtals Páll Gíslason, 1. varaforseti borgarstjórnar, formaður stjómar veitustofnana, formaður byggingarnefndar aldraðra, og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilsu- gaesluumdæmis austurbæjar nyrðra, heilbrigðisnefnd. Þorsteinn frá Hamri sögunnar eru þau að illa fer fyrir þeim sem öfunda aðra og vilja gera þeim allt til miska — en þeim sem gera gott farnast vel um síðir. Sagan af Mjallhvít leiðir hugann að þessum elstu, sígildu ævintýrum sem geymdust í munnmælum en voru síðan gefín út þegar prentlist- in kom til sögunnar. Það var auð- velt að geyma þessi ævintýri í minni. Þau eru stutt og spenn- andi, aðalpersónumar skýrar og öllum smáatriðum sleppt. Sögurn- ar eru greinilega sprottnar úr umhverfi fátæks fólks. í þeim end- urspeglast óskir og draumar þess um betri og bjartari tíma en fyrr. Mörgum kann að þykja -þessi elstu ævintýri all grimmúðleg og afmynda veruleikann. En þegar betur er að gáð eru sögumar fyrst og fremst tákn um það sem gerist í sálarlífi mannsins. Boðskapurinn er skýr og skori- norður: Erfiðleikar eru óumflýjan- legur þáttur mannlífsins og það verður að horfast í augu við þá og reyna að sigrast á þeim. Ef það tekst fá söguhetjurnar góða umbun fyrir — kannski að giftast prinsi eða prinsessu og hljóta hálft kon- ungsríkið að auki. Því má segja að innri veruleiki ævintýranna sé sannur þó að söguþráðurinn sé ótrúverðugur. Nýju fötin keisarans og Prins- essan á bauninni eru yngri ævin- týri en sagan af Mjallhvít. Höfund- ur þeirra er danska ævintýraskáld- ið H.C. Andersen (1805-1875). Hann samdi rúmlega 150 smásög- ur og ævintýri fyrir börn. Nýju fötin keisarans er háðsk ádeila á hégómleika fullorðinna. Keisarinn hugsaði ekki um annað en föt og valdi sér klæðnað eftir því sem við átti hveiju sinni. Hann fékk líka að kenna á yfirborðsmennsku sinni í lok sögunnar er hann sprangaði um göturnar á nærklæðum einum fata en hélt að hann væri í nýjum glæsilegum fötum. Prinsessan á bauninni er líka ágæt saga. Hún segir frá konungs- syni nokkrum sem fór út í heim til að leita sér að kvonfangi en hafði ekki erindi sem erfiði. Það rættist þó síðar úr er hann kynnt- ist prinsessunni af Grænugrein. Fléttan í sögunni er mjög einföld og lausnin ekki langsótt. En börn- in sjálf, hvort sem þau eru áheyr- endur eða lesendur, gleðjast áreið- anlega yfir þessum sögulokum. Sagan er sögð frá sjónarhóli kon- ungssonarins og samúðin öll með honum. Bæði þessi ævintýri Andersens eru ólík gömlu, sígildu ævintýrun- um — en engu að síður vel skrifuð og skemmtileg. Það sem skiptir kannski mestu máli er að þau höfða sterkt til barna. Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt allar sögurnar í bókaflokknum Ævintýri barnanna og gert það mjög vel. Bækurnar eru skreyttar glæsilegum myndum sem auðga textann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.