Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 41

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 41 Hallbjörn Hjartarson/Kántrý 6 í Nashville Kántrýkóng'urinn o g snill- ingar úr Vesturheimi leiða saman hesta sína Hljémplötur Ásgeir Sverrisson Hallbjöm Hjartarson, kúreka- söngvarinn einstaki frá Skaga- strönd, hefur fyrir löngu sýnt og sannað að heiðarleiki og náttúrugáfa eru ekki síður mikilvægir eiginleikar á tónlistarsviðinu en frumleiki, skól- un og sköpunargáfa. Þessir hæfileik- ar koma enn á ný skýrt í ljós á nýj- ustu plötu Hallbjörns „Kántrý 6 í Nashville“ en á henni nýtur hann aðstoðar réttnefndra snillinga úr Vesturheimi og íslenskra atvinnu- tónlistarmanna. Þegar þvílíkt mann- val ieiðir saman hesta sína hlýtur sá fundur að teljast sögulegur og það er þessi plata með réttu því aldr- ei áður hefur Hallbirni og félögum tekist jafn vel upp á löngum ferli kúrekasöngvarans. Á plötunni njóta þeir Hallbjörn Hjartarson, Vilhjálmur Guðjónsson gftarleikari, Magnús Kjartansson píanóleikari, Finnbogi Kjartansson bassaleikari og Halldór Hauksson trymbill aðstoðar færustu atvinnu- manna í Bandaríkjunum á sviði kántrýtónlistar. Þeir eru allir starf- andi í Mekka kántrýtónlistarinnar, Nashville, hafa leikið með mörgum þekktustu rokk- og kántrýstjörnum Bandaríkjanna og nægir þar að nefna Elvis Presley, Tammy Wyn- ette, Lorettu Lynn, Roy Rogers, Chet Atkins og B.B. King. Snilldar- legur hljóðfærasláttur þessara manna og vandaðar útsetningar þeirra Vilhjálms, Magnúsar og Hall- björns gera nýju plötuna sérlega áheyrilega auk þess sem metnaður og framtakssemi „íslenska kántrý- kóngsins" (en svo nefnir fram- kvæmdastjóri Omni Sound-hljóð- versins í Nashville Hallbjörn Hjart- arson) hlýtur að teljast öldungis til fyrirmyndar. Það er að sönnu rétt að frumleiki er ekki einkenni kántrýtónlistar og lítið fer fyrir því að menn reyni að feta í fótspor landnemanna og btjóta ný lönd undir sig á þessum vett- vangi. Þetta á einnig við um Hall- björn Hjartarson. Lagsmíðar hans hafa aldrei verið frumlegar þó svo textarnir á fyrstu plötunum hafi verið sérstakir og framúrstefnulegir. Hallbjörn hefur aldrei ætlað sér að finna upp hjólið, fyrir honum hefur vakað að skapa heiðarlega, íslenska kántrýtónlist og það hefur honum tekist. Á nýju plötunni kemur einnig fram að hann er í mikilli framför sem lagasmiður og tónlistarmaður. Segja má að fyrsta lagið „Án þín“ gefi tóninn. Þetta er hressilegt lag og stórbrotið sóló petal stíl-gítarleik- arans Sonny Garrish vekur strax athygli. (Þetta hljóðfæri var í eina tíð nefnt „fetilgítar“ en fyrrnefnda heitið hlýtur að teljast betra). Vil- hjálmur Guðjónsson sýnir einnig ágæta takta. Raunar er hann meira áberandi á þessari plötu en „Kántrý 5“ sem kom út í fyrra og er það vel. Vilhjálmur Guðjónsson hefur lengi verið í fremstu röð hér á landi og sýnir á þessari plötu að íjölhæf- ari og smekklegri gítarlejkari er vandfundinn. Næsta lag, „I einver- unni“, er prýðileg kántrýballaða og róið er á kunnugleg mið, með ágæt- um árangri, í þriðja laginu „Davíð frændi". Það fjallar um Davíð Odds- son borgarstjóra en eins og aðdáend- ur Hallbjörns muna var á-síðustu plötunni að finna stórbrotið lag og texta um Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og þótti mörgum sem hendingin „leggur víða á hluti mat“ lýsti honum og raunar mörgum íslenskum stjórnmálamönnum vel. Rúnari Kristjánssyni, höfundi text- ans, tekst ekki alveg jafn vel upp í laginu um Davíð borgarstjóra en þó er þar að finna mjög glögga lýsingu sem minnir um margt á hnitmiðaðar mannlýsingar Islendingasagna: „Það er gustur í hárinu á honum, og heilanum undir því.“ Af öðrum lögum sem standa upp úr á þessari plötu skulu nefnd „Hundurinn Húgó“, „Blakkur", „Fijáls ég vera vil“ og „í dag er ég glaður". „Hundurinn Húgó“ hefst á kántrýöskrum sem hljóma munu kunnuglega í eyrum unnenda banda- rískrar sveitatónlistar. „Blakkur" er prýðilega samið íslenskt kántrýlag °g mjög vel flutt. Að auki hlýtur texti Elísabetar Árnadóttur að telj- ast sá þjóðlegasti sem birst hefur á íslenskri kántrýplötu til þessa, sbr: „... markar fótur foldar stig. Höndin strýkur mjúkan makkann, hér er mál að hvíla sig.“ Hér er kveðið um íslenskan hestamann/kúreka í ís- lenskri sveit og ættu þeir sem ala með sér efasemdir um að kántrýtón- list geti nokkru sinni orðið íslensk að kynna sér lagið og textann. Hall- björn fer á kostum í laginu „í dag er ég glaður", snillingarnir sem með honum leika fá stutta einleikskafla og Hallbjörn eggjar menn til afreka með hvatningarhrópum. Fagmennskan og metnaðurinn sem einkenna þessa nýjustu plötu Hallbjörns Hjartarsonar ætti að vera öðrum íslenskum tónlistarmönnum til fyrirmyndar. Hún ætti jafnframt að vera öllum þeim sem eiga sér drauma hvatning til að láta þá ræt- ast. Framtakssemi og heiðarleika á þessu sviði ber vitaskuld að styðja og víst er að aðdáendur Hallbjörns og unnendur íslenskrar kántrýtón- listar munu ekki verða fyrir von- brigðum með „Kántrý 6 í Nashville". A - sÆæjtÁ §■ m Við tökum smá forskot á jólin og leggjum á borð að höfðingja sið. Að sjálfsögðu er allt það besta úr íslenska búrinu, til dæmis heitt og kalt hangikjöt ásamt laufabrauði. Við lumum einnig á klassískum jólarétta- uppskriftum frá útlöndum og berum fram danska riíjasteik, sænska síldarrétti, gljáð grísalæri og margt íleira girnilegt góðgæti sem ómissandi er á höfðingjaborðum. Jólaglögg að hætti hússins. Jólahlaðborðið, í hádeginu og á kvöldin. Leitin að fallegasta piparkökuhúsinu. Móttaka á piparkökuhúsum hefst 8. desember. Skilafrestur er til 28. desember. Vegleg verðlaun. Holiday Inn - Bylgjan - Veröld ■\\(C$UC$jCU) ^VUfV Sigtúni 38-Sími: 689000 i kg o&eins __; J 0% «súnw,ioo% á laugar dag til Allar búðir opnar MEIANGE smjörlíki, 500g bnct í baksturmn $011 urta létt itiiu 400 íöriíki biw ÆSHHKaBF fBBBBBr BStiBBHS AIIKUG4RDUR VIÐ SUND - JL-HÚSINU GARÐABÆ - HAFNARFIRÐI staður IMJÖDD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.