Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 33
MORGUNBUyÐlÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990, ■ RÍKISÚTVARPIÐ minnist 60 ára afmælis síns um þessar mundir. Af því tilefni taka starfsmenn þess á móti gestum í bækistöðvum Ríkis- útvarpsins í Reykjavík og úti á landi á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember. Þar fer fram kynning á hinni fjölþættu starfsemi sem liggur að baki dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp og verða gestirnir við- staddir beinar útsendingar og upp- tökur á dagskrárefni. Einnig verður gerð grein fyrir ýmsum tækniatrið- um, sem miklu varða í rekstri stofn- unarinnar og þjónustu hennar við notendur um land allt. Opið hús verður kl. 13.30 til 18.00 í útvarps- húsinu í Efstaleiti hjá Sjónvarpinu á Laugavegi 176 og í landshlutastöðv- unum á Fjölnisgötu 3A á Akureyri, Fagradalsbraut 9 á Egilsstöðum og Aðalstræti 22 á ísafirði. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 29. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 93,00 83,00 90,16 6,137 553.373 Þorskur (stór) 80,00 68,00 69,84 0,608 42.460 Ýsa 97,00 92,00 96,15 0,973 93.552 Ýsa (ósl.) 100,00 80,00 87,30 8,259 720.982 Karfi 47,00 47,00 47,00 1,527 71.786 Ufsi 40,00 40,00 40,00 0,114 4.560 Ufsi (ósl.) 33,00 33,00 33,00 0,108 3.564 Steinbítur 59,00 59,00 59,00 0,329 19.411 Steinbítur(ósl.) 59,00 42,00 46,15 0,388 17.905 Koli 58,00 48,00 57,50 0,179 10.293 Skötubörð 75,00 75,00 75,00 0,006 450 Smáýsa (ósl.) 54,00 53,00 53,38 0,323 17.243 Lýsa (ósl.) 45,00 45,00 45,00 0,073 3.285 Smáþorskur(ósL) 69,00 69,00 69,00 0,462 31.878 Langa (ósl.) 53,00 53,00 53,00 0,238 12.614 Keila(ósL) 20,00 20,00 20,00 0,282 5.640 Smáþorskur 80,00 80,00 80,00 0,522 41.760 Lúða 495,00 310,00 369,34 . 0,242 89.195 Langa 67,00 67,00 67,00 0,393 26.331 Keila 39,00 20,00 34,57 0,840 29.036 Samtals 82,00 28,628 2.347.464 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 135,00 72,00 102,26 32,797 3.353.932 Ýsa 100,00 59,00 87,96 2,572 226.221 Blandað 33,00 33,00 33,00 0,508 16.764 Skarkoli 80,00 80,00 80,00 0,020 ' 1.600 Skata 94,00 94,00 94,00 0,016 1.504 Skötuselur 180,00 178,00 178,23 0,071 12.654 Koli 75,00 75,00 75,00 0,292 21.900 Undm.fiskur 76,00 76,00 76,00 1,500 114.000 Síld 10,00 6,35 7,90 6ý,251 507.890 Hlýri 43,00 43,00 43,80 0,100 4.300 Karfi 48,00 45,00 46,27 32,346 1.496.760 Blálanga 72,00 55,00 69,13 2,199 152.041 Ufsi 55,00 15,00 41,16 3,020 124.290 Steinbítur 56,00 43,00 44,31 0,199 8.817 Langa 72,00 13,00 66,66 2,713 190.862 Kinnfiskur 250,00 250,00 250,00 0,018 4.500 Keila 48,00 33,00 37,21 3,145 ■ 117.026 Lúða 395,00 255,00 370,88 1,241 460.260 Kinnar 90,00 90,00 90,00 0,034 3.060 Gellur 301,00 301,00 301,00 0,023 6.923 Samtals 46,34 147.065 6.815.304 Selt var úr Ólafi Jónssyni, Búrfelli o.fl. Á morgun verður selt úr dagróðrabátum. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 19. sept. - 28. nóv., dollarar hvert tonn Morgunblaðið/Silli Umræður nefnir Sigurður þetta verk sitt. Húsavík: Fjölhæfur listamaður Húsavík. HINN fjölhæfi listamaður Sigurð- ur Hallmarsson hafði sýningu í Safnahúsinu á Húsavík um síðustu helgi og sýndi þar um 40 vatnslita- myndir. Þetta er þriðja einkasýn- ing Sigurðar en hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin var mjög vel sótt enda hin athyglisverðasta og seldust 32 myndir af 37 sem til sölu voru. Við opnun sýningarinnar lék Katrín, óperusöngvari, dóttir Sigurðar á píanó við hrifningu sýningargesta. Sigurður er fjölhæfur listamaður og hefur um dagana auk málaralist- arinnar fengist við leiklistina bæði á sviði og í kvikmyndum, stjórnað kórum og lúðrasveitum, og er nú að stjórna sýningu á leikriti Kjartans Ragnarssonar, Land míns föður, sem búið er að sýna á Húsavík í 32 skipti við mjög góða aðsókn og undirtekt- ir. Sigurður hefur hlotið listamanna- laun fyrir listsköpun sína. - Fréttaritari Garðar Sigurðsson og Kolbeinn Kristinsson velta fyrir sér pakkaðri folaldatungu. Hella: Folaldakjötíð flýgur út 13% aukning í stórgripaslátruninni Selfossi. MEIRI eftirspurn er eftir foialdakjöti hjá sláturhúsi Þríhyrnings hf. á Hellu á þessu hausti en áður. Búið er að slátra um 1.000 folöldum og kjötið hefur aídrei selst betur en nú. Þríhyrningur hf. rekur stórgripa- slátrun á Hellu þar sem slátrað er nautgripum, svínum, hrossum og folöldum. Á einu ári hefur orðið 13% aukning í stórgripaslátruninni. Sláturhúsið á Hellu er eitt þriggja sláturhúsa sem rekin eru undir sam- eiginlegri yfirstjórn Hafnar hf. á Selfossi og Þríhymings hf. Auk þess falla undir þá yfirstjóm tvær kjöt- vinnslustöðvar, á Selfossi og í Þykkvabæ, og tvær verslanir, önnur á Hellu og hin á Selfossi. í sláturhús- inu í Þykkvabænum er eingöngu slátrað sauðfé, stórgripum á Hellu en bæði sauðfé og stórgripum á Selfossi, í sláturhúsi Hafnar hf. Það eru 50—55 manns sem vinna hjá þríhyrningi hf. á Hellu og í Þykkyabæ, við verslun, í sláturhús- unum í kjötvinnslunni. Við þetta ■ SÝNING tveggja ungra lista- manna stendur nú yfir í mennta- málaráðuneytinu. Guðjón Bjarna- son sýnir rúmlega 60 olíumálverk og skúlptúra og Sigríður Rut Hreinsdóttir sýnir 20 vatnslita- myndir. Sýningin er öllum opin á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 9-17 alla virka daga og stendur til 5. janúar 1991. bætast síðan 40—44 þegar sauðfjár- slátrun hefst á haustin í Þykkvabæ. „Folaldakjötið er mjög gott, ekki síst folaldatungan,“ sagði Garðar Sigurðsson aðstoðarsláturhússtjóri á Hellu. „Henni er skellt í kalt vatn eftir suðuna og húðin tekin af og þá ertu kominn með sælgæti. Þetta má borða kalt með heitri pipar- eða. gráðostasósu," sagði Garðar. —Sig. Jóns. Teppavélaleiga Kristínar: Tækjakostur endurnýjaður Teppavélaleiga Kristínar hefur nú endurnýjað og bætt tækjakost sinn, en fyrirtækið leigir út vélar til hreinsunar á gólfteppum og húsgögnum. Teppavélaleiga Kristínar leigir út vélar af Karcher-gerð með tvöfaldri vél en við þeð eykst sogkraftur þeirra verulega. Leigan er opin alla daga og hægt er að fá vélarnar sendar heim, sé þess óskað. ■ FÉLAGAR í Ungmennahreyf- ingu Rauða kross Islands munu kanna viðhorf ungs fólks til alnæm- is í tengslum við alþjóðlega alnæmis- daginn sem er 1. desember. Könnun- in verður framkvæmd á Háskólaball- inu að kvöldi 30. nóvember og þrem- ur almennum. dansleikjum í höfuð- borginni daginn eftir. Þátttakendur í könnuninni verða spurðir nokkurra almennra spurninga um alnæmi. Vonast er til að svörin muni gefa einhverja vísbendingu um þekkingu og viðhorf þess fólks sem sækir al- menna dansleiki til sjúkdómsins. Þátttakendum verður afhentur smokkur til að leggja áherslu á umræðuna um öruggt kynlíf. Álíka könnun var gerð á sama vettvangi í fyrra í samráði við landlæknisem- bættið. Niðurstöður kannana tveggja bornar saman og niðurstöð- ur síðan kynntar íjölmiðlum í frétta- tilkynningu. ------♦♦ »------ Morgunblaðið/Árni Sæberg Líffræðinemar að ganga frá út- sendingu efnis. Jólasöfnun Hjálparstofn- unar undirbúin UNDIRBÚNINGUR vegna árlegr- ar jólasöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar stendur nú sem hæst. Líffræðinemar lögðu hönd á plóg- inn um síðustu helgi og gengu frá útsendingu efnis sem sent verður inn á öll heimili landsmanna næstu daga. --------------- Athugasemd Leyfi mér að óska að Morgunblað- ið birti eftirfarandi athugasemd við greinarstúf er birtist í Morg- unblaðinu í gær: í Morgunblaðinu 28. nóvember sl. birtist traustsyfirlýsing 26 manna og kvenna á störf frú Margrétar Eggertsdóttur sem er tónlistarráðu- nautur Kirkjugarða Reykjavíkur. Þeir sem undir þetta rita eru prestar og organistar sem allir hafa haft samband við frú Margréti vegna sinna starfa. Yfírlýsing þessi var fyrst og fremst ætluð stjórn Kirkju- garða Reykjavíkur. Að máli við okk- ur sem fyrir þessu stóðum, hafa komið margir þeir sem ekki náðist til á þeim skamma tíma er við höfð- um og lýst stuðningi sínum við téða yfirlýsingu. Þetta er skiljanlegt þegar það er skoðað, hveijum sökum frú Margrét er borin, og varla eðlilegt að þeir sem betur vita nenni að sitja hjá þegjandi. Kjartan Sigurjónsson, organisti, formaður fél. ísl. organ- leikara. Kristín með eina af teppahreinsi- vélunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.